Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 14
DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ * 5 línur, tilboðið gildir til 31. desember 2003 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alltaf á laugardögum Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is LISTIR UNGT fólk sem er að stíga sínfyrstu fullorðinsskref út ílífið er leitandi og gjarnan með höfuðið fullt af spurningum. Spurningarnar tengjast öllu milli himins og jarðar. Þær geta verið um ástarmál og kynlíf, fjármál, skóla og próf, heimilisaðstæður, þunglyndi, kynhneigð, vímuefni, nám eða vinnu erlendis, húsnæðismál og svo mætti lengi telja. Undanfarinn áratug hefur Hitt húsið verið með ráðgjafaþjónustu fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára. Sál- fræðingar, félagsfræðingar og hjúkrunarfræðingar hafa verið á staðnum til að taka á móti þeim sem vilja leita til þeirra, en síðustu tvö ár hefur einnig verið hægt að spyrja sérfræðinga ráða á Netinu á svokall- aðri Tótalráðgjöf. „Tótalráðgjöfin hefur þann ótví- ræða kost að sá sem leitar þangað er óþekkjanlegur, þarf ekki að gefa upp nafn eða kennitölu og enginn sér að hann eða hún eru að leita sér aðstoðar. Þar af leiðir að fleiri þora að leita sér ráða,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir rannsókn- armær og lestarstjóri hjá Hinu hús- inu. „Hjá Tótalráðgjöfinni svara allskonar sérfræðingar spurningum, við erum í samvinnu við Fé- lagsþjónusturnar, Samtök um kynlíf og barneignir, sálfræðing, fjár- málaráðgjafa og námsráðgjafa o.fl. Þetta er ókeypis þjónusta og hugsuð sem einhvers konar stökkpallur til að opna hlið og vísa fólki leiðirnar áfram.“ Ekki eingöngu vandamál Margrét Gauja segir að nánast allir lendi einhverntíma í einhverri kreppu þótt hún líti kannski ekki út fyrir að vera alvarleg á yfirborðinu. „Ástarsorg eða fall á prófi getur til dæmis verið meiri háttar áfall fyrir suma. Við leggjum áherslu á hlut- leysi okkar og að ekkert vandamál eða spurning er ómerkileg. Við ger- um líka út á það að bregðast skjótt við, því lund unga fólksins er bráð. Ef þau eru með verk í móðurlífinu eða á sálinni hafa þau ekki biðlund í margar vikur þar til þau fá tíma hjá sérfræðingi. Allir sem leita til Tótal- ráðgjafarinnar fá svar innan þriggja daga,“ segir Margrét Gauja og legg- ur áherslu á að þessi þjónusta sé samstarfsverkefni þar sem ekki sé einvörðungu verið að taka á vanda- málum, heldur sé þetta einnig upplýsingaþjón- usta þar sem hægt er að fá svör við hverskonar spurningum eins og t.d.: Hvert á ég að snúa mér ef mig langar að læra ljósmyndun, gefa út blað eða fara í skóla til útlanda? Framtíðarkvíði og neysluhyggja Margrét Gauja er að vinna ásamt öðrum að rannsókn fyrir Tótalráð- gjöfina á því hvers konar ráðgjöf ungt fólk telur sig þurfa. „Við fyrstu sýn virðist mér niðurstaðan meðal annars sýna að framtíðarkvíði er nokkuð ríkjandi hjá ungu fólki. At- vinnumálin og námsvalið hvílir þungt á því. Allur þessi fjöldi val- kosta virðist gera þau óörugg og þau eru sífellt hrædd við að þau séu að taka rangar ákvarðanir. Einnig er ríkjandi ótti við að standa sig ekki nógu vel, því kröfur nútíma- samfélags eru svo mikl- ar, allir eiga að „meika það“ og vera full- komnir. Fjármálin eru vaxandi vandamál hjá ungu fólki enda gera bankarnir út á fram- haldsskólanema með gyllitilboðum um kort, yfirdráttarheimildir og endalaus lán án ábyrgðar, sem getur verið erfitt að standa við að borga þegar kemur að skuldadögum. Neysluskilaboðin eru svakaleg, allir virðast þurfa að eiga fokdýrar far- tölvur svo eitthvað sé nefnt.“ Foreldrar leita líka svara Í rannsókninni er einnig athugað af hverju ungt fólk sækir sér ekki hjálp sem það þó telur sig þurfa. „Svörin sem við fengum eru nokkuð athyglisverð. Tuttugu og fimm pró- sent sögðust ekki vita hvert þau ættu að fara, tuttugu prósent sögð- ust ekki þora að leita sér hjálpar og mjög stór hópur sagðist ekki telja vandamál sín nógu alvarleg til að leita ráða hjá sérfræðingum,“ segir Margrét Gauja sem telur mikla þörf fyrir þá þjónustu sem Tótalráðgjöfin veitir. „Það hafa alls ekki allir að- gang að fullorðnum til að leita svara heima hjá sér og auk þess hafa for- eldrar ekki alltaf svör við öllum þeim spurningum sem brenna í huga ungs fólks,“ segir Margrét Gauja og tekur fram að foreldrar hafi mikið nýtt sér Tótalráðgjöfina því þeir þurfi ekki síður að leita svara í öllum þeim málum sem upp geta komið í tengslum við ungt fólk.  RÁÐGJÖF | Svör við spurningum um allt milli himins og jarðar Engin spurning er ómerkileg Morgunblaðið/Ásdís Tótalráðgjöf: Rannsóknarmærin og lestarstjórinn Margrét Gauja. Ef þau eru með verk í móðurlífinu eða á sálinni hafa þau ekki biðlund í margar vikur þar til þau fá tíma hjá sérfræðingi. TENGLAR .............................................. www.totalradgjof.is www.hitthusid.is khk@mbl.is ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson blés til afmælistónleika í íslensku óperunni í tilefni af 35 ára afmæli sínu, honum til halds og trausts var Jónas Ingimundarson, píanóleikari. Það sem þessir tveir frábæru tón- listarmenn eiga sameiginlegt er að þeir nálgast verkefni sín og tónlist- ina yfirleitt af virðingu og lítillæti, sem gerir þá stóra listamenn og ár- angurinn er syngjandi falleg tónlist sem flýtur eins og af sjálfu sér og hrífur alla með sér. Þannig stemn- ing var í óperunni á miðvikudags- kvöldið var. Efnisskráin fyrir hlé var af alvar- legra taginu. Fimm söngvar um ást- ina eftir Tchaikovsky sungnir á rússnesku. Sleza drazhyt. (Tár titr- ar) op. 6 nr. 4, Sred’ shumnogo bala (Í miðjum dunandi dansleik) op. 38 nr. 3, Lied der Mignon (Söngur Mignonar) op. 6. nr. 6, Blagoslovl- iaiu var, lesa (Ég blessa ykkur skóg- ar) og Mansöngur Don Juans op. 3 nr. 1. Allir textarnir eru eftir Tolstoj nema Söngur Mignonar sem er eftir Goethe í rússneskri þýðingu A. Mej. Íslenskri þýðingu Reynis Axelsson- ar var varpað á tjald á meðan á flutningi stóð. Ólafur var tælandi og sannfærandi í túlkun sinni þegar það átti við og Jónas studdi hógvær við bakið á honum. Þar næst fylgdu Fjórir alvarlegir söngvar op. 121 sem Johannes Brahms samdi 1896 undir áhrifum veikinda og dauða Clöru Schumann. Í þrem fyrstu ljóð- unum notar Brahms texta úr Bibl- íunni sem fjalla um fallvaltleika mannsins og í því síðasta um lífið með og án kærleika. Tónlist Brahms fellur mjög vel að textanum og flutn- ingurinn góður og sannfærandi, dró fram angist og tómlæti þar sem það átti við og huggun þar sem það átti við. Textinn sem varpað var á tjaldið var sóttur í Guðbrandsbiblíu, á þess tíma máli með nútímastafsetningu og fór vel á. Eftir hlé var komið að afmælis- hluta tónleikanna og slegið á léttu strengina, með spjalli og glensi sem þó fylgdi nokkur alvara. Mozart átti fyrstu lögin, Deh vieni alla finestra úr Don Giovanni og Komm, liebe Zither. Í báðum lögunum lék Ólafur með á mandolín, ásamt píanóinu í því fyrra en gaf Jónasi frí í því síð- ara. Því næst söng Ólafur án undir- leiks gamankvæði Þórarins Eld- járns, Hringhendur Prinsins sem fjallar á gamansaman hátt um hinar ýmsu líkamsbreytingar unglingsins við lag Sigurðar R. Jónssonar. Síðan geystu þeir félagar á sprett í Sprengisandi Kaldalóns og róuðu sig niður með hinni gullfallegu Nótt Árna Thorsteinssonar, síðan reis Hamraborg Kaldalóns í glæsilegum flutningi. Gamanlögin The Stuttering Lov- ers, sem er írskt þjóðlag, enska þjóðlagið The foggy, foggy dew, lag Clutsams Ma Curly Headed Babby og I bought me a cat eftir Copland voru í hreint ógleymanlegum flutn- ingi Ólafs með dyggum stuðningi Jónasar og til að róa mannskapinn niður fluttu þeir aríuna Non più andrai úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart. Ekki var komist hjá auka- lögum og söng Bergþór Pálssson dúett með Ólafi í því fyrsta. Fjölbreyttir afmælistónleikar TÓNLIST Íslenska óperan Ólafur Kjartan Sigurðarson, bariton og Jónas Ingimundarson, píanóleikari. Miðvikudaginn 24. september kl. 20.00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Morgunblaðið/Jim Smart Jónas Ingimundarson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Súpersex – krassandi kyn- líf er handbók eftir kynlífs- ráðgjafinn Trac- ey Cox. Bókin er ríkulega skreytt ljós- myndum eftir John Davis. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Tracey Cox er einn helsti höfundur heims á sviði kynlífs- og pararáð- gjafar. Hún fæddist í Bretlandi en bjó um margra ára skeið í Ástralíu þar sem hún ritstýrði áströlsku útgáfunni af Cosmopolitan auk þess sem hún stýrði vikulegum útvarpsþætti. Hún flutti til London þegar hún tók að sér að stýra spjallþættinum Hot Love, sjónvarpsþætti um samskipti kynjanna. Hotter Love fylgdi í kjölfar- ið, sex þátta röð þar sem hún leit- aðist við að leysa úr kynlífsvanda- málum 24 hjóna og para. Tracey nam sálfræði í háskóla og hefur ráðið pörum heilt í hinum ýmsu fjölmiðlum í meira en áratug. Útgefandi er JPV-útgáfa. Verð 3.980 kr. Kynlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.