Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 51

Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 51 DAGBÓK Kórinn mun starfa í 3 deildum í vetur:  Undirbúningsdeild fyrir yngstu drengi. Æfingar á laugardögum kl. 11-12.  Aðalkórinn æfir sem fyrr á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-19.  Eldri deild (tenór og bassi) æfir með aðalkórnum á miðvikudögum kl. 17-19. Æfingar hefjast mánudaginn 8. september. Prufusöngur og innritun í deildir verður í Neskirkju mánudaginn 1. sept. kl. 17-19. Skráning og nánari upplýsingar eftir kl. 16 virka daga í síma 896 4914 (Friðrik S. Kristinsson kórstjóri) og 863 8305 (Bjarni Frímann Karlsson form. foreldrafél.) sjá www.neskirkja.is DRENGJAKÓR NESKIRKJU REYKJAVÍK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Athyglisgáfuna skortir þig ekki og þú átt hægt um vik með rannsóknir hvers kon- ar. Framundan er ár spennu og nýrra byrjana. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sérkennileg lækningaúrræði kunna að höfða til þín í dag. Þú kannt að hugleiða valkosti sem þér þóttu áður hlægilegir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þín sérstaklega í kring- um börn í dag til að forðast slys. Engu að síður skaltu vænta óvæntra uppákomna tengdra börnum sem og ást- armálum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki er ólíklegt að samtal í dag komi þér í uppnám eða í opna skjöldu. Hugsanlegt er að samtalið sé milli þín og yf- irmanns eða foreldris. Sýndu rósemi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er mikilvægt að sýna ró- semi og yfirvegun. Teldu upp að fimm áður en þú gerir eitt- hvað í fljótfærni og gættu tungu þinnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rík þörf til að eyða stórri summu í ákveðinn hlut sækir á þig í dag. Þig langar að eyða eins og þig lystir. Líkur eru á sveiflum í fjárhag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Baráttuandinn er sterkur í þér í dag og þú finnur fyrir mikilli sjálfstæðishvöt sem jafnvel getur kallað fram í þér upp- reisnarsegg. Þú kemst alveg upp með það. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þig langar að þröngva hug- myndum þínum upp á aðra skaltu sitja á þér. Þig langar að ljá máls á bótum á vinnustað eða spenna músagildru betur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sérvitringur eða mjög sér- stakur einstaklingur mun lík- lega verða á vegi þínum í dag. Undarlegir hlutir geta gerst í tengslum við vini eða kunn- ingja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Til að komast af er þér nauð- synlegt að hafa frelsi. Hjá þér magnast hvöt til að standa á þínu og verja skoðanir þínar. En ekki kunna allir að vera sammála. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Umferðin kann að reynast þér skeinuhætt í dag. Sýndu aðgát við akstur eða á gangi. Óþol- inmæði þín gæti valdið slysi sem þú gætir annars forðast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Rétt er að þú vitir að í dag verður óstöðugleiki á sviði eigna þinna og fjármála. En líkur eru á að eitthvað komi þér þægilega á óvart. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ráðríki er mikið hjá þér í dag. Þú ert ekki í skapi til að fara bil beggja. Þú ert á iði, skortir þolinmæði en uppreisn- argirnin er að sama skapi mik- il. En hverju mun það áorka? Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VÖGGUKVÆÐI Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þig á! - - - Veikur er viljinn, og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt. Guð faðir gefi góða þér nótt! Jón Thoroddsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 23. ágúst, er 85 ára Þorsteinn Þorsteinsson, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Þorsteinn og kona hans, Lovísa, ætla að halda upp á daginn með fjölskyld- unni. 60 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 24. ágúst,verður sextug Pálína Helga Imsland, kirkjuvörður, Safamýri 50, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hilmar Símonarson, málarameistari, en hann verður 66 ára sama dag. Þau taka á móti gestum í Safnaðarheimili Breiðholts- kirkju í dag, laugardag, kl. 15–19. SVEIT undir forystu Hjördísar Eyþórsdóttur vann bikarkeppni kvenna á bandarísku sumarleikunum í Kaliforníu í síðasta mán- uði. Hjördís var fyrirliði án spilamennsku (npc), en liðs- menn hennar voru: Karen McCallum, Beth Palmer, Kerri Sanborn, Lynn Deas, Lynn Baker og Debbie Ros- enberg. Úrslitaleikurinn var æsispennandi: það var jafnt upp á IMPa eftir 64 spil og réðust úrslitin því í fram- lengingu. Þetta var eitt af stóru spilunum: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁD6 ♥ -- ♦ ÁD1075 ♣107532 Vestur Austur ♠ G108 ♠ K7542 ♥ ÁKD762 ♥ 4 ♦ 6 ♦ G9842 ♣K94 ♣Á6 Suður ♠ 93 ♥ G109853 ♦ K3 ♣DG8 Vestur Norður Austur Suður McCallum Meyers Sanborn Montin -- -- -- 2 tíglar * 3 hjörtu 3 spaðar * Dobl Pass Pass 3 grönd Dobl Pass Pass Pass Opunun suðurs á tveimur tíglum var hindrun í öðrum hálitnum (multi) og vestur sýndi góð spil og sexlit í hjarta því að stökkva í þrjú hjörtu. Meyers í norður sló því föstu að hindrun Montin væri byggð á spaðalit og sagði þrjá spaða „leitandi“. Þar með var hún föst í gildr- unni og gjaldið var 1100 fyr- ir fimm niður. (Útspilið var hjarta upp á drottningu og spaðagosi til baka.) Sveit Hjördísar vann 14 IMPa á spilinu, en á hinu borðinu spiluðu AV tvö hjörtu, sem unnust slétt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. g4 Rfd7 9. Dd2 Rb6 10. O-O-O R8d7 11. Bd3 Bb7 12. Kb1 Hc8 13. Bg5 Dc7 14. Hhe1 Re5 15. f4 Rec4 16. Dc1 h6 Staðan kom upp í atskák- einvígi Visw- anathan Anand (2774) og Judit Polgar (2718) sem lauk fyrir skömmu í Mainz í Þýska- landi. Sú ung- verska hrærði rækilega upp í stöðunni með vafa- samri mannsfórn. 17. Rd5?!! Dc5? 17...Rxd5 18. exd5 Bxd5 hefði tryggt svörtum peði meira og betra tafl fyrir utan það að hann gat unnið mann eftir 17...Rxd5 18. exd5 hxg5 19. dxe6 gxf4 og ekki verður séð að hvítur hafi næg færi fyrir mann- inn. Í framhaldinu reynist staða svarts gjörtöpuð. 18. Rb3! Df2 19. Hf1 Dg2 20. Rxb6 Rxb6 21. De3! Rc4 22. Da7 Bxe4 23. Dxa6 Hb8 24. Hg1 hxg5 25. Hxg2 Bxg2 26. Bxc4 bxc4 27. Da4+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Jú, ég gleymdi flaut- unni minni og hvað með það? Hvað get ég fengið margar tölvur fyrir 40 bleika flöskutappa? 80 ÁRA afmæli. ÁgústaSigurdórsdóttir frá Götu í Hrunamannahreppi er áttræð í dag, laugardag- inn 23. ágúst. Eiginmaður hennar er Stefán Scheving Kristjánsson. Þau verða að heiman í dag. FRÉTTIR VÆNTANLEG vöktun á samfélags- legum áhrifum stórframkvæmda á Austurlandi var meðal þess sem rætt var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, sem var haldinn á fimmtudag og föstudag á Breiðdalsvík. 49 kjörnir þingfulltrúar sátu fundinn, auk allra þingmanna kjör- dæmisins, félagsmálaráð- herra og formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Alls sóttu um 70 manns aðalfundinn. Smári Geirsson í Neskaupstað hættir nú formennsku í samtökun- um eftir fimm ára setu og tekur Soffía Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Austur-Héraðs, við. Smári sagði í samtali við Morg- unblaðið að þingið hefði tekið á mörgum stórum málum. „Við fjöll- uðum um væntanlega vöktun á sam- félagslegum áhrifum stórfram- kvæmda hér eystra og um áhrif framkvæmdanna á norður- og suð- ursvæði landshlutans, en þeirra gætir mest á miðsvæðinu. Það er umhugsunarefni hvernig fyrirtæki á norður- og suðursvæðinu ætla að undirbúa sig fyrir þátttöku í þessu. Mjög brýnt er að menn byggi upp samstarf og það er þegar hafið með mjög formlegum hætti á suðursvæð- inu.“ Á aðalfundinum var einnig tekin fyrir starfsemi Fræðslunets Austur- lands og væntanlegt háskólanáms- setur á Egilsstöðum, en Fræðslunet- inu hefur verið falið að byggja upp Háskólanámssetrið og reka það. Þá var fjallað um sameiningu sveitarfé- laga. „Þau mál eru auðvitað núna mjög á dagskrá og farið var yfir stefnu Sambands íslenskra sveitar- félaga í þeim efnum,“ segir Smári. „Talsvert langt er síðan til sérstaks átaks var efnt af hálfu stjórnvalda til sameiningar sveitarfélaga. Nú er hins vegar stefnt að því að fara í slíkt og gert ráð fyrir víðtækum samein- ingarkosningum í landinu árið 2005. Það er ljóst að menn gera sér góðar vonir um að fækka sveitarfélög- um verulega, vegna þess að sveitarstjórnarmenn gera sér svo vel grein fyrir því að sveitarfélögin verða að vera einingar í ákveðinni lág- marksstærð til að geta átt möguleika á að sinna þeim verkefnum sem verið er að fela þeim í lögum.“ Smári segist telja að sveit- arfélögin verði miklu sterkari fé- lagslegar einingar ef þau eru stærri. „Ég er nokkuð sammála þeirri fram- setningu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram sem umræðugrunn, að raunhæft sé að gera ráð fyrir þremur til fjórum sveitarfélögum á Austurlandi.“ Fiskeldi einn meginþátta í austfirsku atvinnulífi Verkefni SSA nú eru fjölþætt, segir Smári. „Menn hafa verið að sigla í höfn mjög mörgum stórmál- um, sem SSA hefur unnið að eða stutt.“ Hann nefnir sem dæmi alla meginsamninga varðandi virkjana- og stóriðjumál, menntamál, þjóð- garðs- og verndarsvæðamál, saming milli sveitarfélaganna eystra og rík- isins varðandi menningarmál, jarð- gangaframkvæmdir og fiskeldi. „Eldið gengur mjög vel,“ segir Smári. „Við erum þeirrar skoðunar að fiskeldi á Austurlandi geti verið í framtíðinni einn meginþáttur í aust- firsku atvinnulífi. Ef menn ná góðum tökum á eldinu og gæta fyllsta ör- yggis getur þetta orðið hér við aust- firskar aðstæður gríðarlega öflugur atvinnuvegur.“ Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fór fram á Breiðdalsvík Samfélagsleg áhrif stórfram- kvæmda vöktuð Breiðdalsvík. Morgunblaðið. Smári Geirsson Grennri BOGENSE TAFLAN Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.