Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ fluttum út á land þegardóttir mín var tíu ára ogþað leið ekki langur tími þar til fór að kræla á einelti gagn- vart henni. Við héldum að þetta mundi lagast; þetta væri bara að- lögunartími – en það var nú eitt- hvað annað. Við bjuggum á þess- um stað í þrjú ár. Hún eignaðist aldrei neina vinkonu en ég fór ekki að átta mig á því hvað væri að ger- ast fyrr en á þriðja árinu. Þá gerði ég mér grein fyrir því hvað þetta var orðið slæmt. Þetta var nær eingöngu andlegt einelti og því sá ég aldrei nein merki um eitt eða neitt,“ segir Margrét Guðmunds- dóttir um upphaf eineltis, sem dóttir hennar leið fyrir um árabil. Á málþingi Vímulausrar æsku – Foreldrahúss segir Margrét frá eigin reynslu og dóttur sinnar af langvarandi einelti þar sem öllum tiltækum ráðum var beitt, ekki síst farsímanum eftir að fjölskyldan fluttist í burtu. Málþingið, sem haldið verður kl. 13.00 í dag í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni, snýst um notkun ung- linga á farsímum. Meðal þess sem rætt verður um eru áhrif farsím- ans á lífsvenjur barna og unglinga, hlutverk farsímans frá sjónarhóli lögreglu, vandamál tengd far- símum. Erindi Margrétar höfðar efalítið mest til foreldra, sem standa ráða- lausir frammi fyrir því að börn- in þeirra eru lögð í einelti. Hún mun skýra frá eigin reynslu og dóttur sinnar sem lögð var í einelti – sem stóð í um það bil þrjú ár. Tók á sig krók úti á götu Um jólin, fyrir rúmu ári, segir Margrét að dóttir sín hafi harðneitað að fara í skólann og taka þátt í jólahaldinu þar. „Vorið áður hafði ég talað við skólastjór- ann og þá var talað við nokkra for- eldra, en því var aldrei fylgt eftir. Ef dóttir mín fór, til dæmis, fyrir mig út í búð, tók hún á sig krók ef hún mætti þessum krökkum. Ég áttaði mig á því að hún gat ekki einu sinni gengið framhjá þeim úti á götu. Hún tók mjög lítinn þátt í því félagslífi sem fram fór í skól- anum; reyndi að forðast allt slíkt ef hún mögulega gat. Hún var því mjög einmana og var með stöð- ugan kvíðahnút. Vanlíðan hennar var orðin svo gífurleg og hún var orðin svo ósjálfstæð og ósjálfbjarga í öllu að við ákváðum að flytja í burtu. Eineltið gagnvart dóttur minni var eina ástæðan fyrir brottflutningi. Engu að síður hélt eineltið áfram – í gegnum símann. Eftir að við fluttum í bæinn og hún byrjaði í skólanum hér, fór hún að fá upp- hringingar og SMS-sendingar frá þessum krökkum, sem ónáðuðu hana mjög mikið. Á sumum SMS- skilaboðunum komu nöfnin fram og við fórum til lögreglunnar og kærðum það. Enn þurfti að skipta um símanúmer hjá henni og í dag er hún með leyninúmer.“ Vanmáttugur sársauki Þjónaði einhverjum til- gangi að kæra? „Nei, mér var bent á að tala við ein- hvern mann hjá símanum sem sér númerin sem hringt er úr. Hann vildi engar upplýsingar gefa mér og sagði að ég þyrfti að fara í gegnum dóms- kerfið, alla leið upp í Hæstarétt. Ég þurfti að fá dómsúrskurð, þannig að ég og lögreglumaðurinn ákváðum að leggja dæmið á hill- una. En kæran er til staðar. Ég lagði kæruna aðallega fram til þess að ná í foreldrana – til að þeir gætu talað yfir hausamót- unum á börnunum sínum. En ég gat engar upplýsingar fengið.“ Hvernig leið þér? „Mér fannst ég algerlega van- máttug. Maður fær hvergi aðstoð, gengur endalaust á veggi, fær enga hjálp og er varnarlaus. Þegar komið er í þessa stöðu getur mað- ur lítið sem ekkert gefið af sér, hvorki barninu sem lendir í einelt- inu, né öðrum. Eineltið hefur áhrif á alla fjölskylduna og hún þarf í rauninni öll að byggja sig upp þeg- ar hryllingurinn er yfirstaðinn.“ Fylgir þessu ekki mikill sárs- auki hjá aðstandendum? „Jú, vanmáttugur sársauki… Nú er liðið um eitt ár og þegar ég skoða málið eftir á get ég að- eins séð eina ástæðu fyrir því að dóttir mín lenti í einelti. Sú ástæða er afbrýðisemi. Og eftir því sem ég kynnist fleiri tilfellum sé ég að af- brýðisemi er ávallt rótin. Krakkar sem lenda í einelti standa jafn- öldrum sínum oft framar að ein- hverju leyti hvað útlit og/eða hæfni varðar – og það er ekki þol- að.“  HEGÐUN | Áhrif farsímans á breyttar lífsvenjur barna og unglinga Brottflutningur fjöl- skyldunnar úr einu byggðarlagi í annað til að forða dótturinni frá einelti dugði ekki til. Eineltið hélt áfram – í SMS-sendingum og hringingum í farsímann. Súsanna Svavarsdóttir hringdi í móðurina. Morgunblaðið/Jim Smart Margrét: Á sumum SMS- skilaboðunum komu nöfnin fram og við fórum til lögreglunnar og kærðum það. Ein elt i í ge gn um far sím a GLANSTÍMARITIÐ Cosmopolitan hefur lengi predikað kynfrelsi kvenna og jafnvel hvatt til skyndi- kynna. Þegar blaðið segir dyggum lesendum að hafna tilfinningalausu kynlífi er ljóst að um stefnubreyt- ingu er að ræða. Tímaritið ver áfram rétt kvenna til að velja en leggur nú áherslu á að skyndikynni geti leitt til aukinnar vanlíðunar og tómleika. Hvort sem Cosmopolitan hefur átt einhvern hlut að máli eða ekki, hafa breskar konur í auknum mæli sóst eftir einnar nætur kynnum á síðustu árum. Sú staðreynd og niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var af bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4, hafa líklega fengið ritstjórn Cosmopolitan til að hugsa sitt ráð. Hvað finnst unglingunum? Niðurstöðurnar eru m.a. að þriðj- ungur krakka 14–19 ára hafi misst svein- eða meydóminn við skyndi- kynni. Úrtakið var þúsund krakkar og um helmingi fannst í lagi að sofa hjá á fyrsta stefnumóti. Könnunin leiddi einnig í ljós að yfir 70% töldu í lagi að stunda kynlíf með tveimur í einu eða nota kynlífsleikföng. Um helmingi unglingsstúlkna fannst munnmök á fyrsta stefnumóti í lagi. Einni af hverjum þremur stúlkum finnst framhjáhald eðlilegt. Fjórð- ungi unglinga finnst hjónaband ekki mikilvægt og þriðjungur telur að þau eigi frekar eftir að vera í sam- búð en að gifta sig. Tæpur helm- ingur vill frekar peninga en hjóna- band og næstum tveir þriðju vilja frekar vinna en mennta sig.  KYNLÍF Predikun á öðrum nótum ÞÆR nærast helst á græn-meti og vökvinn er mest-anpart vatn. Mikið vatn. Með mat og milli mála. Svo finnst þeim þær vera ómögulegar manneskjur komist þær ekki í lík- amsrækt tvisvar á dag, enda telja þær með ofurnákvæmni kaloríurnar, sem þær innbyrða, og linna ekki látum fyrr en þær hafa púlað þær af sér í þrektækjunum. Fall fyrir freistingum á borð við súkku- laðimola annað slagið fyllir þær óbærilegu samviskubiti. Eina ráðið við slíkri hrösun er að púla meira. Nokkurn veginn svona er lýs- ing á hegðunarmynstri æ fleiri miðaldra kvenna á Vesturlöndum. Þær eru sagðar haldnar líkams- ræktarlotugræðgi. Enn ein sjúkdómsvæðingar- atlagan að konum, kunna einhverjir að segja og dæmi hver fyrir sig. Varla verður þó á móti mælt að eitthvað er að þegar líf kvenna á þessum aldri snýst um það eitt að vera eins og grannar og stæltar táningsstelpur í vextinum. Sömu konur eru líka sagðar sjúklega hræddar við breyting- arskeiðið, þótt ekki sé vitað að nokkur kona hafi dáið úr því. Flókið samspil andlegra og líkamlegra kvilla og fíknar Töluvert hefur verið fjallað um meinta líkams- ræktarlotugræðgi kvenna á fimmtugs- og sex- tugsaldri í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, t.d. í The Sunday Times. Ástandið er um margt líkt lotugræðgi eða svokallaðri búlimíu, sem, ásamt lystarstoli, anorexíu, hrjáir konur í vaxandi mæli og sprettur af löngun þeirra til að vera sem grennstar. Lotugræðgisjúklingar borða eins og þá lystir, en reyna að kasta öllu upp á eftir, en lystarstolssjúklingar borða nánast ekki neitt af því þeir eru svo hræddir um að fitna. Sjúkdóm- arnir eiga sammerkt að vera flókið samspil and- legra og líkamlegra kvilla og fíknar. Öfugt við lotugræðgi- og lystarstolssjúklinga, uppskera þær sem haldnar eru líkamsrækt- arlotugræðgi bæði aðdáun og hrós fyrir hversu staðfastar þær séu í mat og drykk, duglegar í ræktinni og það sem þeim sjálfum þykir langbest – unglegar og mjóar. Fáir eru hins vegar til að róma frammistöðu lotugræðgissjúklinga eftir að þeir hafa ælt upp úr sér kaloríunum í klósett- skálina að loknum máls- verði. Hörkupúl í þrektækjum öllum stundum þykir enda miklu snyrtilegri að- ferð til að losna við kaloríurnar. Sjúkdómarnir þrír; lystarstol, lotugræðgi og líkamsræktar- lotugræðgi, eiga efa- lítið upptök í rang- hugmyndum og óánægju með áskapað vaxt- arlag. Á slíkum hugmyndum tútnar tísku- og ímyndariðn- aðurinn út eins og púkinn á fjósbitanum og getur af sér vanmátt og vansæld sífellt yngri og sífellt eldri kvenna. Andjafnréttissinnar Slíkar konur eru fangar í eigin líkama, segir dr. Margo Maine, sálfræðingur í Connecticut og höfundur bók- arinnar Body Wars eða Líkamsstríðið. Þar fer hún hörðum orðum um stöðugar árásir markaðs- aflanna á líkama kvenna og jafnframt sjálfsöryggi þeirra. Árásirnar segir hún snúast um að gera konur háðar nýjustu afurðunum í tísku, förðun og ýmiss konar fegrunartækni með því að sannfæra þær um að þær eigi allt undir útliti sínu komið. Þannig grafi markaðsöflin undan sjálfsvirðingu kvenna og virðingu samfélagsins fyrir þeim. Dr. Maine segir að ætla megi að skilaboðin, sem ganga jafnan út á að konur breyti útliti sínu með æfingum, pillum, kremum, sílíkoni og skurð- aðgerðum, svo dæmi séu tekin, séu að undirlagi andjafnréttissinna. Enda augljóst að þeim finnist betra að konur séu uppteknar og áhyggjufullar af útliti sínu heldur en að þær séu að kljást við eitt- hvað sem skiptir raunverulega máli í samfélaginu og hyggist kannski á valdabrölt af einhverju tagi. Markaðssetning útlitsóánægjunnar segir Maine hafa komið í stað úreltra laga og reglna, sem áður fyrr stóðu konum fyrir þrifum í jafnréttisbaráttu kynjanna. Fráleitar samsæriskenningar, myndu ein- hverjir líkast til segja um viðhorf sálfræðingsins í Connecticut. Samt kann hún að hafa eitthvað til síns máls, því firringin er nánast súrrealísk, t.d. þegar konur á miðjum aldri skoða tískumyndir af fimmtán ára fyrirsætum og leggjast næstum í rúmið af áhyggjum yfir að vera ekki eins stæltar og sætar og þær. Birtingarmyndir öfganna eru margvíslegar og sú vísa verður trúlega aldrei of oft kveðin að með- alhófið sé í öllu best og öllu megi ofgera, jafnvel líkamsrækt og heilsufæði. Meinlætalíf af slíku tagi gefur að minnsta kosti ekki mikið ráðrúm til andlegrar næringar.  LÍKAMSRÆKTARLOTUGRÆÐGI |Ein af birtingarmyndum öfganna vjon@mbl.is Markaðssetning útlitsóánægjunnar Hörkupúl í þrektækjum þykir snyrtilegri aðferð en sú sem lotugræðgi- sjúklingar nota til að losna við kaloríurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.