Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 21

Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 21 Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir. www.ogvodafone.is Við eflum GSM þjónustu okkar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 25 90 10 /2 00 3 Reykjanesbæ | Hann er gjarnan kallaður Suðurnesjavíkingurinn, enda er Böðvar Gunnarsson hand- verksmaður sem smíðar muni að hætti víkinganna úr málmi og tré. Hann hefur nú stofnað víkinga- félag í Reykjanesbæ og mættu um 20 manns á stofnfund félagsins síð- asta fimmtudag. Böðvar er nú með smiðju á Berg- inu í Keflavík, en segist vonast til að hann fái aðstöðu í víkinganausti sem ráðgert er að byggja í Innri- Njarðvík. Þar verður víkingaskipið Íslendingur til sýnis og því væri skemmtilegt að vera með smiðju þar, segir Böðvar. Hann vonast til að geta gert smíðarnar að að- alstarfi sínu í framtíðinni, og sam- einað þannig áhugamál sitt og at- vinnu. „Það er um það bil eitt ár síðan ég hitti fyrst víkinga á Ljósanótt- inni í fyrra,“ segir Böðvar. „Einn af þeim var bandarískur eldsmiður af Vellinum. Ég heillaðist bara af þessu, þeir voru að smíða hnífa og ýmsa smáhluti. Ég spurði þá hvort þeir yrðu með eitthvert námskeið. Það átti nú að vera en svo var það aldrei haldið. En ég komst í smiðj- una hjá honum uppi á velli þar sem hann kenndi mér ýmislegt. Við er- um góðir vinir í dag.“ Þegar þarna var komið var neist- inn kviknaður hjá Böðvari og hann fór að prófa að smíða. Hann fór einnig að hitta hafnfirska víkinga í félaginu Rimmugýg reglulega þar sem hann berst við aðra víkinga með sverð og skjöld að vopni. „Ég er að vinna í því að koma mér upp hringabrynju, en þegar maður er að gera það í fyrsta skipti tekur það alveg marga mánuði,“ segir Böðvar. Með mörg járn í eldinum Böðvar segir að sú hugmynd hafi kviknað fyrir nokkru að stofna fé- lag í Reykjanesbæ þar sem hand- verki víkinganna er hampað. Fé- lagið var svo formlega stofnað á fimmtudaginn. „Ég smíða úr járni, sker í tré og geri rúnir og mót úr leir. Ég er að gera svo marga hluti að ég er að komast á það stig að mig langar kannski að fara að ein- beita mér að einhverju einu, ekki að vera að gera allt einn.“ Talsverður áhugi virðist vera á félaginu, enda mættu um 20 manns á stofnfundinn, þrátt fyrir að hann hefði lítið verið auglýstur, segir Böðvar. Félagið hefur ekki enn fengið nafn, og segir Böðvar að það verði að sjálfsögðu valið lýðræð- islega af áhugasömum, þó að lík- legt sé að nafnið tengist goðafræði eða fornsögunum á einhvern hátt. Böðvar er hagur smiður og á nokkurt safn af hnífum, Þórs- hömrum og öðrum skrautmunum sem hann hefur smíðað. Hann seg- ist hafa selt nokkuð af munum, til bæjarbúa og aðkomumanna. Þórs- hamrarnir sem hann smíðar eru vinsælir og eitthvað hefur selst af svokölluðum konuhnífum, sem kon- ur báru t.d. í streng um hálsinn. „Það eru engir tveir hlutir eins, þeir einfaldlega geta ekki orðið það nema ég færi að fastmóta þetta eitthvað, en ég vil það ekki. Það þurfa allir að vera með sitt sér- kenni. Ég hita járnið upp á steinkolum, en sem víkingur í víkingaþorpi mun ég nota viðarkol. Þau neista bara svo mikið að það er verra að nota þau inni í byggð. Þegar fer að skyggja þá eru eldglæringarnar langt upp í loftið af viðarkolunum. Ég hringi í slökkviliðið í hvert skipti sem ég er að byrja að smíða, það kemur svo mikill svartur reyk- ur,“ segir Böðvar brosandi. Handverki forfeðranna hampað Böðvar: Engir tveir hlutir eru eins og þeir eiga ekki að vera það heldur á hver hlutur að hafa sitt sérkenni. Hér má sjá sýnishorn af því sem hann smíðar, konuhnífa, Þórshamra og sax sem stungið er í trédrumbinn. Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Lærði eldsmíðar víkinganna af Bandaríkjamanni Reykjanesbæ | Fyrirhuguð friðlýs- ing 113,1 ferkílómetra svæðis á suð- vesturhorni Reykjaness þarfnast mikillar endurskoðunar og ekkert samráð hefur enn verið haft við heimamenn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli fundarmanna á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á laugardag. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði á fundinum að til standi að friðlýsa svæðið á yfirstandandi þingi. Hún lagði áherslu á að friðlýs- ingin sem slík væri ekki eiginleg frið- un svæðisins, heldur væri um að ræða viljayfirlýsingu þingsins til frið- unar, eftir væri að hafa samráð við alla hagsmunaaðila. Í framhaldi af því verði svo tekin endanlega ákvörð- un um hvort friðað verði og hvaða reglur muni gilda á friðaða svæðinu. Fundarmenn virtust flestir sam- mála um að þeir hefðu ónógar upp- lýsingar um það ferli sem málið væri í og hver tilgangur friðlýsingarinnar væri, ef hann væri ekki að friða svæð- ið. Á fundinum var ályktað um málið og minnt á að samráð við heimamenn sé enn ekki orðið að veruleika. Í ályktuninni segir m.a.: „Friðlýs- ingin gæti torveldað að hinn öflugi og endurnýjanlegi háhitageymir verði nýttur á varfærinn og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir Suðurnes og landið allt. Með friðlýsingunni gæti verið lagður steinn í götu sjálfbærrar þróunar á borð við þá sem fram fer í auðlindagarðinum í Svartsengi og eftir er tekið víða um heim. Með frið- lýsingunni gæti einnig verið að koma í veg fyrir djúpboranir á svæðinu sem er nauðsynlegur og brýnn áfangi í sjálfbærri þróun Suðurnesja og landsins alls auk þess sem verulega er vegið að samkeppnishæfi Hita- veitu Suðurnesja gagnvart öðrum orkufyrirtækjum.“ Alfreð Alfreðsson, aðstoðarfor- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, gagn- rýndi náttúruverndaráætlun ráð- herra á fundinum, og sagði hana gallaða því hún komi ekki að landnýt- ingu heildstætt. Hann sagði lögin um friðun of þröng og þau hafi of slök tengsl við aðra lagabálka. „Fyrir mér er fegurð jarðhita- svæðisins á Reykjanesi enn meiri þegar undir yfirborðið er komið held- ur en það sem ég sé ofan á,“ segir Al- freð, og gagnrýnir hann einsleita sýn jarðfræðinga sem gáfu álit á friðlýs- ingunni. Siv sagði það sína skoðun að það séu meiri möguleikar fyrir heima- menn fólgnir í því að vernda en vernda ekki. „Það er mín skoðun að það eigi að gera þetta í sátt við fólk- ið,“ sagði Siv á fundinum. Hún sagð- ist enn fremur vilja skoða hvernig verndun og nýting geta farið saman, og horfði í því sambandi einkum til þess að starfsemi hitaveitunnar geti farið fram á svæðinu þó að það yrði lokað fyrir iðnaði sem gæti alveg eins verið staðsettur annars staðar. Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Alfreð Alfreðsson: Fegurð jarðhitasvæðisins enn meiri undir yfirborðinu.  1-  /%, /9 " .                                   !  "   #   2+  Telja friðlýsingu þarfnast endurskoðunar „Lagður steinn í götu sjálfbærrar þróunar“ Grindavík | Geimálfurinn Gígur frá Varslys mætti á árlegan haustfund Slysavarnardeildarinnar Þórkötlu og sýndi meðal annars hvers vegna nauðsynlegt er að nota hjálma, stjórnaði söng og fleira. „Geimálfur- inn Gígur ætlar síðan að fara í heim- sókn í grunnskóla landsins. Hann ætlar að ræða við krakkana á mið- stigi en til stendur að hann fylgi eftir námsefni sem er verið að gefa út af Landsbjörg. Þetta námsefni fjallar um slysavarnir og miðað við hve skemmtilega geimálfurinn kom þessu til skila hjá okkur þá höldum við að hann eigi ekki í vandræðum með að heilla krakkana,“ sagði Gerð- ur Gunnlaugsdóttir frá slysavarn- ardeildinni. Morgunblaðið/Garðar Geimálfurinn mætir í grunnskólana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.