Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 13 LINSUR Í ÁSKRIFT Þú greiðir mánaðarlega með kreditkortinu þínu fasta upphæð og færð linsurnar sendar heim í byrjun hvers mánaðar. Mikil þægindi - aukin hollusta - minni greiðslubyrði CONTACTLINSUDEILDIN Allar gerðir af linsum: dags,- mánaðar,- litaðar,- harðar,- sjónskekkju,- margskiptar,- tvískiptar, - fyrir fólk með þurr augu og til meðhöndlunar ýmissa augnsjúkdóma Sérstök áhersla er lögð á að hjálpa fólki sem hefur þolað linsur illa eða alls ekki. SJÓNVERND - ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ www.sjonvernd.is - ÞVERHOLTI 14 - S. 511 3311 Spurning: Er bannað að selja Alka-Seltzer á Íslandi og þá hvers vegna, hvaða efni gera að verkum að það sé bannað? Svar: Alka-Seltzer er lyf frá Bandaríkjunum sem er ætlað við verkjum, kvefi, timbur- mönnum og fleiru. Um er að ræða fjöldann allan af mismunandi samsetningum sem all- ar heita Alka-Seltzer með einhverju viðbót- arnafni. Upphaflega samsetningin er Alka- Seltzer Original sem inniheldur verkjalyfið acetýlsalicýlsýru (sama og aspirín eða magnýl) og efni sem binda magasýru (mat- arsóda og sítrónusýru). Síðan hafa verið sett á markað fjölmörg önnur lyf og má nefna sem dæmi Alka-Seltzer Morning Relief ætl- að við timburmönnum (acetýlsalicýlsýra og koffín), Alka-Seltzer Heartburn Relief ætlað við brjóstsviða (eingöngu sítrónusýra), Alka- Seltzer Gold við brjóstsviða (sýrubindandi efnin matarsódi og sítrónusýra) og Alka- Seltzer Plus Original sem ætlað er við kvefi og inniheldur verkjalyfið paracetamól en auk þess ofnæmislyf og lyf sem minnkar nefstíflu. Margar aðrar Alka-Seltzer samsetningar eru á markaði í Bandaríkjunum. Talsvert al- gengt er í Bandaríkjunum að mörg mismun- andi lyf séu sett á markað undir einu vöru- heiti eins og gert er með Alka-Seltzer en í Evrópu hefur verið nokkur andstaða við þetta af ótta við að fólk rugli slíkum lyfjum saman. Það hefur aldrei verið bannað að selja Alka-Seltzer á Íslandi og raunar var upphaflega gerðin á markaði hér um tíma fyrir mörgum árum. Alka-Seltzer inniheldur einungis gömul og þekkt lyfjaefni sem eng- inn amast við. Hins vegar má færa rök fyrir því að þessar samsetningar séu dálítið úrelt- ar. Verkjalyfið sem er í flestum samsetn- ingum Alka-Seltzer er acetýlsalicýlsýra sem segja má að sé nokkuð úrelt vegna þess að til eru nýrri verkjalyf sem gefa a.m.k. jafn kröftuga verkjastillandi verkun og hafa mun færri aukaverkanir. Sama má segja um matarsóda sem vissulega bindur magasýru og var mikið notað til þess áður fyrr. Nú er matarsódi talinn óheppilegur til þessara nota m.a. vegna þess að þegar hann hættir að verka verður oft mikil aukning á sýru- myndun í maga. Mörg lyf sem eru á markaði í nágranna- löndunum eru það ekki á Íslandi. Algeng- asta ástæðan fyrir þessu er sú að lyfja- framleiðendum finnst íslenski markaðurinn svo lítill að ekki svari kostnaði að markaðs- setja viðkomandi lyf hér. Þetta er oft baga- legt og bitnar mest á þeim sjúklingum sem þurfa á viðkomandi lyfi að halda. Hvað er Alka-Seltzer?  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Til eru nýrri verkjalyf sem gefa a.m.k. jafn kröftuga verkjastillandi verkun.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. HJÓNIN Inga Eiríksdóttir og Þórður Guðnason eru komin af sínu alléttasta skeiði, hún er 73 ára, hann 84 ára, en stunda þó heilsurækt af miklu kappi og hafa gert í þrettán ár. Saman mæta þau að jafnaði þrisvar sinnum í viku; á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, í Gáska sjúkraþjálfun í Bolholti. Þau segjast í raun- inni geta mætt hvenær sem þau vilja, oftar en þrisvar þess vegna. „Upphafið má rekja til þess að ég fékk gervilið í hnéð árið 1990 og var send í end- urhæfingu,“ segir Inga og Þórður lætur þess getið að ekki sé nóg að fara tvisvar í viku. „Vegna þess að það er eins og þriðja skiptið geri herslumuninn í því að halda sér við. Annars svindluðum við dálítið í sumar vegna þess að við fórum allar helgar upp í sumarbústað og lögðum þá gjarnan af stað snemma á föstudagsmorgnum. En það var allt í lagi vegna þess að þar fáum við mikla hreyfingu. Það er alltaf nóg að gera við að dytta að húsinu og vinna í garðinum. Í sumar málaði ég til dæmis allan bústaðinn,“ upplýsir Þórður. Viðheldur okkur líkamlega Þau hjónin segjast mest vera í tækjum og rimlum, þótt Inga geti ekki farið í hvaða tæki sem er. „Þórður fer að jafnaði í 26 til 28 tæki í hverjum tíma,“ segir Inga og Þórður útskýrir ástæðuna: „Mér finnst betra að ná því að gera nokkrar æfingar í öllum tækjum, heldur en margar í fáum tækjum, vegna þess að þannig næ ég að þjálfa hvert einasta vöðva- svæði.“ Inga og Þórður orða það svo að þau myndu ekki bjóða í sig, ef þau stunduðu ekki heilsurækt, svo vel finnst þeim æfingarnar viðhalda líkamlegri heilsu sinni. „Ég mundi til dæmis aldrei ganga ef ég færi ekki á göngubrettið í Gáska. Þar sem ég er með gervilið í hnénu, á ég mjög erfitt með að stunda úti- göngur. Ég er með stálnagla sem nær niður í legginn og í kulda verður hann ískaldur, en í hita verður hann of heitur,“ segir Inga. „Andlegi þátturinn er ekki síður mikils virði en góð líkamlega heilsa,“ bætir Þórður við. „Maður verður svo miklu hressari af því að hreyfa sig. Síðan höfum við kynnst mörgu skemmtilegu fólki á þessum árum, fyrir utan hvað starfsfólkið er indælt og hjálplegt á allan hátt. Hérna vinnur mikið af ungu fólki sem er menntað í sjúkraþjálfun og skilur vel hvernig líkaminn vinnur og virkar. Ég verð líka að viðurkenna að þótt við förum þrisvar í viku er þetta alltaf jafnmikil tilbreyting. Við erum stundum spurð hvernig við nennum að fara svona oft og hvort þetta sé ekki bindandi. Að stunda heilsurækt reglulega er ekkert mál og verður hluti af lífs- stílnum.“ Þórður gefur mér ekkert eftir Inga viðurkennir þó að eftir fimm vikna frí, eins og þau hjónin taka sér á veturna á Kanaríeyjum, sé átak fyrir hana að byrja aftur. „Þórður gefur mér það ekkert eft- ir,“ segir hún. „Þótt við komumst ekki í líkamsrækt á Kanaríeyjum, þá heldur hann áfram æfingum. Hann fyllir, til dæmis, tvo átta lítra kúta af vatni og notar þá sem tæki, sveiflar þessu og lyftir á hverjum degi – og gerir allar æf- ingar sem hann getur án þess að hafa tækin.“ Þau segja ekki marga jafnaldra sína stunda reglulega heilsurækt í Gáska. „Flestir koma hingað að læknisráði og fólk er á öllum aldri, til dæmis unglingar sem eitthvað hefur komið fyrir,“ segir Þórður og Inga bætir við: „Þórður er einn sá elsti sem stundar reglu- lega heilsurækt hérna.“ Þegar Þórður er spurður hvers vegna hann hafi byrjað að stunda heilsuræktina, þá rétt kominn yfir sjötugt, segir hann: „Ég keyrði Ingu alltaf í æfingarnar þegar hún var að byrja og beið svo eftir henni. Ég varð fljótlega leiður á því að sitja og bíða og fór sjálfur að prófa mig áfram í tækjunum. Í dag sé ég hvað ég hef haft gott af þessu, vegna þess að núna er ég miklu betur á mig kominn en þeg- ar ég byrjaði.“ Þrisvar í viku í þrettán ár  LÍKAMSRÆKT Morgunblaðið/Jim Smart Inga og Þórður: „Alltaf jafn mikil tilbreyting að fara í ræktina.“ Byði ekki í okkur ef við stunduðum ekki heilsurækt KVIKMYNDASTJÖRNURNAR sitja ekki endilega á fremsta bekk á tískusýningum af einskærum áhuga á nýjustu tísku. Nú er komið er upp úr dúrnum að þær fá ríkulega borg- að fyrir að láta svo lítið að tylla sér á bekkinn. Eflaust er ástæðulaust að ætla annað en áhugi þeirra á tískunni sé fölskvalaus, en fyrir rúma sjö og hálfa milljón íslenskra króna væri alveg hægt að horfa um stund á nánast hvaða sýningu sem væri. Og gera sér upp hrifningu. Tilvist „framkomu-þóknunar- innar“ varð heyrinkunn á tvíær- ings-farandtískusýningu í New York nýverið, sem síðan var opnuð í London og heldur áfram til Parísar og Mílanó. Naskir tískufréttaritarar ljóstruðu leyndarmálinu upp í tíma- ritinu Women’s Wear Daily og vef- síðu Vogue. Nægir að eiga frægan afa Þeir fullyrtu að alsiða væri að greiða þeim frægu og ríku fyrir að verma sætin á fremsta bekk og eft- irspurnin væri sífellt að aukast, enda væri tískuiðnaðurinn feikilega uppveðraður fyrir þessu fólki. Svo virðist líka nægja að eiga frægan afa því forstjóri ID fyrirsætna upp- lýsti að hafa samið við barnabarn Charlie Chaplin um tvær til átta milljónir fyrir að sitja nokkrar sýn- ingar. Hermt er að hver ráðstöfun af þessu tagi útheimti samningsskil- mála upp á margar blaðsíður. Sem dæmi upplýsti tískufréttaskríbent Vogue að samningurinn við Ricky Martin á Armani-sýningu fyrir tveimur árum hefði verið tuttugu og þrjár blaðsíður. Sá sami bendir á að George Clooney komi ekki ár- lega á tískusýningar í Mílanó vegna þess að hann sé svona hrifinn af föt- um. Umboðsmaður Lara Flynn Boyle sagði ofureðlilegt að krefjast „fram- komu-þóknunar“ fyrir sitt fólk. Verðið réðist af hver í hlut ætti og verðmati hönnuðarins, enda væru ekki aðrar reglur til viðmiðunar. Á tískusýningu Donatella Versace á liðnu ári sátu m.a. Elizabeth Hurley, PDiddy, Britney Spears, Christina Aguilera, Chelsea Clinton, George Clooney, Catherine Zeta Jones, Jennifer Lopez og Madonna. Nokkrar milljónir undir slíka bossa.  TÍSKA Reuters Leiddar til sætis: Ítölsku fatahönn- uðirnir Gabbana, t.v., og Dolce, t.h., á tískusýningu í New York í vor með Naomi Campbell, Victoriu Beckham og Lindu Evangelista á milli sín. Hvar skyldu þær hafa fengið sæti? Setið fyrir fé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.