Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er margt umkvörtunarefnið í okkar samfélagi og þó held ég að þeir kvarti mest sem sízt skyldi, alls konar nöldurseggir og -skjóður ryðjast fram og tilefnið oft ærið lítið og einatt svo lítilvægt, að flestir sæju sóma sinn í því að láta kyrrt liggja, að því ógleymdu að hin hliðin á málunum kemur eðlilega hvergi fram. Miklu sjaldnar sér maður lofsyrði og þó eru þar á gleðilegar undantekn- ingar, aðeins of fáar. Ég minni rétt á tvennt þar sem lofsyrða er um of vant, en þar á ég við útvarpið okkar allra sem ég vona svo sannarlega að enginn gróðafuglinn fái nokkurn tímann fest hendur á og svo er það afgreiðslufólkið okkar sem við þurfum að eiga við dagleg samskipti eða a.m.k. af og til. Varðandi útvarpið minni ég rétt að- eins nú á tónlist og fréttir. Tónlist- arþætti ljúfa og hæfilega fjölbreytta sem hún Svanhildur Jakobsdóttir stjórnar svo dæmi sé nefnt af þeim vettvangi eða hina hlýju kveðjuþætti Gerðar G. Bjarklind þar sem öllu er komið svo vel til skila. Og notalegir eru þættirnir hans Harðar Torfasonar með fróðleik góð- an. Vandaðan fréttaflutning og um leið skýrlega fluttar fréttir og tilkynning- ar nefni ég aðeins þær áðurnefnda Gerði og Ragnheiði Ástu Pétursdótt- ur sem hvað fallegust dæmi þar um, enda er þar greinilega alúð lögð við og eru þó aðrir kvenþulir svo og karl- kynsþulir ágætir einnig. Og enn þykir mér næsta víst að Bjarni Felixson fari bezt allra með íþróttafréttirnar að hinum ólöstuðum. Margt mætti einnig segja þegar að afgreiðslu almennt og afgreiðslufólki er komið og aðeins tekin dæmi. Ég hefi áður minnt á góða af- greiðslu á tveim þeirra staða er ég kem hvað oftast á, Skeljungsaf- greiðsluna á Sæbrautinni og Háaleit- isútibú Búnaðarbankans, en vildi mega bæta Bókabúð Máls og menn- ingar í Síðumúla þar við, slíkar af- bragðskonur sem þar eru við af- greiðslu alla. Raunar þegar um afgreiðslufólk al- mennt er talað, þá blöskrar mér oft dónaskapur fólks við þá sem t.d. eru við kassann í verzlunum og dái kurt- eisi og þolgæði svo margra sem ég hefi séð og heyrt taka þessu með jafn- aðargeði og stundum m.a.s. með brosi á vör. Mér þykir alla vega meiri ástæða til að lofa það sem vel er gjört en það sem miður fer, nóg er nöldrið í sam- félaginu samt og oft vorkenni ég því fólki sem þannig eyðileggur fyrir öðr- um og einnig sjálfu sér. Stundum þeg- ar ég hefi orðið vitni að dónaskap og köpuryrðum fólks í verzlunum og séð það svo aka af stað, þá hugsa ég til þess hvort ein ástæða umferðarslys- anna eða óhappanna geti ekki einmitt verið þessi frekja og geðvonzka, því þessir eðliskostir koma áreiðanlega ekki til góða í umferðinni. Og ekki orð um þetta meir. HELGI SELJAN, Kleppsvegi 14, Reykjavík. Geta skal þess sem gjört er vel Frá Helga Seljan EINN góðan veðurdag fyrir nokkr- um vikum kom skipun frá sjávarút- vegsráðherra um að nú skyldu hefjast hvalveiðar að nýju. Þetta voru gleðitíð- indi af mörgum ástæðum. Margir hvalastofnar eru orðnir allt of stórir og ekki hefði nú í þá gömlu góðu daga þótt gáfulegt að sitja auðum höndum horfandi upp á ört stækkandi hvalastofn í kring- um landið éta fiskinn okkar í sívax- andi mæli. Væri kannske ráð að bíða þar til enginn fiskur væri eftir handa okkur en eins og flestir vita er fiskur okkar aðalútflutningsvara. Amerík- anar hóta okkur viðskiptaþvingunum. Sjálfir eru þeir á meðal stærstu hval- veiðiþjóða heims. Segja sem sagt: „Við megum veiða hvali en þið skuluð sko láta það vera, annars tökum við í lurginn á ykkur.“ Þetta lýsir ógeðs- lega miklum hroka. Ég hef ávallt staðið í þeirri meiningu að Bretar væru vinir okkar Íslendinga. Nú eru þeir fyrstir til að boða á okkur við- skiptaþvinganir. Ég segi nú bara: Það eru fleiri þjóðir sem vilja kaupa fisk- inn okkar og væri ykkur (Bretum) nær að líta eftir vinum ykkar, könun- um og þeirra hvalveiðum. Nú hvað varðar Greenpeace, þá væri þeim hræsnurum nær að passa upp á hval- veiðar í heimalandinu Ameríku. Auð- vitað eiga sérfræðingar að ákveða hæfilega stærð stofna allra dýra en ekki þrýstihópar sem oft þjóna ann- arlegum hagsmunum. Og þá er mál að snúa sér að næsta atriði – rjúpunni. Mikið var það nú gleðilegt að vakna einn góðan morgun við frétt um að hæstvirtur ráðherra Siv Friðleifs- dóttir hefði tekið sig til og með lögum friðað rjúpuna, þennan fallega og vin- sæla fugl sem þessir byssubrjáluðu voru á góðri leið með að útrýma. Húrra fyrir Siv. Rjúpan er sá fugl sem flestum góðum Íslendingum þyk- ir hvað mest skraut að í íslenskri nátt- úru svo ekki sé minnst á alla þá pen- inga sem sparast um leið og ekki þarf lengur að vera með fleiri deildir björgunarsveita æðandi upp um fjöll í leit að týndum rjúpnaskyttum. Nú ef þessir byssukarlar ráða ekki við drápsfýsnina væri kannske ráð að senda þá á þær fuglategundir sem nóg er af svo sem sumar svartbaka- og mávategundir. Þar gætu þeir plaff- að mörg hundruð yfir daginn án hættu á að týna sér og enginn gæti borið því við að hann vantaði í matinn. Það er sem betur fer nægur matur á Íslandi. Hvalurinn og rjúpan KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34, 108 Reykjavík. Frá Karli Jónatanssyni harmonikuleikara Karl Jónatansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.