Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 19 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Handtalstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Drægni allt að 5 km Verð frá kr. 5.900,- UHF talstöðvar í miklu úrvali w w w .d es ig n. is © 20 03 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér glæsiferðir með sérflugum sínum í Karíbahafið í vetur á hreint ótrúlegum kjörum. Þú getur valið um fegurstu eyjar Karíbahafsins og vinsælustu áfangastaðina, hvort sem þú vilt kynnast Kúbu, Dóminíska lýðveldinu eða Jamaika. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 79.950 Flugsæti og skattar. Verð kr. 89.950 Flug, skattar, gisting á Arenas Doradas ****. Íslensk fararstjórn. Kynntu þér glæsilega gististaði á www.heimsferdir.is Karíbahafið í vetur frá kr. 79.950 Sérflug Heimsferða Kúba · 4. nóv. – 7 nætur · 2. mars – 7 nætur Verð kr. 79.950 Flugsæti og skattar. Verð kr. 98.590 Flug, skattar, gisting á Barcelo Talanquera – Allt innifalið. Íslensk fararstjórn. Dóminíska lýðveldið · 13. nóv. – 7 nætur Verð kr. 79.950 Flugsæti og skattar. Verð kr. 89.950 Flug, skattar, gisting Sancaste, íslensk fararstjórn. Jamaíka · 22. feb. – 7 nætur Grindavík | Smölun Grindavíkurlands gekk vel á sunnudag, þrátt fyrir rok. Vegna þoku varð að fresta göngunum sem fyrirhugaðar voru á laugardag en þrátt fyrir það tókst að draga féð í sundur í Þórkötlustaðarétt fyrir myrkur á sunnu- dag. Á milli 30 og 40 gangnamenn fóru af stað snemma á sunnu- dagsmorgun, helmingurinn ríðandi á hestum. Smala- mennskan gekk vel, að sögn Sæþórs Þorlákssonar, rétt- arstjóra í Þórkötlustaðarétt, og var á annað þúsund fjár rekið til réttar um klukkan 17 um daginn. Þar var margt manna að venju þrátt fyrir rokið. Sérstæð réttarstemmning er ávallt í Þórkötlustaðarétt. Að sögn Sæþórs eru á milli 600 og 700 ær á fóðrum hjá bændum í Grindavík sem raunar eru flestir tómstundabændur og allir stunda aðra vinnu. Sæþór segir að oft séu systkini saman með nokkrar rollur og fleiri úr fjölskyldunum eða vinahópar. Sjálfur segist hann aðeins vera með 5–6 kindur og stundi búskapinn í félagi við fjölskyldu sína og vini. Sérstæð stemmning í Þórkötlustaðarétt Vetrarklæðnaður var við hæfi á réttardaginn. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Bæjarstjórinn þurfti að spjalla við marga í réttunum.Rekið til réttar eftir smölun við erfiðar aðstæður. Útskálar voru eitt mesta höfuðból á Suðurnesjum og tengist stað- urinn mjög sögu Gerðahrepps og raunar ýmsum félagasamtökum sem starfa á Suðurnesjum. Þar var Sparisjóðurinn stofnaður og skóli hreppsins rekinn um skeið, svo dæmi séu tekin. Þar er og prestssetur. Fyrir nokkrum árum hóf Prestssetra- sjóður viðgerðir á íbúðarhúsinu. Gerð var áætlun um endurbætur og húsið teiknað upp. Eftir að byrjað var á framkvæmdinni kom í ljós að hún yrði dýrari en Prests- setrasjóður treysti sér til að standa undir og var hætt við við- gerðina eftir að að búið var að rífa innan úr húsinu. Þannig hefur það staðið og óánægja ríkt með útlit þess og umhverfi. Keypt var íbúð- arhús á Útskálum, fyrir prestinn. Kirkjuþing hefur samþykkt að Prestssetrasjóður megi afhenda húsið til þess að það gæti nýst söfnuðinum. Nokkuð hefur verið athugað með fjármögnun endur- bóta. Nú hefur sóknarnefndin ákveðið að setja á stofn nefnd til að fara ofan í saumana á málinu, til þess að fara yfir hugmyndir um nýtingu hússins og möguleika á fjármögn- un endurbóta. Unnið í samráði við þjóð- kirkju og húsafriðunarnefnd Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, segir að hugmynd- in sé að koma þar upp sögu- og menningarsetri prestssetra á Ís- landi auk aðstöðu fyrir sóknar- prest, sóknarnefnd og jafnvel að færa þangað safnaðarheimili sem nú er annars staðar í þorpinu. Segir hann að ætlunin sé að vinna að þessu máli í nánu samráði við þjóðkirkjuna og húsafriðunarnefnd og ýmsa aðra sem áhuga hafi á varðveislu hússins. Reiknað er með að formaður sóknarnefndar og sóknarprestur verði í nefndinni og oddviti Gerðahrepps auk þess sem leitað hefur verið til fleiri að- ila. Dýrar endur- bætur á kirkju Jón tekur undir þau orð að ástand og útlit húsanna á Útskál- um og umhverfið sé til háborinnar skammar og mikilvægt að ráðast í úrbætur. Þá tekur hann fram að kirkjan sjálf líti ekki nógu vel út. Ákveðið var að mála kirkjuna að utan í haust en við undirbúning þess verks kom í ljós að fyrst þarf að skipta um þakklæðningu og ráðast í meiri endurbætur á hús- inu, bæði að utan og innan. Meðal annars þarf að skipta um glugga og rétta kirkjuna sem hefur sigið að hluta. Einnig þarf að laga klæðningu innan húss. Jón segir að þetta sér dýrar framkvæmdir, kosti tugi milljóna, en í þær verði að ráðast á næstu árum. Segir hann ákveðið stefnt að því að hefj- ast handa í haust. Nefnd sett á fót til að athuga möguleika á endurbyggingu Útskálahúss Hugmynd um sögu- og menningarset- ur prestssetra Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hlerar fyrir gluggum Útskálahúss. Vilji er til að fjármagna endurbyggingu. Einnig þarf að ráðast í dýrar viðgerðir á kirkjunni Útskálum | Sóknarnefnd Útskálasóknar hefur ákveðið að setja á fót nefnd til að athuga möguleikana á því að endurbyggja Útskálahús. Hugmyndin er að þar verði stofnað sögu- og menningarsetur prests- setra á Íslandi auk aðstöðu fyrir söfnuðinn og sóknarprestinn. Þá standa fyrir dyrum hjá nefndinni dýrar endurbætur á Útskálakirkju. Keflavík | Peter Tompkins óbó- leikari og Pétur Jónasson gítar- leikari halda tónleika í sýning- arsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duus-húsum í Keflavík á morgun, miðvikudag, klukkan 20. Á efnisskránni eru verk eftir Napoleon Coste, Fernando Sor, Manuel de Falla, Áskel Másson og Hildigunni Rúnarsdóttur, auk þjóðlaga frá Katalóníu. Allt frá komu sinni til Íslands, á árinu 1988, hefur Peter Tompkins tekið virkan þátt í tónleikahaldi sem einleikari og flytjandi hljómsveitar-, kamm- er- og kirkjutónlistar. Hann hef- ur sérstaklega lagt sig eftir flutningi barokktónlistar á upp- runaleg hljóðfæri. Peter Tompkins hefur komið fram á tónleikum víða utan Íslands, m.a. á Norðurlöndum, í Mið- Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Pétur Jónasson hóf nám í gít- arleik níu ára að aldri og stund- aði framhaldnám í Mexíkóborg og á Spáni. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika, m.a. á Norðurlöndum, í Bretlandi, á meginlandi Evrópu og í Norður- Ameríku. Pétur hlaut heiðurs- styrk úr danska Sonning-sjóðn- um árið 1984 og árið 1990 var hann tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs, fyrstur íslenskra einleikara. Tónleikar í Duus- húsum Suðurnes | Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur endur- bætt vefsvæði sitt, www.sss.is. Þar er unnt að fylgjast með starfsemi sambandsins, einnig má finna al- mennar upplýsingar um sambandið, fundargerðir og fréttir af Suðurnesj- um. Þar má einnig finna upplýsingar og fréttir er varða atvinnuráðgjöf SS og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Atvinnuráðgjöf SSS miðlar upplýs- ingum og efni er tengist frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi. Ný heima- síða SSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.