Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 48
KVIKMYNDIR 48 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgfirsk helgi með Stuðbandalaginu í kvöld ATH! Tónleikar með Halla Reynis 4. september ÞAÐ má með sanni segja að fyrstu tvær myndirnar um bandarísku böku-vinina hafi gætt unglingamynd- ir nýju lífi. Sú fyrsta sló hressilega í gegn 1999 og það öllum að óvörum enda virtist sem unglingamyndir væru þá orðnar dauðadæmdar til þess að vera algjör formúla í einu og öllu og fráhrindandi öllum þeim sem lausir voru við graftarkýlin. En með Bökunum kom nýr vinkill á þessar myndir, ferskur húmor, þar sem gert var út á vandamál unglingsáranna á hvassari og um leið fyndnari máta en áður. Aðal myndanna var skrautlegur vinahópurinn, með kolruglaðan Stiffl- er fremstan í flokki, en miðpunkt- urinn þó Jim Levinstein, vinsæll náungi og smellinn en óöruggur mjög í kvennamálunum. Um síðir tókst honum þó að ná í hina einu réttu en hún kom úr óvæntustu átt, Michelle Flaherty erkinörd, sem reyndist hin mesta bomba er Jim kynntist henni nánar. Og eins og í öllum góðum sam- böndum kom að því að þau Jim og Michelle vildu festa ráð sitt, staðfesta ást sína fyrir Guði – eða kannski bara upplifa steggja- og gæsadag? Þriðja myndin um bökugengið gengur út á brúðkaupið og sér í lagi undirbúninginn og steggja- og gæsa- partíið. Og hver haldiði að hafi tekið að sér að undirbúa steggjadæmið? Nú auðvitað Stiffler. Bandarískt brúðkaup var frum- sýnd í júlí vestra og hefur gengið vel, eins og fyrri myndirnar. Bandarísk brúð- kaupsterta Þegar Stiffler skipuleggur steggjaveislu setur hann á oddinn að blóma- skreytingar séu í lagi. Sambíóin frumsýna í dag bandarísku gamanmyndina Bandarískt brúðkaup (Americ- an Pie – The Wedding). Leikstjóri Jesse Dylan (How High). Aðalhlutverk Jason Biggs (American Pie 1 og 2), Sean William Scott (American Pie 1 og 2, Bulletproof Monk, Old School), Eugene Levy (American Pie 1 og 2, Bringing Down The House), Alyson Hannigan (American Pie 1 og 2). SÝNINGAR hefjast í dag á vinsæl- ustu og umtöluðustu myndinni í Bandaríkjunum í dag, hrollvekjunni þar sem þeim er att saman mar- tröðinni Freddy Krueger úr Mar- tröð á Álmstræti-myndunum og grímuklædda Jason Voorhees úr Föstudeginum þrettánda-mynd- unum. Freddy Krueger er ferlega spældur yfir því að geta ekki leng- ur hrellt unglingana á Álmstræti í draumum þeirra. En hann er út- smoginn djöfull og finnur leið til þess að plata keppinaut sinn Jason til að hrella krakkana fyrir sig og láta þá þannig halda að hann sjálfur sé snúinn aftur. En þegar Jason tekur upp á göml- um ósið og fer að myrða krakkana hans Krueger fýkur í þann fingra- beitta og þeir fara í hár saman. Þurfa því krakkarnir í Álmstræti að taka til sinna ráða og koma þeim aftur, Jason í sumarbúðirnar og Freddy úr draumunum. Hrollvekjuunnendur hafa margir hverjir beðið með óþreyju eftir henni þessari og hefur hún nú vermt toppsæti bandaríska bíólist- ans í tvær vikur. Þess þarf svo vart að geta að myndin er stranglega bönnuð börn- um innan 16 ára. Freddy og Jason elda grátt silfur í kvikmyndinni Freddy á móti Jason. Hrollvekjandi einvígi Smárabíó og Regnboginn frumsýna í dag hryllingsmyndina Freddy á móti Jason (Freddy vs. Jason). Leikstjóri Ronny Yu (51st State). Aðalhlutverk Robert Englund (Nightmare on Elm Street 1–7) Ken Kirzinger, Kelly Rowland (Destiny’s Child). FÁTT er vinsælla hjá yngstu áhorfendunum en Bangsímon og félagar hans í Hundraðekruskógi, teikni- myndir úr smiðju Walts Disneys byggðar á sígildum barnasögum A.A. Milne. Myndin gamla um Bangsímon er til á ófáum heimilum þannig að börnin tóku því fagn- andi þegar vinur hans Tumi tígur fékk sína eigin mynd fyrir þremur árum. Sú mynd gerði það aldeilis gott í bíó og hefur gengið enn betur á myndböndum og mynd- diskum svo að nú hefur Grislingur litli líka fengið sína mynd. Myndin er spánný, var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr í sumar og fjallar um það þegar Grislingur greyið týnist. Það gerðist þegar vinir hans fara að leita sér að hun- angi og leyfa honum ekki að koma með vegna þess að hann er svo lítill. Grislingur verður voða leiður yfir því að fá ekki að vera með vinum sínum og ráfar í burtu. Þegar þeir komast að því að Grislingur er horfinn hefja þeir leit að honum; Bangsímon, Tumi tígur, Eyrnaslappur, Rúgi og Kanínka. Þá komast þeir að því að í litla vini þeirra býr stór hetja. Teikninmyndin er uppfull af söngvum og er talsett á íslensku af hinum sömu og töluðu fyrir Tuma tígur; Ladda, Hjálmari Hjálmarssyni, Sigga Sigurjóns o.fl. góðum sem fóru þá algjörlega á kostum. Grislingur litli reynist hin mesta hetja. Sambíóin frumsýna í dag teiknimyndina Grislingur – Stór- mynd (Piglet’s Big Movie). Leikstjórn Francis Glebas (Fant- asia 2000). Leikraddir Hjálmar Hjálmarsson, Laddi, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Óskar Völundarson, Sigurður Sigurjónsson og Guðmundur Felixson. Leikstjóri tal- setningar er Jakob Þór Einarsson. Leitin að Grislingi Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magn- að byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) Háskólabíó. 28 dögum síðar (28 Days Later) Vægðarlaus, markviss hrollvekja sem fær hárin til að rísa. Ein besta mynd ársins. (S.V.) Smárabíó. Sinbad sæfari (Sinbad) Vel gerð fjölskylduskemmtun mettuð andblæ gamla sagnaheimsins. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Sjóræningjar Karíbahafsins (Pirates of the Caribbean) Ribbaldar, romm og ræningjar. Fín, of löng, gamaldags sjóræningjamynd með góðum brellum og leikurum. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Tortímandinn 3 (Terminator 3) Skopskynið er horfið en átökin jafnhressileg sem fyrr. (S.V.)  Regnboginn, Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó. Grundvallaratriði (Basic) Kvikmyndin er ekki sá dæmigerði hernaðar- tryllir sem hún lítur út fyrir að vera, heldur nokkurs konar ráðgáta. (H.J.)  Háskólabíó, Sambíóin. Ástríkur og Kleópatra Gallar í banastuði í byggingarbransanum í Egyptalandi. Og nóg að drekka af göróttum galdramiði. (S.V.) ½ Háskólabíó, Sambíóin Lara Croft 2: Vagga lífsins (Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life) Á köflum feiknavel gerð og spennandi della. (S.V.)  Sambíóin. Hulk Útlitslega er Hulk vel útfærður en það vantar í hann þyngdartilfinninguna. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Það sem stúlka þarfnast (What A Girl Wants) Fjölskyldumynd sem fær draumaverksmiðj- una til að standa undir nafni. (S.V.) Sambíóin. Löggilt ljóska (Legally Blonde 2) Í fyrri myndinni er kvikindislegri grínhugmynd snúið upp í væmna hetjusögu. Í annarri at- rennu verður ferlið talsvert langdregnara. (H.J.) Regnboginn, Smárabíó Brúsi almáttugur (Bruce Almighty) Dæmisagan í Brúsa almáttugum reynist merkilega þröngsýn og heimsk.Unnið er með trúarspurningar sögunnar á yfirborðskennd- an hátt og nær boðskapurinn um náunga- kærleik aldrei lengra en út fyrir garðshliðið. (H.J.) Laugarásbíó/Regnboginn/Smárabíó/ Borgarbíó. Englar Kalla gefa í botn (Charlie’s Angels: Full Throttle) Kvenhetjur sem virðast ekki vera annars megnugar en að geta sparkað hátt. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. Tumi þumall og Þumalína (Tom Thumb and Thumbe- lina ) Teiknimynd um smáfólkið kunna er stílað á yngsta áhorfendahópinn eingöngu. Góð, ís- lensk talsetning. (S.V.) Laugarásbíó, Smárabíó. Hættulíf í Hollywood (Hollywood Homicde) Hér fara saman vondir leikarar og vont handrit og útkoman sú að augnlokin byrja að síga skömmu eftir að myndin byrjar og eini hasarinn sem finnst í námunda við löggutvíeykið er baráttan við að halda þeim opnum. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Vægðarlaus einsemdarhrollvekja Danny Boyle, 28 dögum síðar, er að margra mati ein besta mynd ársins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.