Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 4
4 C MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir mbl.is/fasteignir/fastis habil.is/fastis Opið mán.-fim. kl. 9-18 Opið fös. kl. 9-17 KEILUGRANDI - BÍLSKÝLI Vor- um að fá í einkasölu fallega 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli í litlu fjölbýli á þessum vinsæla stað. Stór stofa með suðursvalir. Flísalagt baðherbergi. Parket. Áhv. um 4,3 millj. byggsj. og húsbréf. BEIN SALA EÐA SKIPTI Á HÆÐ EÐA RAÐHÚSI Í VESTURBÆNUM. Verð 13,5 millj. ÁLFATÚN Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölbýli innst í botn- langa á frábærum stað við Fossvogsda- linn. Stofa m. suðursvölum, sjónvarpshol, 2 svefnherb., með suðaustursvölum úr hjónaherb., flísal. baðherb., gott eldhús m. þvottahúsi/búri inn af. Parket og flísar á gólfum. Mjög góð sameign. Vinsæll stað- ur. LÆKKAÐ VERÐ. 4ra-6 HERBERGJA VESTURBERG - HÚS KLÆTT Í einkasölu rúmgóð um 112 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. sem nýl. er búið að klæða að utan með litaðri álklæðningu á vandaðan hátt. Yfirbyggðar flísalagðar vestursvalir. Flísal. baðherb. Parket á stofu, sjónvarpsholi og herbergjum. Sam- eign nýl. máluð. Stutt í skóla og þjónustu. Áhv. um 8 millj. húsbréf með 5,1% vöxt- um. ÁKVEÐIN SALA. LANDSBYGGÐIN SELFOSS - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu þetta fallega ein- býlishús á einni hæð ásamt stórum tvö- földum bílskúr m. hita, vatni og 3ja fasa rafmagni. Stofa, 5 svefnherbergi með skápum, endurnýjað baðherbergi. Hús og þak er nýlega yfirfarið og málað. Fallegur gróinn garður. Húsið er vel staðsett í enda á botnlangagötu og stutt er í skóla og alla þjónustu. Góð eign. Laust mjög fljótlega. Verð 17,9 millj. 2ja HERBERGJA HAMRABORG Vorum að fá í einka- sölu rúmgóða 73 fm íb. á 4. hæð í fjölbýli. Stór stofa með suðursvölum. Þvottaherb. inn af eldhúsi. Sameiginlegt bílskýli á jarð- hæð með eftirlitsmyndavél. Áhv. um 6,4 millj. húsbréf. Verð 9,7 millj. LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu fallega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Laugaveg- inum. Íb. snýr að mestu frá Laugav. Parket á gólfum. Bílastæði. Áhv. um 5,5 millj. langtímalán. MIÐBORGIN - LAUS Vorum að fá í sölu mjög fallega 2ja-3ja herb. íb. á 2. hæð í góðu steinhúsi í hjarta Rvk. Íbúðin er nær öll endurn., m.a. ný eldhúsinnr., nýtt baðh., parket. LAUS STRAX. Verðtilboð. 3JA HERBERGJA HRÍSMÓAR - BÍLSKÝLI - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða 2ja-3ja herb. íb. á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt góðu stæði í bílskýli, miðsvæðis í Garðabæ. Stofa með suðursvölum. Hús nýlega klætt að utan og sameign teppalögð og máluð að innan. Stutt í alla þjónustu. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 11,0 millj. SÓLTÚN Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra her- bergja íbúð ofarlega í nýlegu lyftuhúsi á þessum vinsæla stað. Sérinng. af svölum. Stofa með suðursvölum, 3 svefnh., gott vinnurými í holi. Sam. þvottahús á hæð- inni. Húsið er stenað að utan og því vænt- anl. viðhaldsfrítt næstu árin. Verð 14,9 millj. DALSEL - BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu 4ra-5 herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Stofa og 4 svefnherbergi. Hús nýl. tekið í gegn að utan, viðgert og málað, ásamt gluggum og þaki. Stutt í þjónustu. Gott stæði í bílskýli. Verð 12,8 millj. BARÐASTAÐIR - BÍLSKÚR Mjög góð og vel skipulögð 4ra-5 herbergja íbúð á 2. hæð í litlu, nýlegu fjölbýli ásamt um 28 fm bílskúr. Sjónvarpshol, góð stofa m. suðvestursvölum, 3 góð herb. Vandaðar innr. úr hunangseik. Þvottah. í íb. Flísar og parket á gólfi. Hús er steinað að utan með marmarasalla. Eign fyrir vandláta. VESTURBERG Vorum að fá í einka- sölu góða 4ra herbergja íbúð í litlu fjölbýli. Vestursvalir úr stofu með fallegu útsýni. Áhvílandi hagstæð langtímalán um 7,1 millj. (byggsj. og húsbréf). Verð 10,9 millj. HÆÐIR HRAUNBRAUT - BÍLSKÚR Í einkasölu falleg 6 herb. efri sérhæð í tvíbýli ásamt bílskúr, vel staðsett við botnlanga- götu í vesturbæ Kópavogs. Stofa og borð- stofa m. suðursvölum, 4 svefnherb. Hús nýl. málað að utan. Ásett verð 18,2 millj. EINB. - PAR - RAÐHÚS KLAPPARBERG Vorum að fá í einkasölu fallegt 177 fm ein- býli á tveimur hæðum ásamt 30 fm bílskúr. Stofa, borðstofa með hurð út á hellulagða verönd með heitum potti. 4 svefnherb. Baðherbergi og gestasnyrting. Þvottahús. Fallegt útsýni. Húsið stendur innst við botnlangagötu. BEIN SALA EÐA SKIPTI Á 3JA-4RA HERBERGJA ÍBÚÐ. Verð 21,9 millj BYGGÐARENDI - EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús á þessum vinsæla stað, innarlega í botnlangagötu. Húsið sem er á tveimur hæðum er með nýlegri vandaðri eldhúsinnréttingu, nýl. endurnýj- uðum baðherbergjum og saunu. Stofur með fallegu útsýni og suðursvölum. Gólf- efni er parket og flísar, að mestu nýlegt. Fallegur garður. VERÐTILBOÐ. ATVINNUHÚSNÆÐI LAUGAVEGUR - LEIGA Til leigu verslunarhúsnæði á góðum stað við Laugaveg. Góðir sýningargluggar. Laust fljótlega. Upplýsingar veitir Haukur Geir. SKÚLATÚN - SALA/LEIGA Til sölu eða leigu 3 skrifstofuhæðir í sama húsi, 150 fm, 275 fm og 275 fm eða sam- tals um 700 fm. Laust strax. Nánari uppl. gefur Haukur Geir. MIÐHRAUN - GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu nýlegt um 1160 fm hús- næði sem er sérhannað fyrir heildsölu. Húsnæðið er á einni hæð með um 8 metra lofthæð auk lítils millilofts fyrir skrifstofur. Góð aðkoma og bílaplan. Nánari uppl. veitir Haukur Geir. SUMARBÚSTAÐIR BORGARFJÖRÐUR Um 40 fm bú- staður í kjarrivöxnu landi. Stofa og 3 svefnherbergi. Parket. Stór verönd. Verð 4,5 millj. LESTU ÞETTA! HJÁ OKKUR ER ÞAÐ LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SEM SKOÐAR OG VERÐMETUR ÞÍNA EIGN, VEITIR ÞÉR RÁÐGJÖF OG GENGUR FRÁ ÖLLUM SKJÖLUM VARÐANDI SÖLUNA. ÞEKKING, TRAUST OG ÁRATUGA REYNSLA. ÞAÐ er mjög skemmtilegur kostur að marmaramála hluta veggja eða gólf. Hér má sjá hluta af eldhúsvegg sem er marmaramálaður á smekk- legan hátt. Hins vegar er það ekki á allra færi að marmaramála svo vel fari, slíkt er sjaldnast á færi nema fagmanna sem hafa að baki drjúga reynslu í slíkri málun. Marmaramálning Morgunblaðið/Guðrún Á ÞESSU fallega glerborði eru liljur í vasa og listaverkabók til að blaða í ef hlé verður á samræðum eða hús- móðirin bregður sér frá til að hita kaffi. Listaverkabækur eru skemmtilegar afmælisgjafir sem allir hafa gaman af að blaða í, ungir sem gamlir. Liljur eru glæsileg blóm sem talsvert hafa verið í tísku að undanförnu. Liljur og listaverkabók Morgunblaðið/Guðrún N ú hafa siðareglur Félags fasteignasala verið í gildi í fimm ár. Ingibjörg Þórðardóttir sem sæti á í stjórn félagsins var spurð hvernig þessar reglur hefðu reynst. „Þær eru visst aðhald sem leggja metnað sinn í vönduð vinnubrögð og starfa samkvæmt þessum reglum eftir fremsta megni,“ sagði Ingi- björg. „Oft kemur upp ágreiningur vegna fasteignakaupa. Fólk sem á viðskipti við fasteignasala í félaginu hefur aðgang að skrifstofu félagsins og málið er þar þá lagt fyrir sam- skiptanefnd sem úrskurðar í því. Sá úrskurður getur vegið þungt ef t.d. viðkomandi mál fer til dómstóla.“ Eru margir fasteignasalar utan fé- lags? „Já, margir fasteignasalar starfa utan Félags fasteignasala, en fé- laginu berast mjög oft erindi vegna utanfélagsmanna, en fjöldi erind- anna er slíkur að ekki er hægt að sinna þeim öllum og því mörgum vís- að frá, enda er félaginu með öllu óviðkomandi starfsemi þeirra fast- eignasala sem ekki eru í félaginu og hefur ekki agavald gagnvart þeim.“ Kemur til greina skylduaðild að félaginu? „Já, í nýju lagafrumvarpi um fast- eignasölu er m.a. gert ráð fyrir skylduaðild fasteignasala að Félagi fasteignasala. Ég persónulega tel brýnt fyrir fasteignakaupendur að fylgjast með því hvort þeir fast- eignasalar sem þeir eiga viðskipti við séu félagsmenn, aðild að félaginu veitir ákveðna tryggingu.“ Reynslan af siðareglunum Morgunblaðið/Kristinn Stjórn Félags fasteignasala og framkvæmdastjórinn Magnús Einarsson, sem er lengst til vinstri. Við hlið hans er Ingibjörg Þórðardóttir, Haukur Geir Garðars- son, Guðmundur Sigurjónsson, formaðurinn Björn Þorri Viktorsson, Runólfur Gunnlaugsson og Ólafur Björn Blöndal. Siðareglur veita aðhald, sagði Ingibjörg Þórð- ardóttir stjórnarmaður í Félagi fasteignasala við Guðrúnu Guðlaugs- dóttur. Í nýju laga- frumvarpi er gert ráð fyr- ir skylduaðild að félaginu. Á AÐALFUNDI Félags fast- eignasala árið 1989 lagði formað- urinn, sem þá var Þórólfur Hall- dórsson, fram tillögu um siðareglur fyrir fasteignasala. Flestir, sem á fundinum voru, töldu siða- og sam- skiptareglur geta komið að miklu gagni og bent var á að fagstéttir fasteignasala í nágrannalöndunum hefðu komið sér upp slíkum reglum – sem í hefðu átt sinn þátt í að bæta ímynd fagstéttarinnar þar. Sam- þykkt var að setja félaginu siða- reglur, þær síðan samdar og sam- þykktar á næsta ári. Öllum félagsmönnum í Félagi fasteignasala er ætlað að fara eftir siðareglum félagsins, auk þess að sjá til þess að starfsmenn þeirra fylgi reglunum. Einnig er fé- lagsmönnum ætlað að leitast við að auka faglega þekkingu sína og fylgj- ast vel með breytingum á þjóð- félagsaðstæðum; lögum, reglugerð- um og samþykktum er varða fasteignasölu eða snerta á einhvern hátt fasteignaviðskipti. Síðast, en ekki síst, ber félagsmönnum að fara eftir lögum og reglugerðum sem gilda um starfsemi fasteignasala, sem og skráðum og óskráðum reglum um góðar fasteigna- söluvenjur. Það er stjórn félagsins, eða sérstök nefnd skipuð af stjórn félagsins, sem sker úr um hvað telst góð fasteignasöluvenja. Hvað viðskiptavini varðar er ítrekað að félagsmenn skuli hvorki taka að sér verkefni, sem við- skiptavinur neitar að gefa skriflegt umboð til, né verkefni sem brjóta í bága við lög, opinberar reglugerðir, siðareglur félagsins eða góða fast- eignasöluvenju. Félagsmönnum ber að vinna þau verkefni sem þeir taka að sér á öruggan og skilvirkan hátt. Það brýtur klárlega í bága við siðareglurnar að félagsmenn gefi ráð eða veiti umsagnir um málefni sem þeir hafa ekki kunnáttu á – heldur vísa viðskiptavininum til sérfræðinga á því sviði. Félagsmönnum er óheimilt að veita viðskiptavini lán, gjaldfrest, ábyrgð eða aðrar ívilnanir í þeim til- gangi að fá verkefni. Siðareglurnar ná einnig til sam- skipta fasteignasala innbyrðis. Þar er kveðið á um að félagsmenn skuli í hvívetna koma málefnalega og kurteislega fram við aðra félags- menn og leitast við að eiga góð samskipti við þá. Þar segir einnig að félagsmenn skuli ávallt taka tillit til annarra félagsmanna og á þann hátt að samrýmist hagsmunum viðskiptavinarins. Félagsmanni er óheimilt að sækjast eftir starfs- manni annars félagsmanns til starfa. Punktar úr siðareglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.