Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 263. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Bikar-
meistarar
Níundi sigur Skagamanna í tíu úr-
slitaleikjum á 25 árum Íþróttir 3
Margrét Gauja Magnúsdóttir stýrir
Tótalráðgjöf Daglegt líf 14
Óskalög
ráðherrans
Halldór valdi lögin við opnun
Tonlist.com í New York Fólk 31
RÚSSNESKI stjórnmálamaðurinn
Vladímír Zhírínovskí vill sem fyrr að
Ísland verði fangaeyja fyrir alla Evr-
ópu. Í samtali blaða-
manns Morgun-
blaðsins við
Zhírínovskí kemur
fram að hann álítur
að erfitt yrði fyrir
fangana að flýja héð-
an.
„Fjöldi fangelsa í
Evrópu er gífurleg-
ur og það kostar sitt
að reka þau,“ segir
Zhírínovskí. „Ef við hefðum einfald-
lega eitt risastórt fangelsi fyrir alla
evrópska glæpamenn kæmi þetta bet-
ur út,“ segir hann. Ef landsmenn sam-
þykktu hugmyndina myndu þeir fá
greitt fyrir að vista fangana og gæta
þeirra, bætir hann við.
Zhírínovskí stefnir að því að verða
forseti Rússlands ekki síðar en árið
2008. Hann viðrar ýmsar hugmyndir í
viðtalinu, meðal annars vill hann að
Kína verði skipt upp í sex hluta, segir
að það myndi draga úr hættu sem
hann telur stafa af ríkinu. Hann vill að
einvörðungu verði þrír gjaldmiðlar í
heiminum, dollari, evra og rúbla og
heiminum verði stýrt frá Moskvu,
Brussel og Washington.
„Ísland
yrði gott
fangelsi“
Zhírínovskí
Vladímír
Zhírínovskí
Heiminum/12
GEISLADISKUR, þar sem Finn-
ur Bjarnason tenórsöngvari og
Örn Magnússon píanóleikari flytja
sönglög Jóns Leifs, fær frábæra
dóma í tónlistartímariti Breska út-
varpsins, BBC Music Magazine.
Diskurinn fær fjórar stjörnur,
bæði fyrir túlkun og hljómgæði.
Gagnrýnandinn, Hilary Finch,
hrósar fallegri hönnun disksins
sérstaklega og segir svo:
„Hjá Jóni Leifs þýðir minna oft
meira, og smærri hljóðfæraverk
hans og sönglög gefa góða innsýn í
skapandi hug hans, þótt oft hafi
þau staðið í skugga risavaxinna
hljómsveitarverkanna. Þeir sem
þekkja Sögusinfóníuna munu
njóta nálægðarinnar í þremur
söngvum úr henni, þar sem hvert
atkvæði stendur teinrétt og sterkt.
Söngvarnir ópus 24 eru kraftmikil
viðbót við þá fyrrnefndu og gefa
orðinu hetjutenór nýja merkingu.
Það er Finnur Bjarnason, mennt-
aður í Guildhall-skólanum, sem
tekst á við söngva Jóns með píanó-
leikaranum góða, Erni Magnús-
syni. Þeir hafa báðir til að bera
næmi og kjark til að miðla þessari
tónlist – tónlist sem kann í fyrstu
að hljóma torskilin, eins og hún
þráist við að hjakka í sama farinu.
Þeir sem eru að kynnast tónlist
Jóns Leifs í fyrsta sinn eiga í
vændum að upplifa ótal undur,
eins og Vögguvísuna sem Jón
Leifs samdi fyrir látna dóttur sína.
Þeir sem þegar eru kunnugir mál-
notkun og tónmáli Jóns ættu að fá
hér gott tækifæri til að öðlast enn
dýpri skilning á hvoru tveggju.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Finnur Bjarnason og Örn
Magnússon við upptöku.
Ótal undur í tónlistinni
Sönglög Jóns Leifs vekja hrifningu í Englandi
RAFMAGNSBILUN á Ítalíu aðfaranótt sunnu-
dags olli því að á nokkrum mínútum lamaðist
nær allt landið. Eins og sjá má var Róm enn
myrkvuð í gærmorgun. Rafmagn komst aftur
á í norðurhéruðunum þegar í gærmorgun og
nokkru síðar í Róm en í gærkvöldi voru ýmis
svæði á sunnanverðri Ítalíu enn rafmagnslaus.
Sardinía slapp en tugþúsundir manna í öðrum
landshlutum voru strandaglópar í lestum og
sums staðar sat fólk fast í lyftum.
„Það var skelfing og ringulreið á götunum,“
sagði 17 ára strákur, Tommaso Primavera,
sem var á ferð á vélhjóli sínu í Róm. „Ferða-
menn trylltust – menn hugsuðu bara um sjálfa
sig.“ Bilun varð í Sviss er trjágreinar slógust
utan í flutningslínur sem slitnuðu. Tvær aðrar
flutningslínur, sem liggja um Frakkland til
Ítalíu, hættu þá að virka vegna álagsins.
Reuters
Myrkur um
nær alla Ítalíu
VONAST er til þess að liðsmenn
Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar í Vín, IAEA, verði komnir til
Íran síðar í vikunni en stofnunin
hefur veitt stjórnvöldum í Teheran
frest til 31. október til að sanna að
eingöngu sé unnið þar að kjarn-
orkurannsóknum í friðsamlegum
tilgangi. Utanríkisráðherra Írans,
Kamal Kharazi, lýsti því yfir í gær
að Íranar vildu starfa með IAEA
en þeir myndu ekki hætta við áætl-
unina. Grunsemdir eru um að þeir
eumanna. Leiðtogarnir tveir sögðu
eftir fundinn að þeir væru sam-
mála um að stöðva yrði slík áform.
Rússar hafa selt Íran búnað og
tækniþekkingu til að reisa svo-
nefnt Bushehr-kjarnorkuver en
segjast tryggja að það sé eingöngu
til friðsamlegra nota, þar verði
framleidd raforka en ekki auðgað
úran. Miklir hagsmunir eru í húfi
fyrir Rússa því að verið mun kosta
um 800 milljónir dollara, rúma 60
milljarða ísl. króna.
sagði að Íranar væru samt reiðu-
búnir að undirrita sérstakan samn-
ing vegna málsins við IAEA til að
draga úr áhyggjum Bandaríkja-
manna en með því skilyrði að frið-
samlegu tilraunirnar yrðu ekki
stöðvaðar.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti og Vladimír Pútín Rússlands-
forseti ræddu á tveggja daga leið-
togafundi sínum í Bandaríkjunum
um helgina meinta kjarnorku-
vopnasmíði Írana og Norður-Kór-
vinni að því að framleiða auðgað
úran til nota í kjarnorkuvopn.
„Við erum að reyna að eiga sam-
starf og erum ákveðnir í að gera
það,“ sagði Kharazi í samtali við
bandarísku sjónvarpsstöðina ABC.
„Vandinn er að stjórn Bandaríkj-
anna hefur beðið okkur um að
hætta að auðga úran. Það gerir
hún enda þótt [tilraunirnar] séu
löglegar og ekkert sé hægt að finna
að þeim meðan þær fara fram und-
ir eftirliti IAEA.“ Ráðherrann
Íranar verja kjarnorkuáætlun
Washington, Teheran. AFP.
FÓLKI sem bíður eftir varanlegri vistun
utan Landspítala – háskólasjúkrahúss hef-
ur fjölgað mjög að undanförnu eða um ná-
lægt 50% frá því sem verið hefur á þessum
árstíma undanfarin ár. Jóhannes M. Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir
að ef þetta rými losnaði mætti fjölga að-
gerðum svo biðlistum yrði nánast eytt.
Á legudeildum spítalans bíða nú 146 ein-
staklingar sem lokið hafa meðferð eftir var-
anlegri vistun utan hans. Á sama tíma á síð-
asta ári voru 119 í sömu stöðu og Jóhannes
vekur athygli á að á undanförnum árum hafi
gjarnan verið 80 til 110 á biðlistum.
Hjúkrunarrýmum fjölgar of hægt
Margt af þessu fólki er aldrað og þarf að
komast á hjúkrunarheimili en einnig er þar
ungt fólk sem lent hefur í alvarlegum slys-
um eða veikindum og geðfatlaðir einstak-
lingar. Jóhannes segir að hjúkrunarrýmum
á höfuðborgarsvæðinu fjölgi svo hægt að
ekki hafist undan. „Rýmisins vegna gætum
við nánast eytt öllum biðlistum eftir aðgerð-
um á spítalanum ef við hefðum þessi legu-
pláss. Við höfum skurðstofurnar tilbúnar og
fasti kostnaðurinn er sá sami þótt við fjölg-
um aðgerðum,“ segir Jóhannes.
146 bíða
vistunar eftir
meðferð
Gætu nánast/6
Ráð undir
rifi hverju