Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 16
Minnstaður Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Mínstund frett@mbl.is Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla!LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 OPIÐ 11-20 ALLA DAGA LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! pr.kg.499- ÝSUFLÖK FROSIN roðlaus og beinlaus 1 flokkur Toppurinn í dag! Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna ég þarf að sitja í símanum og bíða, stundum lengi, í því skyni að ná sambandi við heimilislækninn minn í símatíma hér í höfuðstað Norðurlands. Það er að vísu ekki rétt að segja heimilislækninn minn – fjöl- skyldan hefur ekki getað fengið fastan heimilislækni eftir að við fluttum norður á ný fyrir rúmu ári; þeir eru ekki nógu marg- ir í plássinu fyrir alla íbúana. En rétt er að taka fram að auðvelt er að fá samband við einhvern þeirra í hvert skipti sem við þurf- um á slíkum að halda. Það sem ég velti sem sagt fyrir mér eru þau óþægindi að þurfa að bíða í símanum; hringja í heilsugæsluna og bíða. Ég er viss um að margir eru í þannig vinnu að 15–20 mínútna bið í slíkum tilfellum er ómöguleg. Gamaldags. Ég var vanur frábærri þjónustu á Sel- tjarnarnesi; hringdi í afgreiðsluna, pantaði símatíma hjá lækninum og svo hringdi hann í mig. Það er ólíkt betra fyrirkomulag og þjóðhagslegra hagkvæmara. Eða er mér eitthvað að missýnast í því sambandi?    KA hélt sem betur fer sæti sínu í efstu deild karla í knattspyrnu í dramatískri lokaumferð um helgina, en mínir menn í Þór komust því miður ekki upp úr næst- efstu deildinni að þessu sinni. Best væri fyrir bæinn ef hér væru tvö góð knatt- spyrnulið í efstu deild, en lágmark er, að mínu mati, að héðan sé eitt lið í þeim hópi hinna bestu. Sumir segja að vísu ekki fjár- hagslegan grundvöll nema fyrir einu og ef til vill er eitthvað til í því, en ég er, hvað sem því líður, á þeirri skoðun að mikilvægt sé andlegri heilsu bæjarbúa að eiga íþrótta- lið sem ná góðum árangri. Og það er líka mikil auglýsing fyrir bæjarfélagið.    Mér finnst dálítið flott að kominn sé ör- yggisvörður í Landsbankann við Ráðhús- torg. Hann er þar hvorki í þeim tilgangi að passa starfsfólk né peninga, heldur Kjarval. Björgólfur bankaráðsformaður sagði í gríni þegar sýningin var opnuð um daginn að varla væri þorandi að koma með eitthvað úr listaverkasafni bankans norður; Hannes í Listasafninu væri vís með að hirða það! Þegar umræðan um listaverkin stóð sem hæst á sínum tíma – eftir að þjóðin áttaði sig á því að listaverkasafnið fylgdi með í kaupunum þegar Samson eignaðist stóran hlut í bankanum – kom Hannes Sigurðsson fram með þá tillögu að hið mikla og glæsi- lega safn Landsbankans af listaverkum yrði hýst í Listasafninu á Akureyri, og sótti það stíft, að sögn Björgólfs. Kannski vörð- urinn sé þarna til að hafa auga með þeim báðum, Kjarval og Hannesi! Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN NOKKRAR breytingar verða á landshlutasíðum Morgunblaðsins í dag. Meginbreytingin felst í því að landshlutasíðurnar fá nú eins konar forsíðu sem verður frá degi til dags með sérvöldum fréttum og efni. Forsíðan hefur hlotið heitið Minn staður og henni fylgir minni dálkur sem nefnist Mín stund með ýmsum áhugaverðum smáfréttum um daginn og veginn. Glöggir lesendur munu væntanlega sjá að þessi dálkaheiti eru sóttar í vinsælar auglýsingar blaðsins, en heitið þykir hæfa vel því efni sem landshlutasíðurnar geyma. Þá verður á þessari forsíðu a.m.k. einu sinni í viku dálkurinn Úr bæjarlífinu með upplifun okkar fólks á hinum ýmsu stöðum um mannlífið á líðandi stund. Landshlutasíðurnar eru Höfuðborgarsvæðið með efni frá stór-Reykjavík- ursvæðinu, Suðurnes, Ak- ureyri með fréttum og efni frá bænum og Eyjafjarð- arsvæðinu, og Landið með fréttum og efni frá yfir 100 fréttariturum um allt land. Þessar síður eru í blaðinu fimm daga vikunnar. Þrisv- ar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, er Austurland með efni allt frá Vopnafirði að norðan til Djúpavogs í suðri. Hvern laugardag er Árborg- arsvæðið með efni af því svæði og á mánudögum er Vesturland með fréttum og efni allt frá Akranesi og norður í Dali. Akureyri er elst lands- hlutasíðnanna og þar rekur Morgunblaðið nú ritstjórn með þremur blaða- mönnum; Skapta Hall- grímssyni, skapti@mbl.is, Margréti Þóru Þórsdóttur, maggath@mbl.is og Krist- jáni Kristjánsyni, krkr- @mbl.is. Símanúmer er 4611600. Umsjónarmaður Vest- urlandssíðunnar er Ásdís Haraldsdóttir, asdish- @mbl,blaðamaður, með búsetu á Mýrum og far- síma 8985258. Umsjónarmaður Aust- urlandssíðu er Steinunn Ásmundsdóttir, austur- land@mbl.is, á Egils- stöðum, sími 8621169. Umsjónarmaður Höf- uðborgarsvæðis er Bryndís Sveinsdóttir, bryn- dis@mbl.is og umsjón- armaður Suðurnesjasíðu er Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is. Þau má bæði ná sambandi við í síma 5691100. Tengiliður við fréttarit- arakerfi Morgunblaðsins er Guðrún Aðalsteins- dóttir, frett@mbl.is og með síma 5691290. Hún og fréttaritarar blaðsins taka við fréttum og ábendingum um efni er varðar Árborg og Landið. Hægt er að fá yfirlit yfir fréttaritarakerfi Morgun- blaðsins á mbl.is undir hnappnum Morgunblaðið. Okkar menn um allt land ÞINGEYINGUM ereiginlegt að orðahugsun sína í bundnu máli. Í lok keppn- istímabilsins flutti hagyrð- ingurinn Finnur Bald- ursson úr Mývatnssveit og stuðningsmaður Völsungs félaginu eftirfarandi vísu eftir síðasta heimaleik. Þannig þakkaði hann fyrir skemmtun sumarsins: Völsungar glæstir á vængjunum svifu, og vinninga innbyrtu víða um völl, taktfast og öruggt upp töfluna klifu, og tóku sinn bikar og báru í höll. Ljósmynd/Skarpur Tóku bikar og báru í höll Kárahnjúkavirkjun | Um þessar mundir er verið að smíða brú yf- ir Jökulsá á Fljótsdal við Haf- ursárufs skammt neðan Eyjabakkavaðs.Verður brúin neðan við Ufsarárstíflu austan Snæfells, en sú stífla á að vera hluti veitukerfis Kára- hnjúkavirkjunar. Brúin er stálbitabrú með einu hafi milli steyptra landstöpla, 22 metrar að lengd í tæplega 8 metra hæð yfir vatnsborði ár- innar. Dekkið verður úr timbri og akbrautin 3,6 metra breið. Verktaki mun einnig leggja um 800 m langan vegslóða til að tengja brúna við slóða inn að Eyjabökkum, en síðar verður byggður vegur að Ufsarárstífl- unni. Að henni munu liggja að- rennslisgöng sem tengd verða við göngin frá Kárahnjúkastíflu. Það er vélsmiðjan Eldafl ehf. í Njarðvík sem smíðar brúna og á brúarsmíðinni að ljúka um miðj- an nóvembermánuð. Morgunblaðið/Steinunn Unnið við brúargerðina við Jökulsá á Fljótsdal við Hafursárufs skammt neðan Eyjabakka. Brúarsmíði austan Snæfells Uppi til heiða Akureyri | Gunnar Ragnars, stjórnarfor- maður Stáltaks hf. og Slippstöðvarinnar, sagði að afkoman það sem af er árinu væri alls ekki nógu góð. „Við sættum okkur ekki við stöðuna og ætlum að breyta henni. Það er hins vegar ekki tímabært að fara nánar út í það á þessu stigi.“ Gunnar sagði að verk- efnastaðan hefði verið mjög brokkgeng og sveiflurnar of miklar. Hins veg- ar væri verkefna- staðan hjá Slipp- stöðinni ágæt um þessar mundir. „En það er eng- in festa í því þegar er verið að tala um örfáar vikur. Menn sjá ekki langt fram í tím- ann og þannig hefur það verið í gegnum tíðina.“ Gunnar sagði að ekki væri hægt að horfa eingöngu til verkefna í skipaflotanum, heldur þyrfti að reyna að auka fjölbreytni í verkefnavalinu. Hann sagði að allar þær framkvæmdar sem væru á döfinni, eins og t.d. í virkjanamálum gætu hjálpað þar til á einn eða annan hátt. Hjá Slippstöðinni starfa nú um 100 manns en þegar mest var, í kringum 1980, voru starfsmenn fyrirtækisins um 470. Eins og fram hefur komið hefur Baldvin Valdemarsson, framkvæmdastjóri Stáltaks og Slippstöðvarinnar, sagt upp störfum. Gunnar sagði stefnt að því að ráða nýjan framkvæmdastjóra sem allra fyrst, „og ég hef ástæðu til að ætla að af því getið orðið.“ Baldvin mun hins vegar starfa áfram þar til gerðar hafa verið ráðstafanir með eftirmann hans. Auka þarf fjölbreytni verkefna Heiðmörk | Fulltrúar í umhverfis- og heil- brigðisnefnd Reykjavíkur vilja að nú þegar verði hafin vinna við endanlegt skipulag Heiðmerkur, sem útivistar- og vatnsvernd- arsvæði Reykjavíkur og nágrannabyggða. Við skipulagið verði hugað sérstaklega að þeim framkvæmdum, sem nauðsynlegar séu til að þjóna tilgangi svæðisins sem vatnsverndar- og útivistarsvæðis, ökuleið- um um svæðið, þ. á m. hvort heppilegt verði að loka fyrir hringakstur um svæðið, gönguleiðum um svæðið og leyfðum öku- hraða með tilliti til útivistar- og vatns- verndarsjónarmiða. Hringvegi um Heiðmörk lokað? ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.