Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 4
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, var gerð að sérstökum verndara táknmála á Norðurlöndum á alþjóðadegi heyrnarlausra á laugardag. Bind- ur Norðurlandaráð heyrnarlausra miklar vonir við að ná fram bar- áttumálum sínum með Vigdísi inn- an sinna raða. Alþjóðadagurinn var haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Háskóla Íslands á laugardag. Félag heyrnarlausra á Íslandi fer nú með formennsku í Norð- urlandaráði heyrnarlausra og er eitt af helstu verkefnum ráðsins að tryggja að við endurskoðun á norræna tungumálasamningnum, sem nú stendur yfir, verði tákn- mál á Norðurlöndum eitt þeirra tungumála sem samningurinn nær til. Vigdís Finnbogadóttir fékk að gjöf vatnslitamynd frá Félagi heyrnarlausra, Heim án hljóða, eftir Sunnu Davíðsdóttur, sem systurnar Áslaug og Snædís Hjart- ardætur afhentu henni. Vigdís þakkaði heiðurinn í ávarpi sínu, og sagði ótrúlega mikils virði að benda á það eins sterkt og kostur væri, að táknmál væri mannrétt- indi eins og öll önnur tungumál. „Að eiga sér tungumál og tala það, eru mannréttindi í öllum löndum. Fyrir það hef ég verið að vinna, það eru ýmis tungumál í heiminum sem eiga undir högg að sækja og þurfa vernd og um- hyggju. Nú hefur táknmál bæst í þann hóp,“ sagði Vigdís. Samhygðin á undanhaldi Sagði hún að hið sanna lýðræði í heiminum fælist í því að fólk gæti sagt það sem því byggi í brjósti á hvaða máli sem það vildi. Hún vék að manngildum í ávarpi sínu og sagði manngildi á borð við Morgunblaðið/Kristinn Vigdís Finnbogadóttir ásamt systrunum Áslaugu og Snædísi og Sunnu Davíðsdóttur listakonu. Táknmál er mannréttindi Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmála samhygð vera á undanhaldi. „Við gleymum því allt of oft að sérhver manneskja á jörðinni er einstök,“ sagði hún og bætti við að fólk hefði hjartað á sama stað og hver manneskja hefði tilfinningar. „Þetta ber okkur að virða og vernda og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa með hverjum þeim sem vill nota sér sitt eigið mál til þess að tjá sig.“ Vigdís lýsti þá yfir mikilli ánægju sinni með þingsetu Sig- urlínar Margrétar Sigurðardóttur, varaþingmanns Frjálslynda flokks- ins, fyrsta heyrnarlausa þing- mannsins á Alþingi, en hún mun jafnframt vera fyrsti heyrnarlausi þingmaðurinn á Norðurlöndum. Táknmálsfræði hefur verið föst fræðigrein til BA-prófs í Háskóla Íslands síðan 2001 og stunda nú 15 nemendur nám í faginu. FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsunda tali á hverju ári með Heims- ferðum. Í október er yndislegt veður í Prag enda vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 9. okt. M.v. 2 í herbergi á Expo Hotel, 4 stjörnur. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Glæsilegt 4 stjörnu hótel Október og nóvember Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag, 9. okt. Helgarferð til Prag 9. okt. frá kr. 29.950 AP segir Alcoa ekki vera eina fyr- irtækið sem vilji draga úr orkukostn- aði til álvera. Greint er frá nýlegum kaupum Alcan, móðurfyrirtækis ál- versins í Straumsvík, á franska ál- framleiðandanum Pechiney og talið að sú fjárfesting geti þýtt árlegan sparnað fyrir Alcan upp á 250 millj- ónir dollara. Einnig er bent á að Alcan framleiði sjálft um 62% af þeirri raf- orku sem fyrirtækið þurfi á að halda. Fer sú framleiðsla aðallega fram í Kanada. Kaup Alcan á Pechiney hafa vakið nokkra athygli, m.a. hér á landi þar sem vitað er að Alcoa hefur átt í nokkru samstarfi við Pechiney og m.a. notast við kertækni frá franska fyrirtækinu. Spurður hvort kaupin hafi ekki áhrif á Alcoa segir Jake Siewert það varla verða með beinum hætti, þó að uppstokkun geti orðið á álmarkaðnum í heild sinni. Segist hann ekki eiga von á breytingum á samstarfi sem Alcoa hafi átt við Pech- iney í Kanada og áfram verði notast við framleiðslutækni frá fyrirtækinu. draga sem mest úr heildarkostnaðin- um. Aldrei hafi þó staðið til að taka þátt í byggingu og rekstri Kára- hnjúkavirkjunar. Verkefnið á Íslandi miðist eingöngu við að starfrækja ál- verið í Reyðarfirði. Verjast verðsveiflum með rekstri um allan heim Í fréttaskýringu AP segir að álfyr- irtækin séu að reyna að verjast mikl- um sveiflum í orkuverði með því að starfrækja álver sem víðast um heim- inn. Hefur AP það eftir talsmanni Al- coa, Kevin Lowery, að fyrirtækið sé að tryggja sig fyrir óvæntum rekstr- arsveiflum með þessum hætti. Álver Alcoa keppi jafnt innbyrðis sem og við álver annarra fyrirtækja. Ljóst sé að því lægri sem orkukostnaðurinn sé, þeim mun ódýrara sé að framleiða ál. Hefur Alcoa að sögn AP verið að auka við eignarhluti sína í álverum og verk- smiðjum í S-Ameríku og haft áform uppi um stækkun álvers í Ástralíu. ALCOA hefur ekki áform um að fjár- festa í Kárahnjúkavirkjun eða starf- rækja hana þegar til kemur, segir Jake Siewert, aðaltalsmaður Alcoa. Tilefni fyrirspurnar Morgunblaðsins þessa efnis eru nýlegar fréttir um að Alcoa hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 26% hlut í fyrirtækinu Alba í Barein, sem aðallega starfræk- ir álver þar í landi. Hefur Alcoa til fjölda ára útvegað álveri Alba hráefni til álframleiðslunnar en raforkan kemur hins vegar frá fyrirtæki í eigu Alba. Í fréttaskýringu AP-fréttastofunn- ar segir að þessi fjárfesting sé til marks um þá viðleitni Alcoa að draga sem mest úr framleiðslukostnaði og hafa meiri stjórn á orkuöflun til ál- vera sinna. Jake Siewert segir að fjárfestingin í Barein eigi það sammerkt með verk- efninu á Íslandi að vera hluti af þeirri áætlun og markmiðum Alcoa að auka fjölbreytni í sinni framleiðslu og Haft er eftir sérfræðingum á ál- markaðnum að leitin að ódýrari orku muni leiða álfyrirtækin í aukna sam- keppni í öllum heimsálfum. „Í áliðn- aðinum er það orðið meginmarkmið að verða sér úti um aðgang að orkunni,“ segir Tony Lesiak, sér- fræðingur hjá HSBC-bankanum við AP-fréttastofuna. Greint er frá fjár- festingum Alcoa og Alcan á Íslandi og haft eftir Robin King, talsmanni Al- uminium Association, að um allan heim sé leitað að hagstæðu orkuverði og öruggri orkuöflun. „Fyrirtækin eru að leita að hinu rétta umhverfi fyrir hagkvæman iðnrekstur, líkt og á Íslandi,“ segir King. Framleiða meiri raforku en Landsvirkjun Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, tekur undir með starfsbróður sínum hjá Alcoa og segir engin áform hafa verið uppi um að álfyrirtækið tæki þátt í smíði eða rekstri Kárahnjúkavirkjunar. „Hins vegar höfum við vitað það frá upphafi að bæði Alcoa og Alcan eru hvort tveggja um sig margfalt stærri raforkuframleiðendur en Landsvirkj- un. Það er vel þekkt fyrirbrigði að raf- orkuver séu reist fyrir álver af sama aðilanum. Báðir samningsaðilar hér vissu af þessu en þetta var aldrei inni í myndinni vegna Kárahnjúkavirkjun- ar,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að ný raforkulög geri ráð fyrir því að menn geti reist orkuver fyrir skilgreinda þörf. Hver sem er geti farið út í framleiðslu á raf- orku. Þorsteinn segir að í gegnum tíð- ina hafi margvíslegar leiðir verið ræddar varðandi uppbyggingu og fjármögnun virkjana hér á landi. Þannig hafi það verið til skoðunar á sínum tíma, áður en Norsk Hydro og síðar Alcoa komu til sögunnar vegna álvers í Reyðarfirði, að stofna sér- stakt félag um orkuframleiðsluna á Austurlandi. Ekkert hafi orðið úr því og Landsvirkjun tekið að sér orkuöfl- unina við Kárahnjúka. Alcoa fjárfest- ir í álveri og orkuveri Í erlendum fjölmiðlum er talað um að álfyrirtækin séu að reyna að ná meiri stjórn á orkuöflun til álvera sinna. Alcoa og Alcan eru nefnd í þessu sambandi og kynnti Björn Jóhann Björnsson sér málið. Morgunblaðið/Kristinn Jake Siewert, aðaltalsmaður Alcoa, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, stinga saman nefjum á fundi Verslunarráðs um virkjanamál fyrr á þessu ári. Alcoa ætlar ekki að reka Kárahnjúkavirkjun, segir Siewert. bjb@mbl.is ÞRÍR slösuðust í hörðum árekstri á Arnarnesvegi við Fífuhvammsveg á mörkum Garðabæjar og Kópavogs á þriðja tímanum í gær. Að sögn læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi var fólk- ið flutt á sjúkrahús til rann- sóknar, en svo virtist sem um minniháttar áverka væri að ræða. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði, sem fer með rann- sókn málsins, voru bæði öku- tækin flutt af vettvangi með dráttarbíl. Samtals voru fjórir í bílunum. Þrír á slysadeild eftir slys á Arnarnesvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.