Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 46
Morgunblaðið/Sverrir Dave Grohl, söngvari, gítarleikari og lagasmiður Foo Fighters, var sann- kölluð rokkhetja á þriðjudagskvöldið og vann hug og hjörtu hallargesta. ÞAÐ var rokkað í Höllinni á þriðjudagskvöldið. Rokkað með ein- hverri vinsælustu – og jafnframt öflugustu – rokksveit síðasta ára- tuginn, Foo Fighters. Og rokkhetj- an var tvímælalaust Dave Grohl forsprakki sveitarinnar. Það vissi maður fyrir að maðurinn sá væri nettur snillingur. Einhver besti rokktrommari heims sem gerði sér lítið fyrir og stofnaði sína eigin sveit, samdi (og semur enn) öll lögin og sló í gegn eftir að Nirvana lagði upp laupana við fráfall Kurts Cob- ains. Og snilli sína staðfesti hann rækilega á sviði Hallarinnar. Því- líkur kraftur, þvílík spilagleði, því- lík útgeislun og þvílík rokkhetja! Til að kóróna það virðist maðurinn hvers manns hugljúfi, einstakt val- menni og kurteisin uppmáluð. Þær vissu mætavel upphitunar- sveitirnar að kvöldið væri Foo Fighters en skiluðu samt sínu með glans. Fyrst á svið var íslenska Vínyl, mjög vaxandi rokksveit, sem maður er farinn að gera töluverðar væntingar til. Það kom líka vel út í Höllinni hversu massað rokkið þeirra er orðið, kafloðið og bassa- drifið – kryddað gömlum nýbylgju- frösum U2, Simple Minds (þegar þeir voru enn svalir vel að merkja) og jafnvel Bauhaus. Svolítið keimlík lögin reyndar en drullugrípandi samt sem áður og ættu að falla vel í kramið, hvar sem er í heiminum. „Þetta eru prúðuleikarar“, sagði kollegi undirritaðs þegar banda- ríska rokksveitin My Morning Jacket steig á svið. Hann átti koll- gátuna, þeir voru prúðuleikarar, Eins og Dýri trommari, flygsandi kófsíðu og straumúfnu hárinu sem huldi andlitið – á öllum í bandinu nema hljómborðsleikaranum sem var eins út úr kú með velsnyrtan drengjakollinn. Og rokkið sem sveitin lék fimlega var eftir útlitinu, algjört flassbakk til 8. áratugarins miðs, þegar Status Quo tröllreið vinsældalistum, Peter Frampton var gítargoð númer eitt og Led Zeppelin enn að. Fjári skemmtileg nostalgía og lítt alvörugefin sem virðist algjörlega vera að gera sig um þessar mundir. Sé því reyndar ekki fyrir mér að My Morning Jac- ket verði í sama farinu eftir 5 ár enda er ekki svo langt síðan sveitin var í sveitarokkgírnum. Það ætlaði hreinlega allt um koll að keyra þegar rokkhetjan Grohl gekk fram á sviðið með drykkjar- mál í hönd. Sallarólegur tilkynnti hann æstum lýðnum að áður en Foo Fighters stigi á svið þyrfti hann að efna loforð sitt við unga sveit sem varð á vegi hans á Stokkseyri og leyfa henni að taka eitt lag. Nilfisk steig á svið, 15 og 16 ára gamlir piltar, sem stóðu sig með stakri prýði. Tóku nettan og einfaldan rokkslagara af hreint ótrúlegu ör- yggi. Einstök uppákoma í sögu tón- leikahalds erlendra stórsveita á Ís- landi og einkar göfugmannlega að verki staðið hjá Grohl. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um frammistöðu Foo Fight- ers. Þeir voru einu orði sagt frá- bærir og það óumdeilanlega. Dave Grohl er algjörlega með það á hreinu hvað rokk og ról gengur út á og fáa hefur maður séð sem virðast hafa eins innilega gaman af því að rokka. Honum varð tíðrætt um hversu mikil synd það væri að sveit- in hafi ekki komið fyrr til Íslands og fyrir vikið væri það ætlunin að bæta landanum það upp á þessum tón- leikum. Og það gerði hún svo sann- arlega, var á sviðinu í rétt tæpa tvo tíma og renndi í gegnum nánast alla helstu slagara af plötunum fjórum sem Foo Fighters hefur sent frá sér síðan 1995. Keyrslan var stöðug, nær engin pása á milli laga, bara beisik rokk og ról út í eitt. Af þeim Chris Shiflett gítarleikara og Nate Mendel bassaleikara ólöstuðum voru þeir í algjöru aðalhlutverki Grohl og trommarinn Taylor Hawk- ins sem fór algjörum hamförum bak við settið og hélt tempóinu gang- andi. Allra hörðustu rokkhundar hafa viljað bauna svolítið á Foo Fighters, sagt tónlistina helst til of hættu- lausa og útvarpsvæna og hefur komið fyrir að ég sjálfur hafi látið nokkrar baunir vaða. En við baun- arar fengum baunirnar í hausinn í gær því sveitin sannaði vigt sína svo um munaði og lék í nær öllum til- fellum mun þyngri, hrárri og kröft- ugri útgáfur af þessum útvarps- vænu smellum sínum. Þetta er Rokkhetjan mín Tónleikar LAUGARDALSHÖLL Tónleikar í Laugardalshöll þriðjudags- kvöldið 26. ágúst 2003. Fram komu bandaríska sveitin Foo Fighters, breska sveitin My Morning Jacket og íslensku sveitirnar Vínyl og Nilfisk. Foo Fighters FÓLK Í FRÉTTUM 46 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? - Síðustu sýningardagar Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is - s. 577 1111 ÁRBÆJARSAFN Síðasta opnunarhelgin í sumar: Lárus og sjötti áratugurinn Haustmarkaður og messa Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi VIÐEY: Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535 og 693 1440 www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, lýkur 31.08 Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Hringekjur lífsins (opnar 29.8.), Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Brýr á þjóðvegi Hvað viltu vita? Sýningarnar standa til 21. sept. Á döfinni: Kogga á Sjónþingi lau. 27. sept. kl. 13.30 Leitum að hlutum eftir Koggu úr einkasafni fólks. Uppl. í s: 868 1851 Lokað um helgar frá 31. maí-1. september. www.gerduberg.is s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 og á heimasíðu BÆKUR Í FRÍIÐ til að lesa úti í sólinni eða inni í rigningunni. Hugmyndir að sumarlestri á heimasíðu Borgarbókasafns www.borgarbokasafn.is Minjasafn Orkuveitu í Elliðaárdal Opið 13-17 alla daga ÍRAFOSSVIRKJUN AFMÆLISSÝNING Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí-1. sept. 2003. Síðasta sýningarhelgi. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 LAUS SÆTI 31. og 32 SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 UPPSELT 33. SÝNING FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 34. SÝNING SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 LAUS SÆTI fim, 4. sept kl. 21, opnunarsýning í IÐNÓ, örfá sæti, lau 13. sept kl. 21, Félagsheimilinu Hnífsdal,Ísafirði Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is Gríman 2003 "..Besta leiksýning," að mati áhorfenda Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren forsala aðgöngumiða er hafin Forsýning lau 13/9 kl 14 - kr. 1.000 FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 Lau 20/9 kl 14,Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14 Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20 KVETCH e. Steven Berkoff Í kvöld kl 20 UPPSELT, Mi 3/9 kl 20 UPPSELT, Fi 4/9 kl 20, - UPPSELT Fö 5/9 kl 20 - UPPSELT Mi 10/9 kl 20,Fi 11/9 kl 20,Fö 12/9 kl 20 Aðeins þessar aukasýningar Nýja sviðið NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau 6/9 kl 20 Su 7/9 kl 20 Lau 13/9 kl 20 Su 14/9 kl 20 SUMARÓPERAN - POPPEA Lau 30/8 kl 20 Su 31/8 kl 20 - Síðustu sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Lau 30/8 kl 20, Su 31/8 kl 20 Lau 6/9 kl 20, Su 7/9 kl 20 Litla sviðið Endurnýjun áskriftarkorta er hafin. Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 VERTU MEÐ Í VETUR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is HARMONIKUBALL Eldfjörugt harmonikuball í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík laugardagskvöld 30. ágúst 2003 frá kl. 22:00. Söngvarar: Corina Cubid og Ragnheiður Hauksdóttir. Fjölbreytt danslög • Margar hljómsveitir • Dansleikur fyrir alla. Aðgangseyrir kr. 1.200. HARMONIKUFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.