Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÚIST er við að umræður um sam-
einingu sveitarfélaga á Suðurnesjum
hefjist að nýju á næstu mánuðum en
ljóst að skoðanir eru skiptar í sveit-
arstjórnunum.
Félagsmálanefnd Alþingis var á
ferð á Suðurnesjum í gær og fundaði
þá meðal annars með sveitarstjórn-
armönnum og fulltrúum verkalýðs-
félaga og stofnana sem vinna að at-
vinnumálum. Á fundinum var
sérstaklega fjallað um atvinnumál,
verka- og tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga og sameiningu sveitar-
félaga.
Greinilegt er að málið er við-
kvæmt, það kom fram í viðbrögðum
við orðum Guðlaugs Þórs Þórðarson-
ar, nefnarmanns í félagsmálanefnd,
sem sagði rökrétt að sveitarfélögin
rynnu saman. Þau þyrftu að mynda
sterkari einingar til að geta tekið við
fleiri verkefnum frá ríkinu.
Hörður Guðbrandsson, forseti
bæjarstjórnar í Grindavík, sagði að
skakkur tekjurammi sveitarfélag-
anna væri aðalvandamálið. Laga
þyrfti tekjuskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga. Menn væru að byrja á öfug-
um enda með því að tala um samein-
ingu sveitarfélaga, alveg eins væri
hægt að byrja á því að flytja fleiri
verkefni til þeirra. Rifjaði Hörður
upp að Grindavíkurbær hefði lagt
áherslu á að fá heilsugæsluna á
staðnum sem tilraunasveitarfélag.
„Lögþvinguð sameining er það vit-
lausasta sem hægt er að gera, það
getur ekki verið skynsamlegt ef
menn geta ekki sannfært íbúana um
að sameining sé rétt,“ sagði Hörður
og bætti því við að samvinna sveitar-
félaganna væri aftur á móti af hinu
góða.
Hjálmar Árnason, formaður fé-
lagsmálanefndar, sagði að sveitar-
stjórnarmenn á Suðurnesjum kæm-
ust ekki hjá því að ræða samein-
ingarmál. Rifjaði hann upp skipan
nefnda og verkefnisstjórnar félags-
málaráðherra sem hafa það hlutverk
að útfæra tillögur að nýrri sveitarfé-
lagaskipan, laga tekjuskiptingu að
því og breytingu á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Hvatti hann
sveitarstjórnarmenn til að hefja
þessa umræðu.
Reykjanesbær reiðubúinn
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, sagði að mörg rök
mæltu með sameiningu sveitarfélaga
á Suðurnesjum. Nefndi að svæðið
væri eitt atvinnusvæði og samvinna
um ýmis mál og menn væru sammála
um að sameining væri hagkvæm.
Rifjaði hann upp að Reykjanesbær
hefði orðið til úr þremur sveitar-
félögum og sú sameining hefði geng-
ið vel. „Við verðum að fara að ræða
þetta,“ sagði Árni og gat þess að þótt
stjórnendur Reykjanesbæjar væru
til í sameiningu vildu þeir ekki pína
neinn til þess að sameinast.
Fram kom hjá Sigurði Jónssyni,
sveitarstjóra í Garði, að sameining
hefði ekki komið til umræðu í núver-
andi sveitarstjórn, nema hvað sam-
þykkt hafi verið ályktun þar sem því
var mótmælt að sveitarfélög væru
pínd til sameiningar. Sagði hann ljóst
að menn væru til viðræðna en vildu
ekki hafa lögþvingun vofandi yfir.
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri í Sandgerði, sagði ljóst
að taka yrði umræðuna upp og það
myndi verða gert í Sandgerði. Hann
lýsti þeirri skoðun sinni að nauðsyn-
legt væri að sameina sveitarfélög því
það væri nánast vonlaust að reka
sveitarfélög með undir þúsund íbú-
um. Hann lét þess jafnframt getið að
skiptar skoðanir væru um málið í
bæjarstjórn Sandgerðis en það
myndi skýrast í umræðunni.
Verður að vera hagkvæmt
fyrir íbúana
Jón Gunnarsson, oddviti Vatns-
leysustrandarhrepps, sagði að um-
ræður væru hafnar í sveitarfélaginu
um hugsanlega sameiningu. Ljóst
lægi fyrir að stærri sveitarfélög
væru hagkvæmari í rekstri en þau
minni. Á móti vakti hann athygli á því
að tekjur sameinaðs sveitarfélags af
framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga yrðu minni en samanlögð fram-
lög til þeirra sitt í hvoru lagi. Það
gengi ekki og nauðsynlegt að breyta
reglum Jöfnunarsjóðs.
Jón gat þess einnig að skiptar
skoðanir kynnu að vera um það í
hvora áttina Vatnsleysustrandar-
hreppur ætti að leita fyrir sér um
sameiningu, til Reykjanesbæjar eða
Hafnarfjarðar. Flestir íbúarnir
hefðu flust úr sveitarfélögunum í
suðurhluta höfuðborgarsvæðisins og
margir sæktu þangað vinnu og vildu
því líta þangað. Þar væri hins vegar
yfir kjördæmamörk að fara. Málið
væri því ekki einfalt.
Í lokin varaði Jón Gunnarsson við
umræðum um lögþvingun samein-
ingar og það gerðu fleiri fundar-
menn, sagði hann hætt við því að
menn hrykkju í skotgrafirnar þegar
málið væri rætt á þeim grundvelli.
Ómar Jónsson, formaður bæjar-
ráðs Grindavíkur, tók undir með Jóni
að þegar rætt væri um sameiningu
væri ekki bara um einn kost að ræða.
Hún gæti orðið víðtækari en bara á
Suðurnesjum og jafnvel í allt aðrar
áttir en nú væri mönnum efst í huga.
Gat hann þess að Grindavík væri á
bak við fjöllin gagnvart öðrum sveit-
arfélögum á Suðurnesjum. Með nýj-
um Suðurstrandarvegi yrði greið leið
til Þorlákshafnar og síðan ættu Vest-
mannaeyjar og Grindavík saman sjó.
Þessir bæir væru báðir öflugir á sviði
sjávarútvegs og ættu margt sameig-
inlegt.
Einar Jón Pálsson, sveitarstjórn-
armaður úr Garði, lagði áherslu á að
sveitarfélögin á Suðurnesjum hefðu
unnið vel saman. En ef hann ætti að
greiða atkvæði með sameiningu yrði
hann að hafa markmiðið skýrt og sjá
að íbúar sveitarfélagsins fengju eitt-
hvað út úr sameiningunni. „Það verð-
ur að vera hagkvæmni í þessu fyrir
fólkið, ekki bara fyrir ríkið,“ sagði
Einar Jón.
Þegar Hjálmar Árnason sleit fundi
ítrekaði hann hvatningu sína til sveit-
arstjórnanna að ræða sameiningar-
málið og komast að niðurstöðu.
Sveitarstjórnarmenn hvattir til að ræða sameiningu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Böðvar Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, situr
á milli Hjálmars Árnasonar, formanns félagsmálanefndar Alþingis, og
Jóhönnu Sigurðardóttur nefndarmanns á fundi félagsmálanefndar með
sveitarstjórnarmönnum.
„Lögþvingun er það vitlaus-
asta sem hægt er að gera“
Suðurnes
BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur
heimilað bæjarstjóra að vinna að
greiningu á kostum og göllum þess
að stofna eignarhaldsfélag fyrir
fasteignir bæjarins í félagi við
sveitarfélögin á Suðurnesjum, önn-
ur en Reykjanesbæ.
Að frumkvæði forystumanna í
hreppsnefnd Vatnsleysustrandar-
hrepps hefur málið verið rætt
óformlega milli stjórnenda Grinda-
víkurbæjar, Sandgerðisbæjar,
Gerðahrepps og Vatnsleysustrand-
arhrepps. Hugmyndin er að stofna
eignarhaldsfélag sem yfirtæki fast-
eignir sveitarfélaganna fjögurra ef
það þykir fýsilegt en Reykjanes-
bær stóð síðastliðinn vetur að
stofnun slíks félags í samvinnu við
banka og sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri
í Grindavík, segir að nú sé einungis
verið að heimila formlega vinnu við
þessa athugun en samþykktin sé
gerð án nokkurra skuldbindinga af
hálfu Grindavíkurbæjar.
Hugmynd um stofnun
eignarhaldsfélags
Grindavík
Fjögur sveitarfélög í viðræðum
EIGANDI Suðurvarar 1 fékk aðalverðlaun umhverf-
isnefndar Grindavíkurbæjar fyrir árið 2003. Verðlaun
og viðurkenningar nefndarinnar fyrir fallegustu
garðana voru afhent fyrr í vikunni.
Sigríður Sigurðardóttir fékk verðlaun nefndarinnar
fyrir fallegan, vel gróinn og vel hirtan garð að Suð-
urvör 1. Nokkrar viðurkenningar voru einnig veittar.
Þannig fengu Þórný Harðardóttir og Guðjón Hauks-
son að Baðsvöllum 18 viðurkenningu fyrir snyrtilega
og stílhreina útfærslu á garði og innkeyrslu. Guð-
munda Kristjánsdóttir og Páll J. Pálsson í Stafholti
fengu viðurkenningu fyrir endurbyggingu gamals
húss. Þá fengu Svæðisstjórn fatlaðra og íbúar í sam-
býlinu við Túngötu 15 til 17 viðurkenningu fyrir
snyrtilega umgengni húss og lóðar.
Jóna Rut Jónsdóttir, formaður umhverfisnefndar
sagði að það væri aðdáunarvert hve margir ein-
staklingar í Grindavík hefðu verið duglegir við að
fegra garða sína og frábært að sjá hvað trjágróður
hefði vaxið vel undanfarin ár.
„Það var alltaf talað um að það ætti ekki að vera
hægt að rækta neitt hér útaf sjávarseltunni. En það
hefur nú heldur betur afsannað sig. Hér í Grindavík
eru margir fallegir garðar og margir enn í vinnslu og
með hverju árinu sem líður munum við í nefndinni eiga
sífellt erfiðara með að veita þessar viðurkenningar,
úrvalið er að verða svo mikið. Einnig komum við með
nýja viðurkenningu að þessu sinni en það er fyrir end-
urbyggingu gamals húss. Það hefur orðið aukning í
því að einstaklingar taka sig til og framkvæmi af hug-
sjón slík verk. Teljum við að svona viðurkenningar
geti verið hvatning til þeirra,“ sagði Jóna Rut.
Umhverfisnefnd veitir árleg verðlaun og viðurkenningar
Fallegasti
garðurinn er
að Suðurvör 1
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Fallegasti garðurinn er að Suðurvör 1. Þar ræður Sigríður Sigurðardóttir ríkjum.
Þórný Harðardóttir og Guðjón Hauksson fengu viður-
kenningu fyrir garðinn á Baðsvöllum 10.
Grindavík
Sandgerðisdagar verða settir við
upphaf dagskrár í safnarðarheim-
ilinu klukkan 20 í kvöld. Söngsveitin
Víkingar og Kirkjukórinn koma
fram á dagskránni í safnaðarheim-
ilinu auk ýmissa annarra tónlistar-
atriða og ljóðalesturs. Í kvöld verður
einnig sundlaugarpartí, leiksýning í
Púlsinum og dansleikur í Vitanum.
Í DAG
HÚSAGERÐIN ehf. í Keflavík átti
lægsta tilboð í byggingu húss í
miðbæ Sandgerðis sem hýsa mun
bæjarskrifstofur, íbúðir Búmanna
og fleira.
Með samningum við Sandgerð-
isbæ hefur húsnæðissamvinnu-
félagið Búmenn tekið að sér að
byggja upp hús í miðbæ Sandgerð-
is, svokallað Miðnestorg, og annast
rekstur fasteignanna. Byrjað verð-
ur á byggingu húss þar sem fjórtán
íbúðir Búmanna verða á efstu hæð,
bæjarskrifstofur á miðhæð og
bókasafn, salur og aðstaða fyrir
þjónustufyrirtæki á jarðhæð.
Fimm verktökum var gefinn
kostur á að bjóða í byggingu húss-
ins. Þegar tilboð voru opnuð kom í
ljós að Húsagerðin ehf. í Keflavík
átti lægsta tilboðið, liðlega 369,5
milljónir kr. sem er rúmlega 94%
af kostnaðaráætlun verkkaupa.
Bragi Guðmundsson í Garði átti lít-
ið eitt hærra tilboð, rúmlega 370
milljónir, sem og Keflavíkurverk-
takar sem voru tveimur milljónum
þar fyrir ofan. Tilboð Hjalta Guð-
mundssonar í Keflavík og Ís-
lenskra aðalverktaka voru yfir
kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp
á 392,5 milljónir kr.
Fyrirhugað er að stjórnendur
Búmanna og Sandgerðisbæjar hitt-
ist í dag til að ákveða framhald
málsins.
Útboð Miðnestorgi
Lægsta tilboð var
94% af áætlun
Sandgerði