Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 17 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.800 kr. fyrir aðra. Fyrirlesarar: Árni Harðarson, lögfræðingur hjá Deloitte & Touche. Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og dósent við HÍ. Fundarstjóri: Árni Snævarr Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja: afleiðingar vanrækslu, mistaka og lögbrota Umfjöllunarefni:  Lögbundið og ólögbundið hlutverk stjórnarmanna og framkvæmdastjóra hlutafélaga.  Hvenær reynir á ábyrgð stjórnarmanna, stjórnenda eða undirmanna þeirra?  Hræringar á Íslandi og erlendis hvað varðar ábyrgð stjórnenda, hvar er úrbóta þörf?  Hlutverk og skyldur endurskoðenda, að hverjum beinast skyldur þeirra? Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche verður haldinn fimmtudaginn 25. sept. nk. í Gullteigi, Grand Hótel Reykjavík, kl. 12-13:30. Árni Snævarr Árni Harðarson Stefán Svavarsson Fundurinn er öllum opinn! GERT er ráð fyrir að lögðverði göngugata á milliAusturstrætis ogSkólabrúar auk þess sem reist verði nýtt fimm hæða verslunar- og skrifstofuhús á lóð Hressingar- skálans og Hótel Borgar, í nýrri til- lögu Páls Hjaltasonar arkiteks. Hún er ein þeirra hugmynda sem liggja frammi á sýningu Aflvaka um upp- byggingu í miðbænum en hún er hald- in í Bankastræti 5 um þessar mundir. Verði tillagan að veruleika mun ásýnd miðbæjarins breytast mikið. T.d. kemur til greina að færa elsta hluta Hressingarskálans um 45 gráð- ur svo hann opnist út í nýju göngugöt- una. Þá myndi göngugatan liggja frá suðri til norðurs og ætti því að geta verið sólargata með útikaffihúsum, að sögn Páls Magnússonar hjá Sundi hf. sem á lóð Hressingarskálans. Hann tekur fram að gert sé ráð fyr- ir að hluti byggingarinnar verði stækkun á Hótel Borg en undir öllu saman verði byggður 3.000 fm bíla- kjallari. „Þá höfum við hug á að gera upp húsið á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem Kaffi Ópera er nú, svo það verði í svipuðum stíl og Torfan hinum megin við götuna.“ Páll bendir á að tillagan hafi fengið góðar undirtektir. Ekki hafi þó verið tekin ákvörðun um hana og liggur hún hjá skipulagsyfirvöldum. Veitingastaður út í tjörnina Önnur hugmynd sem sjá má á sýn- ingunni miðar að því að gera Hljóm- skálagarðinn að betur nýttu útivist- arsvæði en hann er nú, að sögn höfundar hennar, Ívars Arnar Guð- mundssonar arkitekts. Þar er gert ráð fyrir að sett verði upp lítið svið í garðinum fyrir tónleika og að byggð- ur verði veitingastaður á stöplum út í tjörnina þar sem hægt væri að sitja úti á góðviðrisdögum. „Við þurfum að fá fólk niður í garðinn en hingað til hafa ekki nógu margir notað hann.“ Ívar segir hugmyndina í ætt við svip- uð svæði erlendis, t.d. Hyde Park í London og Central Park í New York. „Fyrst við höfum slíka náttúruperlu í miðri borginni er um að gera að nýta hana. Hluti af því að þroska borgina er að gera mannlífið að stærri þætti.“ Sundlaugargarður í miðbæinn Önnur hugmynd Ívars miðar að því að Sundhöllin á Barónsstíg verði gerð upp og við hana bætt sundlaugar- garði, líkams- og heilsuræktarstöð auk veitingaaðstöðu. „Sundhöllin er merkileg bygging og því viljum við ekki breyta henni heldur byggja við hana á þann hátt að hún fái enn að njóta sín.“ Hann segir að Sundhöllin sé ekki jafnvinsæl og aðrar sundlaugar borgarinnar þar sem hún uppfylli ekki kröfur og þarfir gesta á sama hátt og nýrri laugar. „Við verðum að hafa góða sundlaug í miðbænum. Nú búa 14 þúsund manns í 101 og þeim mun fjölga um hundruð eða þúsundir á næstunni, þeir eiga að geta gengið í sund en ekki þurfa að fara keyrandi í úthverfin.“ Hugmyndir að nýju skipulagi miðborgar Reykjavíkur kynntar á sýningu í Bankastræti Ný göngu- gata og sund- laugargarður í miðbæinn Tillaga Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts um veitinga- og kaffihús sem byggt yrði á stöplum út í tjörnina. Hugmyndin er að fá meira mannlíf í garðinn en nú er. Hugmynd Páls Hjaltasonar arkitekts að fimm hæða byggingu á lóð Hressingarskálans og nýrri göngugötu.  !"!# ) *+ ,  -  .,+   ) *  /01 * 2 .,+              34 506 578 9 ;7 5; <.  *  ;   -  =  .,+         =     0*   /   =-       > ,+;   - '('' > ,+ - 4;276 Göngugata á milli Austurstrætis og Skólabrú- ar, veitingastaður í Hljómskálagarði og fimm hæða íbúðar- og verslunarhúsnæði á lóð Aust- urbæjarbíós eru á meðal hugmynda á nýopn- aðri sýningu um uppbyggingu í miðborginni. EIN hugmyndanna á sýningunni tekur til hins umdeilda svæðis við Snorrabraut 37 þar sem Austurbæj- arbíó stendur nú, en Nexus arki- tektar hönnuðu tillöguna. Þar er ráðgert að reisa 5 hæða íbúðarhús með 1.100 fm verslunar- og þjón- ustuhúsnæði á neðstu hæðinni og tveggja hæða bílakjallara undir með 120 stæðum. Um er að ræða 82 íbúðir. Gert til að þétta byggðina á svæðinu Ívar Örn Guðmundsson arkitekt segir sjálfsagt að horfa á heild- armyndina þegar kemur að þessu svæði. „Það er nauðsynlegt að þétta byggðina en ekki láta heilu svæðin drabbast niður. Óhjákvæmilega myndast skuggi og meiri návist við nágranna en það er einmitt hluti af því að borgin þroskist og mannlífið eflist.“ 82 íbúðir á fimm hæðum í stað Austurbæjarbíós NÝJAR íbúðir fyrir um 7–800 manns í 101 Skuggahverfi eru á meðal þess sem kynnt er á sýn- ingu Aflvaka. Fullbyggt mun hverfið stuðla fjölgun íbúa í mið- bænum um 30% en framkvæmd- irnar kosta á sjötta milljarð króna. Fram kemur að ódýrustu íbúðirnar í hverfinu kosti 14,5 milljónir króna og er þar átt við 69 fm íbúðir með stæði í bíla- geymslu. Hins vegar munu 126 fm íbúðir með bílastæði kosta um 25,3 milljónir króna. Sala íbúða er þegar hafin en fyrstu íbúð- irnar verða afhentar í september á næsta ári. Ódýrustu íbúðir á 14,5 milljónir í Skuggahverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.