Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir N ÝTT skipulag Lundar var fyrir nokkru samþykkt frá bæjaryfirvöldum í Kópavogi til kynningar, sem stendur til 10. nóvember nk., en þá þurfa athugasemdir og ábending- ar að hafa borist bæjarskipulagi Kópavogs. Lundur er um tíu hektara svæði neðan Nýbýlavegar í Kópavogi. Þar var frá 1945 og fram undir þetta rek- inn hefðbundinn búskapur. Áður höfðu komið fram tillögur að nýrri byggð á þessu svæði en fallið var frá þeim tillögum og nýjar gerðar, þær sem nú er verið að kynna. Höfundur skipulagsins er Kristinn Ragnarsson arkitekt. Í síðustu viku, á fimmtudaginn var, kynnti Birgir Sigurðs- son, skipulagsstjóri Kópavogs, þetta skipu- lag á almennum kynn- ingarfundi í Félags- heimili Kópavogs. „Þar rakti ég þessar nýju tillögur í máli og myndum,“ segir Birgir Sigurðsson. „Ég byrjaði þó á því að nefna hugmyndir sem uppi höfðu áður verið um „þekkingar- þorp“ í Lundi, en menn sáu fyrir sér að reisa byggð sem myndi hýsa atvinnustarfsemi, tengdri upplýsingaiðn- aðinum. Fallið var frá þessum hugmyndum þegar ljóst varð að mikil niðursveifla var í þessum geira og mikið framboð á góðu skrif- stofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, er jafnvel talað um hrun í þessu sam- bandi. Í annan stað er framboð á slíku húsnæði langt umfram eftir- spurn þar sem mikið hefur verið byggt af sérhönnuðu skrifstofuhús- næði, m.a. í Kópavogi. Af ofanskráðu er því ljóst að fjárfesting í dýru skrif- stofuhúsnæði er ekki vænlegur kost- ur á næstu árum fyrir fjárfesta og fyrirtæki sem starfa í þekkingariðn- aðinum,“ segir Birgir Sigurðsson ennfremur. „Í tillögunni fyrrnefndu var gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum ásamt íbúðarhúsnæði í byggð sem hugsuð var næst Nýbýlaveginum. Húsin voru 7 til 12 hæða og samtals milli 50 og 60 þúsund fermetrar að flatarmáli. Byggðin í Lundi sem nú stendur er farin að láta mjög á sjá og því verða þau hús sem nú standa flest öll rifin. Húsin sem eiga að standa eru íbúðar- húsin Nýi-Lundur og Lundur III. Byggt verður íbúðarhúsnæði fyrir almennan markað Í byrjun þessa árs kom fram ný til- laga frá Lundi ehf. um byggð í kring- um þessi hús og verður helmingur Lundarsvæðisins tekinn undir nýja byggð. Í hinum nýju tillögum felst að byggt verður íbúðarhúsnæði á þessu svæði fyrir almennan markað. Lund- arsvæðið er vel fallið til íbúðarbyggð- ar, það er miðsvæðis og þjónar því vel markmiðum, bæði svæðisskipu- lags og aðalskipulags um þéttingu byggðar. Byggðin yrði í jaðri Fossvogsdals, eins eftirsóknarverð- asta útivistarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, aðgengið er gott að svæðinu og fjölbreytt og góð þjónusta í næsta nágrenni þess. Útsýni er mikið til fjalla og sjávar, út á Fossvoginn til vesturs og yfir Foss- vogsdalinn í norður og austur. Dalurinn er veðursæll. Með íbúðar- byggð á Lundarsvæð- inu yrði til nýr kostur til mótvægis við jaðar- byggðir höfuðborgar- svæðisins. Umferðartengsl svæðisins verða frá Ný- býlavegi um hringtorg gegnt Auð- brekku. Áætla má að umferð á tengi- götu til og frá svæðinu verði á milli fjögur og fimm þúsund bílar á sólar- hring. Tillagan gerir ráð fyrir um 480 íbúðum á svæðinu í 8 fjölbýlishúsum, sem yrðu níu til þrettán hæðir, auk inndreginnar þakhæðar og kjallara. Þéttleiki svæðisins er áætlaður um 50 íbúðir á hektara. Á hverri hæð er reiknað með fimm íbúðum og síðan tveimur íbúðum á þakhæðinni. Ef miðað er við 2,7 íbúa á íbúð kæmu um 1.300 manns til með að búa á svæðinu eða um 130 íbúar á hektara. Samanlagt flatarmál lóða er 56 þúsund fermetrar og byggingamagn án bílageymslna er um 74 þúsund fermetrar eða nýtingarhlutfall sem samsvarar 1,3. Nýtingarhlutfall einstakra nýrra byggingarlóða er áætlað 1,5 til 2,0. Samkvæmt tillögunni verða um 900 bílastæði á svæðinu og verður stór hluti þeirra í bílageymslum neð- anjarðar. Áhersla var lögð á að hafa sem mest af bílastæðum neðanjarðar til þess einkum að bæta ásýnd svæð- isins. Rík áhersla lögð á trjárækt og opin svæði Í tillögunni er lögð rík áhersla á aukna trjárækt og góð, opin svæði. Meðal annars meðfram umferðaræð- um og við bílastæði. Í henni er jafn- framt gert ráð fyrir leikskóla á svæð- inu, ásamt sparkvelli og minni leiksvæðum. Þá er gert ráð fyrir að þar rísi hverfisverslun og í tengslum við hana er ráðgert að hafa endur- vinnslugáma fyrir m.a.pappír og fleira. Einnig er gert ráð fyrir bens- ínstöð í suðvesturhorni deiliskipulags svæðisins, með aðkomu frá Nýbýla- vegi. Gönguleiðir verða víða í nýju byggðinni og tengjast þær stígakerfi Fossvogsdalsins. Í tillögunni kemur jafnframt fram að gert er ráð fyrir fernum nýjum undirgöngum í tengslum við uppbyggingu svæðis- ins, einum til vesturs, undir Hafnar- fjarðarveg sem tengja Fossvogsdal og Kársnesið, önnur undir afrein af Nýbýlavegi inn á Hafnarfjarðarveg og tvenn verða undir Hafnarfjarðar- veg. Börn úr hverfinu munu eiga skóla- göngu í Snælandsskóla. Lauslega áætlað geta um 200 íbúanna á Lund- arsvæðinu verið á grunnskólaaldri. Staðsetning bygginga á Lundar- svæðinu var valin með það í huga að byggingarnar varpi ekki skugga yfir nálæga byggð yfir sumartímann og útsýni frá byggðinni skerðist sem minnst. Því er fyrirhuguð byggð í Lundi staðsett eins vestarlega á svæðinu og kostur er. Þannig mynd- ast opið svæði milli þeirra byggðar sem fyrir er og þeirrar nýju. Lundur við Fossvog er sem sagt nýtt íbúðarhverfi í jaðri Fossvogs- dals. Þar sameinast íbúðarbyggð og grænt útivistarsvæði í námunda við allar helstu þjónustu- og samgöngu- leiðir. Tilvalið fyrir þá sem vilja hreiðra um sig miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu Hverfið verður tilvalið fyrir ein- staklinga og fjölskyldufólk; þá sem Dæmi um útlit byggðar í Lundi, séð frá Hafnarfjarðarvegi. Nýtt skipulag Lundar Kynnt hefur verið nýtt skipulag Lundarsvæðisins fyrir neðan Nýbýlaveg í Kópavogi. Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, gerir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur grein fyrir hinu nýja skipulagi. Horft í vestur yfir hina fyrirhuguðu byggð í Lundi. Húsin eru 9 til 13 hæða og koma til með að standa vestast á svæðinu. Birgir Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.