Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 21 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Sex herbergja íbúð um 191 fm á tveimur efstu hæðunum. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Glæsileg og vönduð íbúð með fjórum stórum svefnherbergjum og tveimur stofum með miklu útsýni yfir bryggju- svæðið og Reykjavík. V. 22,9 millj. 5365 NAUSTABRYGGJA 23 - EFSTA HÆÐ OPIÐ HÚS Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD FRÁ KL. 18-20 Guðni og Ester taka á móti áhugasömum á þriðjudagskvöld milli kl. 18 og 20 Selfossi | Haukur Guðlaugsson orgelleikari og Gunnar Björnsson sellóleikari halda tónleika í Selfoss- kirkju kl. 20.30 í kvöld, þriðjudags- kvöld. Tónleikarnir hefjast með því að Haukur leikur hina kunnu Chaconnu í f-moll eftir J. Pachelbel (1659–1706). Síðan leika þeir fé- lagar saman verk eftir m.a. Perg- olesi, Gluck, Handel, Debussy, Fauré, Saint-Saenz og Elgar. Tónleikarnir eru hinir fjórðu í röð svonefndra þriðjudagstónleika Selfosskirkju. Aðgangur er ókeypis. Þriðjudags- tónleikar í Selfosskirkju Haukur Guðlaugsson og Gunnar Björnsson leika á tónleikum í kvöld. Í Grunnskólanum á Ísafirði verður taílenska kennd í vetur. Pimonlask Rodpitak kennir nemendum sem hafa taílensku sem móðurmál tvo klukkutíma í lok skóladags á mið- vikudögum. Aðrir geta einnig sótt þessa tíma, t.d. þeir sem vilja kynn- ast málinu. Taílenska á Ísafirði Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá fjölþjóðahátíð í Reykjavík. Fyrirtækjakaup | Í bæjarstjórn Akraness var nýlega lögð fram til- laga um að 20 milljónum króna verði úthlutað til atvinnumála- nefndar í þeim tilgangi að liðka til eða kaupa fyrirtæki til Akraness, sem aukið gæti atvinnustarfsemi á staðnum. Peningarnir yrðu teknir af sölu á Landmælingahúsnæði. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fluttu tillöguna og gerði Gunnar Sigurðsson grein fyrir henni. Guð- mundur Páll Jónsson lagði til að tillögunni yrði vísað til umfjöllunar í bæjarráði og var það samþykkt með 9 atkvæðum.    Fjölgun nemenda | Í bæjarstjórn Borgarbyggðar komu málefni Varmalandsskóla til umræðu ný- lega. Í tillögu Kolfinnu Jóhann- esdóttur kemur meðal annars fram að nemendum hafi stöðugt fjölgað í skólanum á síðustu árum og þröng orðin í kennslurými og vinnuaðstöðu kennara. Með kaup- um á húsnæði Húsmæðraskólans hafi að nokkru verið bætt úr vand- anum en ýmis aðstaða sé enn ófullnægjandi. Kolfinna lagði til að könnuð yrði hagkvæmni þess að selja Húsmæðraskólann með tilliti til atvinnuskapandi rekstrar á svæðinu og salan yrði nýtt til framkvæmda og uppbyggingar við Varmalandsskóla. Í bókun forseta bæjarstjórnar, Helgu Halldórs- dóttur, segir að kaupin á Hús- mæðraskólanum hafi verið stórt skref til að bæta úr brýnum hús- næðisvanda grunnskólans á Varmalandi. Skóla- og og rekstr- arnefnd Varmalands muni í vetur vinna að deiliskipulagi á Varma- landi ásamt framtíðarhugmyndum um fyrirkomulag. Snorrastofa | Bæjarráð Akraness hefur samþykkt samkomulag Akra- neskaupstaðar og Snorrastofu um aðkomu kaupstað- arins að rekstri Snorrastofu. Framlag Akraness til næstu þriggja ára er ein og hálf milljón króna og er gert ráð fyrir að fulltrú- ar Snorrastofu og Byggðasafns Akraness og nærsveita á Görðum muni leiða til aukins samstarfs Byggðasafnsins og Snorrastofu.       Prentminjasafn | Að frumkvæði Sig- urjóns Sæmundssonar, fyrrverandi prentsmiðjustjóra, hefur vaknað hugmynd um að setja á fót prent- minjasafn á Siglufirði. Sigurjón á mikið af gömlum munum er tengjast prentiðnaði á Íslandi og hefur m.a. aldrei hent neinu af gömlum vélbún- aði og hlutum tengdum prentiðninni, þó að endurnýjun vegna tækniþró- unar hafi verið ör í gegnum tíðina hjá Siglufjarðarprentsmiðju, að því er kemur fram á vef Siglufjarð- arbæjar. Sótt hefur verið um lóðir undir safnið og var samþykkt í bæj- arráði Siglufjarðar nýlega að leigja Sigurjóni tvær lóðir fyrir safnið.    Sauðárkróki | Fyrsta haustlægðin hefur farið með suðvestan roki og ausandi úrfelli yfir landið í helgarbyrjun, brotið tré og það sem laust hefur verið við hýbýli manna eða á víðavangi hefur ver- ið á flugi og lent á ólíklegustu stöðum. Skokk- hópur Árna Stefánssonar á Sauðárkróki lét þenn- an veðraham ekkert aftra sér frá því að ljúka sumarstarfinu, í áttunda sinn, með hefðbundnu Varmahlíðarhlaupi fyrir hádegi á laugardeginum. Árni Stefánsson íþróttakennari flutti til Sauð- árkróks með fjölskyldu sinni frá Landskrona í Svíþjóð árið 1982, en þar hafði hann verið um nokkurt skeið sem atvinnumaður í knattspyrnu, en á árunum 1975 til 7́8 var hann aðalmarkvörður A-landsliðs Íslands í knattspyrnu. Við komuna til Sauðárkróks fór Árni að leika með meistaraflokki Tindastóls og kenndi jafnframt íþróttir við grunn- skólann, en á síðustu árum hefur hann kennt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki og verið mjög virkur með hópa í almenn- ingsíþróttum. Þannig lét hópur Árna engan bilbug á sér finna, hljóp þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á sitt besta og Árni sagði: „Menn fresta ekki Varma- hlíðarhlaupi eða Laufskálarétt eða öðrum álíka stórviðburðum þó að blási eða rigni, og auðvitað hlaupum við þó að veðrið hafi oft verið mun betra.“ Um kl. 13 var allur hópurinn mættur í heilsu- hlaðborð í sundlauginni, blautur og veðurbarinn, en allir þreyttir og ánægðir að loknu hlaupi. „Tuttugu og einn lagði af stað frá Varmahlíð og hlupu þau öll alla leið, 23 km, en um tuttugu bætt- ust í hópinn einhvers staðar á leiðinni og að minnsta kosti fjórir hjóluðu leiðina.“ Árni sagði þetta mjög ánægjulegan hluta af sumarstarfinu og um kvöldið hittist hópurinn í Ólafshúsi á árshátíð, þar sem gómsætir réttir voru á borðum, heimalöguð skemmtidagskrá flutt og síðan var dansað fram eftir nóttu. „Frestar hvorki Varmahlíð- arhlaupi né Laufskálarétt“ Morgunblaðið/Björn „Auðvitað hlaupum við,“ sagði Árni Stefánsson íþróttakennari á Sauðárkróki. Hópur gamla landsliðs- markmannsins lét vont veður ekki aftra sér Hornafirði | Nítján ára Hornfirð- ingur, Lilja Sigurðardóttir, dvelur nú í bænum Neumarkt í Bayern í Þýskalandi þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði með þýskum vatna- björgunarsamtökum sem nefnast Deutsche Lebens-Rettungs Gesell- schaft eða DLRG. Lilja er sjálf- boðaliði Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og verkefnisins Ungt fólk í Evrópu, sem er verkefni á vegum Evrópubandalagsins. „Ég fór til Þýskalands í byrjun desember með Kolbrúnu Guðmunds- dóttir hjá Landsbjörgu að skipu- leggja fjölþjóða ungmennaskipti sem voru í ágúst síðastliðnum. Þegar ég var hér úti í desember var mér svo boðið að koma hingað og vinna með DLRG. Ég fór út 1. september og verð í ár úti, reyndar með þriggja vikna jólafríi á Íslandi,“ segir Lilja. Lilja er sjálfboðaliði og fær því ekki laun, en Evrópusambandið greiðir henni vasapeninga, greiðir fæði, húsnæði, ferðina út og heim aftur að verkefninu loknu. Í Þýska- landi tekur Lilja þátt í ýmiskonar starfi á vegum björgunarsamtak- anna og nýlega gekk hún til liðs við fjallabjörgunarsveit. Hún starfar einnig með Rauða krossinum og seg- ir að ef allt gangi að óskum muni hún byrja að vinna sem sjúkraflutn- ingamaður í nóvember eða desem- ber. „Hér fæ ég mikla reynslu á mörg- um sviðum, kynnist annarri menn- ingu og læri allt aðrar aðferðir við björgun en notaðar eru heima. Einn- ig getur sú menntun sem ég afla mér innan Rauða krossins í Þýskalandi nýst mér þegar ég kem heim aftur.“ Erfitt en skemmtilegt Lilja hefur starfað með Björg- unarfélagi Hornafjarðar frá 13 ára aldri, fyrst í unglingadeild en síðan sem fullgildur björgunarsveit- armaður og umsjónarmaður ung- lingadeildarinnar. „Það getur verið bæði mjög erfitt og mjög skemmti- legt að starfa í björgunarsveit. Fé- lagsskapurinn er alveg frábær og maður kynnist fólki alls staðar af landinu,“ segir Lilja. Hún segir sam- skipti milli umsjónarmanna ung- lingadeildanna mjög mikil og góð. „Það held ég að megi þakka mjög góðri stjórnum innan Slysavarna- félagsins Landsbjargar en Kolbrúnu sem sér um unglingamálin hefur tek- ist mjög vel að þjappa okkur saman,“ segir hún og er ekkert á því að hætta að vinna í björgunarmálum. „Ég gæti hugsað mér eitthvað tengt björgunarstörfum sem framtíð- arstarf en reyndar langar mig mjög mikið að fara í læknisfræði. En þó held að ég geti aldrei slitið mig frá starfi björgunarsveitanna,“ segir Lilja Sigurðardóttir. Í björgunarsveit í Bæjaralandi Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Lilja Sigurðardóttir á Jökulsárlóni á fullri ferð á fjórhjóli í fyrra þegar verið var að taka James Bond-myndina Die Another Day, en þar starfaði hún ásamt félögum sínum í Björgunarfélagi Hornafjarðar við öryggisgæslu. Lilja á æfingu hjá þýsku björgunar- sveitinni í Neumarkt í Bayern. Lilja Sigurðardóttir frá Hornafirði hefur mikinn áhuga á björgunarmálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.