Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 10

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND liggur ekki á heitum mött- ulstrók eins og jarðfræðikenningar sem teknar hafa verið trúanlegar í 30 ár segja okkur, og í raun eru kenn- ingar um alla heita bletti á jarðskorp- unni rangar, að sögn þekkts jarð- fræðings. „Það er mjög líklegt að þetta sé stærsta jarðfræðigabb sögunnar,“ segir dr. Gillian R. Foulger, sem er prófessor í jarðfræði við Durham-há- skóla í Bretlandi. Hún stýrir ráð- stefnu um 60 jarðfræðinga sem nú stendur á Hótel Örk í Hveragerði. Kenningin um möttulstróka geng- ur út á að á heitum reitum undir jarð- skorpunni, t.d. undir Íslandi, Hawaii og Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum, sé uppstreymi heits efnis sem stígur upp úr möttlinum, djúpt í iðrum jarðar. Þegar þetta heita efni nálgast jarðskorpuna minnkar þrýstingurinn og hluti af efninu byrjar að bráðna, og stígur því kvika reglulega upp á yfirborðið. „Endurskrifa þyrfti skólabækur og hætta að kenna fólki að kenningin um heita reiti sé rétt,“ segir Foulger. Hún segir rannsóknir sínar, sem m.a. mæla bylgjuhraða í gegnum jarð- skorpuna undir Íslandi, sýna fram á að það svæði sem áður hafi verið talið vera öflugur möttulstrókur sé í raun bara um 400 km djúpt, en til að kenn- ingar um möttulstróka geti staðist þyrfti það að vera meira en sjö sinn- um dýpra, eða um 3.000 km á dýpt. Foulger segir að þessum hug- myndum um að möttulstrókakenn- Jarðfræðikenningum sem taldar eru skýra myndun Íslands hefur verið snúið á haus Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Dr. Gillian R. Foulger segir hugmyndir um möttulstróka rangar. „Líklega stærsta jarð- fræðigabb sögunnar“ ingin sé röng sé að vaxa fiskur um hrygg, en hún sé jafnóvinsæl hjá mörgum jarðfræðingum í dag og þró- unarkenning Darwins var hjá líf- fræðingum þegar hún kom fram. „Menn hafa verið tregir til að hafna kenningunni um möttulstróka, marg- ir eru óánægðir með að verið sé að brjóta niður þessa fallegu kenningu sem menn hafa trúað svona lengi. Kenningin um möttulstróka hefur í raun ekki verið staðfest í 30 ár. Hún fylgdi inn í viðteknar hefðir jarðfræð- innar með flekakenningunni og menn hafa ekki almennilega þorað að gagn- rýna hana þar til í dag,“ segir Foulg- er. Aðrar skýringar á jarðhita Foulger segir að í stað þess að ein- hver heitur reitur sé undir Íslandi, sem og annars staðar á jarðskorp- unni, sé fremur líklegt að bræðslu- mark möttulsins undir landinu sé lægra, sem skýri aukna eldvirkni. Hún segir efnagreiningu á grjóti, bæði frá Íslandi og hafsbotninum langt frá hinum svokallaða heita reit, sýna að grjótið bráðni allt við svipað hitastig, en til að kenningar um heita reiti standist ætti grjótið sem varð til undir landinu að hafa myndast við um 300°C hærri hita. „Þannig höfum við sýnt fram á að það er ekki heitara undir Íslandi en annars staðar,“ segir Foulger. ÍSLENSKIR jarðvísindamenn eru margir hverjir vantrúaðir á kenn- ingar Gillian Foulgers og félaga, og segja þennan hóp vísindamanna eiga mikið verk fyrir höndum við að sannfæra aðra vísindamenn. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarð- eðlisfræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands, hefur rannsakað jarðskorpu Íslands, heita reitinn og möttulstrók lands- ins undanfarin ár: „Mér finnst þau skilgreina möttulstrók of þröngt, þ.e. halda sig alveg við kenningu Morgans um að möttulstrókur nái niður að kjarna og ef þeir geri það ekki séu þeir ekki til. Aðalatriðið í skilgreiningu eða lýsingu á mött- ulstróki tel ég vera að það sé upp- streymi heits efnis, sem hefur svona sívala lögun að neðan en hatt að of- an þegar hann nálgast yfirborð, svona í laginu eins og sveppur.“ Ingi bendir á að allar sannanir fyrir nýstárlegum kenningum Foulgers og félaga um lægra bræðslumark á ákveðnum svæðum vanti: „Meirihluti vísindamanna tel- ur að möttulstrókar séu flæði heits efnis þótt þeir taki ekki endilega af- stöðu til þess hvort hitunin eigi sér stað í öllum tilvikum á mörkum möttuls og kjarna.“ Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur tekur í sama streng: „Það er ljóst að þessi hópur sem er með þessar hugmyndir á mikið verk fyrir höndum við að sannfæra aðra um að hann hafi eitt- hvað til síns máls.“ Ingi segir ennfremur að Foulger komi inn í umræðuna um möttul- strók mest sem jarðskjálftafræð- ingur sem skimi möttulinn með jarðskjálftabylgjum. „Strókarnir eiga að sjást sem efni með minni bylgjuhraða svona svipað og bein sést á röntgenmynd vegna deyf- ingar röntgengeislans. Hún hefur fullyrt að sínar mælingar á Íslandi sýni að möttulstrókurinn nái ekki niður í neðri möttul. Hún fullyrðir að aðrar rannsóknir sýni það sama, en það er því miður rangt hjá henni.“ Íslenskir vísindamenn vantrúaðir á kenninguna PÁLMI Gunnarsson, tónlistarmaður og dagskrárgerðarmaður, veiddi mik- inn hæng í Hafralónsá í Þistilfirði fyr- ir nokkru. Pálmi sagði í samtali við Morgunblaðið að laxinn, sem hann sleppti, hefði mælst 104 cm en hann hefði verið mjög leginn og byrjaður að þynnast. „Ég get ekki sagt um hversu þungur hann var, en nýgenginn er lík- legt að hann hafi verið nálægt 24 pundum,“ sagði Pálmi, en samkvæmt þumalputtareglu sem þeir nota sem sleppa löxum, stenst sú ágiskun. Pálmi veiddi laxinn á þurrflugu, svokallaðan Bomber, sem er Amerísk laxaþurrfluga. Eru Bomberflugurnar stórar og miklar og ýmist látnar fljóta á dauðareki eða dregnar með rykkj- um eftir yfirborðinu. Þetta er lítið reynd tækni í íslenskum ám, en hefur gefið góða raun áður og gerði greini- lega nú. Tökur eru tilkomumiklar er laxar steypa sér á þurrflugur, boðaföll og gusugangur, hvað þá þegar um 104 cm löng ferlíki er að ræða, enda taldi Pálmi að minningin myndi ylja hon- um til æviloka. Laxinn kom á land úr fallegum hyl í ofanverðri ánni. Þetta var um miðjan mánuðinn og voru þá komnir um 120 laxar á land að sögn Pálma. Síðan hefur veiði verið í góðu lagi, m.a. var eitt holl með 50 laxa. Pálmi og félagi hans fengu annars sjö laxa saman, alla stóra utan einn. Hver verður hæst? Nú líður að lokum vertíðar og hvaða á skyldi enda með hæstu töl- una? Þverá/Kjarrá hefur leitt hópinn í allt sumar og hafa nú veiðst um 1.800 laxar í ánni. Veitt er fram þar til vika er liðin af september og hefur veiði gengið vel að undanförnu, meira að segja brögð að því að nýir fiskar hafi verið í aflanum. Veitt er mun lengur fram í september í Langá og Laxá í Kjós og gætu þar með báðar skotist fram úr, en Langá er með um 1.700 laxa nú, Laxá í Kjós um 1.500 stykki og gengur veiði vel í báðum. Eftir dá- lítið hlé, er nú farið að reytast aftur úr Rangánum, en veiði þar dofnaði um tíma, m.a. vegna vatnavaxta og gruggs. Báðar hafa nú gefið um 1.400 laxa og þar sem veitt er í þeim til loka september gætu þær einnig saumað að Þverá/Kjarrá. Aðrar ár eru tæp- lega inni í myndinni, Selá er komin með á þrettánda hundrað laxa, en þó að veiði þar gangi einnig vel þessa dagana sýnist bilið vera of breitt. Þessar ár munu skipa efstu sætin, að- eins spurning hvernig röðin verður þegar upp er staðið. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Veiðimaður við efri fossinn í Brynjudalsá í Hvalfirði. Tröll á þurrflugu úr Hafralónsá NOKKRAR tafir urðu á umferð um Miklubraut síðdegis á mið- vikudag vegna malbikunarfram- kvæmda á gatnamótum Löngu- hlíðar og Miklubrautar. Umferð í vestur var beint um Stakkahlíð og af Bústaðavegi um Snorrabraut meðan á framkvæmdunum stóð. Þá urðu einnig tafir á umferð um Bústaðaveg vegna framkvæmda við Bústaðabrúna. Samkvæmt upplýsingum um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík sjá verktakar sem taka að sér vegaframkvæmdir um merkingar varðandi lokun gatna og það getur komið fyrir að þeim sé ábótavant að mati vegfarenda. Við þeim er brugðist af lögreglu sem á, samkvæmt upplýsingum Gatnamálastofu, að hafa eftirlit með merkingum við vegafram- kvæmdir og samþykkja þær. Ein- hverjar kvartanir bárust lögregl- unni vegna framkvæmdanna á gatnamótunum á miðvikudag en samkvæmt upplýsingum umferð- ardeildar gekk verkið vel og tók fljótt af. Eingöngu ef um meiri- háttar framkvæmdir er að ræða eru þær gerðar á nóttinni en að- eins lítinn kafla Miklubrautar þurfti að malbika á miðvikudag. Einar Jónasson, upplýsinga- fulltrúi umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu, segir að ábending- ar frá vegfarendum sem berist Umferðarstofu lúti fyrst og fremst að því að fólki finnist framkvæmd- ir ekki vera merktar með nógu góðum fyrirvara. Hann segir mjög marga aðila koma að framkvæmd- um í þéttbýli og að misvel sé að merkingum vegna þeirra staðið. Ábendingum sem berast Umferð- arstofu er komið á framfæri við Gatnamálastofu, lögreglu eða aðra þá sem málið snerta. „Það er oft sem fólk kvartar undan því að framkvæmdir séu ekki merktar með nógu góðum fyrirvara svo fólk geti valið aðrar leiðir,“ segir Einar. „En yfirleitt eru merkingar ágætar við framkvæmdasvæðin sjálf, hraðatakmarkanir og þess háttar en oft er fólk svolítið pirr- að, sérstaklega hérna í borginni, að merkingar séu ekki hafðar fyrr.“ Samkvæmt upplýsingum Gatna- málastofu eru til reglur um merk- ingar við framkvæmdir sem verk- takar eiga að fara eftir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð um Miklubraut gekk hægt á miðvikudag vegna framkvæmda á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Miklar umferðartafir vegna malbikunarfram- kvæmda í borginni Vegfarendur vilja sjá merk- ingar tímanlega Mynd/Harro Schmeling Hér sést skýringarmynd af möttul- strók eins og kennslubækur hafa sýnt þá undanfarin ár. Strókurinn er svipaður og sveppur í laginu og er mun heitari en möttullinn í kring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.