Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ au tímamót urðu í lífi mínu í gær að ég fór í mína fyrstu rót- arfyllingu. Þung voru því spor mín upp á þriðju hæð til tannlæknisins, enda er þetta það augnablik í ímyndaðri framtíð sem ég hef hugsað til með hvað mestum hryllingi af öllum. Sögur af þess- um kvalafullu aðgerðum höfðu sett að mér ónot og ég hafði hingað til prísað mig sælan fyrir að hafa ekki þurft á þessu að halda. Mér hafði, þangað til ég var greindur með þetta árans rótarmein, eða hvað þetta heitir, tekist að telja mér trú um að ég væri bara ekki þessi rótarfyll- ingartýpa, að tennurnar í mér væru bara svona sterkar, eins og í hrossi. Pabbi og mamma, afi og amma og allir í fjölskyld- unni, fyrir ut- an frænku mína sem fékk tennur í ferming- argjöf, eru með sitt upprunalega stell í munninum og bryðja harð- fisk og bein án umhugsunar. Innst inni vissi ég samt að þetta var sjálfsblekking ein. Tíðar heimsóknir mínar til tannlækn- isins með munninn skröltandi fullan af brotnum fyllingum eftir poppkorns- og rjómakúluát bentu allar í þveröfuga átt. En þó að sporin hafi verið þung í gær verð ég þó að segja að það var tvennt sem gerði mér sporin léttari. Í fyrsta lagi var hún góð, tilhugsunin um að losna við lemjandi tannverkinn, og í öðru lagi var það sú staðreynd að tannlæknirinn minn er sér- staklega smáhentur, mjúkhentur og blíðlegur. Allt þetta létti mér lundina. Blíðlegir tannlæknar koma sér einkar vel fyrir menn eins og mig sem þykir flest það sem á daga þeirra drífur ánægjulegra en tannaðgerðir. Tannlæknirinn minn er sem sagt kona. Annars byrjaði ég ungur að fara til tannlæknis eins og geng- ur og gerist. Sá fyrsti hét, og heitir enn, Ingjaldur. Í þá daga kveið ég því ekki svo mjög að láta bora í tennurnar á mér held- ur var það að gapa og glenna upp kjaftinn mig lifandi að drepa. Ég sór og sárt við lagði, eftir hvert einasta skipti hjá Ingjaldi, að stunda kjálkaæf- ingar af þrótti fyrir næsta skipti til að auka liðleika og úthald. Við þetta varð ekki búið. Ég er nefnilega allt of munnsmár fyrir karlkyns tannlækna, sá sann- leikur birtist mér ljóslifandi þeg- ar ég byrjaði hjá kventannlækn- inum. Hjá henni þreytist ég aldrei í kjálkunum, þarf ekkert að vera að glenna upp skoltinn nema rétt svona í undantekning- artilvikum. Ég hef oft heyrt hryllingssögur af handstórum tannlæknum, miklu handstærri en þeim sem ég hef komist í tæri við. En kannski er ég aðeins að ýkja enda skiptir handstærð varla neinu úrslitamáli í þessu fagi. Allavegana hef ég hingað til ekki heyrt að það væru stærð- artakmarkanir inn í tann- læknadeildina. – Nei vinur. Þú kemst ekki inn. Þú ert með allt of stórar hendur. Því smærri sem hendurnar eru þeim mun betra, það er mín skoðun. En það eru ekki allir eins við- kvæmir uppi í sér og ég. Til dæmis þekki ég fólk sem lætur aldrei deyfa sig og finnst hreint ekkert verra að fara til tann- læknis en það til dæmis að snýta sér hressilega. Ekki gleyma því heldur að enginn maður er eins og annar maður, enginn veit til dæmis hvernig mér líður í tönnunum. Kannski er ég með 100 sinnum viðkvæmari taugar í tönnunum en aðrir menn. En sem betur fer hef ég verið heppinn í lífinu og ekki lent í mörgum skakkaföllum sem hafa krafist aðstoðar lækna og hjúkr- unarfólks. Þau tilfelli sem það hefur gerst eru aðallega á mis- skilningi byggð. Eins og þegar ég fór í magaspeglunina. Þegar ég var ungur maður var mikið loft í mér og ég ropaði hátt og mikið og ítrekað. Þetta rop í mér varð mínum nánustu tilefni endalausra bollalegginga um hvaðan þetta loft allt kæmi. Drakk ég of mikið kók, borðaði ég of hratt. Var ég alltaf með op- inn munninn, gapti ég of mikið upp í vindinn – með litla munn- inum mínum? Kannski var orsökina að finna í öllu þessu, því í dag ropa ég minna, eða bara eins og aðrir menn, enda er ég hættur að drekka kók og ég reyni að borða hægt og ég reyni að vera með munninn lokaðan svona dags daglega og gapi aldrei upp í vindinn. En þrátt fyrir allar bollalegg- ingar varð að grípa til aðgerða því ropið hætti ekkert við það eitt að menn bollalegðu. Pant- aður var tími í magaspeglun og þar sem ég var kaldur og kæru- laus á þessum tíma tilkynnti ég verkstjóranum hjá Tréverki, sem var fyrirtækið sem ég vann hjá á þessum tíma, að ég ætlaði rétt að skjótast. Þetta var skott- úr því ég var að byggja heilsu- gæslustöð við hliðina á spít- alanum. Félagar mínir heyrðu sjálfsagt í mér öskrin milli húsa, þar sem þeir stóðu í steypu- mótunum. En ég skrapp, afþakkaði deyf- inguna svo ég yrði vinnufær á eftir, lagðist á bekkinn og svo birtist læknirinn með svarta gúmmíslöngu, álíka svera og garðslöngu. Mér varð starsýnt á þetta ferlíki sem átti að fara of- aní magann á mér, en ekki varð aftur snúið. Upp í mig fór slang- an og tvær fílefldar hjúkr- unarkonur áttu fullt í fangi með að halda mér niðri. Það er skemmst frá því að segja að maginn var í topp- standi. Ég gekk ropandi út úr sjúkrahúsinu, til vinnufélaganna sem voru undrandi að sjá mig aftur, héldu sjálfsagt að dagar mínir væru taldir, að magaspegl- unin hefði riðið mér að fullu. En það var öðru nær, ég var í banastuði, rétt eins og þegar ég steig út um dyrnar á tann- læknastofunni, rótinni og nokkr- um krónum fátækari, en reynsl- unni ríkari. Rótar- fyllingin Tíðar heimsóknir mínar til tannlækn- isins með munninn skröltandi fullan af brotnum fyllingum eftir poppkorns- og rjómakúluát bentu allar í þveröfuga átt. VIÐHORF Eftir Þórodd Bjarnason tobj@mbl.is „VIÐ eignuðumst svo mörg börn, þannig að það var svolítil lægð í starfseminni um tíma, en nú erum við komnar á fullt aftur.“ Það er Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari sem hefur orðið, en Tríó Nordica sem hér er til umræðu fagnar tíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Með henni í tríóinu eru þær Mona Sandström píanóleikari og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Þrátt fyrir persónulegar annir hefur Tríó Nordica haldið tónleika víða, farið í nokkrar tónleikaferðir og gefið út geisladisk, og alls staðar hlotið mik- ið lof fyrir leik sinn. Það er því varla hægt að segja annað en að sam- starfið hafi verið frjótt og gott, þrátt fyrir persónulegar annir. Auk þess er Mona Sandström búsett í Svíþjóð, en Bryndís og Auður hér á landi. „Það er engin ein skýring á því að samstarfið skuli hafa gengið svona vel,“ segir Bryndís Halla. „Ætli það sé ekki gott að hafa fjarlægðina á milli okkar, það er alltaf svo gaman að hittast. Við eigum líka mjög vel saman, og vinnum vel saman; við er- um alltaf í sömu átt í tónlistinni.“ Í kvöld heldur Tríó Nordica tón- leika í Salnum í Kópavogi, með þrjú verk á efnisskránni. Tríó Þórðar Magnússonar var samið í vor fyrir franskan hóp, Gabriel Fauré-píanótríóið og frum- flutt á Listahátíð Ármanns Ár- mannssonar í Suður-Frakklandi. „Fyrri þátturinn er í sónötuformi,“ segir Bryndís Halla og Mona bætir því við að verkið sé létt, og jafnvel í anda Stravinskíjs og nýklassíkur- innar. Bryndís Halla segir að í seinni kaflanum sé svolítil tangó- tilfinning, „íslensk þó,“ segir Mona, „það eru dæmigerð íslensk takt- skipti.“ „Íslenskur rímnatangó,“ segja þær og hlæja að þessari nýju skilgreiningu. Tvö píanótríó Brahms eru einnig á dagskránni, nr. 3 í c-moll ópus 101, og nr. 1 í H-dúr ópus 8. En hvers vegna völdu þær að tefla fram tvöföldum Brahms? „Það er auðvit- að bara geðveiki,“ segir Mona, en skýringin auðvitað önnur: „Við vor- um á tónleikaferðalagi um Svíþjóð í sumar og spiluðum mikið af tangó- tónlist. Það stóð því til að spila meiri tangó á þessum tónleikum. En okk- ur langaði að breyta til, fannst kom- ið nóg af tangó í bili,“ segir Bryndís Halla. Mona segir að þar í landi sé Brahms ekki jafn vinsæll og til dæmis Mozart og Beethoven, og margir telji tónlist hans þunga. „En þetta eru yndisleg verk, og gaman að spila þau.“ Í vetur ætlar Tríó Nordica að hljóðrita nýjan geisladisk. Mona segir stefnu þeirra að hafa alltaf eitt verk á diskunum eftir konu – á síð- asta diski var það Clara Schumann, en á þessum verður það sænska tón- skáldið Elfrida André, sem uppi var á 19. öld. Sjostakovitsj og Brahms fá að líkindum að vera með líka. Þá eru þær líka með á prjónunum að leggjast í fleiri tónleikaferðir, en það ræðst meðal annars af því hvernig gengur að finna nýjan um- boðsmann. Þá verður för heitið til Kaliforníu og Kanada. En í núinu er það Salurinn, tón- leikarnir þar hefjast kl. 20. Tríó Nordica fagnar tíu ára starfsafmæli með tónleikum í Salnum „Við erum alltaf í sömu átt í tónlistinni“ Morgunblaðið/Jim Smart Tríó Nordica leikur í Salnum í kvöld. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Mona Sandström píanóleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. GARÐBÆINGAR kynntu á dög- unum tvo unga tónlistarmenn í bæn- um, Margréti Sigurðardóttur sópr- ansöngkonu og tónskáld og Sigurgeir Agnarsson sellóleikara, á vel sóttum tónleikum í Kirkjuhvoli. Bæði eru þau fjölmenntaðir og hámenntaðir tónlistarmenn, en það segir kannski best sína sögu um mikilvægi tónlist- aruppeldis, að þau Sigurgeir og Mar- grét ólust bæði upp við það merka tónlistarstarf sem hefur blómstrað í þeirra eigin bæ og sungu á sínum barnaskólaárum í frábærum skóla- kór Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur í Flataskóla. Skyldi það ekki hafa haft sitt að segja um stöðu þeirra í dag? Sigurgeir Agnarsson er firnagóður sellóleikari. Hann hóf tónleikana með Sónötu nr. 6 í C-dúr eftir Boccherini og fékk þar til liðs við sig Hrafnkel Orra Egilsson sellóleikara sem lék fylgirödd. Verkið er erfitt fyrir sólist- ann, mikið um brotna hljóma, tón- stigahlaup og tvígrip. Sigurgeir lék af miklu öryggi en um leið miklu næmi fyrir músíkinni. Það stafaði miklum ferskleika af túlkun hans, ekki síst í fyrri þáttunum tveimur, þar sem tandurhreinn og skínandi leikur hans var virkilega fínn. Hrað- ur lokaþátturinn var líka vel leikinn, en þar örlaði þó á óróleika í tempói, – þrátt fyrir hraða yfirskriftina hefði þar þurft meiri yfirvegun og hófstillt- ari ákafa. Hrafnkell Orri lék sinn litla en mikilvæga bassapart af tilfinn- ingu. Leikur Sigurgeirs í mikilfenglegri og þrælerfiðri Sónötu eftir György Ligeti var djarfur og dramatískur og umfram allt markaður sama öryggi og í Boccherini sónötunni. Það kom því á óvart hve miklu bragðminni leikur Sigurgeirs var í verki Brahms, Fimm smáverkum í þjóðlagastíl. Þar vantaði glansinn af fyrri spila- mennsku, – tvígrip ekki alltaf hrein og dýnamíkin í styrk og blæbrigðum ekki eins rík. Margrét Sigurðardóttir er án nokkurs vafa efni í góða söngkonu. Röddin er afar falleg, en ekki tækni- lega fullkomin. Enn er talsverður munur á raddsviðum, – best er rödd- in á miðsviðinu en bjart efra sviðið þarf að verða hljómmeira. Með aldri, þroska og æfingu verður röddin fyllri og jafnari og þá gætu allir vegir orðið Margréti færir. Besta veganestið í þann leiðangur er mikið músíkalitet og túlkunarhæfileikar, sem Margrét virðist eiga í ómældum sjóðum. Hún er „performer“ af guðs náð og það bókstaflega geislar af henni á svið- inu. Einsetumannssöngvar Barbers voru sungnir af músíkalskri innlifun, ekki síst The Heavenly Banquet, Sea Snatch og The Monk and his Cat þar sem söngur Margrétar var mjúkur og túlkunin full af húmor og hlýju. Í laginu The Crucifixion var raddblær Margrétar dekkri – allt að því mezzó- blær og þar var röddin jöfn, þétt og hljómfalleg. Lög Poulencs voru líka vel túlkuð, en þar var augljósara hverju Margrét á eftir að ná í radd- tækni. Franski framburðurinn var heldur ekki fullkominn. Peter Máté lék með henni á píanóið og var skín- andi góður. Best var Margrét í íslenskum þjóð- lögum í eigin útsetningu fyrir söng- rödd, selló og píanó. Útsetningarnar voru einfaldar, einkum það sem að sellóröddinni sneri, en engu að síður skemmtilegar og gáskafullar. Í Graf- skrift var píanóparturinn vel skrifað- ur; Kveðið á sandi var poppað og lif- andi, en best af öllu var gamall smellur Kórs Flataskóla, Friðrik sjö- undi kóngur, – besta útsetningin og sem Margrét túlkaði með miklum glans og innilegum húmor. Þetta voru skínandi góðir tón- leikar, afar efnilegra tónlistarmanna sem eiga vafalítið bæði eftir að láta til sín taka í íslensku tónlistarlífi þegar fram líða stundir. Það er bæjarfélag- inu til sóma að kynna sína ungu lista- menn með svo glæsilegum hætti. Áheyrendur fögnuðu ákaft og jafnvel svo mjög að truflun var að fyrir lista- mennina, þegar innilegt klapp braust út milli þátta í verkum. Góð byrjun TÓNLIST Kirkjuhvoll Margrét Sigurðardóttir sópran og Sig- urgeir Agnarsson sellóleikari fluttu verk eftir Boccherini, Ligeti, Barber, Poulenc, Brahms og íslensk þjóðlög í útsetningu Margrétar. Hrafnkell Orri Egilsson lék á selló með Sigurgeiri í verki Boccherinis og Peter Máté lék með á píanó í verkum Barbers, Brahms, Poulencs og Mar- grétar. Laugardag 13.9 kl. 17.00. SELLÓ OG SÖNGUR Bergþóra Jónsdóttir BÓKASAFN Hveragerðis stendur fyrir ljóðakvöldi í kvöld kl. 20.30. Norsk skáldkona, Mona Høvring, les úr ljóðum sínum. Einnig lesa úr ljóðum sínum Norma E. Samúelsdóttir og Pjetur Hafstein Lárusson sem eru búsett í Hveragerði. Mona Høvring er frá Hauga- sundi á vesturströnd Noregs. Eftir hana hafa komið út tvær ljóðabækur: IIK!! Ein dialog (á nýnorsku) sem Gyldendal gaf út árið 1998 og Ensomme badedager sem Oktober forlag gaf út árið 2000. Hún vinnur nú að skáldsögu sem er einskonar framhald af seinni ljóðabókinni. Bæði Norma E. og Pjetur hafa gefið út ljóðabækur, skáld- sögur, ljóðaþýðingar og sam- talsbækur. Ljóðakvöldið er haldið í sam- vinnu við Hveragerðisdeild Norræna félagsins. Ljóðakvöld í Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.