Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er að undirbúningi þess að hefja vinnslu á léttsöltuðum bolfisk- afurðum, fyrst og fremst úr þorski, í húsnæði frystihúss Jökuls á Raufar- höfn, og er þess vænst að vinnslan geti hafist í kringum næstu mánaða- mót. Á vordögum var ákveðið að hætta vinnslu á tvífrystum afurðum úr svokölluðum Rússaþorski á Rauf- arhöfn og var öllu starfsfólki Jökuls sagt upp störfum. Jafnframt var ákveðið að hefja vinnslu á léttsölt- uðum bolfiskafurðum núna á haust- dögum. Vinnslan á Raufarhöfn verður hluti af starfsemi fyrirtækisins GPG á Húsavík, sem fyrst og fremst vinn- ur blautverkaðan saltfisk. Gunnlaug- ur K. Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG, segir að nú séu iðnaðarmenn á fullu í húsnæði Jökuls, enda þurfi að breyta því töluvert áður en vinnslan getur hafist. Sem dæmi þarf að taka burtu vinnslubúnað fyrir uppsjávar- fisk og koma niður öðrum lausfrysti. Í þessa vinnslu þarf smærri fisk en í hina hefðbundu blautverkun. Gunn- laugur segir að unnið hafi verið að hráefnismálunum að undanförnu og hann væntir þess að unnt verði að fá nægilega mikið hráefni til þess að standa undir vinnslunni á Raufar- höfn. „Við höfum verið að vinna í þessum málum og erum opnir fyrir því að taka við hráefni í þessa vinnslu,“ segir Gunnlaugur og býst við að hefja vinnsluna með um 20 starfsmenn. Gunnar Jónasson, sem verið hefur framleiðslustjóri hjá Jökli, verður vinnslustjóri í hinni nýju saltfisk- vinnslu á Raufarhöfn, en eins og áð- ur segir verður þessi vinnsla hluti af rekstri GPG á Húsavík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Áætlað er að fiskvinnsla hefjist á ný á Raufarhöfn um næstu mánaðamót. Vinnsla undirbúin á Raufarhöfn GUNNAR Felixson hefur sagt sig úr bankaráði Íslandsbanka. Hann seg- ist telja að það samræmist ekki stöðu hans sem forstjóra Tryggingamið- stöðvarinnar að sitja í bankaráðinu eftir að Íslandsbanki hefur keypt ráðandi hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum. Að sögn Gunnars sat hann banka- ráðsfundinn í síðustu viku þegar fjallað var um kaup Íslandsbanka á hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum. Hann segir hins vegar að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsis. Að öðru leyti vill Gunnar ekki tjá sig um þetta mál. Spurður um hvort fyrirhugað sé að Tryggingamið- stöðin taki upp nánara samstarf við Landsbank- ann í kjölfar þeirra breytinga sem orðið hafa á verðbréfamark- aði segir Gunnar að um það hafi ekki verið rætt. Tryggingamiðstöðin vilji þó eiga gott samstarf við Landsbankann eins og sem flesta. Gunnar segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort Trygg- ingamiðstöðin muni selja þau hluta- bréf sem félagið á í Íslandsbanka. Félagið á um 4,5% hlut í bankanum. Guðrún Helga tekur við Guðrún Helga Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa í Hafnar- firði, mun taka sæti Gunnars Felix- sonar sem aðalmaður í bankaráði Íslandsbanka. Guðrún Helga var kjörin varamaður í bankaráð Ís- landsbanka á síðasta aðalfundi bank- ans í mars síðastliðnum. Stálskip hafa gert út skip frá árinu 1971 og hefur Guðrún Helga starfað hjá fyrirtækinu alla tíð. Fyrirtækið gerir nú út tvö vinnsluskip og starfa rúmlega 50 sjómenn hjá fyrirtækinu. Gunnar Felixson hættir í bankaráði Íslandsbanka Gunnar Felixson ÍSLANDSBANKI hefur lækkað verðtryggða og óverðtryggða út- láns- og innlánsvexti. Á sama tíma heldur Íslandsbanki innlánsvöxtum á verðtryggðum lífeyrissparnaðar- reikningum óbreyttum, að því er segir í tilkynningu frá Íslands- banka. Íslandsbanki lækkar að þessu sinni vexti á óverðtryggðum útlán- um án þess að til komi vaxtalækk- un að hálfu Seðlabanka Íslands. Þannig lækka kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa um 0,10 pró- sentustig í 8,40%. Vextir á verð- tryggðum útlánum hafa jafnframt verið lækkaðir í samræmi við vaxtaþróun á verðbréfamarkaði og lækka kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa um 0,20 prósentustig og verða 6,45%. Fastir vextir verð- tryggðra langtímalána verða áfram 6,35%. Vextir flestra innlánsreikninga lækka jafnframt. Sem dæmi má nefna eru vextir Verðbréfareikn- ings nú 4,40%, en sá reikningur tekur mið af ávöxtun á verðbréfa- markaði. Vextir verðtryggðra reikninga eru á bilinu 4,20% til 4,80%. Hins vegar er vöxtum á líf- eyrissparnaðarreikningum haldið óbreyttum, eða 6,25%, sem og vöxtum á Framtíðarreikningi. Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hjá Kaupþingi-Búnað- arbanka eru 8,45% og verð- tryggðra skuldabréfa 6,40%, en bankinn lækkaði vexti á inn- og út- lánum 11. september síðastliðinn. Kjörvextir á óverðtryggðum skuldabréfum hjá Landsbankanum eru 8,90% og 6,45% á verðtryggð- um skuldabréfum. Íslands- banki lækk- ar vexti ÞRÍR af tíu stærstu hluthöfum í Tryggingamiðstöðinni (TM), fyrir kaup Kaldbaks hf. á tæpum 12,4% hlut í félaginu í síðustu viku, eru ekki lengur meðal stærstu hluthafa. Þetta eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Verðbréfastofan hf. og Íslandsbanki hf. Kaldbakur jók hlut sinn í TM á fimmtudeginum í síðustu viku úr 20,41% í 32,76%. Nafnverð hlutabréf- anna var um 115,1 milljón krónur og samkvæmt upplýsingum af vef Kaup- hallar Íslands fóru kaupin fram á genginu 13,4–13,5. Heildarkaupverð- ið var því rúmir 1,5 milljarðar króna. Ef bornir eru saman hluthafalistar yfir stærstu hluthafa í TM fyrir og eftir viðskiptin síðastliðinn fimmtu- dag, kemur í ljós að Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 seldu rúmlega 4% hlut í TM, Verðbréfastofan rúm 3% og Ís- landsbanki rúm 2%. Þar að auki seldu MP Verðbréf, sem voru ellefti stærsti hluthafinn í TM fyrir viðskiptin, um 2% hlut í félaginu. Breytingar á hlut- höfum TM            !  !"  #  $$%%  &'$% ()% % $  *$ +, - ./ 0+ $! 1/ ,  % * $&  !  +,$   2                               UPPSKIPTI síðustu viku í við- skiptalífinu hafa leitt til þess að lín- ur eru orðnar nokkuð skýrar á þeim vettvangi. Segja má, að fyrirtæki, sem áður voru talin til hins svo- nefnda Kolkrabba hafi skiptzt upp á milli tveggja fylkinga, sem standa annars vegar að Íslandsbanka og hins vegar að Landsbanka. Báðar þessar fylkingar hafa sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Áður hafði S-hópurinn svonefndi styrkt stöðu sína mjög með því að ná yfirráðum yfir SÍF, sem verður að teljast til afreka miðað við, að fyrir nokkrum vikum var það sam- eiginlegur ásetningur Landsbanka og Íslandsbanka að sameina SH og SÍF. Þau áform bankanna tveggja runnu út í sandinn. S-hópurinn, sem viðskiptablokk, hefur sterk tengsl við Framsóknarflokkinn. Kaupþing-Búnaðarbanki er kapítuli út af fyrir sig. Svo virðist sem þessi öflugi banki leitist við að breikka ímynd sína og halda meiri fjarlægð á milli sín og stórra við- skiptavina en áður. Á hliðarlínum eru aðrir við- skiptahópar svo sem Baugs- hópurinn, sem einbeitir sér aug- ljóslega að fjárfestingum í Bret- landi og Kaldbakur á Akureyri, sem Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja er mesti ráðamaður í. Tryggingamiðstöðin hefur geng- ið til náins samstarfs við Björgólf Guðmundsson og athyglisvert er að fylgjast með vaxandi styrkleika Bykó-manna undir forystu Jóns Helga Guðmundssonar. Nú beinist athyglin að tvennu: hvað verður um Brim hf., sjávar- útvegsfyrirtæki Eimskips og hvað verður um ráðandi hlut Eimskips í Flugleiðum, sem Straumur, sem nú er að mestu í eigu Íslandsbanka, hefur eignazt? Sjálfsagt eiga hinir nýju ráða- menn í Eimskipafélaginu fyrst og fremst um tvennt að velja að því er varðar Brim hf. Annars vegar að setja fyrirtækið á markað og hins vegar að leysa það upp að hluta eða öllu leyti og selja eignir þess til nýrra eigenda. Ekki er ólíklegt að Akurnesingar velti því fyrir sér hvort þeir geti eignazt Harald Böðvarsson hf. á nýjan leik. Þeir hafa áreiðanlega takmarkaðan áhuga á því, að fyrirtækið sameinist Granda og höfuðstöðvar þess flytji til Reykjavíkur. Sams konar áhugi gæti vaknað varðandi Skagstrend- ing og ÚA fyrir norðan. Hvað verður um Flugleiðabréfin í höndum Straums/Íslandsbanka? Ganga má út frá því sem vísu að vandlega verði fylgzt með því. Ís- landsbankamenn lögðu áherzlu á að Flugleiðabréfin kæmu í þeirra hlut. Líklegt má telja, að þau verði ekki seld á næstunni. Baugsmenn hafi sýnt Flugleiðum augljósan áhuga. Þeir og bandamaður þeirra Pálmi Haraldsson eru komnir með umtals- verðan hlut í Flugleiðum. Talið er að þeir hafi nýlega leitað eftir því, að kaupa hlut Eimskipafélagsins í Flugleiðum. Gangi það eftir að hlutur Straums í Flugleiðum verði ekki seldur á næstunni eða í fyrirsjáan- legri framtíð beinist athyglin að því hverjir verði kjörnir fulltrúar Straums í stjórn Flugleiða. Á vali þeirra fulltrúa getur byggzt hvaða meirihluti myndast í stjórn Flug- leiða í kjölfar eigendaskipta á bréf- um Eimskips í Flugleiðum. Þess vegna má gera ráð fyrir, að banka- ráðsmenn í Íslandsbanka fylgist vandlega með því hverjir verði fyrir valinu í stjórn Flugleiða af hálfu stjórnarmanna í Straumi. Ætla verður að það sé verkefni stjórnar Straums að velja þá fulltrúa en hvorki framkvæmdastjóra Straums eða forstjóra og framkvæmdastjóra Íslandsbanka. Innherji skrifar innherji@mbl.is FJÖLSKYLDA Sigurðar Helgason- ar hefur selt allt sitt hlutafé í Stein- smiðju S. Helgasonar ehf. Kaupend- ur eru hjónin Finnbogi Alfreðsson og Sesselja Pétursdóttir. Finnbogi starfaði áður sem framkvæmdastjóri Fiskimjöl og lýsis hf. í Grindavík og Fóðurblöndunnar hf. Sigurður Helgason lætur nú af störfum eftir 50 ára starf við stein- smíði. Nýir eigendur S. Helgasonar                       !  ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.