Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 21

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 21 UNDANFARNA daga hefur verið unnið að því að taka eitt íbúðar- húsið við Lambanes-Reyki í Fljót- um í tvennt og það var síðan flutt. Fyrsti áfangastaður hússins er Lambeyri í áður Lýtingsstaða- hreppi þar sem unnið verður við breytingar á því. Þaðan verður það svo flutt til Sauðárkróks. Þar verð- ur það sett á lóðina við gamla barnaskólann og notað sem skóla- dagheimili. Húsið sem nú er komið á flakk um Skagafjörð var upphaflega byggt árið 1988 og er um 150 fer- metrar að stærð. Það er byggt úr timbri svokallað húseiningahús sem framleidd voru á Siglufirði á sínum tíma. Það var upphaflega byggt í tengslum við starfsemi Miklalax hf. Síðar eignaðist Fljóta- hreppur húsið og við sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði varð það eign sveitarfélagsins Skagafjarðar. Húsið hefur verið leigt út vegna þess fiskeldis sem hefur verið í gangi á Lambanes-Reykjum síð- ustu misseri en þeirri starfsemi lýkur senn. Óvissa um áframhald- andi nýtingu þess í Fljótum er m.a. ástæða þess að sveitarfélagið réðst í að flytja húsið og breyta því í skólamannvirki. Friðrik Rúnar Friðriksson bygg- ingameistari sá um að taka húsið í sundur. Hann sagði í samtali að stærri hluti hússins væri hefðbund- inn kassi og svo væri útbygging um 50 fermetrar að stærð. Byrjað var á að taka útbygginguna frá hinum hlutanum. Sagað neðan af húsinu Friðrik sagðist hafa verið búinn að brjóta talsvert heilann um hvort það væri mögulegt og borgaði sig kostnaðarlega að taka húsið svona í sundur, flytja það og setja saman á ný. Til að gera þetta mögulegt varð að saga smávægilega neðan af hús- inu, þannig var unnt að komast að tengijárnum sem festu það við sökkulinn. Síðan var komið fyrir öflugum lyftubúnaði undir sperru- endum hússins og það tjakkað upp og rennt undir það stálbitum sem það mun standa á í framtíðnni. Friðrik Rúnar sagði að verkið hefði í raun gengið ágætlega og eftir áætlun, hins vegar væri mikil vinna eftir því bæði þarf að breyta inn- réttingum með tilliti til breyttrar notkunar og svo kemur alveg nýtt gólf í húsið. Hann treysti sér því ekki til að segja hvenær það yrði tekið í notkun á Sauðárkróki. Þess má að lokum geta að Friðrik Rún- ar hefur byggt nokkur timburhús á undanförnum árum og flutt þau nánast fullfrágengin til kaupenda víðsvegar á Norðurlandi. Ljósmynd/Örn Þórarinsson Eins og sjá má var flutningabílnum bakkað undir stærri hluta hússins eftir að búið var að taka það í sundur. Vel gekk að slaka því niður á bílinn. Íbúðarhús tekið í tvennt og flutt um Skagafjörð Fljót RÉTTAÐ verður í báðum skilarétt- um Mývetninga sunnudaginn 31. ágúst. Heildarfjártala í sumarhögum er á þrettánda þúsund. Búast má við að um 1.500 fjár verði á Baldurs- heimsrétt og 2–3 þús á Hlíðarrétt, þó er þetta óviss tala en nokkrir bænd- ur hafa sitt fé alfarið í heimalöndum. Nú eru göngurnar aðeins tveggja daga og breytingar verða á fyrir- komulagi, til dæmis eru menn farnir að leita á fjórhjólum og torfæruhjól- um þótt enn séu hestar einnig not- aðir. Hér er gömul hestavísa mý- vetnsk: Meðan sprettur ull á ám Austur skal ég ríða Glám Víða á fjöllin tylla tám Teiga af lindum himinblám Að venju eru kaffisala á Hlíðarrétt á vegum svd. Hrings. Þar eru ætíð úrvals veitingar. Þótt fénu fækki, fjölgar fólkinu sem hefur ánægju af að fylgjast með á réttinni. Mest líf er á réttum frá um kl. 9. Bændur í Mývatnssveit slátra að mestu hjá Norðlenska á Húsavík en eitthvað er um slátrun haust- lamba héðan, á Kópaskeri og jafnvel á Sauðárkróki. Réttir í Mý- vatnssveit Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.