Morgunblaðið - 29.08.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.08.2003, Qupperneq 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 49 Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Það er komið að því Útsala Útsala Opið mánud.–föstud. 11–18 • Laugardag 11–15 15-60% afsláttur Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 VetrarPlús Plúsfer›a er kominn út Bóka›u fyrir 1. sept. og fá›u bestu kjör! 33.442 kr. 38.830 kr. Ver›dæmi Kanarí - sta›greitt á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 7 nætur 10. janúar. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Verilplaya, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. 39.242 kr. 69.930 kr. Ver›dæmi Benidorm - sta›greitt á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 14 nætur 5. nóvember. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. STEINAR Berg Ísleifsson er með reyndustu mönnum sem komið hafa að útgáfumálum á Íslandi. Hann var lengstum höfuð útgáf- unnar Steinar hf. en fyrir einu og hálfu ári sagði hann starfi sínu lausu hjá Norðurljósum, sem yf- irtók Steinar hf. á sínum tíma. „Það halda margir að ég hafi hætt lífsstarfi mínu er ég sagði skilið við Norðurljós. En það stóð aldrei til,“ segir Steinar sem nú hefur stofnað útgáfuna Steinsnar og eru þrír titlar væntanlegir undir merkjum hennar í haust. Lifandi, jarðneskur blær „Ætli sú staðreynd að ég fluttist til Borgarfjarðar hafi ekki ýtt und- ir þessar ranghugmyndir,“ segir Steinar og dæsir. „Fólk í höfuð- borginni virðist oft leggja einhvern útlegðarskilning í það þegar menn flytja sitt hafurtask út fyrir borg- armörkin.“ Steinar segist hafa verið að þróa ákveðna hugmynd síðustu misseri sem snýr að ferðaþjónustu. „Út- gáfa, sem mun heyra undir Stein- snar, er svo þáttur í þessari hug- mynd,“ útskýrir hann. „Staðsetning fyrirtækisins, sem er í Borgarfirði, er því afar hentug. Það koma út þrjár plötur í haust undir merkjum Steinsnar. Tvær þeirra byggjast á hugmyndum sem ég hef þróað. Annars vegar er sótt í þann grunn sem er Vísnabók Iðunnar en á sín- um tíma voru gerðar tvær plötur sem byggjast á henni (Einu sinni var og Út um græna grundu). Sú seinni kom út fyrir 25 árum. Plata þessi mun bera heitið Vísnaplatan og byggist á áðurnefndri bók en þó ekki alfarið. Platan er unnin með Jóni Ólafssyni upptökustjóra og einnig Jónatani Garðarssyni, mín- um gamla samstarfsmanni. Hug- myndin er sú að endurskapa og gefa lögunum vægi sem gefur þeim gildi fyrir nútímann og vonandi alla framtíð. Útsetningarnar eru því mjög „lifandi“ og sígildar um leið og reynt er að nálgast lögin frá öðrum sjónarhornum. Ég ákvað að velja til söngvara sem væru fæddir eftir seinni Vísnaplötuna, svona til að hafa eitthvað viðmið, og eru þeir fimm, þau Ragnheiður Gröndal, Þórunn Antonía, Jóhanna Guðrún, Jónsi úr Í svörtum fötum og Sverr- ir Bergmann úr Daysleeper.“ Steinar segir að þessi nálgun fylgi ákveðnum ramma sem hann hefur mótað fyrir útgáfuna; óraf- magnaður eða „akústískur“ blær verði einkennandi. Önnur platan heitir Íslensk ást- arljóð og er hugmynd hennar sömuleiðis sótt í bók. „Samnefnd bók var tekin saman af Snorra Hjartarsyni fyrir nokkr- um áratugum og geymir eins og nafnið gefur til kynna úrval ís- lenskra ástarljóða, alveg aftur í aldir. Nokkur af þessum ljóðum eiga sér þegar lög en svo bað ég nokkra höfunda um að semja ný lög við ljóð sem mér vitanlega eru ekki til lög við eða alltént ekki lög sem hafa náð almenningshylli. Söngvararnir hér koma víða að en þeir eru Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz, Andrea Gylfadóttir, Björn Jörundur, Eiríkur Hauksson, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Hera Hjartardótt- ir.“ Þriðja platan lýtur sömu lögmál- um og Steinar hefur áður reifað en það er ný plata með Ríó Tríó. „Þeirra hljóðfærasláttur verður mikið til í forgrunni hér. Með þeim verður upptökustjórinn þeirra, Gunnar Þórðarson, og svo Björn Thoroddsen.“ Lögin verða öll frumsamin og er höfundur þeirra Gunnar Þórðarson. „Upptökum á þessum plötum er að ljúka um þessar mundir,“ segir Steinar að lokum. „Ef það er eitthvað sem ég hef lært í þessum bransa þá er það að betra er að vera fyrr á ferðinni en ekki. Ég vil svo að endingu upplýsa að þetta nýja fyrirtæki mun gera hið gamla slagorð Steinars hf. að sínu: „Með lögum skal land byggja!“ Steinar Berg hefur útgáfustarfsemi á nýjan leik Morgunblaðið/Ásdís Ragnheiður Gröndal mun verða áberandi í útgáfu Steinsnar. Morgunblaðið/Þorkell Steinar Berg Ísleifsson Stein- snar af stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.