Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Evrópuþátt- töku lokið Jafntefli í leikjum Grindavíkur og Fylkis dugðu ekki Íþróttir Norrænir kennaranemar komu að hönnun á Víðistaðatúni 17 Gamlar rætur í miðborginni Verslanir með sögu og upp- runalegt nafn Daglegt líf REKSTRARVANDA Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands má að talsverðu leyti rekja til ákvörðunar ríkisins árið 1993 um að B-hluta-stofnanir rík- isins skyldu framvegis sjálfar standa undir lífeyrishækk- unum, sem ríkið greiddi áður beint. Sinfóníuhljómsveitin sat þar með uppi með þungan bagga lífeyrisskuldbindinga, án þess að fá aukin framlög á móti. Árið 1997 nam skuldin lið- lega 570 milljónum króna, en hefur hækkað jafnt og þétt og var áætluð tæplega 1,4 milljarðar í árslok 2002. Í nýrri skýrslu vinnuhóps menntamálaráðu- neytisins um fjárhag og rekstur Sinfóníu- hljómsveitarinnar kemur fram að unnið sé að skiptingu lífeyrisskuldbindingarinnar og upp- gjöri á milli rekstraraðila hljómsveitarinnar í samræmi við aðild þeirra að rekstrinum. Ríkið sjálft er þar stærst með 56%, Ríkisútvarpið með 25%, Reykjavíkurborg með 18% og Seltjarnar- nesbær með 1%. Þessi skipting fjárframlaga er bundin í lög. Reykjavík og Seltjarnarnesbær eru einu sveit- arfélögin á landinu sem eiga aðild að rekstri hljómsveitarinnar. Sinfóníuhljómsveitin Ógreiddar lífeyr- isskuldbindingar 1,4 milljarðar  Hver vill starfrækja … /20 TÖLUVERT dró úr lánveitingum nokkurra stórra lífeyrissjóða til sjóðfélaga á fyrri hluta ársins en for- svarsmenn sjóðanna vilja þó fara varlega í að túlka samdráttinn og segja erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar séu og hvort þessi samdráttur muni halda áfram. Fyrstu sex mánuði ársins fækkaði þeim sjóðfélög- um hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem fengu lán hjá sjóðnum um rúm 17%, lánveitingar voru 896 fyrstu sex mánuðina í fyrra en 743 á fyrra helmingi þessa árs. Heildarfjárhæð lánveitinganna nam 1,78 milljörðum króna á móti liðlega 1,9 milljörðum í fyrra sem er 10,6% samdráttur en þess ber að geta að lánsupphæð til sjóðfélaga var hækkuð úr fjórum í fimm milljónir í apríl í vor. Þær upplýsingar fengust hjá sjóðnum að menn hefðu ekki farið í greiningu á því hverjar ástæður fyrir minni eftirspurn sjóð- félaga væru, hugsanlegt væri þó að aukin umsvif og hækkandi lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði skýrðu þennan samdrátt að einhverju leyti. Lán hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) voru alls 2.331 árið 2001 og heildarupphæð þeirra 5,2 milljarðar króna. Í fyrra dró verulega úr eft- irspurn og veitt lán voru að upphæð u.þ.b. 4,2 millj- arðar og fjöldi lána 1.933. Heildarútlán fyrstu sex mánuði þessa árs voru 12% undir samtölu sömu mánaða í fyrra og heildarlánafjöldi 16%. Hjá Framsýn liggja endanlegar tölur um útlán til sjóðfélaga á fyrri helmingi ársins ekki fyrir en þó liggur fyrir að eitthvað hafi dregið úr lánveitingum. Hjá Framsýn nefna menn að verið geti að fólk sé að bíða eftir að kosningaloforð um hækkandi lánshlut- fall hjá Íbúðalánasjóði verði efnd eða haldi að sér höndum vegna óvissu um verðbólgu. Minni spurn sjóðfélaga eftir lánum hjá lífeyrissjóðum ♦ ♦ ♦ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitar að stjórnvöld hafi breytt skýrslu um vopnaeign Íraka og segir að hefði frétt BBC, þar sem því var haldið fram, verið sönn hefði hann orðið að segja af sér. Þá segist hann bera ábyrgð á því að nafn vopnasérfræð- ingsins Davids Kellys hafi verið gert opinbert. Þetta kom fram er Blair bar vitni fyrir nefnd Hutton lávarðar í gær en hún rannsakar lát Davids Kellys sem var heimildamaðurinn fyrir hinni afdrifaríku frétt BBC um að stjórnvöld hefðu ýkt hætt- Stjórnarformaður BBC, Gavyn Davies, sakaði embættismenn Blairs um að hafa staðið fyrir „óviðeigandi“ árásum á hendur stöðinni er hann bar vitni í gær. Átti hann einkum við þá staðhæf- ingu Alastairs Campbells að BBC hefði logið í fréttinni. Þar hefði heiðarleiki stöðvarinnar og hlut- leysi verið dregið í efa. Leiðtogi Íhaldsflokksins, Iain Duncan Smith, sakaði Blair um að hafa stjórnað „undirförulli“ og „skammarlegri“ meðferð á Kelly bæði fyrir og eftir meint sjálfs- morð hans. Hann hefði vitað um og verið sáttur við hvernig reynt var kerfisbundið að eyðileggja mann- orð Kellys. „Það er hið skammar- legasta við þessa sorglegu sögu,“ sagði Smith. una af vopnaeign Íraka til að rétt- læta stríð. „Þetta var stórmerkileg ásökun og fram úr hófi alvarleg,“ sagði Blair um fréttina. Hann telur að sú ákvörðun að gera nafn Kel- lys opinbert hafi verið rétt. Þegar hann var spurður hvort Kelly hefði ekki verið beittur of miklum þrýstingi svaraði hann að hann vissi ekki annað en Kelly hefði verið vanur að fást við fjöl- miðla og hefði því átt að hafa nokk- uð harðan skráp. Blair talaði í tvær klukkustundir og þótti rólegur og öruggur. Hefði sagt af sér væri fréttin sönn Blair segist bera ábyrgð á því að nafn Kellys var opinberað Lundúnum. AP, AFP. Tony Blair  Varðist/16 HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum var meiri en vonir stóðu til á öðr- um ársfjórðungi en í gær til- kynnti ríkisstjórnin að hann hefði verið 3,1% á ársgrundvelli. Spár gerðu ráð fyrir 2,4% hagvexti. Þykir aukningin gefa til kynna að þetta stærsta hagkerfi heimsins sé að taka við sér og hagvöxtur verði jafnvel enn meiri á næst- unni. Landsframleiðsla hefur ekki verið jafnmikil síðan á öðrum ársfjórðungi í fyrra og kom það hagfræðingum á óvart. „Þetta er frábært. Þetta er góður grund- völlur fyrir uppbyggingu á næstu fjórum ársfjórðungum,“ sagði David Littman, hagfræðingur Comerica-banka. Hann spáir áframhaldandi aukningu og segir stórtækar skattalækkanir og lága vexti hafa þar mest að segja. Hagvöxt- ur 3,1% í Banda- ríkjunum HUNDRUÐ þúsunda íbúa Lundúnaborgar komust hvorki lönd né strönd þegar rafmagn fór af borginni á háannatíma í gærkvöldi með þeim afleiðingum að stór hluti lestar- kerfa borgarinnar stöðvaðist. Þúsundir far- þega þurftu að leita annarra leiða til þess að komast heim en rafmagnið fór af rétt eftir klukkan sex þegar fólk var á leið heim úr vinnu. Það byrjaði þó að koma aftur á eftir um klukkustund. Ekki er vitað um slys á fólki en lögregla bjargaði um 100 manns sem voru fastir í lyftum. Þá duttu 270 umferðarljós út og skapaðist mikið öngþveiti vegna þess. Rafmagnsleysið varð nákvæmlega tveimur vikum eftir að rafmagn fór af stórum svæð- um í Bandaríkjunum og Kanada og þótti ástandið í gær minna á þann atburð í fyrstu. Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu. AP Öngþveiti er rafmagn fór af London Lundúnum. AFP. UNGT par og barn þeirra á öðru aldursári lentu í miklum háska þegar Land Rover- jeppi þeirra festist hálfur í kafi í Jökulsá vestari við Ingólfsskála norðan Hofsjökuls í gærmorgun. Fólkið, sem er frá Þýskalandi, komst með naumindum upp á topp bílsins, sem var kominn 25 metra frá árbakkanum. Þar beið samferðafólk á öðrum jeppa en gat ekkert aðhafst. Maðurinn gerði tilraun til að vaða í land en litlu munaði að straum- hörð jökuláin hrifsaði hann með sér. „Fyrir tilviljun voru þau með bát á toppn- um, en ekki hinn bíllinn sem varð eftir á bakkanum, og það bjargaði þeim,“ sagði Ingvar Ingólfsson úr björgunarsveitinni ólfur, sem var með hugann við barnið. Hann segir að fólkinu hafi liðið ágætlega þegar björgunarmenn komu á vettvang en hafi greinilega orðið mjög hrætt. Það hafi farið út í ána á vitlausu vaði og sokkið þeg- ar um tíu metrar voru eftir yfir. „Það var glórulaust að ætla sér yfir ána. Ég held því fram að hún hafi verið ófær öllum ökutækj- um.“ Þrjá tíma tók að ná jeppanum upp úr ánni og komu björgunarmenn til byggða rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Ferðalangarnir ákváðu að gista í Ingólfs- skála í nótt og ætluðu með bílinn niður í Skagafjörð í dag. Dalbjörg í Eyjafirði, sem kom á slysstað við fjórða mann klukkan fjögur í gærdag. Þá hafði fólkinu tekist að komast til baka í land á bátnum og hafðist við í Ingólfsskála stutt frá ánni. „Hefðu þau ekki haft bátinn hefði at- burðarásin orðið sú, að þau hefðu orðið að fara í land hinum megin við ána, hund- rennandi blaut, og ekki haft neitt húsaskjól. Það hefði getað farið alla vega,“ segir Ing- Ferðafólk bjargaðist úr jökulá                 Litrík athöfn í Hraungerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.