Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.08.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 51 UNDANFARIÐ hafa þeirSigurður Harðarson(Siggi Pönk), BirkirFjalar Viðarsson (úr I Adapt), Þorsteinn Kolbeinsson og fleiri íslenskir harðkjarnahausar verið afar atorkusamir við innflutn- ing á erlendum rokksveitum. Mastodon, Artimus Pyle og Total F***ing Destruction voru hér allar fyrir skemmstu og brátt er von á of- urharðkjarnarokkurunum í Stretch Armstrong og melódísku þunga- rokkurunum í Evergrey. En nú er það New Jersey sveitin Let it Burn, sem brúar bil hefðbundins harð- kjarnarokks og partírokks að hætti AC/DC! Sveitin var stofnuð árið 2000 af þeim DJ Values, Pete Speed- ersen og Will Suicide en síðar kom gítarleikarinn Chris Gonzalez til liðs við þá. Spilamennska hófst á fullu og fyrsta stóra platan, Here’s to Good- byes, kom út árið 2002 á Coalition Records í Hollandi. Frægð sveit- arinnar, einkum sem tónleikasveit- ar, fór vaxandi en í desember það ár hættu Suicide og Gonzalez. Á þessu ári endurfæddist sveitin svo þegar þau Graham van der Veen, Sharon Stein og Timmy Orbit slógust í lið með þeim Values og Speedersen. Bandið er nú endurnýjað af orku, ný plata í farvatninu og Evróputúr bráðkomandi að auki. En fyrst er það Ísland. – Hvernig stendur á því að þið ákváðuð að heimsækja Ísland? Values: „Þetta hefur verið per- sónulegur draumur hjá mér lengi. Coalition eru að hjálpa okkur með þetta og satt að segja, þá fór ég á Google leitarvélina og sló inn „Ice- land“ og „punk“. Þannig hafði ég upp á Sigga (Pönk) fyrir rest. Ég sendi honum rafpóst og hann bauðst til að hjálpa okkur. Þetta var skot í myrkri hjá mér og ég er mjög glaður að þetta er að ganga upp.“ – Það er lífleg harðkjarnasena á New Jersey svæðinu er það ekki? Values: „Jú ... alltént erum við mjög vel staðsett. New York er í klukkutíma fjarlægð, Boston í fjög- urra tíma fjarlægð. Svo eru Phila- delphia og Washington DC nálægt einnig. Við erum þarna í miðjunni á þessu öllu.“ Speedersen: „Senan í Jersey get- ur ekki dáið af því að það er alltaf stutt í eitthvað gott. Við erum næsta ofdekruð.“ – Segið mér aðeins frá þessum umskiptum í bandinu? Values: „Ég og Pete vildum fara með þetta skrefi lengra og fara að taka þetta aðeins alvarlegar en áður en hinir voru ekki tilbúnir í það. Graham hérna hefur verið í næstum öllum harðrokksveitunum í New Jersey og þessi fimm manna hópur á það sameiginlegt að vera ansi víðför- ull. Það var í raun bara tímaspurs- mál hvenær við myndum hafna sam- an. Sharon er reyndar frá Staten Island í New York og hún sótti um gítarleikarastöðuna og það smell- passaði.“ – Svo virðist sem harðkjarnabönd í dag séu í meiri og meiri mæli farin að nudda sér upp við klassískt rokk og ról (gott dæmi frá Íslandi væri t.d. Mínus). Hvað segið þið um það? Values: „Ég held bara að margir séu orðnir leiðir á þessu „harðlínu“- harðkjarnarokki. Eins og gengur bara ... fólk verður einfaldlega leitt.“ Tónleikar Let it Burn verða sem hér segir: Í kvöld leikur sveitin á Grand Rokk ásamt Maus, Dys og Molest- ing Mr. Bob. Aðgangseyrir er 500 kr. Á laugardaginn leikur sveitin svo í Hinu húsinu ásamt Innvortis, Everything Starts Here og fleirum. Let it Burn á Íslandi Morgunblaðið/Jim SmartLet it Burn: AC/DC og harðkjarni í einni sæng. Skrefi lengra… www.letitburnonline.com arnart@mbl.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 14. Tvær löggur - Tvöföld spenna Tvöföld skemmtun Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. POWERSÝNINGKL. 10.45. I . . . VINSÆLASTA MYNDIN Í USA TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Mestu illmenni kvikmyndasögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Forsýning - Powersýning kl. 12.15 eftir miðnætti MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 3.45, 6, 8, 9.15, 10.30 og 11.30. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. POWER - FORSÝNING Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! POWE RSÝn ING kl. 1 2:15 Á STÆ RSTA THX tjald i lan dsins Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura POWER - FORSÝNING Í KVÖLD KL. 12:15 EFTIR MIÐNÆTTI BAD BOYS II FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! MIÐASALAN OPNAR KL. 15:30 POWE RSÝn ING kl. 1 2:15 Á STÆ RSTA THX tjald i lan dsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.