Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 25

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 25 Ráðgjafi frá Clinique verður í Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Smáralind frá kl. 13-17 í dag föstudag og á morgun laugardag. GÓÐ GJÖF 100% ilmefnalaust Kaupauki! 5 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE er þessi gjöf til þín.* • Dramatically Diffrent Moisturizing lotion 15 ml. • NÝTT - Anti-Gravity Firming Lift Mask 30 ml. • Sparkle Skin Body Exfoliating Cream. • Soft-Pressed Powder kinnalitur. • Colour Surge varalitur. Meðan birgðir endast* w w w .c lin iq ue .c om HAMRAHLÍÐARKÓRINN hyggst hleypa heimdraganum og stefnir til Filippseyja og af því til- efni hélt kórinn tón- leika í Háteigskirkju sl. miðvikudag, undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Á efnis- skránni voru íslensk þjóðlög og þar var sálmurinn, sem oft er sunginn við „drusluna“ Ó, mín flaskan fríða, sunginn við textann María meyjan skæra og féll mjög vel á með lagi og texta, enda vel sungið. Ein fallegasta útsetningin á efnisskrá tónleikanna er Fagurt er í fjörðum, í gerð John Hearne og var auk þess einstaklega fallega sungið. Stóðum tvö í túni er ástar- og trega- kvæði og með hliðsjón af því, er út- setning Hjálmars H. Ragnarssonar svolítið gáleysisleg, þótt vel sé unn- in. Íslenska þjóðlagahlutanum lauk með klassík Róberts A. Ottóssonar á Björt mey og hrein. Það þarf í raun ekkert að tíunda það frekar, að söngur Hamrahlíðarkórsins, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, snertir á einhvern hátt við hlust- endum, að ekki verður til neins jafn- að og þar var túlkun unga fólksins á Fagurt er í fjörðum algerlega óvið- jafnanlega fögur. Norskt þjóðlag, Den dag, í út- færslu Kaus Egge, var næst á efnis- skránni og er þar víxlað með karla- og kvenraddir á skemmtilegan máta og jafnvel sungið í keðju og endað á fullri kórskipan sem kórinn skilaði af öryggi. Vorið dunar, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, var vel sungið en þar sem söngur kórsins reis hæst í tónfegurð var í lögunum Kvöldvísur um sumarmál eftir Hjálmar H. Ragnarsson og þó sérstaklega í frá- bæru lagi Jóns Nordal Vorkvæði um Ísland, við kvæði Jóns Óskars. Vikivaki Atla Heimis Sveinssonar var skemmtilega út- færður í leik. Alleluja, eftir Argipino V. Diestro (1963) er fal- legt en hefðbundið að gerð, þó að tónskáldið leiki sér með að skipta textanum upp í at- kvæði og gefa hverri rödd eitt atkvæði til að syngja. Þetta hljómaði ekki illa en að öðru leyti er tónsmíðin lit- laus, þrátt fyrir að vera sérlega vel flutt. Tónleikarnir enduðu á Recessional eftir Þorkel Sigur- björnsson og eftir útgönguna söng kórinn á tröppum kirkjunnar Hald- iðún Gróa, eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hamrahlíðarkórinn er frábær kór. Það er með ólíkindum hve Þor- gerði tekst að laða fram fagran söng hjá unga fólkinu og snerta við dýpstu duldum tilfinninganna, eins og sérstaklega í lögunum Fagurt er í fjörðum, Kvöldvísum um sumarmál og Vorkvæðinu um Ísland, er voru perlur tónleikanna. Perlur tónleikanna TÓNLIST Háteigskirkja Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flutti íslensk þjóðlög og kórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Nordal, Gunnar Reyni Sveinsson og Agripino V. Diestro. Miðvikudagur 27. ágúst. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Þorgerður Ingólfsdóttir Listasafn Íslands Sumarsýningu Listasafns Ís- lands lýkur á sunnudag. Sýningin er ágrip af innlendri listasögu, þar eru sýnd verk frá helstu umbrota- tímum íslenskrar listasögu. Lista- safnið keypti verkið Móðir Jörð eftir Jón Stefánsson nýverið og er það nú sýnt í fyrsta sinn eftir að Listasafnið eignaðist það. Opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 11–17. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi Sýningunni Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár lýkur á sunnu- dag. Safnið er opið alla daga kl. 10– 17. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhús Sýningu á ferðadagbókum Claire Xuan lýkur á mánudag. Sýningin nefnist Frumefnin fimm. Sýningin er opin kl. 12–19 virka daga, 13–17 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Sævars Karls Sýningu Karls Kristjáns Davíðs- sonar og Cesco Soggiu lýkur á laugardag kl. 16. Gallerí Hlemmur Sýningu Guðrúnar Benónýsdótt- ur lýkur á sunnudag. Guðrún sýnir ljósmynd og skúlptúra sem fædd- ust á árunum 2000–2002. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Gallerí Skuggi Málverkasýningu Valgarðs Gunnarssonar lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru u.þ.b. 20 nýleg verk sem eru eins konar kvarkhug- myndir um innri og ytri veruleika eins og hann birtist listamanninum. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Sýningum lýkur STOPPLEIKHÓPURINN er nú að hefja 8. leikárið en á verkefnaskránni eru þrjú íslensk leikrit og leik- gerðir, ætluð miðstigi grunnskóla, unglingadeildum og leikskólum. Æfingar eru nú að hefjast á nýju íslensku leikriti hjá leikhópnum. Það nefnist Landnáma og er eftir Valgeir Skagfjörð. Verkið fjallar um landnám Íslands og sögu Ingólfs Arnarsonar, tildrög þess að hann tók sig upp og hélt til Íslands með allt sitt hafurtask, með konu sinni, þrælum, búpeningi og síðast en ekki síst fóstbróður sínum Hjörleifi Hróðmarssyni. Leik- ritið er ætlað sem innlegg inn í landnámssögukennslu grunnskólanema á aldrinum 9–12 ára. Leikarar eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir en leikstjóri Valgeir Skagfjörð. Frumsýnt verður í lok september 2003. Frá fyrra leikári er tekið upp unglingaleikritið Í gegnum eldinn eftir Valgeir Skagfjörð sem byggt er á samnefndri bók eftir Ísak Harðarson og Thollý Rósmundsdóttur en sl. vetur urðu sýningar 80 talsins á leikritinu fyrir efstu bekki grunnskólans. Tveir leikarar fara með 25 hlutverk í sýningunni, þau Brynja Valdís Gísladóttir og Eggert Kaaber. Leik- stjóri er Valgeir Skagfjörð. Fyrir leikskólana og yngstu bekki grunnskólans sýnir Stoppleikhópurinn síðan barnaleikritið Palli var einn í heiminum en verkið er ný leikgerð leikhópsins á hinni vinsælu barnabók eftir Jens Sigsgaard. Morgunblaðið/Ómar Stoppleikararnir Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber gefa höfundinum, Valgeiri Skagfjörð, engin grið. Landnám Stoppleikhópsins ÞÝSK-ÍSLENSKA menningar- félagið í Stuttgart hefur gefið út Isländische Literatur in deutscher Übersetzung 1860–2000. Þetta er safnrit um ís- lenskar bók- menntir sem út hafa kom- ið í þýskum þýðingum tímabilið 1860–2000. Samantekt bókarinnar annaðist Christine Knüppel, safn- vörður norrænu deildarinnar í há- skólabókasafninu í Kiel. Félagið DIS – Þýsk-íslenska menningarfélagið í Stuttgart var stofnað árið 1990 og gaf þá út yf- irlitsrit um allar þýðingar ís- lenskra bókmennta á þýsku tíma- bilið 1860–1990. Annaðist Christine Knüppel einnig þá sam- antekt. Að sögn Helga B. Sæ- mundssonar formanns DIS kom mikill fjöldi nýrra þýðinga út á þýsku áratuginn 1990–2000 og því bað félagið Christine að endur- nýja bókina með viðbættum upp- lýsingum um allar nýju þýðing- arnar. Bókin er 176 blaðsíður, með ít- arlegum skrám og skýringum ásamt æviágripi og mynd af öllum rithöfundum sem nefndir eru í bókinni. Útgefandi er Seltmann& Hein í Köln, forsíðumynd er eftir Ósvald Knudsen og Íslandsmyndir inni í bókinni eru eftir Maríu Guð- mundsdóttur. Ritið er hægt að panta hjá DIS – Deutsch-Isländisches Kulturfor- um e.V., D-70197 Stuttgart. Safnrit um íslenskar bókmennt- ir á þýsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.