Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 54

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA – Valur ...................................14 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV – Þór/KA/KS ...........14 1. deild karla: Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík – Keflavík............16 Víkin: Víkingur – Þór .................................16 2. deild karla: Garður: Víðir – Tindastóll .........................16 ÍR-völlur: ÍR – Sindri ................................16 Siglufjörður: KS – Selfoss .........................16 Helgafellsv.: KFS – Völsungur .................16 3. deild karla, úrslitakeppni, 8-liða úrslit: Eskifj.: Fjarðabyggð – Leiknir R.............14 Grenivík: Magni – Víkingur Ó...................14 Sandgerði: Reynir – Höttur ......................14 Tungubakki: Númi – Vaskur.....................17 1. deild kvenna, undanúrslit: Sauðárk.: Tindastóll – Fjölnir ...................14 Sandgerði: RKV – Sindri...........................17 Sunnudagur: Efsta deild karla,Landsbankadeild: Akureyri: KA – Fram ................................18 KR-völlur: KR – Fylkir .............................18 Laugardalsv.: Þróttur – Grindavík...........20 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Kaplakriki: FH – ÍBV...........................18.30 UM HELGINA PATREKUR Jóhannesson landsliðsmaður í handknatt- leik er formlega orðinn liðs- maður Bidasoa á Spáni en í gær ákvað þýska handknatt- leikssambandið að skrifa und- ir félagaskipti Patreks frá Essen til Bidasoa. Patrekur var sem kunnugt er dæmdur í sex mánaða keppnisbann eftir síðasta leik sinn með Essen í vor. Félagaskiptin voru í uppnámi fyrrihluta sumars en þegar Patrekur vann mál sem hann höfðaði gegn þýska handknattleiks- sambandinu fyrir vinnurétt- ardómstól í byrjun júlí þá átti hann ekki von á öðru en að félagaskiptin myndu ganga greiðlega í gegn enda úr- skurðaði dómstóllinn honum í vil. Þýska handknattleiks- sambandið gaf sig hins vegar ekki í fyrstu og ætlaði að hunsa niðurstöðuna og í byrj- un vikunnar ákvað lögfræð- ingur Patreks að kæra málið til Evrópska handknattleiks- sambandsins, EHF. Þessi ákvörðun hefur greinilega hrist upp í stjórnarmönnum þýska handknattleiks- sambandins því í gær var gengið frá undirskrift vegna félagaskiptanna og málið fer því ekki til EHF. „Ég er feginn að þetta mál er úr sögunni og get nú ein- beitt mér alfarið að handbolt- anum. Ég vissi allan tímann að þetta færi á þennan veg og ég var reyndar búinn að fagna sigri í þessu máli eftir niðurstöðu vinnuréttardóms- dólsins,“ sagði Patrekur í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/RAX Patrekur Jóhannesson hefur ástæðu til að gleðjast um þessar mundir. Patrekur orðinn liðsmaður Bidasoa  GAIZKA Mendieta, sem gekk til liðs við Middlesbrough í vikunni, segir að ef hann muni ná að leika jafnvel fyrir Middlesbrough og hann gerði fyrir Valencia muni enska liðið hafa gert sín bestu leik- mannakaup frá upphafi. „Takmark mitt er að ná að leika jafnvel fyrir Middlesbrough og ég gerði fyrir Valencia. Ég hefði getað farið til annarra liða en mig langaði að leika fyrir Middlesbrough,“ sagði hinn 29 ára gamli Mendieta sem væntanleg- ur leikur sinn fyrsta leik fyrir Middlesbrough á morgun þegar lið- ið mætir Arsenal í 2. umferð ensku úrvalsdeildinni á Highbury.  SVEN Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, segir að Paul Scholes, leikmaður Manchester United, þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa sæti sitt í landsliðinu þótt hann hafi ekki skorað fyrir England í meira en tvö ár. „Paul Scholes er mjög mikilvægur fyrir enska landsliðið og það kæmi mjög á óvart ef sú staða kæmi upp að ég myndi ekki velja hann í landsliðið,“ sagði Eriksson.  JAMES Beattie hefur sagt að hann þurfi kannski að yfirgefa Southampton til þess að fá fleiri tækifæri með enska landsliðinu. Beattie skoraði 23 mörk á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og hann er samningsbundinn South- ampton til ársins 2006. „Ef ég vissi að það væru meiri líkur á að ég yrði valinn í landsliðið ef ég spilaði með öðru liði myndi ég íhuga það vand- lega að skipta um félag,“ sagði Beattie. FÓLK ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu kvenna töpuðu naumlega fyrir danska meist- araliðinu Bröndby í Evr- ópukeppni félagsliða, 1:0, en leikurinn fór fram í Kaup- mannahöfn í gær. Úrslitin eru afar athyglisverð því Bröndby hefur verið eitt sterkasta kvennalið Norðurlanda um margra ára skeið auk þess sem KR-ingar geta ekki stillt upp sínu besta liði í keppninni af ýmsum ástæðum. Fyrir vik- ið verða því yngri og óreynd- ari leikmenn að leika stórt hlutverk og þeir stóðu svo sannarlega fyrir sínu. Meðal leikmanna KR sem ekki geta tekið þátt í mótinu eru syst- urnar Þóra, markvörður, og Ásthildur Helgadætur, en Ást- hildur er á leið til sænska liðs- ins Malmö FF. Danirnir skoruðu mark sitt í fyrri hálfleik í leiknum í gær en KR-liðið hélt sjó í þeim síð- ari og varðist með prýði. Þetta var annar leikur KR í keppninni en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Masinac frá Serbíu/Svartfjallalandi, 3:1. Síðasti leikur KR í keppninni fer fram á morgun er liðið mætir skoska liðinu Kilm- arnock, sem í gær gerði jafn- tefli við Masinac, 1:1. Bröndby er með fullt hús stiga í keppninni, vann Kilm- arnock örugglega í fyrstu um- ferðkeppninnar, 3:0. Masinac er með fjögur stig og Kilm- arnock eitt en KR rekur lest- ina með ekkert stig. Í ljósi úr- slita leikjanna í keppninni verður fróðlegt að sjá hvernig KR-ingum tekst upp gegn Kilmarnock á morgun. Þess má geta að Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi leik- maður KR, lék um nokk- urtskeið með Bröndby. KR tapaði naumlega fyrir Bröndby Fylkir spilaði mjög illa í síðastaleik gegn Þrótti en ég hef trú á því að Fylkismenn taki sig saman í andlitinu og mæti öflugir til leiks í Vesturbæinn. Ég held að Evrópu- leikurinn í Svíþjóð hafi setið í Fylki gegn Þrótti. Nú hafa Árbæingar haft góðan tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn KR og eiga því að koma vel stemmdir til leiks. Fylkismenn eru vanir því að leika mikilvæga leiki. Þeir hafa unnið titla á síðustu árum og sú reynsla mun hjálpa þeim. KR-ingar eru auðvitað Íslandsmeistarar og þeir vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera á sunnudaginn. Ég hef trú á þetta verði hörkuleikur og áhorf- endur geta átt von á skemmtilegum leik. Ég held að aðalhugsun KR verði að verja stigið sitt en það getur verið hættulegur hugsunarháttur. Mörg lið hafa farið flatt á því að leika upp á jafntefli og því verða KR-ingar að vera varir um sig. Þetta er einn af úrslitaleikjum mótsins en hinsvegar hefur Íslands- mótið spilast þannig að allir geta unnið alla. Það má segja að allir þeir leikir sem eftir eru séu bik- arúrslitaleikir fyrir öll liðin. Lands- bankadeildin hefur verið mjög spennandi í sumar og mótið hefur spilast mjög undarlega. Það hefur þróast þannig að alltaf þegar KR og Fylkir hafa haft möguleika á að stinga önnur lið af hefur þeim mis- tekist það. Einnig hefur öðrum lið- um mistekist að komast upp að hlið KR og Fylkis þegar það tækifæri hefur verið fyrir hendi. Það kæmi mér ekki á óvart að viðureign KR og Fylkis endaði með jafntefli og spennan muni haldast rafmögnuð þar til í síðustu umferð- inni. Það er hinsvegar ljóst að sama hvernig fer í Vesturbænum þá eiga bæði liðin eftir erfiða leiki í síðustu þremur umferðunum og það mun ekki ráðast á sunnudaginn hverjir standa uppi sem Íslandsmeistarar í haust,“ sagði Bjarni Jóhannsson. Bjarni Jóhannsson spáir fyrir um viðureign KR og Fylkis KR-ingar líklega sáttir við eitt stig „ÉG hef ekki trú á því að Fylkir komi á KR-völlinn til að leika upp á jafntefli. Árbæingar verða helst að sigra í þessum leik og ég held að þeir komi með því hugafari í Vesturbæinn. KR-ingar hafa eins stigs forystu á Fylki og standa því betur að vígi og það veitir þeim einnig visst forskot að leikurinn er spilaður í Vesturbænum. Ég held að Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, yrði ekki óánægður með jafntefli því þá hafa Íslandsmeistararnir örlög sín enn í hendi sér,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, en Morgunblaðið fékk hann til að spá fyrir um stórleik KR og Fylkis sem fer fram á morg- un. Morgunblaðið/Árni Torfason Fagna Fylkismenn á KR-vellinum, eða þurfa þeir að játa sig sigraða enn eitt árið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.