Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 20
AKUREYRI
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu
nýleg glæsileg húsgögn
Ítalskur leðurhornsófi 205x260
cm + pulla, koníakslitur, í góðu
ástandi.
Nývirði 250 þús.
Verð aðeins 80 þús.
Útskorin hillusamstæða.
Lýsing í efstu hillunum.
160 cm br., 225 cm hár.
Nývirði 160 þús.
Verð aðeins 80 þús.
Tveir glæsilegir leðursófar
215 cm br. frá IDP (Ítalíu),
keyptir hjá Öndvegi, 2,5 ára
og eins og nýir. Dökkbrúnt,
þykkt nautsleður.
Nývirði 230 þús. hvor.
Verð aðeins130 þús. hvor
Upplýsingar í síma 896 5222 eða 896 6186
Þórhildur Sandholt
lögfr. og lögg. fastsali.
Gsm 898 8545
Gísli Sigurbjörnsson
sölumaður
FAX 568 3231
KLEPPSVEGUR
Stór og falleg 4ra herb. íbúð
121 fm auk sérgeymslu á 2.
hæð í góðu fjölbýli. Stór
stofa, borðstofa, tvö stór
svefnherbergi, flísalagt bað-
herbergi, gott eldhús með
þvottaherb. og búri inn af.
Áhvíl. 3,4 millj. Verð 15,5 millj.
BRÓÐURPARTUR Akureyringa,
eða um 70%, hugsar fremur hlýlega
til hátíðarinnar „Ein með öllu“ sem
haldin var um síðustu versl-
unarmannahelgi.
Bæjarráð Akureyrar ákvað í lok
ágúst að láta gera könnun á viðhorfi
bæjarbúa til hátíðahalda um versl-
unarmannahelgi og fól Gallup verk-
efnið. Könnunin var gerð í sept-
ember, dagana 16. til 29. þess
mánaðar, og var úrtakið 860 manns,
16–75 ára búsettir á Akureyri. Svar-
hlutfallið var 67,2%.
Sigríður Ólafsdóttir hjá Gallup
kynnti niðurstöðurnar en meðal þess
sem fram kom er að um 93% bæj-
arbúa töldu sig hafa orðið fyrir litlu
eða engu ónæði af völdum hátíð-
arinnar. Þá leiddi könnunin í ljós að
rúm 80% bæjarbúa voru á Akureyri
um verslunamannahelgina og um
60% þeirra sem voru í bænum sóttu
einhvern af þeim skipulögðu við-
burðum sem í boði voru.
Meðal þess sem um var spurt var
hvort menn væru hlynntir eða and-
vígir því að staðið væri fyrir hátíða-
höldum á Akureyri um versl-
unarmannahelgi. Mikill meirihluti
íbúa, um 80% var hlynntur hátíða-
höldunum og 13% andvígir. Sigríður
nefndi að marktækur munur hefði
reynst á viðhorfum íbúa eftir kyni,
aldri og búsetu í bænum. Þannig
væru fleiri í hópi hinna yngri fylgj-
andi hátíðahöldum um versl-
unarmannahelgi og karlar voru
einnig jákvæðari en konur. Þeir sem
helst voru neikvæðir í garð hátíð-
arinnar voru þeir sem bjuggu á
svæðinu frá Mýrarvegi og að miðbæ.
Spurt var af hverju viðhorf við-
komandi væri jákvætt/neikvætt og
þeir jákvæðu nefndu að gott væri
fyrir bæjarfélagið að halda slíka há-
tíð, fleira fólk kæmi í bæinn, hátíðin
hefði heppnast vel og unglingarnir
verið heima en neikvæðu fylgifiskar
hátíðarinnar voru að mati þátttak-
enda unglingadrykkja og mikil
drykkja almennt, ekki hefði verið
nægilegt eftirlit og löggæsla, dag-
skráin ekki nógu spennandi, þetta
hafi ekki verið fjölskylduhátíð og
loks nefndu menn ónæði og sóða-
skap.
Þá leiddi könnunin í ljós að meiri-
hluti bæjarbúa vill að hátíðahöldin
nái til breiðs hóps fólks og flestir eða
47,5% nefndu að hátíðin ætti að vera
fyrir fjölskyldufólk.
Flestir Akureyringar segjast
ánægðir með „Eina með öllu“
Morgunblaðið/Kristján
Ánægja: Könnun Gallup leiðir í ljós að langflestir Akureyringar eru ánægð-
ir með að efnt er til hátíðahalda í bænum um verslunarmannahelgi.
„ÞAÐ ER mjög ánægjulegt hversu
afgerandi niðurstaðan er og sér-
staklega þykir mér gott að fá stað-
festingu á því hversu margir bæj-
arbúar taka þátt í hátíðahöldunum,“
sagði Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri um niðurstöður könnunar
Gallups um viðhorf bæjarbúa til há-
tíðarinnar „Ein með öllu“ um versl-
unarmannahelgina.
Bæjarstjóri nefndi einnig að
greinilegt væri að ríkur vilji væri
meðal íbúa að halda hátíðahöldum
áfram, „því þrátt fyrir ýmis minni
háttar tilvik sem upp komu og koma
ævinlega upp þar sem mikill fjöldi
fólks er saman kominn tókst hátíðin
vel.“
Kristján Þór sagði að mun fleiri
ungmenni hefðu sótt bæinn heim nú
um síðustu verslunarmannahelgi en
árið á undan og það sett sinn svip á
hátíðina. Vissulega hefðu nokkir
bæjarbúar verið óánægðir, en oft
væri það svo að hærra heyrðist í
þeim hópi en hinum ánægðu. „Ég
held að umræðan sem hér varð um
að allt hefði farið úr böndunum hafi
ekki endurspeglað hátíðina, né held-
ur að það hafi verið upplifun bæj-
arbúa almennt.“
Umræðan
endurspeglaði ekki
hátíðina
„ÉG FAGNA þessum niðurstöðum,“
sagði Bragi Bergmann, talsmaður
Vina Akureyrar, sem stóðu fyrir há-
tíðinni „Ein með öllu“. „Þær eru al-
veg í samræmi við það sem við fund-
um fyrir, fólk var almennt mjög
ánægt.“
Bragi sagði að umræður um að
Akureyringar væru almennt
óánægðir með hátíðahöld um versl-
unarmannahelgi og að þau þyrftu
endurskoðunar við hefðu ítrekað
heyrst í fjölmiðlum um og eftir þessa
helgi, en þá skoðun sagði hann helst
hafa komið frá starfandi bæjarstjóra
og ákveðnum varðstjórum lögregl-
unnar. „Þessir menn töluðu um al-
mennt svall og þeir sköðuðu ímynd
hátíðarinnar mjög.“ Hann nefndi að
þetta hefði verið stærsta hátíð lands-
ins, ekki undir 12 þúsund manns
hefðu tekið virkan þátt, „og í ljósi
þess er ótrúlegt hve vel hátíðin
gekk. Sumir heimamenn gerðu hins
vegar í því að varpa út rangri mynd
af hátíðinni, en hún er að hluta til
leiðrétt með þessari könnun.“
Í samræmi við það
sem við fundum
Hæstiréttur | Garðar Gíslason
hæstaréttardómari fjallar um það
hvernig niðurstaða Hæstaréttar er
fengin í erindi sem hann flytur á
Lögfræðitorgi félagsvísinda- og
lögfræðideildar Háskólans á Ak-
ureyri í dag, þriðjudag. Hann verð-
ur í húsakynnum háskólans í Þing-
vallastræti 23, stofu 14 og hefst kl.
16.30.
Á liðnum árum hefur Hæstiréttur
verið nokkuð stöðugt í kastljósi
fjölmiðla vegna umdeildra dóma
segir í frétt um fyrirlesturinn og að
Garðar muni fjalla um það hvernig
Hæstaréttur kemst að niðurstöðu í
málum sem fyrir hann eru lögð.
Hæstiréttur hefur undanfarið
þurft að taka á mörgum stórum og
vandasömum málum sem valdið
hafa miklum deilum í samfélaginu.
Nægir þar að nefna kvótamálið,
stöðuveitingu sem snerti jafnrétti
kynjanna og mál sem snerist um
svokallaðan einkadans. Niðurstaða
Hæstaréttar gengur oft þvert á
skoðanir hins almenna borgara sem
og skoðanir stjórnmálamanna og
fjölmiðlafólks. Það kemur og fyrir
að niðurstaða Hæstaréttar gangi
þvert gegn úrskurði héraðsdóms.
ÁRBAKI, einum þriggja ísfisktog-
ara ÚA, var siglt áleiðis til Gdynia
í Póllandi í gær, en þar á að ráð-
ast í töluverðar endurbætur og
breytingar á skipinu. Gert er ráð
fyrir að Árbakur verði frá veiðum
fram að jólum að því er fram kem-
ur hjá Stefáni Finnbogasyni verk-
stjóra vélaverkstæðis ÚA á heima-
síðu félagsins, en hann mun fara
til Póllands um næstu helgi til að
hafa eftirlit með breytingum ytra.
Brú skipsins verður hækkuð um
sem nemur einni hæð en þannig
skapast rými fyrir setustofu, íbúð
og sjúkraaðstöðu. Settur verður
veltitankur í skipið, nýtt peru-
stefni, nýr skutur og kjölurinn
verður sömuleiðis endurnýjaður.
Loks verður skipið sandblásið og
það málað. Gangi áætlanir eftir
mun verkið taka fimm vikur og
Árbakur því kominn til Akureyrar
aftur um miðjan desember. Eftir
að heim verður komið er að sögn
Stefáns gert ráð fyrir að fara í
lagfæringar á millidekki skipsins,
m.a. að setja þar upp flokkara og
ískrapavél.
Árbakur í endur-
bætur til Póllands
ENGU er líkara en skipverjar á Mánafossi séu að
sigla heim í hlað á Halllandsnesi á Svalbarðs-
strönd. Hafa kannski ætlað sér að heilsa upp á
heimafólk og spyrja almæltra tíðinda. Sú var þó
ekki raunin, þeir Mánafossmenn voru líkt og
vanalega að sigla frá Oddeyrarbryggju og tóku
stefnuna beint úr Eyjafjörðinn, en skipið er hið
eina sem nú um stundir sinnir strandsiglingum
við Íslandsstrendur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heilsað upp á heimafólk!