Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  VEIGAR Páll Gunnarsson og Ást- hildur Helgadóttir voru útnefnd leikmenn ársins í lokahófi hjá Ís- landsmeisturum KR-inga um liðna helgi. Sólveig Þórarinsdóttir og Kristinn Magnússon urðu fyrir val- inu sem efnilegustu leikmenn KR.  FIFA, Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, greiddi knattspyrnusam- bandi Kína um 80 millj. kr. í skaða- bætur þar sem heimsmeistara- keppni kvenna var flutt frá Kína til Bandaríkjanna vegna bráðalungna- bólgufaraldursins.  KÍNVERJAR höfðu ráðið marga starfsmenn vegna keppninnar og ákvað FIFA að taka þátt í launa- kostnaði þeirra. Kínverjar munu hins vegar halda keppnina eftir fjög- ur ár, 2007.  FORRÁÐAMENN þýska knatt- spyrnuliðsins Borussia Mönchen- gladbach sögðu þjálfara liðsins upp störfum um helgina en Ewald Lien- en hafði ekki staðið undir vænting- um þeirra. Mönchengladbach hafði tapað fjórum leikjum í röð. Holger Fach mun taka við sem þjálfari liðs- ins en hann var áður þjálfari smá- liðsins Rot Weiss Essen.  ALESSANDRO Del Piero, fyrir- liði Juventus, meiddist á fæti eftir samstuð við norska landsliðsmann- inn John Carew í leik Juventus og Roma í fyrrakvöld. Reiknað er með að Del Piero verði frá æfingum og keppni næsta mánuðinn.  ROBERTO Donadoni, sem gerði garðinn frægan með liði AC Milan fyrir nokkrum árum, var í gær vikið úr starfi þjálfara hjá ítalska B-deild- ar liðinu Genoa. Genoa tapaði 3:0 fyrir Atalanta á sunnudaginn og í kjölfarið var Donadoni sagt upp en liðið er neðst án stiga og hefur ekki tekist að skora mark í fyrstu þrem- ur umferðunum. Luigi De Canio var ráðinn í hans stað en hann hefur áð- ur þjálfað lið Udinese, Napoli og Reggina.  MARTIN O’Neill, þjálfari Celtic, er sagður vera efstur á óskalista stjórnar Tottenham um að taka við stjórastarfinu hjá félaginu í stað Glenn Hoddle sem vikið var frá störfum í fyrradag. Aðrir sem hafa verið nefndir til starfans eru Serb- inn Raddy Antic, fyrrum þjálfari Barcelona, og Alan Curbishley, knattspyrnustjóri Charlton.  ANTIC er ólmur í að taka við stjórastarfinu hjá Tottenham en hann og David Pleat, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, eru góðir vinir. Antic lék undir stjórn Pleat hjá Luton fyrir 23 árum en Pleat mun stýra liðinu Totten- ham tímabundið eða þar til nýr knattspyrnustjóri verður ráðinn.  FRANSKI leikmaðurinn David Ginola, 36 ára, fyrrverandi leik- maður Tottenham, efur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að taka við lið- inu. FÓLK HAUKAR, sem leika í riðli með Barcelona, Magdeburg og Vardar Vatrost frá Maked- óníu í Meistaradeild Evrópu, mæta Barcelona í fyrsta leikn- um helgina 11./12. október. Haukar leika viku síðar í Magdeburg. Haukar fá síðan Vardar í heimsókn 8./9. nóv- ember og viku síðar kemur Magdeburg til landsins. Hauk- ar leika síðan í Barcelona 22./ 23. nóvember og viku síðar leika þeir við Vardar í Skopje í Makedóníu. Haukar leika fyrst gegn Barcelona Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson, markahrókur úr Eyjum, er hér í flugferð í viðureign ÍBV og ÍA í Vest- mannaeyjum á laugardaginn. Gunnar Heiðar skoraði mark Eyjamanna í leiknum, 1:1. Hann skor- aði 10 í efstu deild, eins og Þróttararnir Björgólfur Takefusa og Sören Hermansen. LOKANIÐURSTAÐA KR-inga á Íslands- mótinu í knattspyrnu hefur að vonum vak- ið nokkra athygli. Skellurinn gegn FH í lokaumferðinni varð til þess að markatala KR-inga varð í lokin aðeins hagstæð um eitt mark, þeir skoruðu 28 mörk en fengu á sig 27 í deildinni í sumar. Þetta er lak- asta markatala meistaraliðs á síðari árum. Eftir að liðum í efstu deild var fjölgað í átta árið 1970 höfðu Víkingar unnið hana með minnstum mun á skoruðum og fengn- um mörkum. Árið 1981 þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar á ný eftir 57 ára hlé skoruðu þeir 30 mörk en fengu á sig 23. Það hefur hinsvegar einu sinni gerst að Íslandsmeistarar hafa endað með óhag- stæða markatölu. Á fyrri hluta síðustu aldar tóku oftast 4–5 lið þátt í Íslands- mótinu og léku einfalda umferð. Árið 1939 hófu Framarar Íslandsmótið á því að tapa 2:5 fyrir KR. Þeir unnu síðan Val 1:0 og Víking 2:1, og önnur úrslit urðu þeim hagstæð, þannig að Framarar stóðu uppi sem Íslandsmeistarar með markatöluna 5 mörk gegn 6. Þeir horfðu spariklæddir á síðasta leik mótsins, milli KR og Vals á Melavellinum, sem endaði 2:2, og tóku síð- an við Íslandsbikarnum. Ef KR-ingar hefðu sigrað, hefðu þeir mætt Fram í úr- slitaleik um titilinn. Mikil ólæti urðu í leikslok og aðsúgur gerður að Þráni Sig- urðssyni dómara sem þurfti lögreglufylgd af vellinum. KR-ingar kærðu dómgæsluna en kærunni var vísað frá. Þess ber að gera að á þessum tíma var Íslandsmótið aðeins leikið á einni til þrem- ur vikum og var einungis eitt af mörgum mótum á keppnistímabilinu. Fram varð meistari með óhag- stæða markatölu Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi að Abramo-vich hygðist nota fyrsta tækifæri til að reka Ranieri úr starfi og ráða í hans stað Sven Göran Eriksson, landsliðseinvald Englendinga. Ranieri segist hins vegar alveg sannfærður um að hann haldi starfi sínu og þvert á allar sögusagnir um að nýr stjóri taki við Chelsea-liðinu hafi hann fengið mikinn stuðning frá Abramovich. „Hann hefur kannski verið að hugsa um aðra framkvæmdastjóra í fyrstu en eftir að við settumst niður og ræddum málin hefur allt breyst,“ segir Ranieri í viðtali við Evening Standard. „Ef herra Abramovich hefði ekki trú á Claudio Ranieri þá hefði hann ekki gefið mér tækifæri á að fá þá leikmenn til félagsins sem ég hef óskað eftir. Við áttum mjög góðan fund saman og þar sagði ég hon- um að ég vildi búa til mitt draumalið með tveimur góðum leikmönnum í öllum stöðum, blöndu af ung- um leikmönnum, reyndum og meisturum. Abramo- vich tók vel í þetta og sagði einfaldlega; segðu mér hvað þú vilt og ég skal reyna að verða við óskum þín- um,“ segir Ranieri. AP Claudio Ranieri stjórnar hér æfingu hjá Chelsea. Ranieri nýtur stuðn- ings Abramovich ÍTALINN Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Rússinn Roman Abramo- vich, eigandi félagsins, standi þétt að baki sér og sé mjög ánægður með störf sín hjá félag- inu. KYOUNG-Ju Choi frá Suður-Kóreu sigraði á opna þýska meistaramótinu í golfi í Köln. Choi lék á 67 höggum á fjórða keppnisdeginum og samtals á 26 höggum undir pari en hann var í harðri baráttu við Spánverjann Miguel Angel Jimenez um efsta sætið. Choi tryggði sér sigurinn og um 45 millj. kr. í verðlaunafé með því að leggja boltann upp við stöng í öðru höggi sínu á 18. braut en Jimenez fékk fugl á þá holu og lék á samtals 24 höggum undir pari, einu höggi minna en Ian Poulter and Niclas Fasth. Högg gærdagsins átti Choi þar sem hann sló beint ofan í holu af um 150 metrum á 2. braut sem er par 4 og þar náði hann erni (-2). Sænski kylfingurinn Fredrik Jacobson, sem setti vallarmet á fyrsta keppnisdegi, náði ekki að fylgja þeim árangri eftir en hann lék á 60 höggum fyrsta daginn, eða 12 höggum undir pari. Næstu þrjá hringi lék hann á samtals fjórum yfir pari. Choi frá Suður-Kóreu fagnaði sigri í Köln Kyoung-Ju Choi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.