Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 18
Tískuverslun Föt fyrir unglinga, eiginn innflutningur. Er í glæsilegustu verslunar- miðstöð landsins. Prentsmiðja Prentsmiðja á Suðurlandi í eigin húsnæði. Sér um flest prentverk. Stórt svæði. Góð tæki. Dagsala Til sölu stór dagsöluturn í miðborginni. Stórt húsnæði með ýmsa mögu- leika. Lítil íbúð fylgir. Góð smurbrauðsaðstaða. Nýr sportbar Til sölu glæsilegur nýr sportbar með öll leyfi. Tveir skjávarpar, 15 " sjón- vörp, poolborð o.fl. Leyfi fyrir 450 manns. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is ÞAÐ hefur mikið gengið á í kringum Grunnskólann á Egilsstöðum undanfarið. Allt með jákvæðum formerkjum auðvitað, því nú er búið að setja niður þrjár lausar kennslustofur á skólaplanið til að auka kennslupláss og verið er að undirbúa nýtt leikksvæði við skólann. Til skamms tíma var malbikað plan, sparkvöllur og dálítið af leiktækjum utan við skólann, en nú er verið að breyta fyrrverandi bílastæði í leiksvæði og á að setja niður eitthvað af nýjum leiktækjum fyrir svo sem eina milljón og gera umhverfið vinalegra. Þótti mörgum sem eiga og hafa átt þarna börn í skóla mál til komið. Sama máli gegnir um leikskólann á Egilsstöðum, þar sem að- staða barnanna til útivistar hefur ekki þótt mjög litrík eða skemmtileg. Eftir að þriggja milljóna króna fjárveiting til leik- tækjakaupa dúkkaði upp fyrir skemmstu, var gengið í að panta ný leiktæki og mun eiga að setja þau niður innan skamms og bæta útivistarsvæði leikskólans verulega. Kætast nú sjálfsagt hjörtu margra, bæði stórra og smárra.    Það er skeggrætt um það víða á Mið- Austurlandi og á Héraði að sauð- fjárbændur og aukaatvinnumöguleikar þeirra hafi nú verið teknir kyrkingartaki eftir að sláturhúsunum var lokað. Sagði til að mynda einn aldraður bústólpi sinnar sveitar að fjölskylda hans væri að missa eitthvað um tvær milljónir árlega í tekjur og að hann þyrfti um það bil hundrað lömbum fleira til að hafa sama upp úr sér í sauðfjárbúskapnum. Inn í þetta má spyrða að fólk til sveita hefur í áraraðir haft atvinnu í sláturhúsum á haustin og missa býlin því umtalsverðar tekjur við lokun sláturhúsanna í fjórð- ungnum.    Heimamenn á Egilsstöðum verða margir alveg dolfallnir þegar þeir koma inn að virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Eftir að aka beinan og eftir atvikum bugð- óttan slitlagsveginn upp úr Fljótsdal og inn eftir, blasir við vinnusvæði sem er blátt áfram krökkt af vinnuvélum og mannskap. Eins og agnarsmátt, en iðandi leikfangaland ofan í gljúfrinu. Og heilt bæjarfélag risið ofan við. Fólk nær hreint ekki utan um þetta dæmi, enda um stærstu framkvæmd Íslandssögunnar að ræða. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Lögreglu á Dalvíkbarst um helginabeiðni vegna manns sem kominn væri í sjálfheldu í fjallinu sunnan og ofan við Kóngsstaði í Skíðadal en maðurinn var þar við smalamennsku. Reynt var að ná í einhvern úr björgunarsveitinni til að koma búnaði til manns- ins en hann komst af eigin rammleik niður úr fjallinu áður en það tókst að því er fram kemur í dagbók lög- reglu. Þrír ökumenn voru staðnir að of hröðum akstri á Akureyri og einn var grunaður um ölvun við akstur. Sex árekstrar urðu um helgina, slysa- lausir, en þó kenndi fólk sér eymsla eftir tvo þeirra. Einnig kemur fram í dagbók að tveir árekstrar urðu á Akureyri á föstu- daginn, annar allharður en engin slys urðu á fólki. Í sjálfheldu Mývatnssveit | Við hátíð- ardagskrá í tilefni 50/30 ára afmælis virkjana við Laxá vakti mikla athygli tónlistarflutningur nem- enda Hafralækjarskóla. Sérstaklega var magn- aður leikur slagverks- sveitar en þar léku sjö nemendur úr 8. bekk á jafnmörg marimba- ásláttarhljóðfæri undir stjórn Roberts Faulkners. Flutningur þeirra var kynngimagnaður og seið- andi svo undir tók í gljúfrasal. Enda hljómur Afríku ekki hversdags- hljóð í eyrum flestra sam- komugesta. Að sögn Juli- et Faulkner gerðist það fyrir milligöngu norskra unglinga sem heimsóttu skólann að marimba- hljóðfæri voru pöntuð frá Simbabve fyrir um ári. Eftir það hafa margir nemendur við skólann til- einkað sér áslátt þeirra með ótrúlegum árangri. Morgunblaðið/BFH Marimba í gljúfrasal Á laugardaginnhéldu hjónin Ár-þóra Ágústsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson, háskólarektor á Ak- ureyri, upp á 50 ára af- mæli þeirra beggja í Ket- ilhúsinu á Akureyri. Ræðu sína hóf Halldór Blöndal forseti Alþingis með þessari vísu undir stuðlafalli: Til vinateitis margur bauð af minna. Hjónin ekki illa þokkuð aldargömul. Það er nokkuð! Síðar gerði hann að um- talsefni nemendafjölgun Háskólans á Akureyri og þann árangur sem þar hefði náðst: Aðsóknin er meiri og meiri megi svo verða enn um sinn. Háskólinn á Akureyri er öfundsverður Þorsteinn minn. Það er nokkuð! Laugarvatni | Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson kennari við Íþróttabraut KHÍ, sem kunnur er af að lýsa hlaupagreinum á Gullmótunum í frjálsum með Samúel Erni, hélt á dögunum- upp á þrjátíu ára afmæli sitt í sal íþróttahúss íþróttabrautar KHÍ á Laugarvatni. Meðal dag- skráratriða sem auglýst höfðu verið var glíma Kjartans Lár- ussonar húsvarðar og glímu- frömuðar HSK við sauðkindina. Er Kjartan þekktur af áhuga- málum sínum, glímunni og sauð- fjárrækt. Þegar kom að atriði Kjartans var Sigurbjörn feng- inn á sviðið og færðu starfs- menn íþróttahússins honum tveggja vetra hrút hinn vænsta, með stór og fagurlega snúin horn og mikinn hvítan ull- arlagða. Hrúturinn heitir í höf- uðið á Rögnvaldi Ólafssyni fv. formanni GLÍ og landskunnum glímudómara. Rögnvaldur hrút- ur hafði fengið fyrstu verðlaun sem vetrungur með einkunnir; Þungi og mál = 50 – 83 – 19 – 106. Stig: 8 – 8 – 9 – 8,5 – 9 – 17,5 – 8 – 8 – 8,5 = 84,5 og ómmæling á vöðva sýndi 28 mm af vöðva, 4 mm fitu og 4 í lögun á skalanum 1–5 þar sem 5 er best. Kjartan rakti ættartölu Rögnvaldar allt aftur til fjár- skiptanna 1952 þegar fé kom í Laugardalinn aftur eftir mæðu- veikiniðurskurð. Skyldi nú dokt- orinn og Þingeyingurinn sjálfur hafa það verkefni að rekja ættir móðurinnar þingeysku aftur til landnáms. Mátti afmælisbarnið hafa sig allan við að halda í hrút- inn. Sigurbjörn Árni heldur nú hrút þennan í húsum Kjartans í Austurey en hefur á honum leð- urskjóðu bundna yfir lendarnar svo hann gagnist eigi ánum án viðeigandi þóknunar, enda mik- ill kostagripur. Morgunblaðið/Kári Glímdi við verðlaunahrút Afmæli Garðabæ | Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í Garðabæ 17. október síðastliðinn. Á fund- inum flutti Árni Magnússon félagsmála- ráðherra ávarp og einnig gerði Magn- ús Jóhannesson ráðuneytisstjóri grein fyrir nýrri náttúruverndar- áætlun en tvö af fjórtán svæðum sem eru inni á henni eru á höfuð- borgarsvæðinu, Skerjafjörður og Álftanes. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að halda utan um og safna áfram gögnum til þess að hægt sé að halda áfram að vinna að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins án þess að þurfa að hefja nýja vinnu við gagnasöfnun fyrst. Ennfremur var samþykkt einróma ályktun þar sem ítrekað var að tekjustofn- ar sveitarfélaga skuli vera í samræmi við verkefni þeirra og lögbundnar skyldur. Í ályktuninni var einnig lögð áhersla á eftirfarandi:  Að ríkið greiði kostnað vegna tónlistar- fræðslu á framhaldsskólastigi og allan stofnkostnað vegna byggingar fram- haldsskóla.  Að felldir verði niður allir skattar sem ríkið innheimtir af rekstri almennings- samgangna í þéttbýli.  Að afnumdar verði að mestu undanþág- ur frá greiðslu fasteignaskatta.  Að sveitarfélögum verði bættur tekju- missir vegna breytinga úr einkarekstri í einkahlutafélög.  Að sveitarfélögum verði bættur mikill kostnaðarauki vegna fráveitumála og nýrra reglugerða um meðhöndlun úr- gangs.  Að fjármagn til uppbyggingar stofn- vegakerfis höfuðborgarsvæðisins sé í samræmi við þær miklu þarfir sem þar eru og að hlutverk Vegagerðarinnar gagnvart afleiðingum aukinnar umferð- ar, s.s. hljóðmengunar, verði ótvírætt.  Að áhersla verði lögð á úrbætur í heil- brigðisþjónustu og þjónustu við aldraða. Tekjur sveitarfé- laga verði í samræmi við verkefni Egilsstöðum | Um helgina var á Egilsstöðum opn- aður nýr veitingastaður, Yfir borðið, áður Pizza 67. Eigendur eru þeir sömu og áfram er boðið upp á pizzur auk fjöl- breytts matseðils. Yfir borðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.