Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 57
TÓNLISTARMAÐURINN Sigtryggur
Baldursson, sem oft titlar sig
Bogomil Font, er þessa dagana í
heimsókn hér á landi til að lið-
sinna dóttur sinni sem er að
byrja í skóla. Meðfram því er
hann að hjálpa sínum innri Bogo-
mil við undirbúning afmælisdag-
skrár sem verður í Hreðavatns-
skála í kvöld þar sem hann mun
leika á dansleik. Sigtryggur vinn-
ur einnig hörðum höndum að
geisladisk með nýrri tónlist sem
hefur verið um ár í vinnslu hjá
honum. Hann er líka á höttunum
eftir íbúð því hann flyst til lands-
ins með fjölskyldu sína í byrjun
desember.
Hvað ertu með í vösunum?
Ég er með farsíma, bíllykla og
veski.
Uppvaskið eða
skræla kartöflur?
Uppvaskið.
Ef þú værir ekki tónlistarmaður,
hvað myndirðu þá helst vilja
vera?
Kokkur.
Hefurðu tárast í bíói?
Ég græt meira í bíói en Meryl
Streep.
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Pelican í Tónabæ 1974.
Hvaða leikari fer mest í taug-
arnar á þér?
Meryl Streep, hún græt-
ur svo mikið.
Hver er þinn
helsti veik-
leiki?
Blustur. (eig-
inleiki sem
fær mig til að
snúa út
úr …)
Finndu fimm orð
sem lýsa
persónuleika þínum
vel.
Skresti, hræspói, kláspési,
jólahross og smílki.
Bítlarnir eða Stones?
Bítlarnir, John Lennon.
Hver var síðasta bók
sem þú last tvisvar?
Skurðir í rigningu.
Heimþrá eftir tíu ár í
útlöndum.
Hvaða lag kveikir
blossann?
Brúnaljósin brúnu með Hauki
Morthens.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Bodily Functions með Herbert.
Mjög fín.
Hvert er þitt mesta
prakkarastrik?
Líklega sígarettusprengjurnar
sem sprungu aldrei almennilega
fyrr en amma kom í heimsókn og
þáði hjá mömmu rettu sem
sprakk með hvelli og rúllaðist
upp eins og í teiknimynd … þá
var flúið í smíðaskúrinn …
Hver er furðulegasti matur
sem þú hefur borðað?
Sviðasulta hjá pabba á
Blönduósi. Furðulegur
matur en góður.
Sígarettusprengjan
virkaði á versta tíma
SOS
SPURT & SVARAÐ
Sigtryggur
Baldursson
Harmoníkuball
Dúndrandi harmoníkuball verður í Miðgarði,
Innri Akraneshreppi
laugardagskvöldið 23. ágúst frá kl. 22.00.
Harmoníkufélag Vestfjarða
Miðaverð kr. 1.200 • Ekki er unnt að taka við greiðslukortum
Þessi gamli góði
Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar
Grensásvegi 7, sími 517 3530
Nýtt dansatriði