Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COMSkonrokk FM 90.9 Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM HV MBL Sýnd kl. 8 og 10. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á BRESKUM BÍÓDÖGUM SÝNDAR ÁFRAM. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Kl. 6, 8 og 10.kl. 6. kl. 6. kl. 8. kl. 10.15.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM H.K. DV Nói Albinói sýnd um helgar FYRIRSÖGNIN neglir innihaldið á þessari fyrstu plötu Tube ágætlega niður. Lagasmíðarnar eru leitandi og forðast poppklisjur samtímans af mikilli lagni þannig að eftir stendur frumleg og áhlýði- leg poppplata, verk sem vex sífellt með tímanum og er mettandi. Við fyrstu hlustanir var maður spennt- ur að heyra næsta lag, spenntur að heyra hverju höfundar tækju upp á næst. Þau Björn Árnason og Kristbjörg Kari eru engir nýgræðingar í popp- inu. Björn lék eitt sinn á bassa með Deep Jimi and the Zep Creams frá Keflavík og síðar með Síðan skein sól og Kristbjörg var eitt sinn meðlimur í hljómsveitinni Yrju. Björn og Kristbjörg eru par, og varð Tube til er þau kynntust fyrir um þremur og hálfu ári síðan. Þess vegna – og líka vegna þess hversu góð platan er – umleikur hrífandi „pars-andi“ plöt- una. Svona líkt og fylgir plötunni Stormbringer! frá 1970 eftir þau John og Beverley Martyn. En sam- sláttur para/hjóna getur verið eld- fimur og þarf ekki að leita lengra en til Lennon og McCartney til að heyra dæmi um voðaverk af því tag- inu. Björn og Kristbjörg samnýta því krafta sína vel og það sem mest er um vert smekklega. Það er harla erf- itt að lýsa tónlistinni á þessum frum- burði Tube. Helst að manni detti sveitir eins og XTC og Prefab Sprout í hug, vegna hinnar frjóu sköpunar sem á sér stað innan ramma popp- tónlistar. Söngur Kristbjargar kallar þá stundum Kate Bush fram en öll úrvinnsla á lögum er þó til muna rokkaðri en það sem nefnt er. Fram- vinda laganna er þannig óvænt og oft skringileg. Og skemmtilegar melód- íur eru alltaf í forgrunni. Kristbjörg syngur af krafti og fegurð í senn og leiðir hún lögin af öryggi. Hún á marga glæsilega spretti. Eitt af því sem gerir þessa plötu eins spennandi og raun ber vitni er að það er svo mikið á seyði í hverju lagi. Undir niðri gára einhverjir taktar, gítarar eða strengir sem víkka lagasmíðarn- ar út. Ég nefni atriði eins og tromm- urnar í opnunarlaginu, „A Step For- ward“, bassann í „Now and Then“, fönkgítarinn í „Guess What I Saw“, strengina í „Inspiration“ sem dæmi um litla, skrýtna og skemmtilega hluti sem gefa plötunni sérstæða áferð, eitthvað sem hífir hana upp fyrir flest það annað sem verið er að gera í þessum geira. Það verður að segjast að það heyrist að öll hljóð- færin eru greinilega tekin upp af ein- um manni. Það vantar þann þéttleika sem er auðheyranlegur þegar hljóm- sveit tekur upp. En í þessu tilfelli er þetta kostur. Þetta gefur lögunum einkennilegan blæ sem er ómissandi fyrir heildarupplifunina. En þess fyrir utan væri ég alveg til í að heyra þau hjú vinna að hljóðversskífu með fleiri hljóðfæraleikurum. Niðurstöð- urnar úr því gætu orðið stórmerki- legar, svo forvitnilegar eru hug- myndirnar hér. …A Nickle Aint Worth Dime Any- more… er virkilega fín plata og styrkir mann í trúnni um að alltaf sé hægt að gera eitthvað nýtt og töfrandi úr efniviði poppsins. Frumlegt og framsækið Tube …A Nickle Aint Worth A Dime Anymore… Eigin útgáfa Tube eru á þessari plötu Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir (raddir) og Björn Árna- son (hljóðfæri). Lög eru eftir Björn og Kristbjörgu en texta á Kristbjörg. Björn tók upp. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jim Smart Björn Árnason og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir (til vinstri) skipa Tube. Til hægri er Viktor Steinarsson, sem leikur á gítar á hljómleikum Tube. ÞAÐ er ekki á hverju kvöldi sem færi gefst á að hlusta á stórsveit leika undir í gömlum bandarískum standördum. Spútnikkinn Geir Ólafsson stendur fyrir þessari dag- skrá en hann hefur öðrum íslensk- um karlsöngvurum fremur helgað sig þessari tónlist. Hér er ekki að- eins verið að flytja þessa stórkost- legu músík heldur er reynt að minnast samvinnu og vinskapar Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis yngri í orði og at- höfnum. Hermann Gunnarsson kynnti herlegheitin og gerði í raun mun meira; milli söngatriðanna las hann upp mjög athyglisverða fróð- leiksmola sem steypt hefur verið saman um þessa brokkgengu þre- menninga og félaga þeirra í sukk- inu. Flutningur hans var skýr og skilmerkilegur og gaf gestum á Broadway nasasjón af sögulegum bakgrunni og samhengi laganna sem sungin voru og leikin. Búningarnir voru glæsilegir, karlsöngvararnir þrír komu fram í smóking en Bryndís Ásmundsdótt- ir í kjól í anda sjötta áratugarins. Eina sem vantaði á var að Páll Rósinkranz væri skæddur í stíl við hina tvo sem hoppuðu um á gljá- fægðum lakkskóm. Að búningunum frátöldum er hvað útlitið varðar ekkert líkt með þremenningunum og söngvurunum í rottugenginu sáluga; Páll Rós- inkranz og Geir Ólafsson eru eins ólíkir ítalskættuðu ameríkönunum Frank Sinatra og Dean Martin og hugsast getur og lítið hefði orðið úr píslinni Sammy Davis jr. við hliðina á Harold Burr. Það var heldur ekki ætlunin að leika þessa karaktera nema að mjög litlu leyti. Dagskráin hófst á því að karlarnir þrír sungu saman „The Lady is a Tramp“, lag Rich- ards Rodgers við texta Lorenz Hart, sérlega skemmtileg byrjun á ánægjulegu kvöldi. Harold Burr skellti sér einn í næsta lag, „Where or When“ , sem er einnig eftir Rodgers og Hart. Hann klikkti út með „All That Jazz“ eftir Benny Carter og Al Stillman sem Sammy Davis jr. gerði svo góð skil í gamla daga. Söngur Burrs var traustur, túlkun góð en sá sjarmi og húmor sem Sammy gamli ljáði lögunum víðs fjarri. Páll Rósinkranz steig næstur á svið með tvo standarda, annars vegar „I Get a Kick Out of You“ eftir Cole Porter og svo „That’s Life“ (D. Kay/ K. Gordon), sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga í sjónvarpsauglýsingu VÍS. Það verður að segjast að Páll hafi borið höfuð og herðar yfir félaga sína, svo auðvelt á hann með að líkja eftir söngstíl kempanna gömlu, hvort sem er Dean Martins eða Frank Sinatra, auk þess sem rödd- in er stórkostleg og túlkunin fram- úrskarandi góð. Geir Ólafsson steig á svið sem átrúnaðargoð sitt Frank Sinatra. Hann skellti sér umsvifalaust í ein- kennislag hans „New York, New York“ eftir söngleikjahöfundana Fred Ebb og John Kander og í framhaldi af því í „Fly Me to the Moon“ eftir Howard Bart. Það er greinilegt að Geir hefur lagt mikla rækt við að þjálfa rödd sína og æfa framburð á enskri tungu á síðustu árum. Hann söng lögin af öryggi með hárri og skærri tenórrödd og voru nærstaddir undirrituðum sammála að hann hefði tekið miklum fram- förum á allra síðustu árum. Aftur á móti er greinilegt að ólíkari mann- gerðir og hann og Frank Sinatra eru vandfundnar, sprell og lífsgleði Geirs eru í beinni andstöðu við ró- lyndi Franks og sterk tenórröddin í mótsögn við það sem einkenndi frægasta raulara heimsins. Aðal Franks Sinatra var áferð raddarinnar og oft athyglisverð túlkun hans á textunum, atriði sem Geir Ólafssyni á eftir að lærast. Lífleg sviðsframkoma er eitthvað sem Geir á framyfir Frank og það er að vona að hann haldi sínum persónueinkennum óskertum, sleppi takinu af Frank og finni sér persónulegan stíl sem hæfir rödd hans og persónuleika. Næst gafst tækifæri til að fylgj- ast með stórsveit í fullri sveiflu, hljómsveitin tók eitt instrumental lag, „Harlem Nocturne“ eftir Earle Hagen. Halldór Pálsson, sem var kall- aður heim frá Svíþjóð til að taka þátt í dagskránni, lék þar listilega sóló á saxófón og áhorfendur fengu að reyna hve svo fjölmenn sveit getur samhæft sig í blæbrigðarík- um hljóðfæraleik. Það var greini- legt að þegar Ólafur Gaukur fær fágætt tækifæri til að stýra svo stórri sveit leggur hann sig í líma við að ná sem bestum árangri. Annars voru margir stórkostleg- ustu hljóðfæraleikarar landsins samankomnir í hljómsveitinni og það væri gaman að fá fleiri tæki- færi til að heyra þá spila saman. Eftir hlé komu þremenningarnir aftur fram í sömu röð með svolitlu innskoti. Harold Burr tók Stevie Wonder- lagið „You Are the Sunshine of My Life“, svolítil áminning um það að rottugengið var ekki alveg úr takt við það sem var vinsælast í popptónlist á blómatíma þeirra sem skemmtikrafta. Næst vatt Á gljáfægðum lakkskóm Rottugengið í syngjandi sveiflu: Harold Burr, Páll Rósinkranz og Geir Ólafsson bregða sér í líki gamalla kempa á misjafnan en litríkan hátt. SKEMMTANIR Broadway Kynnir: Hermann Gunnarsson (Hemmi Gunn). Texti kynnis: Hermann Gunn- arsson og Þorsteinn Eggertsson. Hljóð: Ásgeir Jónsson. Ljós: Gísli Berg. Listræn ráðgjöf: Elín Edda Árnadóttir. Hljómsveit- arstjóri: Ólafur Gaukur. Útsetningar: Ólaf- ur Gaukur og Þórir Baldursson. Hljóð- færaleikarar: Árni Scheving (bassi), Ásgeir Steingrímsson (trompett), Carl Möller (píanó), David Bobroff (bassabás- úna), Edward Frederiksen (básúna), Ein- ar Jónsson (trompett), Eiríkur Örn Páls- son (trompett), Guðmundur Stein- grímsson (conga-trommur), Halldór Pálsson (flauta og altsaxófónn), Jóhann Hjörleifsson (trommur), Jón Páll Bjarna- son (gítar), Kristinn Svavarsson (bari- tónsaxófónn), Oddur Björnsson (bás- úna), Ólafur Jónsson (tenórsaxófónn), Snorri Sigurðarson (trompett), Stefán Ómar Jakobsson (básúna), Stefán S. Stefánsson (flauta og altsaxófónn) og Steinar Sigurðarson (tenórsaxófónn), Söngvarar Bryndís Ásmundsdóttir, Geir Ólafsson, Harold Burr og Páll Rósinkranz. Föstudagur 19. september. Rottugengið (Rat Pack) Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.