Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 2
2003  MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EINN EINN BIKARINN Í SAFN SKAGAMANNA / B3,B5,B6,B7,B8 RIVALDO, brasilíski knatt- spyrnumaðurinn sem var leystur undan samningi sínum við AC Mil- an í síðustu viku, lýsti því yfir í við- tali við enska blaðiðið Sunday Her- ald í gær að hann vildi ganga til liðs við Chelsea. Verði það raunin, harðnar enn á dalnum hjá Eiði Smára Guðjohnsen sem þarf að bít- ast við Hernan Crespo, Adrian Mutu og Jimmy Floyd Hasselbaink um sæti í framlínunni hjá Chelsea. „Það yrði mjög auðvelt fyrir mig að falla inn í lið Chelsea, því þar eru fyrir margir frægir leikmenn og suma þeirra þekki ég vel. Þetta yrði kannski besti kosturinn fyrir mig, því ef ég fæ góða samherja sem þekkja hvernig ég spila, er nánast gulltryggt að ég myndi standa mig vel. Chelsea er því afar áhugaverð- ur kostur en ég get ekki sagt meira um það í bili. England er hinsvegar mjög rökréttur áfangastaður fyrir mig, ég hef fengið svo mörg tilboð þaðan að það yrði einfaldast að fara þangað og ná góðum árangri. Nú mun ég skoða vel fjögur til fimm af þeim tólf ákveðnu tilboðum sem ég hef fengið frá Frakklandi, Eng- landi, Spáni og Brasilíu og mun velja það sem ég tel að mér muni henta best,“ sagði Rivaldo. Hann upplýsti að Middlesbrough og Newcastle væru í hópi þeirra liða sem hefðu haft samband við sig en hann þyrfti að skoða betur hvort það væri heppilegt fyrir sig að fara á þær slóðir. EGGERT Stefánsson, knatt- spyrnumaður úr Fram, fer í vik- unni til enska 1. deildarfélagsins Stoke City og verður þar til reynslu um skeið. Að sögn Stefáns Geirs Þórissonar, stjórnarmanns í Stoke, hefur félagið fylgst vel með Eggerti í leikjum með Fram í alllangan tíma og vill skoða hann betur með mögulegan samning í huga. Eggert er 23 ára varn- armaður og spilaði 15 leiki með Fram í úrvalsdeildinni í sumar. Enginn Íslendingur er í röðum Stoke um þessar mundir, sem eru mikil viðbrigði því þar hafa jafn- an verið íslenskir leikmenn und- anfarin tíu ár. Áhugi er á að bæta úr því. „Við höfum hug á að fá til okkar efnilega íslenska stráka og bjóða þeim góðar aðstæður þar sem þeir geta samræmt það að spila með unglingaliðum okkar og stundað um leið fjarnám við sína skóla á Íslandi. Þetta er allt á byrjunarstigi ennþá en við von- umst til þess að geta fengið nokkra til okkar á þennan hátt áður en langt um líður,“ sagði Stefán Geir Þórisson. Eggert til reynslu hjá Stoke City Ríkharður er jafnframt kominninn í myndina hjá íslensku landsliðsþjálfurunum á nýjan leik eftir góða byrjun með Fredrikstad. Hann hefur skorað þrjú mörk í fjór- um leikjum eftir að hann gekk til liðs við félagið fyrr í haust. Ríkharður er í 22 manna hópi sem tilkynntur hefur verið til UEFA vegna landsleiks Ís- lands og Þýskalands í Hamborg 11. október, og í þeim hópi eru einnig Tryggvi Guðmundsson, Bjarni Guð- jónsson og Gylfi Einarsson, sem ekki hafa leikið með landsliðinu að und- anförnu. „Við tilkynntum 22 menn fyrir þennan leik til að hafa vaðið fyrir neðan okkur þar sem nokkrir okkar lykilmanna eru frá vegna meiðsla og aðrir tæpir. Endanlegi 18 manna hópurinn verður ekki valinn fyrr en rétt áður en við förum til Þýska- lands. Ríkharður hefur farið vel af stað með sínu nýja liði og við munum fylgjast mjög vel með honum. Það er afar ánægjulegt að hann skuli vera farinn að spila og skora mörk á ný, og það eru góðar fréttir fyrir okkur að hann hafi skorað þessi mörk í dag,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið í gær. Ríkharður lék síðast með landslið- inu fyrir rúmu ári, þegar það tapaði, 0:2, fyrir Ungverjum í vináttuleik á Laugardalsvellinum. Nokkrum dög- um áður skoraði hann tvívegis í 3:0 sigri Íslands á Andorra og hann er í 2.–3. sæti yfir markahæstu A-lands- liðsmenn Íslands frá upphafi með 14 mörk. Hjá Fredrikstad eru menn afar stoltir yfir því að Ríkharður skuli jafnvel vera á leið í leik með íslenska landsliðinu og á heimasíðu félagsins er velt upp þeim möguleika að Ísland komist alla leið í lokakeppni EM á næsta ár. Félagið hefur ekki átt A- landsliðsmann í 17 ár, eða frá árinu 1986 þegar Per Egil Ahlsen, leik- maður Fredrikstad, lék með norska landsliðinu. Fjórtánda mark Haraldar Ríkharður var ekki einn Íslend- inga um að skora í norsku 1. deild- Morgunblaðið/Kristinn Ríkharður Daðason er kominn inn í myndina hjá íslensku landsliðsþjálfurunum á nýjan leik. Ríkharður Daðason skoraði tvö mörk Valinn í Þýska- landshópinn RÍKHARÐUR Daðason skaut Fredrikstad á topp norsku 1. deildar- innar í knattspyrnu í gær. Ríkharður skoraði tvö mörk þegar Fred- rikstad sigraði HamKam, 4:1, í uppgjöri tveggja af efstu liðum deildarinnar og lið hans hefur nú sett beina stefnu á sæti í úrvals- deildinni eftir að hafa leikið í 2. deild í fyrra. Fredrikstad er með 53 stig, Hönefoss 51 og HamKam 50. Tvö efstu liðin fara beint upp og það þriðja í aukaleiki. Rivaldo vill til Chelsea STJÓRN knattspyrnudeildar Víkings hefur gengið frá samkomulagi við Sigurð Jónsson um að hann þjálfi liðið næstu þrjú árin. Sig- urður tók við Víkingum fyrir nýliðið tímabil og undir hans stjórn unnu þeir sér sæti í úr- valsdeildinni eftir fjögurra ára fjarveru. „Það er mikil ánægja í okkar röðum með störf Sigurðar sem sýndi og sannaði hæfileika sína sem þjálfari hjá okkur í sumar,“ sagði Gísli Sváfnisson, formaður knattspyrnudeild- ar Víkings, við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að Víkingar hygðust styrkja lið sitt fyrir slaginn næsta sumar. „Við munum þó fara rólega í sakirnar og byrjum á að ganga frá samningum við okkar leikmenn. Ég á von á því að þeir verði allir áfram, nema hvað við vitum ekki hvernig verður með láns- mennina sem við fengum seinnipart sumars, Jón B. Hermannsson frá Fylki og Jón Skafta- son frá KR. En við þurfum að fá meiri reynslu í okkar lið og reyna að koma í veg fyrir að það sama gerist hjá okkur og Val og Þrótti, sem ekki styrktu sín lið að ráði og féllu strax aftur úr deildinni. En við munum vanda okkur og leggjum áherslu á að fá menn sem passa inn í okkar lið,“ sagði Gísli Sváfnisson. Sigurður semur við Víking til þriggja ára mánudagur 29. september 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Nýtt nám Nýtt nám í matstækni er nú að hefjast á símenntunarsviði Tækniháskóla Íslands, kennsla í matsfræðum, sniðin að þörfum fagmanna.  2 // Baldursgata Freyja Jónsdóttir fjallar hér um áberandi hús við Baldursgötu/Óðinsgötu sem bræðurnir Jón og Eiríkur Ormsson byggðu um 1920  19 // Hótel Snæfell Hjá Hóli á Egilsstöðum er til sölu Aust- urvegur 3 á Seyðisfirði, betur þekkt sem Hótel Snæfell. Hús þetta á sér langa, merki- lega sögu.  42 // Einbýli í Gíneu Eila Kivekäs, stofnandi þróunarfélags V- Afríku, valdi hina þekktu arkitektastofu Heikkinen+Komonen til að hanna fyrir sig hús.  46 Einkaneysla hefur aukist í þjóð- félaginu að undanförnu. Íbúðalána- sjóður telur að mikill vöxtur einka- neyslu sé að mestu fjármagnaður af bönkum og fyrirtækjum í þeirra eigu með dýrum háum vöxtum skammtímalána. Þetta hafi valdið þrýstingi á verð fasteigna og hækkað ávöxtunarkröfu á skulda- bréfamarkaði. „Þótt sumar greiningardeildir bankanna telji að vöxtur í útlánum Íbúðalánasjóðs sé að valda þenslu, þá gleymist að það er heildarvöxt- ur útlána og heildarstærðir mark- aðarins sem hafa efnahagsleg áhrif. Staðhæfingar um að húsbréfaút- gáfu Íbúðalánasjóðs sé um að kenna standast ekki þótt ljóst sé að Íbúðalánasjóður sé einn af áhrifa- völdum á fjármálamarkaði,“segir Hallur Magnússon, sérfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. „Heildarútlánaaukning lánakerf- isins til heimila á árinu 2003 er um 4,15% eða um 30 milljarðar króna. Útlánaaukning til fyrirtækja nem- ur hins vegar 12,75% eða 125 millj- örðum króna. Útlánaaukning til heimila skipt- ist á milli tveggja meginþátta. Lán vegna íbúðahúsnæðis sem eru hrein fjárfestingarlán og önnur lán einstaklinga sem fyrst og fremst eru neyslulán. Þegar skoðaðar eru tölur Seðla- banka Íslands um flokkun útlána Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða, banka og ýmissa annarra lánafyr- irtækja svo sem eignaleigufyrir- tækja og greiðslukortafyrirtækja kemur í ljós að neyslulán einstak- linga hafa vaxið mun meira á þessu ári en fjárfestingalán til íbúða- kaupa.“ Hallur bendir á að Íbúðalána- sjóður lögum samkvæmt lánar ein- göngu fjárfestingalán til íbúðarhús- næðis. „Vöxturinn í einkaneyslu sem er umfram launahækkanir eigi sér því fyrst og fremst stað í vexti útlána til fyrirtækja og einstak- linga af hendi bankakerfisins og fyrirtækja í þeirra eigu. Ástæður útlánaaukningarinnar séu lækkandi stýrivextir Seðlabanka, lækkun bindiskyldu banka og sparisjóða og óvenju góð lausafjárstaða þeirra á sama tíma og eftirspurn eftir lánsfé hafi aukist. Íbúðalánasjóður er fjárfestinga- sjóður íslenskra heimila en ekki neyslulánasjóður eins og sumir talsmenn viðskiptabankanna hafa haldið fram að undanförnu. Eigna- myndun íslenskra heimila í gegn- um séreignastefnuna hefur verið gríðarleg á síðustu 50 árum, en alls nemur brunabótaverðmæti íslensks íbúðarhúsnæðis 1.500 milljörðum íslenskra króna. Íbúðalánasjóður og forverar hans hafa leikið lykilhlutverk í þessari eignamyndun heimilanna sem er einn af hornsteinum öflugs samfélags og grundvöllur fé- lagslegrar jöfnunar,“ segir Hallur. Vextir hækka vegna auk- inna útlána bankakerfisins                                           Í rammaskipulagi fyrir Reykja- nesbæ koma fram ýmsar hug- myndir varðandi þróun bæjarins. Gera á bæinn sýnilegri m.a. með því að koma fyrir björgum meðfram Reykjanesbraut, sem blasa við þeim, sem aka þar um. Svokölluð lífæð er þungamiðja skipulagshugmyndarinnar. Hún liggur eftir endilöngum bænum, gefur byggðinni samhengi og tengir bæjarfélagið í eina heild. Lífæðin mun liggja frá Grófinni um Hafn- argötu og Njarðarbraut í átt að framtíðarbyggð bæjarins til aust- urs. Þar myndar hún vaxtarbrodd og ný hverfaþjónusta getur byggzt upp samhliða íbúðarbyggðinni. Í Innri Njarðvík er fyrirhuguð uppbygging íbúðasvæðis í framhaldi af núverandi byggð, sem yrði þá all- stórt hverfi, en miðað er við að full- byggt myndi svæðið eitt skóla- hverfi. /28 Reykja- nesbær                                                                                              !" #$%&' (  )*' +*!" , *- %%'   ./0112 *./0112 ' 3  ./0112 *./0112    4  5 1   44 4          ! "  .061 .061 .061 .061 7 7 7  4  # $  $  % $# $  $  & ! '   !          1 1 18 !((    (   1.1 !((    (   !(        1 1544 1 1 Yf ir l i t FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Minningar 21/25 Viðskipti 11 Bréf 26 Vesturland 11 Dagbók 28/29 Erlent 12 Þjónusta 25 Daglegt líf 13/14 Kirkjustarf 29 Listir 14/16 Fólk 30/33 Umræðan 16 Bíó 30/33 Forystugrein 18 Ljósvakar 34 Hestar 20 Veður 35 * * * BALDUR Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir það misskilning hjá Gissuri Péturs- syni, forstjóra Vinnumálastofnunar, að skýrsla Atvinnuleysistrygginga- sjóðs eigi skv. lögum að leggja grunn að framlögum til atvinnuleys- isbóta í fjárlögum. Gissur sagði í ræðu sinni á árs- fundi Vinnumálastofnunar í vikunni að ekkert tillit hefði verið tekið til tillagna stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs á þessu og síðasta ári um fyrirsjáanlegar greiðslur til atvinnuleysisbóta og því væru áætl- aðar greiðslur „fullkomlega“ van- áætlaðar í fjárlögum. Ekki tilefni til að breyta atvinnutryggingargjaldinu Baldur segir að skv. lögum um fjárreiður ríkisins, eigi fjárlög að byggjast á forsendum þjóðhags- áætlunar og að framlög til atvinnu- leysisbóta byggist á þjóðhagsfor- sendum um áætlað atvinnuleysi. „Í frumvarpi til fjárlaga fyrir hvert ár þarf að reyna að áætla hver verði líkleg útgjöld vegna atvinnuleysis- bóta næsta árið,“ útskýrir Baldur og bætir því við að það hafi „svo sem ekki reynst mikil nákvæmnisvísindi að áætla það fyrirfram, því það sé háð svo mörgum breytum og óvissu um þróun efnahagsmála“. Það þurfi m.ö.o. að líta til ýmissa þátta og skýrsla Atvinnuleysistrygginga- sjóðs sé einn af þeim. Baldur segir að sökum þess að at- vinnuleysi sé háð svo mörgum þátt- um þurfi að endurskoða framlög til umrædds málaflokks í fjáraukalög- um. Sem dæmi, segir hann, hafi í forsendum fjárlaga fyrir árið 2002 verið miðað við 2,1% atvinnuleysi en atvinnuleysið hafi síðan orðið 2,5% þegar upp var staðið. Það hafi þó ekki verið hægt að sjá „að fullu“ fyrr en komið hafi verið fram á árið 2002. Baldur leggur áherslu á að skýrslu Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, sem birta þurfi árlega skv. lögum sjóðsins, sé ekki síst ætlað að leggja grunn að hugsanlegum ákvörðunum um breytingar á sjálfu atvinnutryggingargjaldinu, þ.e. því gjaldi sem tekið er af greiddum launum og notað til að standa undir atvinnuleysisbótum. Í reglum sjóðs- ins segi að gefi efni skýrslunnar til- efni til að breyta hundraðshluta at- vinnutryggingargjaldsins skuli fjármálaráðherra flytja frumvarp þar að lútandi á Alþingi. Hann minnir á að atvinnutryggingargjald- ið sé nú 0,8% af greiddum launum og segir að ekki hafi verið neitt til- efni til að breyta því gjaldi síðustu árin. Hann segir eiginfjárstöðu sjóðsins vera sterka þrátt fyrir auk- ið atvinnuleysi síðustu misserin. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins um Atvinnuleysistryggingasjóð Skýrslur sjóðsins leggja ekki grunn að framlögum GREIÐSLUR úr Ábyrgðarsjóði launa tvöfölduðust í fyrra frá árinu áður og námu 715 milljónum króna, samanborið við 356 milljónir árið 2001 og 170 milljónir árið 2000. Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu Vinnu- málastofnunar fyrir síðasta ár sem kynnt var á ársfundi stofnunarinnar í gær. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fyrstu átta mánuði þessa árs námu greiðslur úr sjóðnum 458 millj- ónum króna, sem er 9% aukning frá sama tíma í fyrra þegar þær námu 420 milljónum frá janúar til ágúst. Á sama tímabili árið 2001 námu greiðslur úr sjóðnum 186 milljónum króna. Í skýrslunni segir að auknar greiðslur síðustu ára endurspegli versnandi rekstrarumhverfi fyrir- tækja í landinu. Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist greiðslu vinnulauna- kröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna iðgjalda á hendur vinnuveit- anda við gjaldþrotaskipti eða þegar dánarbú hans er til opinberra skipta og erfingjar ábyrgjast ekki skuld- bindingar hans. Ný lög um sjóðinn tóku gildi sl. vor og eru helstu breytingarnar þær að frá og með næstu áramótum tek- ur sjóðurinn á sig ábyrgð á van- greiddum viðbótarlífeyrisiðgjöldum sem lýst er í bú vinnuveitandans. Þá verður hækkun á hámarksábyrgð sjóðsins vegna krafna launamanna. Sú fjárhæð er ákveðin af ráðherra í reglugerð fyrir eitt ár í senn og nem- ur nú 250 þúsund krónum á mánuði. Aukning á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa            !  "  #$%             &  '( )*** )**+ )**) )**, ÞYRLUÁHÖFN Landhelgisgæslunnar þarf reglulega að æfa sjálfsbjörgun ef þyrlan hrapaði í sjóinn og hefur í vikunni verið við æfingar í Skotlandi í þessu skyni. Æfingar fara fram í sérútbúinni laug þar sem notað er sérstakt þyrlulíkan sem hægt er að sökkva í vatn og velta á alla kanta. Áhöfnin þarf síðan að bjarga sér út úr flakinu og koma sér í björgunarbát. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrluáhöfn æfir sjálfsbjörgun AKSTURSLAG Breta nokkurs á Biskupstungnabraut í Árnes- sýslu í gær leiddi til harkalegs áreksturs við bifreið, svo af hlaust mikið eignatjón, þótt ekki hefðu menn slasast. Bret- inn mun hafa gleymt því um stund að hægri umferð við- gengist hér á landi og ók á vinstri vegarhelmingi. Brátt kom bifreið á móti og stefndi í stórslys. Bíllinn sem á móti kom hörfaði þá til hægri til að forðast árekstur en þá færði Bretinn sig einnig yfir á hægri akrein. Skullu bílarnir saman, en þó ekki nema á hægra horni. Dugði það þó til þess að miklar skemmdir hlutust af en öku- menn sluppu ómeiddir eins og áður gat. Ók á vinstri vegar- helmingi BÍÐA VISTUNAR 146 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum bíða nú eftir varanlegri vistun utan spít- alans. Er þetta um 50% fjölgun frá því sem verið hefur. Margir bíða eft- ir plássi á dvalar- og hjúkrunarheim- ilum fyrir aldraða. Rafmagnsbilun á Ítalíu Bilun í flutningslínum á rafmagni olli því að Ítalía varð að mestu raf- magnslaus aðfaranótt sunnudags, aðeins eyjan Sardínía slapp. Raf- magn var komið á í norðurhér- uðunum síðdegis í gær en ekki alls staðar í sunnanverðu landinu. Upp- tökin eru sögð hafa verið að í sterk- um vindi slógust trjágreinar í flutn- ingslínu í Sviss og slitu hana. Varð þá álagið of mikið á aðra línu sem flutti afl um Frakkland suður á bóg- inn. Sjómanni bjargað Sjómaður var mjög hætt kominn þegar hann lenti í sjónum við mið- línuna milli Íslands og Færeyja, en var bjargað eftir 25 mínútna volk í sjónum á föstudag. Segist hann ekki hafa átt langt eftir þegar honum var bjargað. Vilja samstarf við IAEA Íranar segjast vilja samstarf við eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, IAEA. Íranar eru grunaðir um að ætla að reyna að smíða kjarnorkusprengju með auðg- uðu úrani úr orkuveri sem þeir reisa með aðstoð Rússa. En Íranar segj- ast vilja tryggingu fyrir því að til- raunir þeirra með nýtingu kjarn- orku í friðsamlegum tilgangi verði ekki heftar. Jafnt Rússar sem Bandaríkjamenn hvetja stjórnina í Teheran til að eiga fullt samstarf við IAEA og vilja einnig að komið verði í veg fyrir tilraunir N-Kóreumanna til að smíða kjarnorkuvopn. Leit á Helluvatni Um 50 manns frá lögreglu, björg- unarsveitum, Landhelgisgæslunni og slökkviliði komu að umfangsmik- illi leit að þremur mönnum á Hellu- vatni í gærkvöldi, en eftir um tvo og hálfan tíma höfðu leitarmenn leitað af sér allan grun um að menn væru í vatninu og var þá leit hætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.