Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 56

Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 LAUS SÆTI 31. OG 32. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 UPPSELT Sumarkvöld við orgelið 23. ágúst kl. 12.00: Mark Anderson orgel. 24. ágúst kl. 20.00: Mark Anderson leikur m.a. verk eftir Buxtehude, Vierne, Franck og Messiaen. Paradísarheimt (Paradise Found) Drama Bretland/Frakkland/Austurríki 2003. Bergvík. VHS (90 mín.) Öllum leyfð. Leik- stjóri: Mario Andreacchio. Aðalleik- endur: Kiefer Sutherland, Nastassja Kinski, Alun Armstrong, Thomas Heinze, Chris Haywood. LÍF málarans Pauls Gauguins er með miklum ævintýra- og þversagn- arblæ. Líkt og fleiri snillingar var hann ekki uppgötvaður fyrr en eftir dauða sinn og átti stormasama ævi sem hér eru gerð fremur hvers- dagsleg skil. Í upphafi Paradísarheimtar er Gauguin (Sutherland), velmegandi verðbréfasali við kauphöllina í Par- ís. Hugur hans hneigist til mál- aralistar, er sí- málandi þó að samtíðinni finnist lítið til hans koma. Á þessum tíma (ofanverðri 19. öld) var lítið svig- rúm fyrir nýjar listastefnur en Gauguin leggur ekki upp laupana, gefur hins vegar sitt borgaralega líf upp á bátinn og finnur sjálfan sig, hamingjuna og köllunina á Suður- hafseyjum. Farið er á miklum hraða yfir sögu þannig að áhorfandinn kemst aldrei virkilega í tæri við Gauguin, hegðun hans er ráðgáta í því stikli sem hendir listamanninn á tjaldinu. Á hinn bóginn er Paradísarheimt fjarska vel tekin og Sutherland stendur sig vel – miðað við efni og aðstæður og gefur hinum blóðheita snillingi talsvert líf og lit. Hin danska eiginkona hans er einnig í ágætum höndum Kinski, sömuleiðis málarinn Pissaro (Alun Armstrong). Lagleg skemmtun þegar upp er staðið, en það leynist engum að hér er á ferðinni efni sem á mikilvægari meðferð skilið.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Stiklað á stóru SMEKKLEYSA stendur fyrir óhefð- bundnum spunatónleikum í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni Sirkus Halldórs Laxness í kvöld. Um er að ræða út- gáfuhátíð í tilefni nýjustu plötu hjómsveitarinnar Mínuss. Á sirk- usnum koma fram ásamt hljómsveit- inni, Curver, Einar Örn, The Hafler Trio, Einar Melax og Jóhamar. Von- ast er til að Hrafn Ásgeirsson saxó- fónleikari verði með en hann varð fyrir því óhappi að axlarbrjóta sig í vikunni og því óvíst að hann geti mætt. Hrafn spilar einmitt á tveimur lögum á Halldóri Laxness. Engir venjulegir tónleikar Mínus hefur áður staðið fyrir svona óhefðbundnum rokk- tónleikum, með þriggja og hálfs tíma tónleikum á Jaðardögum í Ný- listasafninu í fyrra. Hljómsveitina langaði til að gera eitthvað svipað í tilefni útgáfu Halldórs Laxness og hafði ekki áhuga á að halda „venju- lega tónleika“. „Við fórum að ræða þetta þegar við vorum á tónleika- ferð í Bretlandi í vor,“ segir Birgir Örn Thoroddsen (Curver), upp- tökustjóri og náinn samstarfsmaður hljómsveitarinnar. „Útaf því að þessi Smekkleysusýn- ing er í gangi í Listasafni Reykjavík- ur fannst okkur alveg kjörið að nota aðstöðuna þar. Hún hentar mjög vel fyrir svona tónleika því við notum líka vídeóupptökur, fellum þær inn í þetta djamm,“ segir hann en það verður sýnt vídeóverk eftir Frosta Jón Runólfsson á sirkusnum og líka áður upptekið efni, sem verður skeytt inní. Í anda Grateful Dead og Can Tónleikarnir byrja á slaginu 19 og Mínus spilar allan tímann til klukkan 22. „Það eru engin upphitunaratriði eða slíkt. Fólk verður bara að koma að fylgjast með,“ segir Birgir Örn en auk spunans verða líka lög Mínuss í upprunalegri mynd á tónleika- dagskránni. Hljómsveitin vildi fá mikið af gest- um á tónleikana, bæði fólk sem hef- ur unnið með henni áður og fólk sem sveitin lítur upp til og gekk það upp. Þess má einnig geta að tónleikarnir verða teknir upp á vegum Smekk- leysu. „Það verður gaman fyrir áhuga- fólk um tónlist að mæta og fygjast með svona rokkdjammi. Þetta er ekki algengt með rokkhljómsveitir því það eru oftast djasshljómsveitir eða rafhljómsveitir sem halda svona spunatónleika,“ segir Birgir Örn og nefnir sem undantekningu að Grate- ful Dead og Can hafi unnið með þetta spunaform. Á meðan á sirkusnum stendur gefst gestum kostur á að skoða sýn- ingu Smekkleysu, Humar eða frægð í A-sal Hafnarhússins. Í tengslum við sýninguna má minna á Smekkleysu- bíó á sunnudaginn klukkan 16 þar sem sýnt verður myndbandið Björk Unplugged. Sirkus Halldórs Laxness – Útgáfuhátíð Mínuss í Hafnarhúsinu Óhefðbundnir spunatónleikar Ljósmynd/Börkur Sigþórsson Hljómsveitin Mínus í ham. Hún ætlar að spila ásamt ýmsum gestum í óhefð- bundnum rokkspuna í Hafnarhúsinu í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Birgir Örn Thoroddsen kemur við sögu í Sirkusi Halldórs Laxness. Sirkus Halldórs Laxness, út- gáfuhátíð Mínuss í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, kl. 19–22 í dag. Aðgangseyrir 1.000 krónur. ingarun@mbl.is STÓRFURÐULEGT mál er komið upp í Bretlandi og tengist það Bítl- unum og sex Brasilíumönnum sem sögðust vera á leið til Liverpool á Mathew Street hátíðina, þar sem fereykinu heimsfræga er fagnað. Fulltrúar útlendingaeftirlitsins í Heathrow gerðu sér lítið fyrir og vísuðu Brasilíumönnum úr landi er þeir gátu ekki svarað spurningum sem lutu að Bítlunum. Sexmenn- ingarnir vissu t.a.m. ekki hver Yoko Ono var og héldu að Ringo væri dáinn. Útlendingaeftirlitið breska neit- ar að tjá sig um þetta mál, öðruvísi en svo að „hver sá sem hyggst koma inn í landið þarf að geta mætt kröfum þeim sem fulltrúar útlendingaeftirlitsins gera til þeirra.“ Ennfremur sagði fulltrúi frá út- lendingaeftirlitinu að „ef fólk segist vera í ákveðnum erindagjörðum þá er okkar fólki uppálagt að sann- reyna að svo sé.“ Sexmenningarnir voru í 72 manna hópi sem kom frá Rio de Janeiro. Restinni af hópnum var hleypt í gegn. Talsmaður Brasilíu- mannanna er eðlilega ævareiður. „Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Verðirnir spiluðu Bítlalög og létu okkur nefna þau. Þá létu þeir okkur syngja lögin líka! Margt af unga fólkinu er ekk- ert tiltölulega vel að sér í Bítla- fræðunum. Þau komu aðallega ferðalagsins vegna.“ Tónlistarsagan getur skipt máli Brasilíumennirnir hafa þá væntanlega ekki getað keypt sér minjagripi, líka þeim sem sjást hér. Það er John, Paul, George og Ringo EIN af bestu plötum síðasta árs var Ekkehard Ehlers Plays með þýska tónlistarmanninum Ekkehard Ehlers en á þeirri plötu túlkaði Ehlers verk listamanna í tónlist, hvort sem það var saxófónstíll Al- berts Aylers, blúsandi Roberts Johnsons, kvikmyndir Johns Cass- avetes eða ritverk Huberts Fichtes; frumleg hugmynd og frábærlega út- færð. Fyrir skemmstu kom svo út plata með verk- um eftir Ehlers, sem öll voru reynd- ar samin 2001. Platan heitir því skemmtilega nafni Politik Braucht keinen Feind, stjórnmál þarfnast ekki óvina, og á umslagi er mynd af dansandi manni sem er með tví- turnana í New York á bolnum – tengi hver sem vill. Á plötunni eru verk fyrir klarínett, sellókvartett og rafeindatól sem Ehlers beitir til að skeyta saman hljóðfæraleiknum, flétta saman og margfalda með góðum árangri – greinilegt að hann stefnir í átt að meiri einfaldleika eins og tíðkast nú í þýskri raftónlist, notar æ einfaldari hljóð og samsetningar. Sérstaklega er fyrsta verkið, „Maander“, samið fyrir bassaklarínett, magnað, en það næsta, sellóverkið „Blind“, kemst varla á flug þrátt fyrir góða spretti; þarf kannski meiri hlustun. Loka- þáttur skífunnar, „Wolf Phrase“, er svo það besta, enda hljóðaheimurinn fjölbreyttari.  Tónlist Meiri einfaldleiki Ekkehard Ehlers Politik Braucht keinen Feind Staubgold Ekkehard Ehlers, raftónlistarmaðurinn snjalli, fylgir Ekkehard Ehlers Playseftir. Árni Matthíasson BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið leikur við hvurn sinn fing- ur í kvöld. MIÐGARÐUR, Innri-Akranes- hreppi: Harmonikkufélag Vest- fjarða verður með dansleik í kvöld á milli kl. 22.00 og 2.00. VÍDALÍN: Electric Massive í kvöld. Fram koma Sunboy, DJ Richard, The LBH Krew, Exos, DJ Reynir og DJ Bjarki. Í DAG Morgunblaðið/Árni Sæberg Þau Pollockbörn, Tanya Lind og Marlon Lee Úlfur eru hluti af LBH Krew. Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.