Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Guðjóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 27. októ-
ber 1944. Hún andað-
ist á heimili sínu í
Kópavogi föstudag-
inn 22. ágúst síðast-
liðinn. Hún var dóttir
hjónanna Guðjóns
Ólafssonar frá
Reykjavík, f. 19. febr-
úar 1906, d. 13. júlí
1964, og Steinþóru
Þorvaldsdóttur frá
Torfastöðum í Grafn-
ingi, f. 25. júlí 1922, d.
13. desember 1991.
Margrét var þriðja í röð fjögurra
systra, hinar eru Málfríður, f. 25.
október 1942, Vilborg, f. 23. nóv-
ember 1943 og Ragnhildur, f. 30.
júní 1951.
Margrét giftist 18. apríl 1965
Magnúsi D. Ingólfssyni frá Suður-
eyri við Súgandafjörð, f. 11. mars
1944. Foreldrar hans voru Ingólf-
ur Jónsson, f. 9. ágúst 1917, d. 18.
júní 2003, og Mikkalína María Al-
exandersdóttir, f. 18. mars 1914, d.
29. september 2001.
Margét og Magnús
eiga þrjú börn: 1)
Guðjón, f. 18. ágúst
1965, kvæntur Bjarn-
heiði Jönu Guð-
mundsdóttur. Dætur
þeirra eru Margrét,
f. 10. júlí 1989 og
Guðrún Ósk, f. 23.
mars 1993. 2) Inga
María, f. 11. septem-
ber 1966, í sambúð
með Magnúsi B.
Sveinssyni, f. 20.
október 1966. Dætur
þeirra eru Tanja Dís,
f. 2. október 1999, Camilla Rós, f. 1.
ágúst 2001 og Katrín Ósk, f. 1.
september 2002. 3) Halldóra, f. 22.
desember 1968, gift Magnúsi
Gunnarssyni, f. 18. apríl 1966.
Börn þeirra eru Jakob Daníel, f. 7.
nóvember 1988, Júlía, f. 18. desem-
ber 1990, Lilja Líf, f. 1. júní 1995 og
Enok, f. 2. apríl 1997.
Útför Margrétar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Góða, skemmtilega og fallega
mamma mín,
Hvert blóm, sem grær við götu mína,
er gjöf frá þér,
og á þig minnir allt hið fagra,
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig.
Hvert fótspor, sem ég færist nær þér,
friðar mig.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Söknuðurinn er mikill og tóma-
rúmið stórt. Ég hugga mig við hvað
ég var heppin að hafa þig. Þú ert mér
hvatning til að verða betri mamma.
Öryggið, það er móðurbros
sem mjúkt kemur
af himnum ofan
á hjarta mitt og augu.
(Hannes Pétursson.)
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér elsku mamma mín.
Minning þín lifir í hjarta mínu.
Þín dóttir,
Inga María.
Elskulega tengdamóðir mín, þú
tókst mér opnum örmum þegar þú
kynntist mér fyrst. Það hefur veitt
mér mikla gleði að þekkja þig í þessi
ár. Einnig varstu mér ómetanleg að-
stoð í Danmörku þegar fyrsta barnið
okkar kom í heiminn. Og gaman hvað
okkar samvinna gekk vel við að gera
heimilið klárt fyrir komu Ingu Maríu
og Tönju Dísar af sjúkrahúsinu. Þá
kynntumst við vel.
Nú er ei annað eftir
en inna þakkar-mál
og hinstri kveðju kveðja
þig, kæra, hreina sál.
Þín ástarorðin góðu
og ástarverkin þín.
Í hlýjum hjörtum geymast,
þótt hverfir vorri sýn.
(Einar H. Kvaran.)
Það er erfitt að sjá á eftir þér inn í
annan heim.
Saknaðarkveðja,
Magnús B. Sveinsson.
Elsku amma mín.
Ég man mjög vel eftir ömmu áður
en hún varð veik. Ég var mikið hjá
henni þegar ég var lítil enda annað
barnabarnið og alnafna hennar.
Amma mín var hress og skemmtileg
kona og þegar við vorum uppi í Þjórs-
árdal þá var hún alltaf að tína blóm
eða gróðursetja blóm.
Ég man líka alltaf eftir að þegar ég
gisti hjá henni þá fékk ég helling af
nammi og eitthvað gott að borða og
svo horfði ég á sjónvarpið. Stundum
gerði hún ristað brauð og súkku-
laðisjeik handa mér daginn eftir.
Hún var alltaf að baka pönnukökur
og einu sinni í jarðskjálftanum árið
2000 þá var hún að baka uppi í sveit
og svo hélt hún bara áfram, það var
rosa fyndið.
Hún var alltaf góð og ég elskaði
hana út af lífinu. Þegar ég frétti af því
að hún væri veik þá bað ég Guð að
leyfa henni að lifa mikið lengur, en
hún komst í ferminguna mína og ég
fékk að hafa hana hjá mér þennan
merkisdag í lífi mínu.
Í veikindum sínum þá var hún oft-
ast hress og líkaði það vel þegar við
kíktum til hennar á kvöldin.
Ég sakna ömmu rosalega mikið og
vildi að hún þyrfti ekki að fara frá
okkur en það er ekki hægt að breyta
örlögunum.
Margrét Guðjónsdóttir.
Elsku besta amma mín.
Ég man eftir þegar amma sagði
mér að stundum væri betra að leika
bara við einn vin frekar en marga.
Ég sakna ömmu mikið, hún var
svaka góð við mig.
Ég man að amma bakaði alltaf
pönnukökur á hverju kvöldi í sveit-
inni í Þjórsárdal.
Amma var mér góð amma og ég
sakna hennar mikið.
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Möggu mágkonu minnar og
þakka henni fyrir yndisleg kynni sl.
40 ár sem hún var gift bróður mínum
Magnúsi. Samheldni þeirra hjóna var
mikil og kom það best í ljós í veik-
indum hennar. Fjölskyldur okkar
hafa átt margt saman að sælda, bæði
súrt og sætt, en oftar en ekki var það
bjartsýni og góð ráð Möggu sem réðu
úrslitum. Hún var í eðli sínu listræn
þó að þeir hæfileikar hennar hafi ekki
fengið að njóta sín til fulls. Margir
fagrir munir bera vott um þroskaðan
listsmekk hennar. Hún var fremur
hlédræg, en glaðvær, fjölskyldan var
henni allt. Hún bjó manni sínum og
börnum fagurt og hlýlegt heimili.
Barnabörnin nutu einnig góðs af um-
hyggju hennar og blíðu. Að leiðarlok-
um sendum við fjölskyldan af Skag-
anum hinstu kveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Maggi minn, við vottum þér og fjöl-
skyldum ykkar dýpstu samúð á erf-
iðri stund. En minningin um góða
konu mun ylja okkur öllum um ókom-
in ár.
Jónína Ingólfsdóttir.
Ég var á leið í Þjórsárdalinn full
eftirvæntingar um góða og notalega
helgi eins og aðra föstudaga, síminn
hringdi og Maggi vinur minn sagði
mér að Magga hefði verið að skilja
við, væri látin, hann bað mig einnig
fyrir kveðju til sameiginlegra vina.
Það var eins og fjöllin, áin og hæð-
irnar grétu það sem eftir var leiðar.
Tilfinningasinfónía helltist yfir
mig, sorg og gleði hríslaðist um mig,
sorg yfir missi. Gleði og þakklæti
vegna þeirrar gæfu sem mér hlotn-
aðist að fá að verða samferða svo
stórbrotinni konu sem þér, Margrét
mín, sem varst alltaf með opinn faðm-
inn fyrir mig og leyfðir mér að gráta
þegar sorgin og söknuðurinn helltust
yfir mig eftir að Gutti lést. Þú varst
alltaf tilbúin og opin að hughreysta
mig og hvetja til að halda áfram, án
þinnar aðstoðar hefði ég ekki viljað
vera, takk fyrir það, Magga mín, og
er það von mín að ég geti veitt þínu
fólki einhvern stuðning og greitt
þannig vinarþel þitt.
Þó svo að við höfum ekki þekkst
lengi þá myndaðist fljótt góður vin-
skapur milli okkar hjónanna. Við
hjónin vorum ekki búin að dvelja
margar helgar í Þjórsárdalnum þeg-
ar okkar kynni hófust sumarið 2000,
Gutti og Maggi áttu margt sameig-
inlegt og unnu saman sem einn við
vatnslagnir og ýmislegt sem til þurfti
að grípa. Ýmis áform voru í gangi hjá
þeim, Gutti ætlaði að fá sér krossara
og hjóla með Magga og vatnslögninni
var ekki lokið en dauðinn klippti á
það. Við ræddum hannyrðir og fönd-
ur, þar kom maður ekki að tómum
kofunum hjá þér, við ræddum oft um
trúmál og líf eftir dauðann og var það
sannfæring þín að dauðinn væri ekki
endalokin, svo að sjálfsögðu barna-
börnin sem sjaldan voru langt undan
og áttu hug þinn allan.
Alltaf var heitt á könnunni og júlli á
boðstólum. Þrátt fyrir alvarleg veik-
indi varstu alltaf bjartsýn og barðist
einarðlega, ákveðin í því að sigra í
þetta sinn, eins og þér hafði tekist áð-
ur. En ekki verða allar orustur unnar,
ekki í þessu stríði frekar en öðrum.
Með þessum sundurlausu og fátæk-
legu orðum langar mig að þakka þér
samfylgdina og kveðja, kæra vin-
kona.
Að feta okkar fótspor
hvert skref gat
orðið að langri göngu
þitt skref.
Markaði spor.
Ég lít þau
og horfi til baka.
Nú þegar móðan mikla
hefur hremmt þig
þakka ég og sakna.
(Steinþór Jóhannsson.)
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
sendi ég ykkur Magnús, Guðjón Hall-
dóra, Ingibjörg, makar og barna-
börn. Guð blessi ykkur.
Erna Björg Kjartansdóttir.
MARGRÉT
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Guðrún Þor-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. júlí 1929. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 20.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorsteinn Jós-
efsson, f. 8.11. 1900,
d. 1.11. 1982, og Þóra
Guðmundsdóttir, f.
29.8. 1904, d. 1.2.
2000. Systkini Guð-
rúnar eru Ágústa, f.
1928, látin, Guð-
mundur, f. 1930, og
Sigrún, f. 1931. Guðrún giftist
Guðmundi G. Þorgeirsyni, f. 17.5.
1924. Þau skildu. Börn þeirra
eru: 1) Þorsteinn, f. 25.6. 1951. 2)
Guðmundur, f. 9.3. 1953, kvæntur
Fjólu Ísleifsdóttir, f. 17.6. 1956.
Börn þeirra eru Matthildur B., f.
1975, Þorgerður F., f. 1979, hún á
eitt barn og Guðrún F., f. 1987. 3)
Guðni Þ., dóttir hans og Rutar
Siggeirsdóttur, f.
1954, er Guðný, f.
1977, hún á þrjú
börn. Dætur hans
og Ástríðar Krist-
jánsdóttur, f. 1959,
eru Sara D., f. 1982,
hún á eitt barn, og
Berglind, f. 1985.
Sonur hans og Jónu
E. Gunnarsdóttur, f.
1973 er Gunnar Þ.,
f. 2000. 4) María, f.
3.6. 1957. Börn
hennar og Jóhanns
L. Guðmundssonar,
f. 1943, eru Dagný,
f. 1976, hún á tvö börn og Jóhann
L., f. 1982. Guðrún lauk námi frá
Húsmæðraskólanum að Varma-
landi. Hún vann við ýmis störf,
m.a. í þvottahúsi Ríkispítalanna
og síðastu árin á saumastofunni
Max.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku amma, nú vitum við að
þér líður vel. Þú háðir stranga
baráttu við illvíga sjúkdóma uns
yfir lauk. Þú varst alltaf hetja í
okkar augum og annarra. Við er-
um viss um að þú ert byrjuð að
föndra eitthvað fallegt, það var
þitt líf og yndi og fengum við öll að
njóta góðs af. Alltaf var tilhlökk-
unin jafn mikil á jólum og afmæl-
um að sjá hvaða listaverk þú hafð-
ir gert handa okkur. Alltaf pass-
aðir þú að við ættum nóg af
fallegum útprjónuðum peysum,
vettlingum og sokkum. Við munum
sakna þess um jólin á Kjartansgöt-
unni að fá ekki koss, stórt knús og
bestu rjómatertu í heimi. Ferðin
okkar til Danmerkur er ógleym-
anleg t. d. þegar þú villtist. Minn-
isstæð eru skemmtilegu spila-
kvöldin okkar, hvað þú varst alltaf
þolinmóð við okkur, alltaf tilbúin
að kenna okkur og klára það sem
við byrjuðum á. Ekki varstu síðri
við langömmubörnin þín.
Við eigum ótal margar minn-
ingar með þér og um þig sem við
geymum í hjörtum okkar. Við vor-
um alltaf svo örugg um þig hjá
Steina frænda, hann var þín stoð
og stytta.
Við viljum þakka starfsfólki
Landspítalans í Fossvogi deild 7-A
frábæra umönnun og hlýju. og
kærleika sem þau sýndu ömmu
okkar og ættingjum hennar, þó
sérstaklega Jóni Jökli sem hún
hélt svo mikið upp á.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Dúna amma, Guð geymi
þig, þú munt ávallt eiga stað í
hjörtum okkar.
Þín barnabörn,
Matthildur, Dagný,
Þorgerður, Jóhann
og Guðrún.
Elsku amma, um leið og við
kveðjum þig með söknuði langar
okkur að rifja upp nokkrar
ánægjulegar minningar sem við
eigum um þig.
Það var alveg ótrúlegt hve lagin
þú varst í höndunum og alltaf jafn
gaman að sjá hvernig þú gast allt-
af fundið þér eitthvað fallegt að
föndra. Ár eftir ár fengum við allt-
af einhverja fallega muni sem þú
hafðir búið til í höndunum, öll
barnafötin, dúkkufötin, perludúkk-
urnar, handklæðin, sápuskrautin,
kertastjakarnir, dúkarnir og svo
mætti lengi telja.
Þú gafst svo mikið af sjálfri þér
í hlutina sem þú gerðir. Við eigum
svo margt sem minnir okkur stöð-
ugt á þig.
Við munum alltaf eftir því hvað
það var gaman að koma í heim-
sókn til þín, þú áttir alltaf eitthvað
gott handa okkur í eldhúsinu og
hafðir margt skemmtileg að sýna
okkur.
Eitt sem við minnumst sérstak-
lega er að einu sinni komum við í
heimsókn til þín að vetri til í snjó
og bleytu, okkur var kalt á hönd-
unum og eyrunum af því við
klæddum okkur ekki nógu vel, og
þá var það ekki vandamál fyrir þig
að prjóna bara handa okkur vett-
linga og húfur á staðnum og við
fórum alsælar heim, hlýtt á hönd-
um og eyrum. Svona hugsaðirðu
nú vel um okkur, elsku amma okk-
ar. Núna seinustu árin hefur þú
mátt ganga í gegnum ýmsa erf-
iðleika og þú barðist eins og hetja
til hinsta dags. Við vitum að þú ert
komin á góðan stað þar sem þér
líður betur og hvílist vel. Við von-
um að þú hafir fundið stuðninginn
og nærveru okkar á seinustu dög-
unum. Við erum Guði þakklátar
fyrir að hafa fengið að fylgja þér
síðustu skrefin. Þetta er mikil
sorgarstund fyrir okkur öll. Okkur
þykir svo vænt um þig. Megir þú
hvíla í friði og Guð veri með þér.
Saknaðarkveðjur,
Sara og Berglind
Guðnadætur.
GUÐRÚN
ÞORSTEINSDÓTTIR