Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRSKRIFTIN var ekki að skafa utan af því. „Stórtónleikar“ stóð á prógramminu, og það með hástöfum. En þrátt fyrir sjálfsör- yggið sem lesa mætti úr téðri fyr- irsögn getur hljómlistamaður aldrei dormað á lárviðinum eins og emb- ættismaður með háskólapróf í eitt skipti fyrir öll. Hann endurþreytir próf sitt með hverri framkomu. Og þó að nöfn fjórmenninganna á tón- leikunum í Salnum sl. föstudag gæfu af fenginni reynslu fullt tilefni til að tala um landslið íslenzkra ein- söngvara, ásamt einum reyndasta og eftirsóttasta undirleikara meðal hérlendra píanista, þá þurftu samt öll að hlíta lögmálum drottningar listanna og gjöra svo vel að uppfylla væntingar tónleikagesta hér og nú. Þær voru greinilega ekki litlar eftir aðsókninni að dæma, því húsið var koluppselt. En bezt er líklega að taka fram strax, að væntingar hlustenda uppfylltust það ríkulega að allar líkur virðast á að eins verði um áformaða sex tónleika hópsins á næstu dögum á Siglufirði, í Skaga- firði, á Selfossi og í Reykholti, auk tvennra annnarra tónleika í Salnum í kvöld og á miðvikudagskvöld. Ánægja undirritaðs var ekki síðri og ýtti reyndar undir vonarglætu um að umræddum hljómlistarhópi gæfist einhvern tíma tækifæri til að ferðast saman út fyrir landsteina, þó ekki væri nema til að kynna frændþjóðunum í landsuðri rjóm- ann af íslenzkum gullaldarsönglög- um sem löngu er kominn tími til. Jafnvel þótt sú von rætist trúlega seint meðan báðir karlsöngvararnir eru bundnir á hæl og hnakka í óperuverkefnum erlendis. Verkefnavalið samanstóð af ell- efu klassískum íslenzkum sönglög- um fyrir hlé, en þar á eftir af vel þekktum aríum og dúettum úr þeim liðlega fjörutíu óperum sem enn mynda uppstöðu óperuhúsa hins vestræna heims. Athyglin beindist því mest að flutningshliðinni, og hún var ekki af verri endanum. Sig- rún Hjálmtýsdóttir reið á vaðið með Draumalandið eftir Sigfús Einarsson af aðdáunarvert þéttri raddfyllingu, og Gunnar Guð- björnsson undirstrikaði lofttæra tign annars af þrem stjörnulögum Sigfúsar, Draumalandsins. Næst söng Kristinn Sigmundsson tvö lög eftir Markús Kristjánsson. Kvöld- söngur (Sólin er hnigin) mótaðist af líðandi kyrrð, en Minning af lát- lausri einlægni. Tvenndarformúla lagavalsins hélt áfram með tveim lögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrst Huldumál er Sigrún túlkaði með frábæru tenuto legato, síðan hesta- vísu Hannesar Hafstein, Sprettur, af viðeigandi frískleika. Raunar féll þar ekki eina hefðbundna karlavígi kvöldsins fyrir glansmiklum sópran Sigrúnar, því í uppklöppun tón- leikaloka hrundi einnig Hamra- borgin ástsæla, og með engu minni bravúr en múrar Jeríkó forðum. Þarnæst voru tvö lög eftir Emil Thoroddsen, bæði sungin af Gunn- ari. Í fögrum dal virðist í nokkru formlegu ójafnvægi fyrir hlutfalls- lega löng for- og eftirspil höfundar og því ekki með þakklátustu við- fangsefnum, auk þess sem fyrri toppsöngnótan, eins og gilti stund- um síðar um einstaka tón Gunnars á efstu mörkum hásviðsins, var ein- kennilega mött miðað við annars stórt og hljómmikið raddsvið þessa frábæra tenórs, en vonandi er að- eins um tímabundið ástand að ræða. Smalastúlkan var hins vegar leikandi létt og gáskafull við hæfi. Af tveim lögum Sigvalda Kaldalóns söng Sigrún Svanasöng á heiði sem nánast sýnikennslu í fyrirmyndar- raddbeitingu og af svífandi tærri innlifun, en Kristinn tók upp magn- aðan Stentor sinn í Þótt þú langför- ull legðir eins og honum er einum lagið. Loks sungu þeir Gunnar „ís- lenzka perlukafaradúettinn“, Sól- setursljóð Bjarna Þorsteinssonar, af líðandi kyrrum glæsibrag, og voru undirtektir að vonum miklar. Óperuefnið eftir hlé var kynnt af söngvurum til skiptis og setti skemmtilega afslappaðan blæ á tónleikana, enda grunnt á gáskan- um. Mozart var efstur á blaði með dúett Don Giovannis og Zerlínu, La ci carem la mano, elegant fluttur af Kristni og Diddú, og Kristinn söng La vendetta, aríu Dr. Bartolos í hefndarhug úr Brúðkaupi Figaros, með skoplegum buffo-tilþrifum og mannskæðri parlando-tungufimi. Dove sono Sigrúnar úr sömu óperu var stórbrotin og einlæg í senn. Tvö atriði úr Perluköfurum Georges Bizet komu næst. Hin háttlæga aría Je crois entendre en- core er ekkert lamb að leika sér við sungin á líðandi veiku piano, en Gunnar fór engu að síður með hana eins og um lauflétta barnagælu hefði verið að ræða, og af hrífandi tjáningardýpt. Hinn verðugt vin- sæli dúett Au fond du temple saint varð ekki óvænt meðal hápunkta kvöldsins í óviðjafnanlegum sam- söng Gunnars og Kristins. Síðar- nefndur bryddaði þvínæst upp á skúrkshlutverkinu í tveim aríum Mephistolesar úr Faust eftir Gounod, og skartaði Vous qui faites l’endormie m.a. djöfullegum háðs- hlátri. Kristinn tók síðan á hinum stóra sínum í Le veau d’or est toujours debout svo nötraði í hverj- um krók og kima, enda ekki af litlu að taka, og uppskar gífurlegar und- irtektir. Aría Alfredos úr La traviata Verdis, Lunge da lei, var innblásin af ástheitri lýrík í glimrandi með- förum Gunnars, og dúett Alfredos og Violettu úr sömu óperu, Parigi, o cara, gerði verðskuldaða lukku í meðförum þeirra Gunnars og Sig- rúnar. Válegur feigðargrunur Bancos úr Macbeth sama höfundar grúfði eftirminnilega yfir túlkun Kristins, og fruntaerfið aría Helenu í pólónesutakti úr Vespri Siciliani ljómaði og skein úr barka Sigrúnar þrátt fyrir óhemju raddsviðskröfur og vandmeðfarinn flúrsöng. Að lokum voru þrjú samfelld at- riði úr niðurlagi 1. þáttar La Bo- hème Puccinis, Che gelida manina (Hve köld er litla höndin), af- bragðsvel sungið af Gunnari. Túlk- un Sigrúnar á Si. Mi chianamo Mimi var í ótvíræðum stjörnu- flokki, og útgöngudúett þeirra, O soave fanciulla, lét engan ósnortinn. Við tóku í uppklappi Tonerne eftir Grieg, kannski eitt glæsilegasta framlag Gunnars þetta kvöld, fyrr- getin Hamraborg Sigrúnar, og, sem kómískur endapunktur, „Bla, bla“ lag Gershwinbræðra, I’ve Written You A Song, í bráðfyndinni úttekt Kristins. Um undirleik Jónasar Ingimundarsonar þurfti ekki að hafa áhyggjur frekar en fyrri dag- inn, því burtséð frá einstaka smá- stirðleika sem ígildi óperuhljóm- sveitar í einni aríu eða tveim var píanóspilið öryggið uppmálað og fylgið fram í fingurgóma. Þetta voru stórtónleikar í orðsins fyllstu merkingu – og alveg hástaf- anna virði. Stórtónleikar með hástöfum TÓNLIST Salurinn Íslenzk sönglög ásamt aríum og dúettum úr óperum eftir Mozart, Bizet, Gounod, Verdi & Puccini. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Kristinn Sigmundsson bassi og Jónas Ingimundarson píanó. Föstudaginn 26. september kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Gunnar Guðbjörnsson Kristinn Sigmundsson KRISTINN Sigmundsson, Gunnar Guðbjörnsson, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Jónas Ingimundarson efna til annarra aukatónleika í Salnum á miðvikudagskvöld kl. 21. Miðasalan hefst í dag kl. 10. Uppselt er á fyrri aukatónleika fjórmenninganna í Salnum í kvöld. Aðrir aukatón- leikar HANNES Þ. Guðrúnarson gítarleikari heldur tónleika undir yfirskriftinni Suð- rænt og seiðandi í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, annað kvöld kl. 20. Tón- leikar Hannesar eru fyrstu tónleikarnir af fimm í tón- leikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs sem nú er haldin þriðja árið í röð. Hannes lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1993 og stundaði fram- haldsnám við Tónlistarskól- ann í Björgvin þaðan sem hann lauk einleikaraprófi og prófi í kammertónlist. Hann starfar nú sem gítar- kennari við Tónlistarskól- ann í Kópavogi. „Í raun má segja að tónleikarnir annað kvöld séu debúttónleikar mínir hér í Reykjavík.“ Spurður um tónleikaröð- ina segir Hannes hana veita kenn- urum tækifæri til þess að sýna á sér nýja hlið sem flytjendur. „Auk þess eru tónleikarnir hluti af tón- listaruppeldinu. Þannig kynna tón- fræðikennararnir í skólanum tón- leikana sérstaklega fyrir nemendum sínum sem vinna síðan ritgerð út frá tónleikunum sem metin er til prófs. Þannig þjálfast nemendur í að skrifa um tónleika og tónlistina. Með þessu eru tón- leikaferðir líka gerðar að hluta af náminu, sem er náttúrlega sjálf- sagður hlutur,“ segir Hannes og bætir við: „Mér finnst það mjög virðingarvert framtak að gefa kennurum tækifæri á borð við þetta, því ég hef alltaf verið þeirr- ar skoðunar að það hljóti að vera kostur fyrir kennara að geta verið flytjendur líka.“ Á efnisskránni annað kvöld eru verk þriggja tónskálda, þeirra Agustin Barrios Mangore frá Paragvæ, Manuel M. Ponce frá Mexíkó og Leo Brouwer frá Kúbu. Hannes segir úr nógu að moða þegar komi að því að velja tónverk eftir Barrios og Brouwer þar sem þeir hafi báðir verið afar afkasta- mikil tónskáld. „Eftir Barrios mun ég spila Vill- ancico de Navidad, Barcarola og La Samaritana, en þetta eru afar falleg verk sem virka nánast eins og sönglög. Eftir Brouwer spila ég verkin Elogio de la Danza, Dansa Caracteristica og Cancion de Cuna. Formin hjá Brouwer eru af- ar skýr og hann vinnur á nýstár- legan hátt með hljóðfærið sem hljómar mjög vel og fellur tækni- lega vel að hljóðfærinu. En þess má geta að bæði Barrios og Brouwer voru sjálfir gítarleikarar og þekktu því hljóðfærið afar vel. Ponce var aftur á móti píanóleik- ari og hljómsveitarstjóri, en eftir að hann komst í kynni við gít- arleikarann Andrés Segovia fór hann að semja fyrir gítar í sam- vinnu við Segovia. Verk Ponce eru að sumu leyti mun snúnari tæknilega, sem krefst þess að maður nálgist verkin á annan hátt. Ponce samdi 24 pre- lúdíur og ég ákvað að velja úr fimm til flutnings annað kvöld. Þetta eru mjög stutt verk og fal- leg, svona eins og litlar perlur. Auk þess mun ég spila eftir hann Theme varie et Finale sem er krefjandi verk með fallegum til- brigðum og glæsilegum fínale. Þetta er stærsta verkið á efnis- skránni og ákveðin áskorun fyrir mig að spila það,“ segir Hannes að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Hannes Þ. Guðrúnarson gítarleikari leikur á tónleikum í Salnum annað kvöld. Suðrænt og seiðandi ÆFINGAR eru hafnar í Þjóðleik- húsinu á einu af höfuðverkum norska skáldjöfursins Henriks Ibsen, Jóni Gabríel Borkmann. Frumsýning er áætluð á Stóra sviðinu um miðjan nóvember. Leikritið er nú frumflutt á íslensku leiksviði, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Jón Gabríel Borkmann banka- stjóri situr í fangelsi í átta ár fyrir fjárdrátt og í átta ár til viðbótar lifir hann einangraður frá umheiminum og bíður þess að fá uppreisn æru. Hvað var það sem gerðist í raun og veru? Er einhver leið fær út úr ógöngunum? Hver voru verstu svik- in? Leikrit um líf á bakvið hneyksl- isfréttir dagblaðanna og leitina að því sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Arnar Jónsson fagnar fjörutíu ára leikafmæli í titilhlutverkinu en með önnur hlutverk fara Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Sigurður Skúlason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Rúnar Freyr Gísla- son, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Edda Arnljótsdóttir. Verkið er sem fyrr segir í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, tónlist semur Jóhann Jóhannsson, um lýs- ingu sér Björn Bergsteinn Guð- mundsson, búningar eru í höndum Filippíu I. Elísdóttur, höfundur leik- myndar er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Morgunblaðið/Ásdís Frá fyrsta samlestri á Jóni Gabríel Borkmann í Þjóðleikhúsinu. Æfingar hafnar á Jóni Gabríel Borkmann Í UMSÖGN um ljóðabók Gunnars Dal í blaðinu laugardaginn 20. sept- ember sl. misritaðist eitt orð í vísan í 131. hæku Gunnars í bókinni. Hún er rétt svona: Örninn sem flýgur skilur aldrei eftir sig nein spor á himnum. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.