Morgunblaðið - 20.10.2003, Side 20

Morgunblaðið - 20.10.2003, Side 20
20 C MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Stella Pétur Sími 588 55 30 Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali. Fax 588 55 40 • Netfang: berg@berg. is • Heimasíða: berg. is • Opið virka daga frá kl. 9-17 MOSFELLSBÆR Lindarbyggð - Raðhús - Laust strax Nýkomið í einkasölu af- ar fallegt og vel umgengið 109 fm rað- hús við þessa vinsælu götu. Parket og flísar á gólfum. 2 góð svefnherbergi. Fallegur garður. Fjölskylduvænt hverfi. Skógur í næsta nágrenni og ótal göngu- leiðir. Eign fyrir vandláta. 5282 Glæsihús á Kjalarnesi Glæsilegt 257 fm einbýlishús á einni hæð með innfelldum bílskúr. 5 herbergi. Upptekin loft í stofu. 2 snyrtingar. Hjónaherbergi með fataherbergi og sérbaðherbergi. Sjónvarpsherbergi. Eldhús með vand- aðri innréttingu og eldhúseyju. Hellu- lagnir umhverfis hús. Fallegt útsýni yfir sundin. Áhv. húsbréf 9 m. 5197 Grænamýri Nýkomið í sölu mjög skemmtilegt 103 fm húsnæði í Grænu- mýri í Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ. Góð lofthæð. Getur nýst vel fyrir léttan iðnað, skrifstofur eða ýmsa starfsemi. Góð aðkoma og mikið af bílastæðum. V. 6,5 m. 5289 Einbýli Jöldugróf Nýkomið í sölu mjög skemmtilegt 112 fm einbýlishús með rúmgóðum bílskúr. Húsið stendur á stórri gróinni lóð með trjágróðri. 3 góð svefnher- bergi. Björt stofa með frönskum glugga. Allt gler er nýtt. Flestir gluggar nýir. Mjög hagstætt verð. Eignin er laus fljótlega. 5299 Raðhús Starengi - Glæsilegt raðhús Til sölu mjög glæsilegt 152 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Allur frágangur fyrsta flokks. Gegnheilt jatoba-parket og flísar á gólfum. Sérsmíðaðar innréttingar í öllu húsinu þ.á m. sérsmíðuð eldhúsinnrétting. 90 fm sólpallur. Fallegur garður. Hitalögn undir plani. Örstutt á golfvöllinn. Eign fyrir kröfuharða. V. 22,4 m. 5271 4ra herb. Asparfell - Laus strax Nýkomin í sölu 112 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Beykiparket á gólfum, nýyfirfarið. Stór og björt stofa. Tvennar svalir. 3 svefnher- bergi. 2 snyrtingar. Snyrtileg og rúmgóð íbúð. Hagstætt verð. V. 12,5 m. 5291 Þekking - öryggi - þjónusta Vantar eignir á skrá - Þekking - Öryggi - Þjónusta Lindasmári - Endaíbúð Ný í sölu. Falleg 98 fm íbúð á 3ju hæð í 3ja hæða litlu fjölbýli. 3 góð svefnherbergi. Sér- þvottahús. Snyrtileg sameign. Hús í góðu viðhaldi. Mjög falleg lóð. Eign fyrir vand- láta. V. 13,7 m. 5298 5 herb. Dúfnahólar - Frábært útsýni Nýkomin í einkasölu falleg 117 fm íbúð á 5. hæð í vandaðri lyftublokk. 4 góð svefn- herbergi. Yfirbyggðar svalir með frábæru útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Rúmgóð og björt stofa. Lagt fyrir þvottavél á snyrt- ingu. Góð sameign. Sérleiksvæði með leiktækjum fyrir börnin á baklóð. Hag- stæð áhv. lán. 2279 3ja herb. Lautasmári Ný á skrá. Falleg 84 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. 2 rúmgóð svefnherbergi. Mjög vandaðir skápar í íbúðinni úr beyki. Björt og rúmgóð stofa með útgengi á hellulagða verönd. Fallegt eldhús. Þvottahús innaf eldhúsi. Góð sameign. Getur losnað fljótlega. V. 12,5 m. 5292 Veghús Nýkomin í sölu afar glæsileg 74 fm íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýli. Eikar- parket á gólfum. Stórt eldhús með borð- krók. Þvottahús innaf eldhúsi. Sérgeymsla í íbúð. Stórir skápar. Útgengt á hellulagða verönd úr stofu. Frábær staðsetning. V. 11,9 m. 5301 Einstaklingsíbúð Vindás - Einstaklingsíbúð Mjög falleg 35 fm einstaklingsíbúð á 3. hæð í 3ja hæða fjölbýli. Eikarparket á gólfi. Út- gengt á svalir með miklu útsýni í norð- austur. Góð sameign. Fallegur garður. V. 5,9 m. 5280 Landið Smiðjustígur á Flúðum Mjög skemmtilegt 84 fm raðhús á Flúðum. Húsið er nýbyggt. Fullfrágengið að inn- an sem utan. Mahóní í hurðum og fata- skápum. Eldhúsinnrétting er sprautu- lökkuð, eldavél og ofn ásamt gufu- gleypi. Innrétting á baði. Parket og flís- ar á gólfum. Sólpallur er fyrir framan húsið. Örstutt á einn vinsælasta golf- völl landsins. Hagstætt verð. Laust strax. 2232 Lágahlíð - Lögbýli Nýkomið í sölu lögbýlið Lágahlíð í Mosfellsbæ. Um er að ræða 488 fm fasteign ásamt 3,7 hektara landi. Miklir möguleikar fyrir framkvæmdafólk. Eignin er í góðu við- haldi og mikið búið að gera. Bjartar og rúmgóðar stofur. Rúmgott eldhús, 6 herbergi og 2 snyrtingar. Verðtilboð. 5285 Viðarás - Kjalarnesi Nýkomið í sölu nýlegt 200 fm einbýlishús með stórum bílskúr. Húsið stendur á 1,3 hektara eignarlóð. Mjög rúmgóðar stof- ur og sjónvarpshol. Afar stórt og fallegt eldhús með eikarinnréttingu. Stórt bað- herbergi með innréttingu úr kirsuberja- viði. 4 góð svefnherbergi. Lóðin er vel gróin og liggur að sjó, með stórkostlegu útsýni. Frábært tækifæri fyrir náttúru- unnendur. 5286 Brekkuland - Mos. 170 fm ein- býlishús á tveimur hæðum auk innb. 28,7 fm bílskúrs. Þrjú stór herbergi með góðum skápum. Parket á gólfum. Gróð- urhús 26 fm með hita í gólfi. Glæsilegt útsýni í rólegu umhverfi. V. 22,0 m. 2221 Á RIÐ 1848 byggir Ahrens, stiftamtmaður og malari, hús sem enn stendur, á suðurhluta Arnarhóls- túns. Eftir skjölum að dæma geng- ur hann ekki frá leigusamningi um lóðina fyrr en ári síðar. Lóðin var eign Arnarhóls og var leigan á ári 2 ríkisdalir. Talið er að í húsinu hafi átt að vera bæði íbúð og veitinga- rekstur. Veitingareksturinn gekk ekki eins vel og vonir stóðu til og var honum hætt eftir eitt ár og fljótlega veðsetur Ahrnes húsið og er þá eignin skráð 2b á Arnarhólslandi. Í nokkur ár er húsið ýmist kallað númer 10 í Austurstræti eða 2b á Arnarhólslandi. Af skjölum má ráða að Ahrens hafi ekki getað haldið eign sinni, hann selur árið 1850, August Thom- sen. A. Thomsen fær leyfi til að stækka húsið og einnig byggir hann eitthvað af skúrum á lóðinni. Á næstu árum á eftir verða nokk- ur eigendaskipti. Árið 1860 er skráður eigandi hússins Jón Pét- ursson yfirdómari. Jón var bróðir Péturs biskups í Austurstræti 16 og Brynjólfs Fjölnismanns. Jón starf- aði við Landsyfirréttinn og var dómstjóri. Hann sat á Alþingi og í bæjarstjórn. Um skeið var hann settur lands- og bæjarfógeti í Reykjavík. Einnig var Jón amtmað- ur í Vesturamtinu og landshöfðingi nokkurn tíma. Synir Jóns voru hinir þekktu athafnamenn Friðrik og Sturla. Jón Pétursson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Sofía Bogadóttir. Börn þeirra voru tví- burarnir séra Pétur á Kálfafellsstað og séra Brynjólfur á Ólafsvöllum, Jarðþrúður sem átti dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörð, og Jó- hanna Sofía sem átti séra Zófonías Halldórsson í Viðvík. Seinni kona Jóns Péturssonar var Sigþrúður Friðriksdóttir, dóttir séra Friðriks Eggertssonar í Ak- ureyjum. Börn þeirra voru: Arndís sem átti Guðmund Guðmundsson lækni í Stykkishólmi, Þóra sem átti Jón Magnússon ráðherra, Friðrik guðfræðingur og kaupmaður, Sturla kaupmaður, Elínborg og Sigríður sem átti Geir Sæmundsson vígslu- biskup. Hús heldri manna Laugavegur 1 var hús heldri manna. Benedikt Gröndal segir í æviminningum sínum: „Þar býr nú ekkja Jóns Péturssonar, frú Sig- þrúður, og tveir synir hennar, Sturla kaupmaður og Friðrik cand. theol og hafa þeir prýtt húsið mjög bæði að utan sem innan með dýr- indis málverkum og ýmsu skrauti, en í hallanum fyrir framan er fagur aldingarður, skrýddur mörgum tegundum fagurra blóma og jurtagróðrar.“ Garðurinn var var- inn með steinhleðslu þeim megin sem gatan var en mikil umferð var þar á götuslóðan- um af gangandi fólki og hestvögnum. Húsið var íbúðarhús fram undir 1910 en þá hófst þar verslunar- rekstur. Guðmundur Ásbjörnsson og Sigur- björn Þorkelsson, sem kenndur var við versl- unina Vísi, hófu þar verslunarrekst- ur. Guðmundur Ásbjörnsson var forseti bæjarstjórnar frá árinu 1926 til 1952 og hefur ekki annar gegnt því starfi lengur svo vitað sé. Enn- fremur var hann for- maður Árvakurs hf. Sigurbjörn tók virkan þátt í bæjarmálunum og eftir að hann hætti að versla tók hann við stjórn kirkjugarðanna í Reykjavík. Árið 1898 byggir Sturla Jónsson lystihús í garðinum, að grunn- fleti 4x3 ½ álnir. Tveimur árum síðar byggir hann heyhús, 12x16 álnir að grunn- fleti og fjós 9x16 álnir á lóðinni. Líklega er það sama húsið og seinna var notað fyrir hesta og heyið geymt á loftinu. Hús- ið er byggt af plönkum með háu risi. Árið 1903 selur Sturla Jónsson eignina sem gengur kaupum og söl- um í þrjú ár. Árið 1906 er Lúðvík Lárusson orðinn eigandi hússins en Magnús Guðmundsson er eigandi lystigarðsins og litla hússins sem Sturlubræður byggðu í honum. Sama ár byggir Lúðvík skúr, 5 5/8x31/4 álnir að grunnfleti á lóðinni sem er líklega viðbyggingin sem enn stendur norðan við húsið. Hinn 5. desember 1915 er versl- unin Vísir stofnuð í húsinu. Eigend- ur verslunarinnar og húseignarinn- ar voru Guðmundur Ásbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Hjálmar Þorsteinsson. Í miðrými hússins stofnaði Guð- mundur Ásbjörnsson rammagerð og veggmyndaverslun sem talið er að sé sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík. Um árabil var í plássinu ein af þekktustu skóverslunum í bænum. Þá var opnað inn í viðbygg- inguna sem byggð var fyrir stór- Morgunblaðið/Sverrir Húsið er með elstu húsum við Laugaveg og hefur lengi sett sinn svip á umhverfið. Jón Pétursson Þetta gamla og fallega hús er friðað enda full ástæða til þess þó að það hafi tekið talsverðum breytingum á einni og hálfri öld. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um hús, sem er samofið sögu Laugavegs. Laugavegur 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.