Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 37

Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 37 ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Búðavegur 35, Fáskrúðsfirði ásamt öllum rekstrartækjum (217-7808), þingl. eig. Hermann Steinsson og Þóra Kristjánsdóttir, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki Íslands hf., Byggðastofnun, Glitnir hf. og Lands- banki Íslands hf., aðalstöðvar, mánudaginn 1. september 2003 kl. 10:50. Fagrihvammur, Djúpavogshreppi (159-105), þingl. eig. Guðbjörg Stefánsdóttir og Jón Sölvi Ólafsson, gerðarbeiðendur Byko hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., útibú 526, Landsbanki Íslands hf., útibú, Landssími Íslands hf., innheimta og Sparisjóður Hafnar- fjarðar, mánudaginn 1. september 2003 kl. 14:00. Hamarsgata 15, Fáskrúðsfirði (217-7930), þingl. eig. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 1. september 2003 kl. 10:30. Heiðmörk 13, Stöðvarfirði (217-8347), þingl. eig. Kristín Bjarney Ársælsdóttir og Sveinn Orri Harðarson, gerðarbeiðendur Kaupfélag Héraðsbúa, Landssími Íslands hf., innheimta og Verkmenntaskóli Austurlands, mánudaginn 1. september 2003 kl. 11:40. Hlíðarendavegur 4B, Eskifirði, þingl. eig. Kristjana Guðnadóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., mánudaginn 1. september 2003 kl. 9:15. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 28. ágúst 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Búðareyri 6, Reyðarfirði, auk rekstrartengds búnaðar og tækja, þingl. eig. Hótel 730 ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Ferðamálasjóð- ur og Fjarðabyggð, mánudaginn 1. september 2003 kl. 9:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 28. ágúst 2003. TILKYNNINGAR Auglýsing Breyting á deiliskipulagi í Hálsabyggð fyrir frístundahús í landi Laufáss, Borgarbyggð. Um er að ræða stækkun frá núverandi upp- drætti þ.a. rými verður fyrir fleiri frístundahús. Samkvæmt ákvæðum 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreindar breytingar á deiliskipulaginu. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 27. ágúst 2003 til 24. sept- ember 2003. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 8. október 2003 og skulu þær vera skrifleg- ar. Borgarnesi, 15. ágúst 2003. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík: Rimaskóli. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Rimaskóla stækkun lóðar og viðbygginga við skólann. Tillagan gera m.a. ráð fyrir að lóð stækki til norðurs inn á lóð sem áður var skilgreind sem lóð fyrir skóla og leikskóla við Sóleyjarrima. Fyrirhugað er að byggja við Rimaskóla rými fyrir skóla- og leikskólastarfsemi. Leiksvæði verða í tengslum við viðbyggingu. Hæð við- byggingar er ein til tvær hæðir, gerður er nýr byggingareitur fyrir viðbyggingu og afmark- aður reitur fyrir núverandi byggingu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 27. ágúst 2003 - til 10. október 2003. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 10. október 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 29. ágúst 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur R A Ð A U G L Ý S I N G A R ✝ Eva SigríðurBjarnadóttir fæddist í Reykjafirði við Ísafjarðardjúp 6. júlí 1919. Hún lést á Borgarspítalanum 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Hákonar- son, f. 28. apríl 1890, d. 20.5. 1965, og Guð- rún Ólafsdóttir, f. 14.12.1892, d. 5.5. 1957. Systkini Evu Sigríðar eru Arndís, f. 10.4. 1918, Jó- hanna, f. 13.7. 1922, Steinunn Gróa, f. 9.9. 1924, d. 7.8. 1987, Hákon, f. 29.2. 1928, Kristín Sólborg f. 15.2. 1929, d. 19.1. 1931, og Ólafur Friðrik f. 27.10. 1933. Eiginmaður Evu var Ólafur Bjartdal Þórðarson kjötiðnaðar- maður, f. á Hellissandi 24.10. 1917, d. 21.4. 1995. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Árnason sjómaður á Hellissandi, f. í Flatey á Breiða- firði 24.3. 1880, d. 30.11. 1922, og María Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, f. í Haga í Staðarsveit á Snæfells- nesi 2.6. 1885, d. 28.5. 1967. Eva og Ólafur eiga tvær dætur, þær eru: 1) Guðrún, f. 24.4. 1949, gift Pétri Friðrik Þórðarsyni, f. 25.5. 1951. Dætur þeirra eru: a) Guðný Eva, f. 29.6. 1972, sambýlis- maður Anders Már Þráinsson, f. 7.7. 1970, b) Kolbrún Hrönn, f. 3.9. 1975, sambýlismaður Árni Árnason, f. 7.11. 1973, sonur þeirra er Árni Pétur, f. 2.1. 2002, og c) Hanna Björg, f. 11.9. 1981, d. 16.8. 1999. 2) Kristín Sólborg, f. 11.8. 1954, d. 14.9. 1999. Eigin- maður Kristínar er Ingi Arnar Pálsson, f. 26.6. 1952. Sonur þeirra er Ólafur Ragnar, f. 19.11. 1974, sonur hans og fyrri sambýliskonu hans, Sunnu Óskar Logadóttur, f. 8.11. 1973, er Arnar Logi, f. 11.2. 1993. Eiginkona Ólafs Ragnars er Steinunn Rut Ægisdóttir, f. 3.4. 1976, dóttir þeirra er Kristín Sól- borg, f. 13.1. 2000. Dóttir Stein- unnar Rutar er Sonja Lára, f. 6.2. 1995. Útför Evu Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma. Það er erfitt að skilja við þá sem hafa verið hornsteinar í lífi manns, í sorg jafnt sem gleði. Frá því við mun- um eftir okkur varstu alltaf til staðar en við vitum að þú varðst hvíldinni fegin og að það hefur verið tekið vel á móti þér. Þú varst sterk eins og klettur og stóðst af þér hvert áfallið á fætur öðru síðustu árin þrátt fyrir að heils- unni væri farið að hraka, en um síðir verður allt undan að láta. Við minnumst þín sem sterkrar og fórnfúsrar konu sem setti fjölskyld- una ofar öllu. Þið afi elskuðuð bæði að ferðast og ókuð landshornanna á milli oft á ári til að vera hjá dætrum og barnabörnum á hátíðum og við ýmis tækifæri. Gestrisni og hlýja ein- kenndu þig og báðar nutum við þess sérstaklega þegar við bjuggum hjá ykkur afa, hvor í sínu lagi, fyrstu menntaskólaárin. Við munum ætíð minnast ykkar beggja með söknuði og hlýju og alls sem þið gáfuð okkur og kennduð. Okkur þykir vænt um að litli lang- ömmustrákurinn, Árni Pétur, hafi fengið að kynnast þér þótt samveran yrði stutt. Við erum líka þakklátar fyrir allar samverustundirnar sem við áttum með þér og sögurnar frá gömlu dögunum sem þú sagðir okk- ur. Farðu í friði, elsku amma. Við munum sakna þín. Guðný Eva og Kolbrún Hrönn. Elsku langamma. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Takk sérstak- lega mikið fyrir að taka á móti mér á fimmtudögum síðasta vetur, spila við mig rússa og baka fyrir mig heimsins bestu pönnukökur þó að þú værir þreytt. Nú getur þú hvílt þig vel. Ég sakna þín. Þinn Arnar Logi. Það sækir margt á hugann á tíma- mótum sem þessum. Elskuleg móðir og tengdamóðir kveður eftir erfið veikindi. Æðruleysi hennar algjört og kom ekki á óvart. Þannig var hún alltaf. Heimili hélt hún þar til síðastliðið vor og þar var þjóðbraut þver fjöl- skyldunnar. Einstök móðir dætra sinna og tengdasona. Ömmu- og langömmubörnin finna sárt til miss- isins. Í bernsku ólst hún upp í Reykja- firði við Ísafjarðardjúp með foreldr- um sínum en fluttist með þeim til Ak- ureyrar árið 1931, þá tólf ára gömul. Þar bjó hún unglingsárin en fluttist síðan með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hún gekk í Húsmæðraskólann í Reykjavík veturinn 1942–1943 og þar eignaðist hún nokkrar af sínum bestu vinkonum. þaðan átti hún ánægjuleg- ar minningar sem hún rifjaði stund- um upp með sínum nánustu. Eftir námið í Húsmæðraskólanum dreymdi hana um að fara til Noregs til frekara náms, en aðstæður komu í veg fyrir þá fyrirætlan. Hún var list- feng og saumaði af einstakri smekk- vísi klæðnað á sig og sína. Hún veikt- ist af berklum og átti í því lengi og fór í meðferð á Vífilsstaði. Í Reykjavík kynntist hún Ólafi Bjartdal síðar eiginmanni sínum sem hún giftist 14. maí 1948. Þau byggðu ásamt foreldrum Evu hús við Efsta- sund og bjuggu þau þar uns þau flutt- ust í Löngubrekku í Kópavogi árið 1963. Þaðan lá svo leiðin í Gyðufellið og loks í Neðstaleiti, en þar keyptu þau íbúð 1992 sem varð heimili þeirra síðustu árin. Eva var dugnaðarforkur. Eftir að námi lauk vann hún um tíma á skrif- stofu Strætisvagna Reykjavíkur en eftir að hún stofnaði eigið heimili með eiginmanni sínum sá hún um veislur í Borgartúni 7 árum saman. Síðar vann hún ýmis störf, lengst við sauma. Hún þótti alls staðar vand- virk og framúrskarandi starfsmaður. Ólafur og Eva voru dugleg að ferðast. Meðan dæturnar voru á barnsaldri voru flestar helgar að sumarlagi nýttar til ferðalaga um ná- grenni höfuðborgarinnar. Í sumarfrí- um óku þau um landið þvert og endi- langt og komu til flestra staða í byggð. Meðan dæturnar bjuggu með fjölskyldum sínum á sínu landshorn- inu hvor létu þau sig ekki muna um að koma í heimsókn í öllum fríum, ýmist akandi eða fljúgandi. Við fórum saman í mörg ferðalög innanlands og utan. Minnistætt er ferðalag sem öll stórfjölskyldan fór til Englands þar sem dvalist var í hálfan mánuð og farið í fljótasiglingu í stórum fljótabáti sem við tókum á leigu. Elsku mamma. Við söknum þín og þökkum fyrir okkur og börnin okkar. Við færum læknum og öðru starfs- fólki sjúkrahússins sem annaðist hana bestu þakkir. Guðrún og Pétur. EVA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.