Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 41
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Kjarkinn skortir afmæl-
isbarn dagsins ekki, heldur
er það sem klettur. Eins
vantar ekki peningavitið og
skipulagshæfileikana. Þú
nýtur virðingar annarra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Á þig leggst meiri vinnu-
skylda en áður, en það plagar
þig ekki að ráði því þetta leiðir
til bætts skipulags. Þú veist
þú uppskerð laun erfiðisins.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ráðagerðir þínar sem varða
sköpun munu bera ávöxt í
dag. Þér kann líka að bjóðast
tækifæri til að kenna barni
mikilvæga lexíu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Inntu af hendi í dag verkefni
sem lúta að fasteignamálum.
Ef þú fæst við slíkt í dag, eða
viðgerðir og lagfæringar, mun
það bera góðan ávöxt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tímabært er að ganga frá
gömlum viðskiptamálum.
Dagurinn hentar vel til við-
skipta, sérstaklega ef það er
tengt listum og sköpun.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Úrvalsdagur er til að fjárfesta
í listum með langtímafjárfest-
ingu í huga. Hvernig sem þú
verð peningum þínum í dag
muntu njóta góðs af því til
langframa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Láttu ekki hjá líða að sinna
samböndum þínum við þá sem
standa þér næst. Nú er rétti
tíminn til að setjast niður með
ástvinum og ræða málin.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Búast má við að þú þurfir að
vinna annarra manna verk í
dag, en þú tekur þessu með já-
kvæðum hug. Þú vinnur verk-
ið vel og hratt fyrir vikið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Eiga máttu von á góðum ráð-
um frá gömlum vini. Öll sam-
skipti við fólk þér eldra munu í
dag færa þér mikilvægan
fróðleik sem nýtast mun vel.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sinntu yfirmanni þínum í dag.
Gott er að ræða saman því
samskiptaskortur veldur því
oft að hvorugur veit til hvers
er ætlast.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tilvalið er að verja deginum í
að styrkja vináttubönd eða
kynda ástarbálið. Þú hefur
orkuna til að sjá hlutina frá
mörgum sjónarhornum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Undirstaða gjörða þinna í dag
er vandvirkni og alúð. Þér
reynist létt að ganga skrefi
lengra til að gera betur og já-
kvætt viðhorf gerir það enn
auðveldara.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að nota daginn til að
sýna kunningjum og ástvinum
nákvæmlega hvers þú ætlast
til af samböndum þínum við
þá. Það mun gagnast þér vel.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SÓLBRÁÐ
Sólbráðin sezt upp á jakann,
sezt inn í fangið á hjarni.
Kinn sína leggur við klakann,
kát eins og augu í barni.
Seytlan úr sporunum sprettir,
spriklar sem glaðasta skrýtla.
Gutlandi, litlir og léttir,
lækirnir niðr eftir trítla.
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 29.
ágúst, er 75 ára Sigurjón
Friðriksson, bóndi, Ytri-
Hlíð í Vopnafirði. Eigin-
kona hans er Guðrún Björg
Emilsdóttir. Þau verða að
heiman með fjölskyldunni á
afmælisdaginn.
Á AÐ dúkka eða drepa?
Það vandamál þekkja spil-
arar vel í ýmsum blæbrigð-
um, en hin almenna regla
er sú að óhætt sé að dúkka
þegar sagnhafi er að sækja
líflitinn sinn, því hann mun
væntanlega spila litnum
áfram. Vestur fylgdi þess-
ari almennu reglu, en þeg-
ar til kom var „lífliturinn“
hrein aukageta:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ K
♥ Á108
♦ K97
♣D108654
Vestur Austur
♠ 642 ♠ 10985
♥ -- ♥ D765432
♦ DG106532 ♦ --
♣K32 ♣Á7
Suður
♠ ÁDG73
♥ KG9
♦ Á84
♣G9
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
3 tíglar 3 grönd Pass Pass
Pass
Spilið kom upp á sum-
arleikum Bandaríkja-
manna í júlí, í svokölluðum
„Live Masters“ tvímenn-
ingi. Bandaríska landsliðs-
konan Shawn Quinn var í
sæti sagnhafa í suður og
hún nýtti sér vel tækifærið
sem vestur gaf henni. Út-
spilið var tíguldrottning.
Quinn tók slaginn í heima,
fór inn í borð á spaðakóng
og spilaði þaðan laufi á
gosann. Hún hugðist gefa
tvo slagi á ÁK í laufi og fá
11 slagi. En vestur var
ekki með stöðuna á hreinu
og dúkkaði laufgosann!?
Það leit út fyrir að sagn-
hafi yrði að gera sér mat
úr laufinu og ef suður átti
ÁG í tvíspili, gat verið gott
fyrir vörnina að dúkka til
að þyngja samgang sagn-
hafa.
Ouinn tók næst þrjá
slagi á ÁDG í spaða og
spilaði svo laufi. Austur
átti aðeins hjarta eftir og
varð að spila því upp í gaff-
alinn. Quinn tók þrjá slagi
á hjarta og spilaði síðan
síðasta spaðanum í þessari
stöðu:
Norður
♠ --
♥ --
♦ K9
♣D
Vestur Austur
♠ -- ♠ --
♥ -- ♥ D765
♦ G10 ♦ --
♣K ♣ --
Suður
♠ 7
♥ --
♦ 84
♣ --
Vestur lenti í vandræð-
um með laufkónginn og
valdið á tíglinum og Quinn
átti restina. Tólf slagir og
hreinn toppur.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
Þessar ungu stúlkur komu með föt og gáfu Rauða krossi Íslands. Þær heita
Marta Bára Guðmundsdóttir og Guðrún María Pálsdóttir.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4
4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6.
bxc3 c5 7. Dg4 O-O 8. Bd3
Da5 9. Bd2 Rbc6 10. dxc5 f5
11. Dg3 b6 12. cxb6 axb6 13.
Re2 Rg6 14. f4 Ba6 15. O-O
Hfb8 16. Kh1 Da4 17. h4 Rf8
18. Hfb1 Bxd3
19. cxd3 Dc2
20. De3
Staðan kom
upp á Norð-
urlandamóti
taflfélaga á
Netinu sem
Taflfélagið
Hellir stóð að
og lauk fyrir
skömmu. Stef-
án Krist-
jánsson (2404)
hafði svart
gegn Erik
Gullaksen
(2369).
20...Hxa3! við
þetta vinnur svartur peð og
stuttu síðar skákina. 21.
Hxa3 Dxb1+ 22. Kh2 Db5
23. Rd4 Rxd4 24. Dxd4 Db2
25. Db4 Dxd2 26. Kh3
Dxd3+ 27. g3 Hc8 28. h5
Hc4 29. De7 Hxf4 og hvítur
gafst upp. 6. umferð Skák-
þings Íslands hefst í dag kl.
17.00 í Hafnarborg í Hafn-
arfirði.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
HLUTAVELTA
En okkur grunaði ekki að þú hefðir dottið í sjóinn.
Við héldum að þú værir ennþá að syngja …
Þegar við lokum fyrir
rafmagnið þá gerum
við það almennilega!
MEÐ MORGUNKAFFINU
Læknirinn segir að það
eigi að hressa þig við.
Auðvitað vil ég dansa,
en maðurinn minn er
hræðilega afbrýði-
samur.