Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 47

Morgunblaðið - 29.08.2003, Side 47
náttúrlega ákveðin snilld út af fyrir sig, að geta gert svona rakið ræfla- rokk – eins og ömmurnar myndu kalla þetta – svona yfirmáta að- gengilegt og létt. Hefur örugglega eitthvað með áhrifavaldana að gera, sem koma úr óvenjulegum en um leið svo viðeigandi áttum; Cheap Trick, Queen, The Knack, Cars og Sonic Youth. Eins heillaður og maður er nú af hávaðanum sem fylgir rokki sem þessu verður að segjast sem er að Höllin var ekki alveg að meika öll lætin – og það ekki í fyrsta sinn. Bassaþunginn átti til að yfirgnæfa allt annað og gítarleikur var á stundum óþægilega skerandi – án þess að maður vilji nú fara að hljóma eins og eitthvað pirrað gam- almenni, sem manni fannst maður sannarlega vera innan um skarann sem í miklum meirihluta var ung- menni undir tvítugu. Það er nær ógerlegt að ætla að gera upp á milli laganna sem leikin voru en þó ber að geta dásamlega teygðrar útgáfu á „Stacked Act- ors“, hins frábæra „Aurora“ (sem Grohl tileinkaði norðurljósunum („Aurora Borealis“) sem hann sá á himni er hann var á Stokkseyri), ró- legasta lags kvöldsins „Tired of You“ (hei hvíld fyrir gamalmennið!) og svo auðvitað lokalagsins sem var brjáluð útgáfa af „Everlong“, einu besta rokklagi liðins áratugar. Hún var líka ósvikin stemmningin í troð- fullri Höllinni, svo mikil að maður man bara ekki annað eins. Það fór líka um mann sæluhrollur þar sem maður sat í stúkunni og leit yfir skarann, hver og einn einasti með berar hendur á lofti (allir í svörtum stuttermabolum merktum rokksveit einni eða annari, eða þá orðnir berir að ofan), gargandi úr sér lungun af rokkkæti. Það þarf rokkhetju til að skapa slíka stemmningu. Skarphéðinn Guðmundsson FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 47 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 2001: Í gríni (2001: A Space Travesty) Gamanmynd Kanada/Bandaríkin 2000. Myndform. VHS (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: All- an A. Goldstein. Aðalleikendur: Leslie Nielsen, Ophélie Winter. TÍMI gamanmynda með Leslie Nielsen í hlutverki sauðheimskra garpa er liðinn undir lok. Alla vega væri það áhorfendum fyrir bestu, nýj- asta afurðin, 2001:, er ófyndin og þreytuleg og örugg- lega endapunktur á framlengingarvíxli ferils þessa við- kunnanlega B-myndaleikara. Nielsen er lunkinn gamanleikari og stóð sig eftirminni- lega í myndum kenndum við Airplane og Naked Gun, en nú er ballið búið. Karlinn er mann- borulegur sem fyrr en leikstjórn og handrit hafa hrapað niður um marga gæðaflokka. Nielsen leikur að þessu sinni ofurhetju sem send er til Tunglsins að bjarga Clinton forseta úr haldi geimvera. Nielsen hefur greinilega einhver ítök og tiltrú í heimalandinu, en myndin er kanadísk líkt og leikarinn. Hún er samfelld runa fimmaura- brandara sem eru oftar en ekki svo auðvirðilegir að maður tæpast trúir sínum eigin eyrum.  Myndbönd 2001: Afturförin Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.