Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 58

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 10.10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.50, 8 og Kraftsýning 10.20. B.i.12 . Frumsýning Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! KRAFT SÝNIN G KL. 10 .20. I . . . Yfir 30.000 gestir Sýnd kl. 3.50 og 8. HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 2 og 4. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Yfir 30.000 gestir J I M C A R R E Y Miðaverð 500 kr. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magnaða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. POWERSÝNINGKL. 10.30. I . . . DAGANA 28.–31. ágúst nk. verða tangódagar í Reykjavík. Hefjast þeir fimmtudagskvöldið 28. ágúst í Nasa kl. 22. Þá mun tangósveitin Le Grand Tango halda útgáfutónleika vegna hljómdisks, sem út kemur þá vikuna á Sonetmerkinu íslenska. Með sveitinni syngur Egill Ólafsson sem hefur snúið tangótextum yfir á hið ylhýra og prýða þeir vænt- anlega plötu. Sama kvöld stígur svo á svið einn fremsti tangódansari Argentínu, Cecilia Gonzalez (sem sést á myndinni þokkafullu sem fylgir greininni), ásamt Frakkanum Jean-Sebastien Rampazzi. Tvíeykið mun sýna tangódans eins og hann er dansaður í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu um þessar mundir en þar á dansinn uppruna sinn. Frá föstu- deginum 29. til og með sunnudeg- inum 31. mun Cecilia síðan stýra „tangó-æfingabúðum“ í Kramhús- inu ásamt þeim Hany Hadaya og Bryndísi Halldórsdóttur. Þau tvö hafa kennt tangó hérlendis allt síð- an 1994 en árið 2000 var Tangó- félagið stofnað sem er formlegur fé- lagsskapur með það að markmiði að efla argentínskan tangódans á Ís- landi. Námskeið þetta verður öllum opið. Á laugardeginum verður svo „Milonga“ í Iðnó en svo eru tangó- böllin nefnd um allan heim eins og á heimaslóðunum í Buenos Aires í Argentínu. Á því balli verður lifandi tónlist þar sem öllum verður frjálst að stíga sporið auk þess sem þau Cecilia, Jean-Sebastien, Bryndís og Hany munu sýna tangó. Snerting, tilfinningar Tangó er fjölþjóðlegt fyrirbæri. Form dansins er bæði þokkafullt, glæsilegt og eggjandi og tónlistin sem er samfara bæði hröð eða hæg, sorgbundin eður fjörleg. Bæði dans og tónlist byggjast mikið til á til- finningum og dansinn lýtur mjög svo lögmálum snertingarinnar. Sögu dansins má rekja til áð- urnefndrar Buenos Aires en einnig er svipaður tangó dansaður í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ. Fyrir aldamótin 1900 streymdi til Suður-Ameríku fjöldinn allur af innflytjendum sem fluttu, eðlilega, með sér heimaræktaða siði. Úr þessu öllu varð heljarinnar hræri- pottur en í argentínska tangóinum má greina áhrif frá Þýskalandi, Englandi, Kúbu og Spáni m.a. Tangóinn er enn fremur barn borg- arinnar og textarnir einkennast af harmrænum saknaðarljóðum sem beint er til heimalandanna. Upp úr 1900 fór fólk í felur með tangóinn enda þótti hann ósæmilegur. Síðar átti hann svo eftir að öðlast vinsæld- ir úti í heimi og þá fóru menn að þora að taka sporið á gólfum úti á ný. Gullaldartími tangósins var þannig í hámarki í Argentínu á ár- unum 1930–1950. Síðan þá hefur tangóinn siglt á milli skers og báru hvað vinsældir snertir en í dag upplifir hann góða tíma, og hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælli. Blaðamaður hittir á þau Eddu Er- lendsdóttur píanóleikara og Oliver Manoury bandonéoleikara á heimili tangósöngvarans Egils en Egill sjálfur er á fullu í útréttingum vegna hátíðarinnar sem er hiklaust það metnaðarfyllsta sem tangóunn- endur á Íslandi hafa hingað til lagt í. Edda segir að dagar sem þessir hafi staðið til lengi vel. Vaxandi áhugi „Le Grand Tango hefur verið starfandi allar götur síðan 1992, ávallt skipuð sama mannskap,“ seg- ir Edda. „Undanfarið hefur Egill svo verið afar duglegur við að snara textum yfir á íslensku og það hefur verið frábært að vinna með honum.“ Oliver bætir við að Egill hafi gætt þess að textarnir falli vel að anda tangólistarinnar en slíkt sé ekki vaninn þegar um svona þýðingar er að ræða, oft séu þær slælegar. Hann fagnar því innleggi Egils og er sýni- lega ánægður. Edda segist hafa fundið fyrir miklum áhuga gagnvart bæði dans- inum og tónlistinni undanfarið og því rakið að tengja þetta saman eins og gert verður næstu daga. Hljóðfæri Olivers, bandonéoið, er eins konar harmonikka af þýskri gerð og er stundum sagt að það sé hjarta og sál tangósins. „Það var næstum aldrei notað í Þýskalandi en var selt til Buenos Ai- res,“ segir Oliver. Það var þýski framleiðandinn Heinrich Band sem framleiddi bandonéoið og kallaði hljóðfærið þessu nafni til að skilja það frá annarri harmonikku sem fyrirtækið Chemnitz sendi og til Argentínu. Edda segir að argentínski tangó- inn bjóði upp á mikinn sveigjanleika í hljómfalli og fyrir sig, klassískt menntaðan tónlistarmann, sé mjög áhugavert að takast á við tangó- tónlistina. Frelsið sé meira um leið og afar mikilvægt sé að fylgja hin- um spilurunum, hvað takt og hrynj- anda áhrærir. Það er greinilegur hugur í þeim Eddu og Oliver og sýnileg til- hlökkun eftir því að geta boðið Reykvíkingum í fjögurra daga, alls- herjar „Milonga“! Tangódagar í Reykjavík 28.–31. ágúst Boðið upp í tangó Seiðandi tangó mun leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur í næstu viku. Arnar Eggert Thoroddsen fræddist um þenn- an viðburð, tangóinn sem slíkan og ræddi við nokkra aðstandendur. Miðar á Nasa-tónleikana eru seldir í forsölu í verslun Japis, Laugavegi 13. Upplýsingar um tangónámskeiðið fást í Kram- húsinu og miðar á „Milonga“ í Iðnó verða seldir í miðasölu Iðnó, Vonarstræti. -www.tango.is -www.kramhusid.is -www.tangomotion.com arnart@mbl.is Tangóinn er þokkafullur dans.Le Grand Tango, tilbúin í tangó!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.