Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 32

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ E f tveir bændur eignast son, hversu marga bændur þarf til að eignast tvo syni eða dóttur? Þessi gáta finnst mér fyndin. Ekki er þó víst að allir séu á sömu skoðun. Reyndar er full- víst, að margir séu ósammála mér. Það finnst mér líka fyndið. Á einhvern afbrigðilegan hátt hef ég gaman af því að fólk botni ekki neitt í neinu. En er eitthvað afbrigðilegt þegar kemur að kímnigáfu fólks? Er ekki fyndni afstæð? Af hverju er kímni kennd við gáfur? Er sá gáfaðastur sem er fyndnastur? Sá sem er með furðulegasta húmorinn? Það getur eiginlega ekki verið, því almenna skilgreiningin á fyndni reiðir sig á að öðru fólki en þeim fyndna þyki hann fynd- inn. Þar að auki er ýmislegt sem aldrei verður hægt að grínast með, þótt grín gangi stundum út á að segja það sem enginn annar þorir að segja. Til dæmis er ekki hægt að hafa barnsmorð í flimtingum við foreldra barns- ins, stuttu eftir glæpinn. Þess vegna hlýtur afstæði fyndninnar að enda einhvers staðar; þar sem smekkleysan tekur við. Heilbrigður geðsjúkdómur hefur aldrei orðið neinum að aldurtila. Sjálfur er ég geð- hvarfasjúkur og það er svo sannarlega krydd í tilveruna. Þetta finnst mér líka fyndið. Er þetta smekklaust? Kannski. Kannski er geðsjúkum og að- standendum þeirra misboðið. Samt fyndist mér það vera óþarfa viðkvæmni, en sú skoðun mín byggist á huglægu mati. Jónas kemur að Eiríki þar sem hann er að hrista rassinn af miklum krafti. „Af hverju ertu að hrista rassinn, Eirík- ur?“ spyr Jónas. Eiríkur svarar: „Það stóð „Hristist eftir notk- un“ á súkkulaðiumbúðunum.“ Húmor hlýtur að byggjast á því að snúa út úr raunveruleik- anum. Breyta honum einhvern veginn, þannig að hann virðist fáránlegur. Félag ábyrgðarlausra feðra hefur skilað ársreikningi. Nið- urstaðan: Myljandi tap. Félag ábyrgðarlausra feðra er ekki til og litlar líkur eru á því að það verði nokkru sinni stofnað. Samt eru alltaf að spretta upp einhver svona félög hér og þar, af einhverri þörf mannsins fyrir að vera í komp- aníi við aðra. „Talaðu við sjálfan þig, mað- ur!“ sagði Þorgrímur við sjálfan sig. Við þekkjum öll þessa til- hneigingu, til að tala við sjálfan sig. Flest höfum við einhvern tímann gert það. En til hvers í ósköpunum? Hvað höfum við að segja við sjálf okkur, sem við ekki vissum fyrir? Þetta er eins og að skulda sjálfum sér pen- ing. Plús og mínus verður núll. Síðustu orðin sem Alan Alda heyrði áður en hann drukknaði voru: „Alan, alda!“. Nú er leikarinn góðkunni Al- an Alda ekki dáinn. Þar að auki er ekki líklegt að hann yrði var- aður við á íslensku, væri hann buslandi í sænum á sólarströnd og stór alda væri á leiðinni. Þess vegna finnst mér þetta nokkuð skondin setning, en enn og aftur skal lögð áhersla á að húmor er afstæður í veröldinni. 40% flugfreyja hafa áreitt mig kynferðislega. Ekki að ég sé að kvarta. Í fjölmiðlum var nýlega vitn- að í könnun, þar sem 40% flug- freyja sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti í vinnunni. Þegar allt kemur til alls verður að teljast harla ólíklegt að þess- ar ágætu konur fari að eyða vinnutímanum í kynferðislega tilburði við farþega. Raunveru- leikinn teygður til þess fárán- lega. Það væri fínt ef maður yrði alltaf eðlisléttari, alveg þangað til maður flygi út í buskann. Þá væri lífshlaupinu lokið með stæl. Þessi setning er augljóslega sett fram af svo mikilli lífsgleði og bjartsýni, sem gengur í ber- högg við innihald hennar. Í dag er föstudagur, sem er sjö dögum meira en fyrir viku. Segir sig sjálft. Já, það er hverju orði sann- ara sem sagt hefur verið, að hláturinn lengi í snörunni. Manni líður vel þegar maður veltist um af hlátri eða bara brosir með sjálfum sér. Hláturinn er náskyldur ham- ingjunni, því maður sem er sí- kátur yfir hinu og þessu er ekki óhamingjusamur. Sumir hafa þennan hæfileika, aðrir ekki. Ef til vill hefur þetta eitthvað með efnaskipti í heilanum að gera, en þó er nokkuð ljóst að flest- um mönnum er mögulegt að temja sér bjarta lífsýn. Það er ómetanlegt að sjá skondnu hliðarnar á hlutunum. Þá skiptir engu máli þótt maður sé einn í sínum furðulega heimi, hlæjandi að því sem engum öðr- um finnst fyndið. Þá er kannski frekar bagalegt að básúna gam- anmál út af miklum krafti og getur verið ansi þreytandi fyrir samstarfsmenn. Því miður er ég í þessum hópi manna. Fólkið í kringum mig er að bugast í þessum töluðu orðum. Það er búið að fá nóg. Sumir hafa hins vegar kímni- gáfu, sem gerir þeim kleift að bera gamanyrði á torg við góð- an orðstír. Þessir menn eru jafnvel svo heppnir, að þeir geta haft lifibrauð af gaman- sögum og sprelli. Það væri gaman að vera einn af þeim lukkunnar pamfílum. Pamfíll. Fyndið orð. Og allir saman nú: Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæl’ann Halldór, hann er kjötfars í dag. Hvað er fyndið? Það er ómetanlegt að sjá skondnu hlið- arnar á hlutunum. Þá skiptir engu máli þótt maður sé einn í sínum furðu- lega heimi, hlæjandi að því sem engum öðrum finnst fyndið. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ✝ Skúli Júlíussonfæddist í Reykja- vík 4. maí 1925. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Skúla voru hjónin Júlíus Breiðfjörð Björns- son, f. 24. apríl 1892, d. 9. nóvember 1976, og Ingibjörg Þ. Guð- mundsdóttir, f. 14. nóvember 1894, d. 18. mars 1984. Bræð- ur Skúla, Karl Jó- hann, f. 4 ágúst 1921, d. 17 nóvember 1988, og Halldór, f. 28. júní 1928. Skúli kvæntist 26. apríl 1947 Helgu Kristinsdóttur, f. 25. febrúar 1925, d. 5. ágúst 1993. Foreldrar hennar voru Kristinn Ólafsson, f. 1958. Hann á fjögur börn. 6) Þrá- inn Eiríkur, f. 24. apríl 1959, maki Kristín Benediktsdóttir. Hann á þrjú börn og eitt barnabarn. 7) Stefán Smári, f. 26. janúar 1962, maki Herdís Þórisdóttir. Hann á tvö börn. Skúli ólst upp í Reykjavík. Fór hann ungur til sjós en lærði svo raf- virkjun hjá föður sínum. Hann rak síðan sitt eigið rafverktakafyrir- tæki alla sína starfsævi. Skúli og Helga byggðu sitt heimili ung á Seltjarnarnesi. Alla tíð var hann virkur í félagsmálum. Hann var m.a. einn af stofnendum íþrótta- félagsins Gróttu og starfaði í stjórn þess. Einnig var hann formaður sjálfstæðisfélags Seltirninga um skeið, ásamt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum í nefndum á veg- um bæjarfélagsins. Skúli var einn- ig einn af stofnendun Rotaryklúbbs Seltjarnarness, forseti hans á tíma- bili ásamt því að vera Paul Harris- félagi. Útför Skúla verður gerð frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 23. júlí 1891, d. 23. ágúst 1946, og Þor- björg Guðjóna Guð- mundsdóttir, f. 17. maí 1890, d. 13. ágúst 1970. Skúli og Helga eignuðust sjö syni. Þeir eru: 1) Júlíus Breiðfjörð, f. 29. maí 1948, d. 21. október 1989, maki Ásdís Hall- grímsdóttir. Hann eignaðist þrjú börn. 2) Guðjón Elí, f. 5. des- ember 1950. Hann á fjögur börn og sex barnabörn. 3) Kristinn Einar, f. 23. desember 1952, maki Hallbera Gunnarsdóttir. Hann á þrjú börn. 4) Skúli, f. 23. desember 1954, maki Rósamunda Bjarna- dóttir. Hann á þrjú börn og tvö barnabörn. 5) Helgi, f. 5. febrúar Kæri vinur. Ég gleymi aldrei er ég sá þig í fyrsta sinn er þú komst til Ísafjarð- ar að sækja unnustu þína, Helgu móðursystur mína. Ein af fegurstu stúlkum bæjarins hafði lofast þér og beið þín þar til að flytja suður og hefja búskap. Þú varst með hæstu mönnum og mikið dökkt liðað hárið setti mikinn svip á manninn. Þið hófuð búskap á Hverfisgötu og þar fæddust fyrstu tveir synirnir. Skúli hóf síðan byggingu húss síns, Skólabraut 13 á Seltjarnarnesi, og á þeim tíma þurfti mikla útsjónarsemi til að fá efni til húsbygginga, enda allt skammtað og illfáanlegt. Skóla- brautin varð síðan heimili Helgu og Skúla og sona þeirra sjö mestallan þeirra búskap. Þangað var gott að koma og aldrei gleymi ég gamlárs- kvöldunum en þá var hlaðið veislu- borð fyrir gesti og kom mín fjöl- skylda til að taka þátt í hátíðahöldunum, en Skúli sá um áramótabrennuna til margra ára og var brennustjóri. Við hjónin áttum margar ánægjustundir saman í gegnum árin og mun ég ætíð minn- ast þeirra. Skúli var skiparafvirki að mennt og vann hjá föður sínum Júlíusi Björnssyni er hafði meðal annars allar viðgerðir á skipum Eimskipa- félagsins. Síðan stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og vann við það eins lengi og heilsan leyfði. Lagði hann t.d. rafmagn í Valhúsaskóla og sá um viðhald til margra ára. Hann var atorkumaður, það sem hann tók sér fyrir hendur var ekki dregið á lang- inn heldur framkvæmt og sagði hann óhikað fólki sínar skoðanir á hlutunum. Skúli var vel lesinn mað- ur og fróður og stutt var í grín og gamanmál hans. Ég vil þakka Skúla fyrir vinátt- una og samfylgdina í gegnum árin og þann stuðning sem hann veitti mér síðustu árin. Sonum og fjölskyldum votta ég mína innilegustu samúð. Ingveldur. Elsku Skúli, þú varst alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir þér. Þegar þú komst á fína bílnum þínum niður á höfn að sækja SKÚLI JÚLÍUSSON ✝ María Þorgríms-dóttir fæddist á Húsavík í S-Þingeyj- arsýslu 22. júlí 1944. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Fossvogi að kveldi laugardagsins 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- grímur Maríusson sjómaður á Húsavík, f. 4. des. 1904, d. 12. mars 1989, og Matthea Guðný Sig- urbjörnsdóttir úr Grímsey, f. 25. júlí 1903, d. 27. nóv. 1968. María var sjöunda af níu börn- Dóttir hennar er Bergljót María Sigurðardóttir, f. 10. jan 1992. 2) Guðmundur, f. 5. des 1969, kvænt- ur Olgu Mörk Valsdóttur, börn þeirra eru Bjarni Valur, f. 25. júní 1995, og Valdís María, f. 17. sept. 1999. 3) Matthías, f. 15. mars 1972, unnusta Þórdís Ögn Þórð- ardóttir, dóttir þeirra er Elín María, f. 19. feb. 1999. María lauk gagnfræða- og landsprófi frá gagnfræðaskóla Húsavíkur. Eftir það lá leið henn- ar á Húsmæðraskólann á Laug- arvatni og því næst í Fósturskóla Íslands þaðan sem hún útskrifað- ist árið 1966. Eftir það starfaði hún sem leikskólakennari og var um tíma forstöðukona á leikskól- anum Norðurbergi í Hafnarfirði. Nú hin síðari ár var hún dag- gæslufulltrúi hjá Hafnarfjarð- arbæ. Útför Maríu verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. um þeirra. Hin eru: Brynja, f. 7. júlí 1926, d. 4. ágúst 1991, Skjöldur, f. 8. júní 1928, Helga, f. 11. apríl 1930, Sigur- björn, f. 2. júlí 1931, Sigrún, f. 8. maí 1933, d. 20. nóv 1998, Guð- rún, f. 12. júní 1935, Jónína, f. 20. jan 1946, og Steinunn, f. 28. júní 1947. María gift- ist 3. febrúar 1967 Bjarna H. Guðmunds- syni vélfræðingi, f. í Reykjavík 9. júlí 1943. Börn þeirra þrjú eru: 1) Kristín Birna, f. 9. nóv 1966, í sambúð með Karli Bergmanni Pálssyni. „Þið völduð mig sjálf.“ Stundum endaði þras, þar sem við urðum að láta undan sem krakkar, á þessari heimspekilegu fullyrðingu. Okkur þótti það alveg fráleitt á þeim tíma, að við sjálf hefðum getað tekið svo mikilvæga ákvörðun, að velja okkur móður. En hin seinni ár og ekki síst núna þegar við þurfum að kveðja þig, elsku mamma, leitar þessi setning á hugann. Við erum stolt og ánægð með valið, hver svo sem að því stóð. Það voru forréttindi að fá að eiga þig sem móður, takk fyrir allt sem þú varst og stóðst fyrir, við munum ávallt elska þig. Þín Kristín Birna, Guðmundur og Matthías. Það er ekki algengt að menn kynnist tengdamóður sinni á undan verðandi konu. En þannig var því farið með mig. Ég kynntist Maríu fyrst í gegnum son hennar Matth- ías, sem aftur leiddi til þess að leiðir okkar Kristínar dóttur hennar lágu saman. Strax frá fyrsta degi okkar kynna tók hún mér sem syni. Eitthvað hlýtur Maríu að hafa fundist verð- andi tengdasonur væskilslegur því eitt af hennar fyrstu verkum var að troða mig út af mat og leitaði hún mér læknishjálpar við fótameini sem hafði plagað mig lengi. Mér finnst þetta dálítið lýsandi um þann lífskraft og ákveðni sem einkenndi hana svo mjög. Fyrsta sambýlisár okkar Kristín- ar bjuggum við hjá þeim Maríu og Bjarna. Fljótlega kom það í ljós að pabbi minn og María væru bæði fædd hinn 22. júlí 1944. María er fyrir löngu búin að ákveða að við Kristín giftum okkur 22. júlí 2004, sem við samþykktum og ætlum að gera. María var einstök húsmóðir. Hún hafði einstakt lag á að sameina ólíkt fólk sem sótti hana heim, og láta það finna að það væri velkomið. Að leiðarlokum kveð ég konu, sem mér þótti afar vænt um, og bið guð að taka á móti henni með sama hætti og hún tók á móti mér við okk- ar fyrstu kynni. Guð blessi þig. Þinn tengdasonur Karl Bergmann Pálsson. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in, löngu fyrir aldur fram. Mikið finnst mér það óréttlátt að fá ekki lengur að njóta samveru hennar og að barnabörnin fái ekki lengur að hafa ömmu sína hjá sér, hún sem var þeim ávallt svo góð og kenndi þeim svo margt. En í sorginni gleðj- umst við yfir því að hafa verið svo lánsöm að fá að þekkja, elska og eiga að svona góða og stórbrotna manneskju. Ávallt reyndist hún okkur vel og gaf okkur afar margt sem á eftir að reynast okkur vel að hafa í fartesk- inu um ókomin ár. Þú ert nú í betri heimi hjá Guði og munt án efa ávallt fylgjast með okk- ur af sömu ástúð og áhuga og þú gerðir í lifanda lífi. Guð geymi þig og varðveiti. Ást- arþakkir fyrir allt. Olga. Það var á vordegi einum og árið var 1966. Bjarni mágur minn kom í heimsókn í litlu íbúðina okkar hjóna í Hvassaleitinu. Með honum var María. Hún var klædd ljósblárri dragt, var fríð og fönguleg ung kona brúneyg með dökkt hár. Hún var að útskrifast frá fóstruskólanum. Hún kom sem sólargeisli á þessum bjarta vordegi og fangaði hug og hjarta. Þessi dagur er mér ógleymanlegur. MARÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.