Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 45 STUNDUM á það sér stað, oftar en nokkurn grunar, að valdamenn í Hollywood reyna að koma í veg fyrir að ákveðnar bíómyndir séu gefnar út. Það er erfitt að ímynda sér hvað stjórarnir hjá Universal hafi verið að pæla þegar þeir gáfu grænt ljós á að láta viðundrið Rob Zombie, leiðtoga rokksveitarinnar White Zombie, fá peninga til að gera hrollvekju í nafni fyrirtæksins og greinilegt að þeir hafi ekki kynnt sér bakgrunn hans nægilega. Auðvitað reyndist útkom- an einhver blóði drifnasta hrollvekja sem sögur fara af – enda var það leynt og ljóst markmið Zombies leik- stjóra að nota tækifærið til að gera hrollvekju allra hrollvekja. Kom því vart á óvart er myndin var klár árið 2000 að farið var fram á 17 ára ald- urstakmark, sem heldur er ekkert tiltökumál því margar myndir hafa verið bannaðar innan 17 ára og samt gefnar út. En tímasetningin gat bara ekki verið óheppilegri. Morðin í Col- umbine-menntaskólanum höfðu þá nýverið átt sér stað og umræða var hávær í bandaríska þinginu um að einn meginsökudólgurinn á auknu ofbeldi meðal ungmenna í Banda- ríkjunum væri Hollywood og ofbeld- isdýrkunin sem þar væri alið á. Þeir hjá Universal fóru alveg í kerfi, köll- uðu Zombie á fund til sín og sögðust frekar myndu stinga myndinni ofan í skúffu og henda lyklinum í Kyrra- hafið en dreifa myndinni. Zombie stakk því filmunni á sig, gekk út og þurfti að finna sér annan aðila sem vildi dreifa myndinni. Og það er þrautin þyngri, að finna einhvern til að dreifa hrollvekju sem meinuð er fólki undir 17 ára aldri, helsta mark- hópi hrollvekja. MGM sló fyrst til en hann móðgaði stjórana hjá MGM með því að lýsa yfir á MTV að þeir hefðu greinilega enga siðgæðis- kennd fyrst þeir ætluðu að dreifa svona mynd. Þannig reyndist Zomb- ie sjálfur sér verstur og allt stefndi í að myndin kæmi aldrei út. En svo gerðist það eftir mikið streð að myndin var frumsýnd í apríl á þessu ári. Auðvitað gekk öll markaðs- setningin út á að þetta væri myndin sem fólki var aldrei ætlað að sjá og hvað er betur til þess fallið að vekja forvitnina. Enda fór svo að myndin rauk beint í annað sætið og hefur nú skilað Zombie vænum tekjum. Hús hinna þúsund líka (House of 1000 Corpses) kemur á leigurnar í dag. Aðrar myndir sem koma út í vik- unni eru bardagamyndin Frá vöggu til grafar (Cradle 2 Grave) með Jet Li og DMX sem kom út í gær, Strandvarðamyndin Baywatch (Hawaiian Wedding) með Pamelu Anderson, David Hasselhoff, Yasm- in Bleeth, Carmen Electra og öllu gamla strandvarðagenginu sem kemur út á morgun. Fyrsta leik- stjórnarverkefni Georges Clooneys Játningar háskalegs hugar (Con- fession of a Dangerous Mind) kemur einnig út á morgun, Disney- teiknimyndin Gullplánetan á fimmtudag, sem og Disney- unglingadramað Tuck-fjölskyldan. Í dag koma svo út spennumyndin Ljónagrenið (Den of Lions) með Stephen Dorff og þýska unglinga- dramað Stórar stelpur gráta ekki (Große Mädchen weinen nicht/Big Girls Don’t Cry). Myndbandaútgáfa vikunnar Myndin sem þér var ekki ætlað að sjá Hús hinna þúsund líka er versta martröð Hollywood-jöfranna. skarpi@mbl.is                                                         !"  #  $   #  $    !" $  $  $    !"   !" $  $  $   #  $  % $   !"   !" $  &   ' ' &   &   &   &   (  ' &   ' &   &   &   ' (  (  ' (  (                  ! " # "  $   % & ' %  $ #  " # ()'*+ %          ,        - .     .          KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Nordisk Panorama, fer fram dagana 23.–28. september í Malmö í Svíþjóð. Þessi helsta stutt- og heimildarmyndahátíð Norðurlanda er haldin árlega og að þessu sinni keppa fjórar íslenskar myndir, tvær stuttmyndir og tvær heimildarmyndir. Stuttmyndirnar eru tölvuteiknimyndin Litla lirfan ljóta eft- ir Gunnar Karlsson og dansmyndin Burst eftir Reyni Lyngdal, eftir dans- verki Katrínar Hall. Heimildarmynd- irnar eru Möhöguleikar, mynd um listamanninn Sigurð Guðmundsson gerð af Ara Alexander og Í skóm drek- ans eftir Hrönn Sveinsdóttur og Árna Sveinsson, handhafa Edduverð- launanna, sem besta heimildarmynd- in. Samhliða hátíðinni hefur farið fram kaup- og kynningarstefna á stutt- og heimildarmyndum. Þar kynnir Kvik- myndamiðstöð Íslands formlega þrjú íslensk verkefni sem eru í vinnslu. Þor- björn Guðmundsson er þar með Bítla- bæinn Keflvík, sem kvikmyndafélagið Glysgirni framleiðir, Afríka United er um afrískt fótboltalið á Íslandi, gerð af Ólafi Jóhannessyni og framleidd af Poppolí, A Writer With A Camera er heimildarmynd framleidd af Trölla- kirkju, þar sem Helga Brekkan vinnur úr myndefni sem Guðbergur Bergsson skaut í Portúgal fyrir 30 árum og fylgir skáldinu á gömlu tökustaðina. Að auki eru á stefnunni þau Hjálmtýr Heiðdal, Ásthildur Kjartansdóttir og Steinþór Birgisson. Ber og að nefna að á mynd- bandamarkaði sem haldin er í tengslum við hátíðina eru nú 15 ís- lenskar stutt- og heimildarmyndir. Kristín Pálsdóttir, kvikmyndaráð- gjafi Kvikmyndamiðstöðvar fyrir stutt- og heimildarmyndir, er stödd á í Malmö og segist vera þar í hópi u.þ.b. 20 Íslendinga, höfunda myndanna á keppninni og þeirra sem taka þátt í kaup- og kynningarstefnunni. Kristín segir kaupstefnuna mjög mikilvæga fyrir íslenska stutt- og heimildar- myndagerð en til marks um það hafi veltan þar í fyrra, það fjármagn sem kvikmyndagerðarmenn náðu að afla myndum sínum, numið 850 milljónum evra. Nordisk Panorama verður haldin að ári á Íslandi. Norræna stutt- og heimildarmyndahátíðin Fjórar íslenskar myndir í keppni Ljósmynd/Jóhannes Bjarnason Dansararnir Katrín Á. Johnson og Guðmundur Elías Knudsen eru í aðalhlutverki í Burst. 20.09. 2003 6 3 0 5 7 1 2 9 5 9 5 20 25 28 30 31 17.09. 2003 2 7 21 23 36 46 19 42 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ÁLFABAKKI kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. KRINGLAN kl. 8 og 10.10. B.i. 16. AKUREYRI kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI kl. 5.55, 8 og 10.10. KEFLAVÍK kl. 8. . AKUREYRI kl. 6 og 8. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado.  DV Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. KEFLAVÍK kl. 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI ATH! EINGÖNGU SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. B.I. 16 ÁRA ÁLFABAKKI kl. 8 og 10.10. B.i. 12. KRINGLAN kl. 6 og 8. B.i. 12. AKUREYRI kl. 6. B.i. 12. Yfir 41.000 gestir ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Bæjarbíó, Hafnarfirði Kvikmynda- safn Íslands sýnir mynd Rainer Werner Fassbinder Brúðkaup Mar- íu Braun (Die Ehe der Maria Braun) frá 1979. Hanna Schygulla hlaut Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni fyrir túlkun sína á Maríu Braun ungri konu sem er gift þýskum her- manni. Myndin er sýnd kl. 20. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Þýska gamanmyndin Erleuchtung garantiert eftir Doris Dörrie sýnd kl. 20.30 . Myndin er frá árinu 1999 og er með enskum texta. Segir af tveimur bræðrum í „miðaldurs- kreppu“ og leit að innri ró. Er konan yfirgefur annan slæst hann í för með hinum til Tókýó, í þeim erindum að læra hugleiðslu í zen-klaustri. En allt gengur á afturfótunum og ferðin virðist misheppnuð – eða hvað? Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.