Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 39

Morgunblaðið - 29.08.2003, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 39 Framhaldsskólinn á Laugum 650 Laugar, sími 464 6300, fax 464 3163 Framhaldsskólinn á Laugum verður settur sunnudaginn 31. ágúst kl. 18.00 í íþróttahúsi skólans. Heimavistir verða opnaðar kl. 13.00 sama dag. Allir velunnarar skólans hjartanlega velkomnir. Skólameistari Framhalds- skólans á Laugum. Trésmiðir - Píparar Byggingaverkamenn Vegna aukinna verkefna óskar JB Bygg- ingafélag eftir að ráða trésmiði, pípara og byggingaverkamenn. Nánari upp- lýsingar gefa Magnús Kristjánsson í síma 544 5333 og Kristján Yngvason í síma 693 7005 Umsóknir berist á skrifstofu JB Bygg- ingafélags, Bæjarlind 4. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.jbb.is eða senda umsókn með tölvupósti á magnus@jbb.is. Hjá JB Byggingafélagi er boðið er upp á góða starfsaðstöðu og líflegt starfs- mannafélag. Næg verkefni eru fram- undan. JB Byggingafélag, Bæjarlind 4, s. 544 5333. Umsóknir um styrki Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt: - að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn; - að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 m. kr. fyrir hvert starfsár. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og fornleifa- rannsókna. Á árinu 2003 verður 55% af úthlutunarfé sjóðsins veitt til fornleifarannsókna en 45% til menningar- og trúararfs. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum á síðastliðnu starfsári hans þurfa að sækja um á ný, óski þeir eftir áframhaldandi stuðningi Kristnihátíðarsjóðs. Sjóðurinn mun leitast við að styðja þau verkefni sem hlutu styrk við síðustu úthlutun, enda uppfylli þau kröfur um framvindu og árangur. Menningar- og trúararfur Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum verður litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin m.a. a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis; b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla; og c. efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags. Fornleifarannsóknir Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, bæði uppgraftar og skráningar fornleifa, auk kynningar á niðurstöðum rannsókna. Einkum verður litið til rannsóknarverkefna er varða: a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal; b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði; c. aðra mikilvæga sögustaði, s.s. verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði. Einnig verður tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir eða fræðimenn og áhersla verður lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi. Umsóknir Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Miðað er við að verkefnin, sem styrkt eru við næstu úthlutun, verði unnin á árinu 2003. Umsóknir skulu taka til eins árs í senn en Kristnihátíðarsjóður mun styrkja verkefni sem unnin eru á starfstíma sjóðsins og á árinu 2006. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á heimasíðu forsætisráðuneytis (raduneyti.is, sjá forsætisráðuneyti, Kristnihátíðarsjóður). Enn fremur má nálgast eyðublöð á skrifstofu ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg (sími 545 8400, netfang kristnihatidarsjodur@for.stjr.is). www.forsaetisraduneyti.is. Umsóknarfrestur er til 19. september 2003 og verður úthlutað úr sjóðnum hinn 1. desember 2003. Umsóknir til Kristnihátíðarsjóðs skal senda forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs 28. ágúst 2003. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Ísaumur - Bróderingar Þekkt og framsækið fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir duglegum starfskrafti við ísaum (bróderingar), helst vanur, þó ekki skil- yrði. Góð vinnuaðstaða og vinnuandi á reyk- lausum vinnustað. Ef þú ert áhugasamur/ (söm), stundvís og tilbúin(n) að takast á við ýmis krefjandi verkefni, sendu þá inn umsókn til augldeildar Mbl. merkta: „0220 Atv“ með uppl. um aldur og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Sumarbústaður í landi Yzta-Skála II og IV, Rangárþingi eystra, talinn eigandi Sigurjón Eyþór Einarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Hvolsvelli, fimmtudaginn 4. september 2003 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 28. ágúst 2003. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi 6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eign: Spilda úr landi Drangshlíðar I, Rangárþingi eystra, lnr. 192023, fnr. 219-1054, þingl. eig. Jón Guðmundsson, gerðarbeiðendur sýslumað- urinn á Hvolsvelli og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. september 2003 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 28. ágúst 2003. KENNSLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.