Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 25
ög til að fjár- a bankanum man við fjárfestingahreyfingar Lands- Íslands í sömu félögum. unn segir þessi tilmæli Fjármálaeftir- fyrst og fremst snúast um viðskipti ra aðila við bankann sjálfan og að þeir engra viðskiptalegra ívilnana umfram Landsbankinn hafi heldur ekki fjár- að viðskipti Samson. purð hvort það fari ekki gegn fyrr- um tilmælum að Landsbankinn fjárfesti tækjum um leið og stærstu eigendur ns kaupi í sömu fyrirtækjum í gegnum önnur fjárfestingafélög segir Þórunn svo ekki vera. „Af hverju má Samson Global Holdings ekki fjárfesta í sömu félögum og Landsbankinn?“ spyr hún og ítrekar að þetta sé ekki Samson eignarhaldsfélag sem þarna eigi í hlut. „Það væri út í hött ef eignarhaldið í Landsbank- anum kæmi í veg fyrir að þessir aðilar gætu fjárfest í öðrum félögum hér á landi. Viðskipt- in byggjast alls ekki á því að þeir hafi misnotað aðstöðu sína hjá Landsbankanum,“ segir Þór- unn. r hömlur til fjárfestinga á Íslandi Morgunblaðið/Ásdís astjórar Landsbanka Íslands, kynntu kaup bankans á Eimskipafélaginu fyrir helgi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 25 Sverris- a- og iðn- segir að nnar hlut- t Samson ið á svig ru fram í sins varð- fara með dsbankan- rlitsins að é eftir úr- því vel til fram að Fjármála- amþykkt- aldsfélags ru að til- markaður nkanum. mtali við i ekki það aðili með erk hefði höndum hefði selt g haft úr- s fyrir því eiga virk- það eft- gjast með kurðinum sagði Val- ænta þess di tryggja ákvæðum um Sam- um. „Ég u ákaflega máli eins ur. ð ar svipting- ð undan- förnu á heimasíðu sinni í gær og segir þar að bankar geti ekki verið kjölfestufjárfestar í öðrum fyrir- tækjum en fjármálafyrirtækjum. „Þeir geta hins veg- ar til skamms tíma tekið yfir rekstur sem er í erfiðleikum og einnig geta þeir sinnt svokallaðri fjárfest- ingarbankastarfsemi, þ.e. að kaupa fyrir- tæki í því skyni að sameina annarri starfsemi, selja al- menningi eða um- breyta á annan hátt. Þá geta bankar keypt verðbréf til að eiga í stuttan tíma (minna en eitt ár) í því skyni að hagnast á verð- breytingum. Bönkum er hins vegar ekki heimilt að eiga í atvinnufyrirtækjum til langs tíma með áhrif í huga. Það er ekki hlut- verk banka,“ segir Valgerður á heimasíðu sinni. Hún segir enn fremur að tilgang- urinn með eftirliti með eigendum þeirra sem eiga yfir 10% hlutafjár í banka sé einkum sá að draga úr hættunni á að stórir hluthafar í fjármálafyrirtækjum hafi skaðleg áhrif á rekstur þeirra. „Viss hætta þykir á að stórir hluthafar í fjár- málafyrirtækjum beiti áhrifum sín- um, sem fylgja eignarhaldinu, í því skyni að afla sjálfum sér ávinnings á kostnað fyrirtækjanna, annarra hluthafa eða eftir atvikum annarra viðskiptavina. Slík háttsemi er skaðleg viðkomandi fyrirtækjum og til þess fallin að draga úr tiltrú almennings á fjármálamarkaðnum. Á hinn bóginn geta stórum eign- arhlutum einnig fylgt kostir, enda geta þeir stuðlað að ákveðnu jafn- vægi og stöðugleika og laðað að hæfa fjárfesta sem stuðla að framþróun viðkomandi fyrirtækja og markaðarins alls. Eftirliti með eigendum er því ætlað að veita slíkum hlut- höfum aðhald, án þess að hrekja þá frá, og treysta með því trú al- mennings á heilbrigði fjármálamarkaðar- ins,“ segir enn frem- ur. Valgerður segir einnig að atburðir síð- ustu vikna sýni þörf- ina fyrir öflugt opin- bert eftirlit með bönkum og eigendum þeirra og Fjármála- eftirlitið hafi í hönd- unum þau tæki og tól sem til þurfi í þeim efnum. Lagaramminn hér sé í sam- ræmi við tilskipanir ESB þar sem bönkum sé heimilt að stunda við- skiptabanka- og fjárfestingabanka- starfsemi í sama fyrirtæki. Bankar og opinberir eftirlitsaðilar þurfi hins vegar að gæta þess að hags- munaárekstrar komi ekki upp sem grafið geti undan trúverðugleika banka og kerfisins í heild. „Fyrir banka skiptir öllu máli að glata ekki trausti viðskiptavina. Bankar verða því að koma fram með trúverðugum hætti. Það er augljóst að það getur verið mjög erfitt fyrir banka að eiga í fyrir- tækjum vegna hugsanlegra hags- munaárekstra. Það eru hins vegar hagsmunir bankanna sjálfra að sjá til þess að traustið og trúverðug- leikinn sé til staðar. Einnig er það hlutverk Fjármálaeftirlitsins að bregðast við ef einstakir hagsmunir bankanna rekast á,“ segir Valgerð- ur enn fremur á heimasíðu sinni. ðherra um kaup Samsonar á hlut í Eimskip E fylgist með að urðinum sé fylgt Valgerður Sverrisdóttir URÐUR Gunnarsdóttirhefur verið ráðin tals-maður sérstakrarstofnunar ÖSE (Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu) um lýðræðis- og mannréttindamál (ODIHR). Um 120 umsækjendur voru um starfið. Hjá ODIHR starfa um hundrað manns og hefur stofn- unin aðsetur í Varsjá í Póllandi. Urður hóf störf hjá stofnuninni í gær. „Ég fer til Varsjár um helgina, set mig inn í starfið og finn mér íbúð, síðan fer ég til Bosníu, kveð, pakka dótinu mínu í Golfinn, tek köttinn og keyri til Varsjár,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Urður hefur starfað fyrir ÖSE sl. þrjú og hálft ár, en þá á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins og hefur hún verið í Sarajevo í Bosníu undanfarin tvö ár. Starfið hjá ODIHR er á hinn bóginn ekki á vegum utanríkisráðuneytisins heldur eru hún ráðin beint af ÖSE. Er hún þar með eini Íslendingur- inn sem er fastráðinn hjá ÖSE. Urður segir að ODIHR sé sá hluti ÖSE sem sjái m.a. um allt kosningaeftirlit í löndum sem eru að reyna að festa lýðræðið í sessi; til að mynda gömlu austantjalds- löndunum. Þá segir hún að stofn- unin sé einskonar stuðningsstofn- un fyrir allar sendinefndir ÖSE. Þar geti nefndirnar fengið ýmsa aðstoð sérfræðinga varðandi lög, alþjóðasáttmála og starfsemi stofn- ana svo sem umboðsmanna. Sér um öll almannatengsl Urður verður með fasta búsetu í Varsjá en gerir þó ráð fyrir að starfinu fylgi töluverð ferðalög. „Það vill svo til að ég hef gaman af að ferðast,“ útskýrir hún, „ég er ein af þeim sem líður aldrei vel nema vera með flugmiða í vasan- um eða vera búinn að panta hann.“ Urður mun í starfi sínu m.a. fara til þeirra landa þar sem ODIHR er með kosningaeftirlit. „Starf mitt mun m.a. felast í því að setja upp blaðamannafundi þar sem fulltrúar ÖSE leggja mat á hvernig kosningarnar fóru fram.“ Auk þess verður verkefni henn- ar að sjá um öll al- mannatengsl fyrir ODIHR. Aðspurð segir hún að framundan séu m.a. kosningar í Albaníu, Rússlandi og Georgíu, en stofnunin fylgist bæði með sveitar- stjórnar- og þingkosningum. Urður segir aðspurð að almenn- ingur og stjórnmálamenn í löndun- um séu fylgjandi því að óháður aðili eins og ÖSE fylgist með kosning- unum. Hún segir að í löndum á borð við Bosníu beri almenningur t.d. enn svo mikið vantraust í garð yfirvalda og stjórnvalda að hann telji það ákveðinn öryggisventil að fá utanaðkomandi aðila til að fylgj- ast með kosningunum. Af sömu ástæðum, þ.e. vegna þessa van- trausts, sé stjórnmálamönnum um- hugað um að óháður aðili fylgist með kosningunum. Urður hóf að starfa hjá ÖSE á vegum íslenska utanríkisráðuneyt- isins árið 1999 sem blaðafulltrúi í Kosovo. Upphaflega stóð til að hún yrði þar aðeins í sex mánuði en eftir að stríðinu lauk í Kos- ovo var dvölin fram- lengd. „Og þar með varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Urður segir að það sé mjög spenn- andi að vinna á þess- um vettvangi. „Manni finnst að maður sé að gera eitt- hvert gagn og að þetta uppbyggingarstarf, sem á sér stað í þess- um löndum, skipti ein- hverju máli.“ Hún segir að það sé alltaf jafn sérstakt að koma heim og sjá hve mál- efnin og umræðan sé ólík því sem gerist í t.d. löndum Balkanskagans; það sem við teljum sjálfsagt hér sé svo sannarlega ekki sjálfsagt í löndum eins og t.d. Bosníu. Okkur finnist t.d. sjálfsagt að kjósa en það sama eigi ekki við um almenning í löndum Balkan- skagans. Fólki þar finnist ástæðu- laust að kjósa; það telji að stjórn- málamenn séu t.d. hvort sem er allir jafn spilltir. Urður kveðst hlakka til að taka við starfinu í Varsjá. Hún segir að Pólland sé komið einna lengst á veg af austantjaldslöndunum fyrrver- andi og að mikill munur sé á því og Bosníu. Hún segist líka hlakka til að koma sér upp heimili í Varsjá, því þótt starfið hjá ÖSE hafi verið spennandi undanfarin ár þá hafi það verið slítandi að eiga sér hvergi almennilegt heimili. Urður Gunnarsdóttir ráðin starfsmaður ODIHR-stofnunarinnar hjá ÖSE Mun sjá um öll al- mannatengsl ÖSE Var valin úr hópi um 120 umsækjenda um starfið Urður Gunnarsdóttir HUNDRAÐ og sautjánríki hafa fullgilt Kyoto-bókunina við loftslags-sáttmála Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð vegna hækkandi hitastigs í andrúmsloft- inu en bókunin getur aðeins tekið gildi ef hún er fullgilt af að minnsta kosti 55 ríkjum sem báru ábyrgð á a.m.k. 55% af koltvísýringslosun iðnríkjanna í heiminum árið 1990. Ríkin 117 bera ábyrgð á 44,2% los- unarinnar. Í ljósi þess að Banda- ríkjamenn sem standa á bak við 36,1% af losuninni ákváðu að standa utan við bókunina beinast nú öll spjót að Rússlandi sem ber ábyrgð á 17,4% koltvísýringslosun- ar. Pútín ávarpar loftslags- ráðstefnu í lok mánaðarins Halldór Þorgeirsson, skrifstofu- stjóri á skrifstofu sjálfbærrar þró- unar og alþjóðamála í umhverfis- ráðuneytinu, segir að hugsanlega sé að vænta svara frá Rússum síðar í mánuðinum. „Staðan er orðin sú að vegna þess að Bandaríkin hafa ákveðið að standa utan við bók- unina eru Rússar komnir í lykil- stöðu, þeir bera ábyrgð á rúmum 17% af losuninni og það er ekki hægt að ná þessu marki nema að þeir fullgildi hana. [...]Pútín [forseti Rússlands] hefur verið með yfirlýs- ingar í þá veru að hann telji eðlilegt að Rússland fullgildi bókunina. Þetta er hins vegar mjög flókið ferli hjá þeim og kerfið mjög þungt í vöfum. Hins vegar liggur fyrir álit efnahagsráðgjafa rússnesku ríkis- stjórnarinnar um að út frá efna- hagslegu sjónarmiði sé ekkert því til fyrirstöðu að fullgilda hana.“ Að sögn Halldórs er þess nú beð- ið að málið fari aftur formlega fyrir Dúmuna, neðri deild rússneska þingsins. Þá hefst í Moskvu mánu- daginn 29. september nk. alþjóðleg ráðstefna um veðurfarsbreytingar þar sem jafnvel er gert ráð fyrir að Pútín forseti muni gefa út yfirlýs- ingu um hvenær vænta megi þess að Rússar fullgildi Kyoto-bók- unina. Gangi það eftir megi gera ráð fyrir að Rússar fullgildi hana á fyrstu mánuðum næsta árs en að sjálf Kyoto-bókunin taki í gildi 90 dögum síðar. Sex ár liðin frá Kyoto-bókuninni Rúm sex ár verða þá liðin frá því gengið var frá Kyoto-bókuninni í desember 1997. Að sögn Halldórs var í raun margt ófrágengið eftir að bókunin lá fyrir og hófst um- fangsmikið ferli í að útfæra hin ýmsu ákvæði nánar. „Því verkefni lauk raunverulega ekki fyrr en í Marrakech í nóvember 2001 en frá þeim tíma má segja að bókunin hafi legið ljós fyrir og hvað fælist í henni. Það var til að mynda í Marrakech sem var gengið frá út- færslu íslenska ákvæðisins en Ís- land fullgilti bókunina í maí 2002 og var 55. ríkið sem það gerði.“ Þess má geta að 1. desember nk. hefst í Mílanó 9. aðildarríkjaþing loftslagssamningsins sem gekk í gildi árið 1994 og Kyoto-bókunin byggist á. Hefðu Rússar verið bún- ir að fullgilda bókunina hefði sá fundur jafnframt orðið fyrsta aðild- arríkjaþing Kyoto-bókunarinnar. Hillir loks undir að Kyoto-bókunin um loftslagssáttmála SÞ taki gildi Yfirlýsingar að vænta frá Pútín forseta 117 ríki hafa fullgilt Kyoto-bókunina við loftslagssáttmála SÞ og spjótin beinast nú að Rússum varðandi hugsanlega gild- istöku hans. Kristján Geir Pétursson skoðaði framgang málsins. kristjan@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.