Morgunblaðið - 29.08.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 29.08.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 51 UNDANFARIÐ hafa þeirSigurður Harðarson(Siggi Pönk), BirkirFjalar Viðarsson (úr I Adapt), Þorsteinn Kolbeinsson og fleiri íslenskir harðkjarnahausar verið afar atorkusamir við innflutn- ing á erlendum rokksveitum. Mastodon, Artimus Pyle og Total F***ing Destruction voru hér allar fyrir skemmstu og brátt er von á of- urharðkjarnarokkurunum í Stretch Armstrong og melódísku þunga- rokkurunum í Evergrey. En nú er það New Jersey sveitin Let it Burn, sem brúar bil hefðbundins harð- kjarnarokks og partírokks að hætti AC/DC! Sveitin var stofnuð árið 2000 af þeim DJ Values, Pete Speed- ersen og Will Suicide en síðar kom gítarleikarinn Chris Gonzalez til liðs við þá. Spilamennska hófst á fullu og fyrsta stóra platan, Here’s to Good- byes, kom út árið 2002 á Coalition Records í Hollandi. Frægð sveit- arinnar, einkum sem tónleikasveit- ar, fór vaxandi en í desember það ár hættu Suicide og Gonzalez. Á þessu ári endurfæddist sveitin svo þegar þau Graham van der Veen, Sharon Stein og Timmy Orbit slógust í lið með þeim Values og Speedersen. Bandið er nú endurnýjað af orku, ný plata í farvatninu og Evróputúr bráðkomandi að auki. En fyrst er það Ísland. – Hvernig stendur á því að þið ákváðuð að heimsækja Ísland? Values: „Þetta hefur verið per- sónulegur draumur hjá mér lengi. Coalition eru að hjálpa okkur með þetta og satt að segja, þá fór ég á Google leitarvélina og sló inn „Ice- land“ og „punk“. Þannig hafði ég upp á Sigga (Pönk) fyrir rest. Ég sendi honum rafpóst og hann bauðst til að hjálpa okkur. Þetta var skot í myrkri hjá mér og ég er mjög glaður að þetta er að ganga upp.“ – Það er lífleg harðkjarnasena á New Jersey svæðinu er það ekki? Values: „Jú ... alltént erum við mjög vel staðsett. New York er í klukkutíma fjarlægð, Boston í fjög- urra tíma fjarlægð. Svo eru Phila- delphia og Washington DC nálægt einnig. Við erum þarna í miðjunni á þessu öllu.“ Speedersen: „Senan í Jersey get- ur ekki dáið af því að það er alltaf stutt í eitthvað gott. Við erum næsta ofdekruð.“ – Segið mér aðeins frá þessum umskiptum í bandinu? Values: „Ég og Pete vildum fara með þetta skrefi lengra og fara að taka þetta aðeins alvarlegar en áður en hinir voru ekki tilbúnir í það. Graham hérna hefur verið í næstum öllum harðrokksveitunum í New Jersey og þessi fimm manna hópur á það sameiginlegt að vera ansi víðför- ull. Það var í raun bara tímaspurs- mál hvenær við myndum hafna sam- an. Sharon er reyndar frá Staten Island í New York og hún sótti um gítarleikarastöðuna og það smell- passaði.“ – Svo virðist sem harðkjarnabönd í dag séu í meiri og meiri mæli farin að nudda sér upp við klassískt rokk og ról (gott dæmi frá Íslandi væri t.d. Mínus). Hvað segið þið um það? Values: „Ég held bara að margir séu orðnir leiðir á þessu „harðlínu“- harðkjarnarokki. Eins og gengur bara ... fólk verður einfaldlega leitt.“ Tónleikar Let it Burn verða sem hér segir: Í kvöld leikur sveitin á Grand Rokk ásamt Maus, Dys og Molest- ing Mr. Bob. Aðgangseyrir er 500 kr. Á laugardaginn leikur sveitin svo í Hinu húsinu ásamt Innvortis, Everything Starts Here og fleirum. Let it Burn á Íslandi Morgunblaðið/Jim SmartLet it Burn: AC/DC og harðkjarni í einni sæng. Skrefi lengra… www.letitburnonline.com arnart@mbl.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 14. Tvær löggur - Tvöföld spenna Tvöföld skemmtun Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. POWERSÝNINGKL. 10.45. I . . . VINSÆLASTA MYNDIN Í USA TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Mestu illmenni kvikmyndasögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Forsýning - Powersýning kl. 12.15 eftir miðnætti MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 3.45, 6, 8, 9.15, 10.30 og 11.30. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. POWER - FORSÝNING Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! POWE RSÝn ING kl. 1 2:15 Á STÆ RSTA THX tjald i lan dsins Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura POWER - FORSÝNING Í KVÖLD KL. 12:15 EFTIR MIÐNÆTTI BAD BOYS II FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! MIÐASALAN OPNAR KL. 15:30 POWE RSÝn ING kl. 1 2:15 Á STÆ RSTA THX tjald i lan dsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.