Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gott að komast heim
SÆVAR fór heim af sjúkrahúsi í gær til eig-
inkonu og þriggja barna. „Það skiptir öllu
máli að komast heim. Það er alltaf gott að
láta fólkið sitt taka utan um sig – en það hef-
ur aldrei verið jafn gott og núna.“
SÆVAR Sigmarsson, 46 ára sjómaður frá
Akureyri, var mjög hætt kominn þegar
hann lenti í sjónum við miðlínuna milli Ís-
lands og Færeyja í hádeginu á föstudaginn,
en var bjargað eftir um það bil 25 mínútna
volk í ísköldum sjó. „Mér var orðið gríð-
arlega kalt, en þegar þeir komu að mér leið
mér eins og ég væri á Benidorm – var orð-
inn sjóðandi heitur, fannst mér, og var af-
slappaður. Ég átti líklega ekki langt eftir,“
sagði Sævar í samtali við Morgunblaðið í
gær og vísaði til þess þegar skipverjar á
Hoffellinu frá Fáskrúðsfirði björguðu hon-
um. „Ég var þó ekki alveg rænulaus því ég
bað strákana að passa á mér fótinn; fann að
ekki var í lagi með hann.“
Sævar er skipverji á Hákoni EA-148, sem
er í eigu Gjögurs hf. í Grindavík en gerður
út frá Grenivík.
Hákon var á kolmunnaveiðum við mið-
línuna milli Íslands og Færeyja þegar trollið
festist í botni. „Við vitum ekki hvað er
þarna, en það er örugglega flak eða eitt-
hvað álíka,“ segir hann.
„Fótreipið slitnaði og pokinn líka,“ segir
Sævar, sem fór við annan mann á björg-
unarbát úr Hákoni yfir í Hoffellið til þess að
fá lánaða svokallaða slæðu, verkfæri sem
nota átti til þess að reyna að ná pokanum úr
sjónum. „Á pokanum eru aflanemar upp á
tugi milljóna.“
Tvímenningarnir voru hífðir um borð í
Hoffellið í björgunarbátnum og síðan, eftir
að slæðan var komin um borð hjá þeim, látn-
ir síga niður með skipshliðinni aftur. Þá
vildi ekki betur til en svo að vél björgunar-
bátsins fór ekki í gang. „Við rennum aftur
með skipinu og beint undir togvírinn. Bátn-
um hvolfir við það að vírinn lendir í honum
auk þess sem skrúfuhverinn frá Hoffellinu
var mjög öflugur.“
Félagi Sævars lenti ekki undir togvírnum
og náði því taki mjög fljótt á björgunar-
bátnum aftur og komst á kjöl hans, en kraft-
urinn frá skrúfu Hoffellsins þrýsti Sævari
upp að togvír þess um leið og hann lenti í
sjónum.
Sævar var ekki í björgunarflotbúningi
heldur gömlum Regatta-vinnuflotgalla, „og
ég mæli með honum! Hann reyndist aldeilis
vel,“ segir hann nú.
Togvírinn skrapaði á Sævari vinstri síð-
una og fótlegginn og þá tvífótbrotnaði hann
illa á hægra fæti.
Sævar þrýstist niður með togvírnum, lík-
lega niður á talsvert dýpi, en þegar fjær dró
skipinu og þrýstingurinn frá skrúfunni
minnkaði náði hann að losa sig frá vírnum.
„Ég var í kolsvartamyrkri þarna niðri og
gerði mér enga grein fyrir fjarlægðum eða
dýpt. Ég var búinn að snúast í svo marga
hringi.“ Hann segist því ekki hafa haft hug-
mynd um hvert hann ætti að synda, en
fannst hann allt í einu sjá ljós og synti þang-
að. Upp.
„Ég var allur lemstraður í skrokknum
þegar ég kom upp á yfirborðið.“
Honum skaut upp langt frá Hoffellinu og
segist hafa heyrt skipverjana þar kalla:
Hvar er maðurinn? „Félagi minn á björg-
unarbátnum hafði fylgst með mér og sá
hvar ég kom upp og gat bent þeim í hvaða
átt mig væri að finna. Svo kallaði hann líka í
átt til mín og skipaði mér að slappa af; sá að
ekkert þýddi fyrir mig að reyna að synda.“
Sævari var orðið svo kalt að hann segist
hafa örmagnast hefði hann reynt að synda.
„Námskeiðið á Sæbjörginni kom heldur
betur að góðum notum. Ég reyndi að vísu
fyrst að synda í átt að björgunarbátnum, en
fann strax að ég gat það ekki. Mér var svo
kalt að ég hefði klárað mig í hvelli. Ég lagð-
ist því á bakið og reyndi að vera rólegur.“
Óhappið varð um hádegisbil, sem fyrr
segir, í góðu veðri. Fremur hlýtt var og nán-
ast logn, að sögn Sævars. Um klukkan tvö
var lagt af stað til Eskifjarðar og komið
þangað um ellefu á föstudagskvöldið.
Sævari er þakklæti ofarlega í huga, til
allra sem unnu að björguninni. Hann dásam-
ar „strákana á Hoffellinu“, eigin skipsfélaga
og útgerðarmann og hjúkrunarfólkið.
„Ég átti líklega ekki langt eftir“
Bjargað úr ísköldum sjónum við miðlínu
Íslands og Færeyja eftir 25 mínútna volk
Akureyri. Morgunblaðið.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Norsk bók um
bóksalann í Kabúl
Kemur út en
deilt er um
sannleiksgildi
PÁLL Valsson, útgáfustjóri
Máls og menningar, segir að
bókin Bóksalinn í Kabúl, eft-
ir norsku blaðakonuna Åsne
Seierstad, muni koma út í ís-
lenskri þýðingu fyrir jólin,
þrátt fyrir að miklar umræð-
ur séu nú um sannleiksgildi
bókarinnar í norskum fjöl-
miðlum. „Bókin er á leiðinni í prentsmiðju,“
segir hann. „Þetta er umtöluð bók og það er
gaman að geta gefið hana út.“
Bókin segir frá lífi Shah Muhammad Rais,
bóksala í Kabúl í Afganistan, og fjölskyldu
hans, en Seierstad skrifaði bókina eftir að
hafa fengið að vera inni á heimili fjölskyld-
unnar í fimm mánuði. Bókin hefur hlotið lof-
samlega dóma í Noregi og var hún met-
sölubók þar í landi í fyrra. Hún hefur
aukinheldur verið gefin út víða á Norðurlönd-
unum og í Evrópu.
Sökuð um að eyðileggja mannorð
Í netútgáfu Aftenposten segir hins vegar
að „fyrst hafi málið orðið alvarlegt“ þegar
bóksalinn sjálfur, Shah Muhammad Rais, hafi
stigið fram í dagsljósið í sumar eftir að hafa
lesið bókina í enskri þýðingu. Bóksalinn hefur
fullyrt í samtali við norska fjölmiðla að í bók-
inni séu helberar lygar um hann og hans fjöl-
skyldu. Hann segir að blaðakonan hafi mis-
notað gestrisni fjölskyldunnar, eyðilagt
mannorð hennar og sett líf margra í fjöl-
skyldunni í hættu. Hann vill leita réttar síns
fyrir dómstólum og freista þess að ómerkja
fullyrðingar í bókinni. Að sögn Aftenposten
hefur bóksalinn einnig farið fram á að útgáfa
bókarinnar í öðrum löndum verði stöðvuð.
Seierstad hefur á hinn bóginn sagt að fjöl-
skyldunni hafi verið fullkunnugt um þá áætl-
un hennar að skrifa bókina. Og að hún hafi
einungis ritað það sem hún hafi orðið vitni að.
Þá segir útgefandi hennar, Anders Hegar, að
bóksalinn hafi ekki getað bent á nein dæmi
um lygar eða ósannindi í bókinni.
UM 50 manns frá lögreglunni í
Reykjavík, björgunarsveitum,
Landhelgisgæslunni og slökkviliði
komu að umfangsmikilli leit að
þremur mönnum á Helluvatni í
gærkvöldi, en eftir um tvo og hálf-
an tíma höfðu leitarmenn leitað af
sér allan grun og var þá leit hætt.
Skömmu eftir klukkan 20 í gær-
kvöldi ræsti Lögreglan í Reykjavík
út þyrlu Landhelgisgæslunnar og
björgunarsveitir eftir að hafa feng-
ið tilkynningu um að sést hafi til
þriggja manna á báti á Helluvatni,
sem er tengt Elliðavatni, en um
hálfri klukkustund síðar hafi bát-
urinn verið mannlaus á reki.
Að sögn Lögreglunnar í Reykja-
vík var þyrlan ræst út til að leita á
vatninu en björgunarsveitirnar til
að leita á landi. Mannlaus báturinn
hafi fundist strax en leitin hafi að
öðru leyti ekki borið árangur og
henni hafi verið hætt eftir að menn
höfðu leitað af sér allan grun. „Það
er enginn í vatninu eða við vatnið
þannig að við höfum hætt leit,“
sagði talsmaður lögreglunnar á 11.
tímanum í gærkvöldi. Hann bætti
við að áhöfn þyrlunnar hefði séð all-
an botn vatnsins og það væri á
hreinu að enginn væri í vatninu.
Auk þess hefði verið farið meðfram
Elliðavatni og þar hefði heldur ekki
verið nokkur maður.
Talið er að þeir sem hafi verið á
bátnum hafi ekki fest hann nógu
vel þegar þeir fóru frá borði.
Leituðu af sér allan grun
Morgunblaðið/Júlíus
Landsbjörg, SHS og lögreglan í Reykjavík leituðu við Helluvatn í gær-
kvöldi eftir að bátur fannst á reki og tvær árar við hann.
GÓÐ þátttaka var í útivistarferð í Viðey á
vegum Félags einstæðra foreldra í gær. Um
60 manns mættu og gerðu sér glaðan dag.
Karíus og Baktus, þeir vafasömu bræður,
skemmtu börnum í Viðeyjarferjunni og síðan
voru grillaðar pylsur í eynni og farið í leiki í
fjörunni. Veðrið lék við þátttakendur og
skemmtu allir sér hið besta. Ný stjórn tók við
í félaginu í vor og boðar hún öflugt félagslíf
meðal félagsmanna, sem eru um eitt þúsund
talsins. Félagið rekur m.a. húsnæði fyrir ein-
stæða foreldra.
Morgunblaðið/Kristinn
Pylsuveisla í Viðey