Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 17

Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 17 ÞJÓÐARFLOKKUR Jose Maria Aznars, forsætisráðherra Spánar, sigraði í sveitarstjórn- arkosning- um í Madr- idar-héraði í fyrradag og hefur nú meirihluta þar. Var sig- urinn minni en skoðana- kannanir höfðu gefið til kynna en flokkurinn fékk rúm 48% atkvæða og 56 menn kjörna. Sósíalistaflokkurinn fékk rúm 39% og 46 menn og kommúnistar fengu níu. Kosn- ingar voru einnig í héraðinu í maí og þá fengu sósíalistar og kommúnistar tveggja sæta meirihluta. Þegar til kom fengu sósíalistar þó ekki meirihluta fyrir kjöri nýs forseta þingsins vegna þess, að tveir þingmenn þeirra mættu ekki við atkvæða- greiðslu. Kom síðar í ljós, að þeim hafði verið mútað til þess af fasteignafyrirtæki nátengdu Þjóðarflokknum. Af þessum sökum var ákveðið að boða aftur til kosninga. CIA gagnrýnd Í SKÝRSLU sem verið er að vinna fyrir öldungadeild Banda- ríkjaþings er bandarísku leyni- þjónustunni CIA legið á hálsi fyrir að ýkja hættuna sem staf- aði af vopnum og meintum hryðjuverkatengslum Íraks- stjórnar Saddams Husseins. Greindi The Washington Post frá þessu. Í skýrslunni, sem er í vinnslu hjá þeirri nefnd þingsins sem sinnir leyniþjónustumálum, er undrun lýst yfir því hve mikið er fullyrt á grundvelli ágizkana og veiks upplýsingagrunns. Hefur blaðið þetta eftir nefnd- arfulltrúum úr báðum flokkum, repúblikana og demókrata. Um 70% sátu heima FLOKKUR fyrrverandi komm- únista vann sigur í sveitar- stjórnarkosningum í Búlgaríu um helgina og þykja úrslitin endurspegla mikla óánægju með stjórn Simeons Saxe-Cob- urgs, forsætisráðherra og fyrr- verandi konungs. Hafði flokkur- inn fengið 33% atkvæða er talning var hálfnuð í gær en næstur honum kom Lýðræðis- fylkingin, sem er hægriflokkur, með 21% atkvæða. Hreyfing Simeons II var þá aðeins með 10%. Kosningaþátttakan var sú minnsta eftir fall kommúnism- ans í Búlgaríu, aðeins rúmlega 30%, sem þýðir, að næstum 70% kjósenda sátu heima. Er litið á það sem mótmæli við fátækt og spillingu í landinu. Svíar hagnast HAGNAÐUR Svía af viðskipt- unum við útlönd sló öll fyrri met í september síðastliðnum þrátt fyrir hátt gengi sænsku krón- unnar. Var hann um 165 millj- arðar ísl. kr. en tæpir 112 millj- arðar í sama mánuði fyrir ári. Út var flutt fyrir 735 milljarða kr., 10% meira en í september í fyrra, en inn fyrir 569 milljarða. Er það aðeins 3% meira en fyrir ári. STUTT Flokkur Aznars sigraði Aznar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.