Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 20
20 C MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Stella Pétur Sími 588 55 30 Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali. Fax 588 55 40 • Netfang: berg@berg. is • Heimasíða: berg. is • Opið virka daga frá kl. 9-17 MOSFELLSBÆR Lindarbyggð - Raðhús - Laust strax Nýkomið í einkasölu af- ar fallegt og vel umgengið 109 fm rað- hús við þessa vinsælu götu. Parket og flísar á gólfum. 2 góð svefnherbergi. Fallegur garður. Fjölskylduvænt hverfi. Skógur í næsta nágrenni og ótal göngu- leiðir. Eign fyrir vandláta. 5282 Glæsihús á Kjalarnesi Glæsilegt 257 fm einbýlishús á einni hæð með innfelldum bílskúr. 5 herbergi. Upptekin loft í stofu. 2 snyrtingar. Hjónaherbergi með fataherbergi og sérbaðherbergi. Sjónvarpsherbergi. Eldhús með vand- aðri innréttingu og eldhúseyju. Hellu- lagnir umhverfis hús. Fallegt útsýni yfir sundin. Áhv. húsbréf 9 m. 5197 Grænamýri Nýkomið í sölu mjög skemmtilegt 103 fm húsnæði í Grænu- mýri í Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ. Góð lofthæð. Getur nýst vel fyrir léttan iðnað, skrifstofur eða ýmsa starfsemi. Góð aðkoma og mikið af bílastæðum. V. 6,5 m. 5289 Einbýli Jöldugróf Nýkomið í sölu mjög skemmtilegt 112 fm einbýlishús með rúmgóðum bílskúr. Húsið stendur á stórri gróinni lóð með trjágróðri. 3 góð svefnher- bergi. Björt stofa með frönskum glugga. Allt gler er nýtt. Flestir gluggar nýir. Mjög hagstætt verð. Eignin er laus fljótlega. 5299 Raðhús Starengi - Glæsilegt raðhús Til sölu mjög glæsilegt 152 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Allur frágangur fyrsta flokks. Gegnheilt jatoba-parket og flísar á gólfum. Sérsmíðaðar innréttingar í öllu húsinu þ.á m. sérsmíðuð eldhúsinnrétting. 90 fm sólpallur. Fallegur garður. Hitalögn undir plani. Örstutt á golfvöllinn. Eign fyrir kröfuharða. V. 22,4 m. 5271 4ra herb. Asparfell - Laus strax Nýkomin í sölu 112 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Beykiparket á gólfum, nýyfirfarið. Stór og björt stofa. Tvennar svalir. 3 svefnher- bergi. 2 snyrtingar. Snyrtileg og rúmgóð íbúð. Hagstætt verð. V. 12,5 m. 5291 Þekking - öryggi - þjónusta Vantar eignir á skrá - Þekking - Öryggi - Þjónusta Lindasmári - Endaíbúð Ný í sölu. Falleg 98 fm íbúð á 3ju hæð í 3ja hæða litlu fjölbýli. 3 góð svefnherbergi. Sér- þvottahús. Snyrtileg sameign. Hús í góðu viðhaldi. Mjög falleg lóð. Eign fyrir vand- láta. V. 13,7 m. 5298 5 herb. Dúfnahólar - Frábært útsýni Nýkomin í einkasölu falleg 117 fm íbúð á 5. hæð í vandaðri lyftublokk. 4 góð svefn- herbergi. Yfirbyggðar svalir með frábæru útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Rúmgóð og björt stofa. Lagt fyrir þvottavél á snyrt- ingu. Góð sameign. Sérleiksvæði með leiktækjum fyrir börnin á baklóð. Hag- stæð áhv. lán. 2279 3ja herb. Lautasmári Ný á skrá. Falleg 84 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. 2 rúmgóð svefnherbergi. Mjög vandaðir skápar í íbúðinni úr beyki. Björt og rúmgóð stofa með útgengi á hellulagða verönd. Fallegt eldhús. Þvottahús innaf eldhúsi. Góð sameign. Getur losnað fljótlega. V. 12,5 m. 5292 Veghús Nýkomin í sölu afar glæsileg 74 fm íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýli. Eikar- parket á gólfum. Stórt eldhús með borð- krók. Þvottahús innaf eldhúsi. Sérgeymsla í íbúð. Stórir skápar. Útgengt á hellulagða verönd úr stofu. Frábær staðsetning. V. 11,9 m. 5301 Einstaklingsíbúð Vindás - Einstaklingsíbúð Mjög falleg 35 fm einstaklingsíbúð á 3. hæð í 3ja hæða fjölbýli. Eikarparket á gólfi. Út- gengt á svalir með miklu útsýni í norð- austur. Góð sameign. Fallegur garður. V. 5,9 m. 5280 Landið Smiðjustígur á Flúðum Mjög skemmtilegt 84 fm raðhús á Flúðum. Húsið er nýbyggt. Fullfrágengið að inn- an sem utan. Mahóní í hurðum og fata- skápum. Eldhúsinnrétting er sprautu- lökkuð, eldavél og ofn ásamt gufu- gleypi. Innrétting á baði. Parket og flís- ar á gólfum. Sólpallur er fyrir framan húsið. Örstutt á einn vinsælasta golf- völl landsins. Hagstætt verð. Laust strax. 2232 Lágahlíð - Lögbýli Nýkomið í sölu lögbýlið Lágahlíð í Mosfellsbæ. Um er að ræða 488 fm fasteign ásamt 3,7 hektara landi. Miklir möguleikar fyrir framkvæmdafólk. Eignin er í góðu við- haldi og mikið búið að gera. Bjartar og rúmgóðar stofur. Rúmgott eldhús, 6 herbergi og 2 snyrtingar. Verðtilboð. 5285 Viðarás - Kjalarnesi Nýkomið í sölu nýlegt 200 fm einbýlishús með stórum bílskúr. Húsið stendur á 1,3 hektara eignarlóð. Mjög rúmgóðar stof- ur og sjónvarpshol. Afar stórt og fallegt eldhús með eikarinnréttingu. Stórt bað- herbergi með innréttingu úr kirsuberja- viði. 4 góð svefnherbergi. Lóðin er vel gróin og liggur að sjó, með stórkostlegu útsýni. Frábært tækifæri fyrir náttúru- unnendur. 5286 Brekkuland - Mos. 170 fm ein- býlishús á tveimur hæðum auk innb. 28,7 fm bílskúrs. Þrjú stór herbergi með góðum skápum. Parket á gólfum. Gróð- urhús 26 fm með hita í gólfi. Glæsilegt útsýni í rólegu umhverfi. V. 22,0 m. 2221 Á RIÐ 1848 byggir Ahrens, stiftamtmaður og malari, hús sem enn stendur, á suðurhluta Arnarhóls- túns. Eftir skjölum að dæma geng- ur hann ekki frá leigusamningi um lóðina fyrr en ári síðar. Lóðin var eign Arnarhóls og var leigan á ári 2 ríkisdalir. Talið er að í húsinu hafi átt að vera bæði íbúð og veitinga- rekstur. Veitingareksturinn gekk ekki eins vel og vonir stóðu til og var honum hætt eftir eitt ár og fljótlega veðsetur Ahrnes húsið og er þá eignin skráð 2b á Arnarhólslandi. Í nokkur ár er húsið ýmist kallað númer 10 í Austurstræti eða 2b á Arnarhólslandi. Af skjölum má ráða að Ahrens hafi ekki getað haldið eign sinni, hann selur árið 1850, August Thom- sen. A. Thomsen fær leyfi til að stækka húsið og einnig byggir hann eitthvað af skúrum á lóðinni. Á næstu árum á eftir verða nokk- ur eigendaskipti. Árið 1860 er skráður eigandi hússins Jón Pét- ursson yfirdómari. Jón var bróðir Péturs biskups í Austurstræti 16 og Brynjólfs Fjölnismanns. Jón starf- aði við Landsyfirréttinn og var dómstjóri. Hann sat á Alþingi og í bæjarstjórn. Um skeið var hann settur lands- og bæjarfógeti í Reykjavík. Einnig var Jón amtmað- ur í Vesturamtinu og landshöfðingi nokkurn tíma. Synir Jóns voru hinir þekktu athafnamenn Friðrik og Sturla. Jón Pétursson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Sofía Bogadóttir. Börn þeirra voru tví- burarnir séra Pétur á Kálfafellsstað og séra Brynjólfur á Ólafsvöllum, Jarðþrúður sem átti dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörð, og Jó- hanna Sofía sem átti séra Zófonías Halldórsson í Viðvík. Seinni kona Jóns Péturssonar var Sigþrúður Friðriksdóttir, dóttir séra Friðriks Eggertssonar í Ak- ureyjum. Börn þeirra voru: Arndís sem átti Guðmund Guðmundsson lækni í Stykkishólmi, Þóra sem átti Jón Magnússon ráðherra, Friðrik guðfræðingur og kaupmaður, Sturla kaupmaður, Elínborg og Sigríður sem átti Geir Sæmundsson vígslu- biskup. Hús heldri manna Laugavegur 1 var hús heldri manna. Benedikt Gröndal segir í æviminningum sínum: „Þar býr nú ekkja Jóns Péturssonar, frú Sig- þrúður, og tveir synir hennar, Sturla kaupmaður og Friðrik cand. theol og hafa þeir prýtt húsið mjög bæði að utan sem innan með dýr- indis málverkum og ýmsu skrauti, en í hallanum fyrir framan er fagur aldingarður, skrýddur mörgum tegundum fagurra blóma og jurtagróðrar.“ Garðurinn var var- inn með steinhleðslu þeim megin sem gatan var en mikil umferð var þar á götuslóðan- um af gangandi fólki og hestvögnum. Húsið var íbúðarhús fram undir 1910 en þá hófst þar verslunar- rekstur. Guðmundur Ásbjörnsson og Sigur- björn Þorkelsson, sem kenndur var við versl- unina Vísi, hófu þar verslunarrekst- ur. Guðmundur Ásbjörnsson var forseti bæjarstjórnar frá árinu 1926 til 1952 og hefur ekki annar gegnt því starfi lengur svo vitað sé. Enn- fremur var hann for- maður Árvakurs hf. Sigurbjörn tók virkan þátt í bæjarmálunum og eftir að hann hætti að versla tók hann við stjórn kirkjugarðanna í Reykjavík. Árið 1898 byggir Sturla Jónsson lystihús í garðinum, að grunn- fleti 4x3 ½ álnir. Tveimur árum síðar byggir hann heyhús, 12x16 álnir að grunn- fleti og fjós 9x16 álnir á lóðinni. Líklega er það sama húsið og seinna var notað fyrir hesta og heyið geymt á loftinu. Hús- ið er byggt af plönkum með háu risi. Árið 1903 selur Sturla Jónsson eignina sem gengur kaupum og söl- um í þrjú ár. Árið 1906 er Lúðvík Lárusson orðinn eigandi hússins en Magnús Guðmundsson er eigandi lystigarðsins og litla hússins sem Sturlubræður byggðu í honum. Sama ár byggir Lúðvík skúr, 5 5/8x31/4 álnir að grunnfleti á lóðinni sem er líklega viðbyggingin sem enn stendur norðan við húsið. Hinn 5. desember 1915 er versl- unin Vísir stofnuð í húsinu. Eigend- ur verslunarinnar og húseignarinn- ar voru Guðmundur Ásbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Hjálmar Þorsteinsson. Í miðrými hússins stofnaði Guð- mundur Ásbjörnsson rammagerð og veggmyndaverslun sem talið er að sé sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík. Um árabil var í plássinu ein af þekktustu skóverslunum í bænum. Þá var opnað inn í viðbygg- inguna sem byggð var fyrir stór- Morgunblaðið/Sverrir Húsið er með elstu húsum við Laugaveg og hefur lengi sett sinn svip á umhverfið. Jón Pétursson Þetta gamla og fallega hús er friðað enda full ástæða til þess þó að það hafi tekið talsverðum breytingum á einni og hálfri öld. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um hús, sem er samofið sögu Laugavegs. Laugavegur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.