Morgunblaðið - 28.10.2003, Síða 22
AUSTURLAND
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Breiðbandið | Á síðustu árum hafa ljós-
leiðarar verið lagðir í flest hús á Egils-
stöðum. Síminn mun þó ekki hafa uppi
áform um að koma breiðbandsþjónustu á í
bænum á næstunni. Ástæðan er sögð sú að
ekki borgi sig ennþá að senda sjónvarps-
rásir um breiðband utan höfuðborgarsvæð-
isins. Sem dæmi um aðra þjónustulausa
breiðbandsbæi má nefna Akureyri, Reykja-
nesbæ og Stykkishólm.
Egilsstöðum | Flugfélag Íslands
hefur í fyrsta sinn hafið reglulegt
áætlunarflug frá Akureyri og Egils-
stöðum til Keflavíkurflugvallar og
er flugið ætlað farþegum í milli-
landaflugi. Þá opnast að nýju flug-
leiðin milli Egilsstaða og Akureyrar,
en hún var aflögð fyrir nokkrum ár-
um.
Flogið verður tvisvar í viku, á
fimmtudögum og sunnudögum og
eru það sömu dagar og Grænlands-
flug flýgur beint milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar.
Lagt er upp frá Akureyri kl. ell-
efu á fimmtudögum og sunnudög-
um, komið til Egilsstaða rúmlega
tólf og lent í Keflavík rúmlega eitt
eftir hádegi. Brottför þaðan er svo
um kl. fimm síðdegis, vélin er á Eg-
ilsstöðum klukkustundu síðar og
komin til Akureyrar laust fyrir kl.
hálfátta um kvöldið.
Farþegar frá Akureyri og Egils-
stöðum þurfa að bóka sig í flugið er-
lendis á Keflavíkurflugvelli, en far-
angur þeirra fer beint um borð í
tengiflugið.
Tollskoðun og vopnaleit fer fram
á Keflavík. Fimm áhafnir munu
starfa á hinni nýju flugleið.
Stórframkvæmdir
forsenda flugsins
Jón Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Íslands,
segir að stórframkvæmdirnar við
Kárahnjúka séu ein helsta forsenda
flugsins, en aukin eftirspurn sé eftir
tengingu við millilandaflug frá Eg-
ilsstöðum, án þess að þurfa að hafa
viðkomu í Reykjavík. Það stytti
enda ferðatímann verulega. Gert er
ráð fyrir að fjölga ferðum, verði við-
brögð við þjónustunni góð. Flogið er
á Metro vél sem tekur 19 í sæti og
segir Friðrik Adolfsson markaðs- og
sölustjóri að Flugfélagið þurfi að
jafnaði 60% nýtingu á vélina til að
þetta gangi. „Ég á von á að flug-
leiðin muni bera sig með tímanum,“
segir Friðrik.
„Við gefum okkur að þetta sé
mikil búbót fyrir landsbyggðina og
að við náum þessari 60% nýtingu.
Við ætlum að auglýsa og kynna
þetta vel og munum skoða gang
mála eftir árið. Uppgangurinn á
Austurlandi verður fram til ársins
2007–8 og við vonumst til að geta
fylgt þessu eftir og gert það vel að
Egilsstaðabúar komi til með að nota
þetta áfram.“
Menn eiga ekki að
missa af flugvélinni út
Hvorki Friðrik, né flugmennirnir
í fyrsta beina fluginu á Keflavík,
þeir Þór Arnarsson og Kjartan Sæv-
ar Magnússon, hafa áhyggjur af því
að veður raski áætluninni. „Kost-
urinn við staði eins og Egilsstaði og
Keflavík er sá að þar eru mjög ná-
kvæm aðflugstæki og hægt að leyfa
sér að lenda þar við velflest veð-
urskilyrði,“ segir Þór. „Sé um veru-
lega slæmt veður að ræða er það þá
yfirleitt yfir öllu landinu en ekki ein-
stökum landshlutum og þá lokast
allt samtímis. Við reiknum með því
að það verði mjög sjaldgæft að leið-
in lokist vegna veðurs.“
Friðrik segir að ef það komi fyrir
verði fólki komið á næstu mögulegu
flugvél á eftir og sé það hluti af sam-
komulagi milli flugfélaga og fólki að
kostnaðarlausu.
Þar sem flugvélin byrjar á Ak-
ureyri og flýgur um Egilsstaði til
Keflavíkur býðst nú aftur kostur á
beinu flugi milli Akureyrar og Egils-
staða. Þeir Flugfélagsmenn telja
það áhugaverðan kost fyrir þá sem
vilji fara í dagsferðir frá Akureyri til
Egilsstaða.
Farþegunum vísað frá
vegna skorts á atvinnuleyfi
Í fyrstu ferðinni á sunnudag voru
meðal farþega úr Keflavík bókaðir
fimm útlendingar til Egilsstaða.
Nokkrar tafir urðu á brottför meðan
verið var að kanna skilríki fjögurra
þeirra, en það munu hafa verið
verkamenn á leið í Kárahnjúkavirkj-
un. Voru þrír þeirra ekki með til-
skilin atvinnuleyfi og var ekki hleypt
lengra. Neitaði þá sá fjórði að taka
flugið til Egilsstaða og varð eftir hjá
félögum sínum.
Þegar til Egilsstaða kom reyndist
ekki unnt að halda áfram til Ak-
ureyrar vegna ókyrrðar í lofti og
rættist ekki úr fyrr en í gærmorgun.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Fyrsti farþeginn: Bókað í Keflavík á leiðinni í Kárahnjúkavirkjun.
Fyrsta flugið á Keflavík: Flugmennirnir Kjartan Sævar Magnússon og Þór
Arnarsson. Friðrik Adolfsson, markaðs- og sölustjóri, í miðið.
Beint flug
til Keflavíkur
og þaðan til
útlanda
Flugfélag Íslands hefur reglulegar
ferðir á flugleiðinni Akureyri–
Egilsstaðir–Keflavík tvisvar í viku
Héraðsskógar | Helgi Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Héraðsskóga, hefur sagt starfi
sínu lausu og er nú leitað að nýjum fram-
kvæmdastjóra. Helgi var framkvæmdastjóri
Héraðsskóga frá árinu 1990 og Austurlands-
skóga frá stofnun þeirra árið 2001. Þá hefur
Níels Árni Lund látið af störfum sem stjórn-
arformaður Héraðsskóga og hefur Þorvald-
ur Jóhannsson tekið við stjórnarfor-
mennsku. Hann er framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Héraðsskógar hafa nú opnað nýja heima-
síðu á slóðinni www.heradsskogar.is.
Ný hús | Þorsteinn Bjarnason bygging-
arverktaki er nú að undirbúa byggingu
tveggja íbúðarhúsa á Fáskrúðsfirði. Verða
þau númer 1 og 3 við Króksholt. Húsin hafa
ekki verið seld ennþá. Nýlokið er smíði húss
við Álfabrekku, en það var fyrsta nýja húsið
sem byggt er á Fáskrúðsfirði í rúman ára-
tug. Var það byggt af sama byggingarverk-
taka og nú reisir húsin við Króksholt.
Ný þjónusta | Arkitekta- og verk-
fræðiþjónusta Austurlands hefur opnað
skrifstofu á Reyðarfirði. Það eru þrjú reyk-
vísk fyrirtæki sem standa að stofunni: Al-
menna verkfræðistofan, Verkfræðistofan
Hnit og arkitektastofan Arkþing. Fram-
kvæmdastjóri Arkitekta- og verkfræðiþjón-
ustu Austurlands er Geir Sigurpáll Hlöð-
versson, fyrrum bæjarverkfræðingur
Fjarðabyggðar.
… batnar hún bara með aldrinum,“ sagði Jón
Björn Hákonarson, sérlegur kynnir Blús-,
rokk- og jazzklúbbsins á Nesi til margra ára,
þegar hann lýsti tónlistarsýningum BRJÁN
frá upphafi og eru það orð að sönnu. Að
minnsta kosti höfðaði sýningin og lagaval
mjög vel til viðstaddra.
Fjórtánda sýning BRJÁN, Enska úrvals-
deildin í rokki, var frumsýnd fyrir fullu húsi í
Egilsbúð fyrsta vetrardag eins og venja er.
Þemað þetta árið, eins og nafnið gefur til
kynna, eru ensk rokklög. M.a. var boðið upp á
lög með Queen, Rolling Stones, David Bowie,
Bítlunum, Pretenders, Eurythmics og Spice
Girls. Spurður um þemað sagði Ágúst Ár-
mann Þorláksson að verið væri að rétta amer-
íska slagsíðu síðustu ára.
Vel heppnuð nýliðun
Sýningin í ár þykir verulega vel heppnuð,
en um þrjátíu tónlistarmenn, dansarar og að-
stoðarfólk taka þátt í uppsetningunni á einn
eða annan hátt. Í bland við reynslubolta
BRJÁN, sem sumir hverjir hafa sungið í sýn-
ingum klúbbsins frá upphafi, gaf að líta ný
andlit sem léðu sýningunni ferska blæ.
Nýliðarnir komu víðs vegar af Austurlandi
og má þar nefna til sögunnar Björt Sigfinns-
dóttur frá Seyðisfirði, Tinnu Árnadóttur frá
Eskifirði og Jóhann Búason frá Eskifirði. Þá
má ekki gleyma nýliðanum Hafþóri Helgasyni
frá Borgarfirði eystri, sem spilaði á áslátt-
arhljóðfæri.
Í gulum jakkafötum
uppi um alla veggi
Ágætis stemning var í salnum og náði
gamli refurinn Smári Geirsson að koma fólki
upp á stóla og borð þar sem hann flutti lagið
„Glad all over“ í gulum jakkafötum. Þá var
mikil stemning þegar Bjarni Ágústsson flutti
Queen-syrpu í lok sýningarinnar.
Sýningin á laugardagskvöld var sú fyrsta
af fjórum sem fyrirhuguð er í Neskaupstað
og er nú þegar uppselt og biðlisti á þrjár
þeirra. Venju samkvæmt er fyrirhugað að
setja upp sýningu í Broadway í Reykjavík á
nýju ári.
Rokkarar í Neskaupstað hrokknir í gírinn í fjórtándu sýningu BRJÁN
„Eins og
gott viskí …
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Austfirskar Spice Girls: Tinna Árnadóttir, Laufey Sigurðardóttir, Björt Sigfinnsdóttir og Berg-
lind Ósk Guðgeirsdóttir tjútta og tralla. Gestir í Egilsbúð voru vel með á nótunum.
Neskaupstað | Í tengslum við
orkuátak Latabæjar var síðasta
vika heilsuvika í Fjarðabyggð. Á
hverjum degi var ákveðið þema
sem fól í sér hvatningu til allra
íbúa í sveitarfélaginu um að taka
upp heilbrigðari lífshætti.
M.a. var bíllaus dagur þar sem
allir voru hvattir til að ganga til
vinnu og í skólann. Þá var íbúum
bent á að huga að mataræði sínu
og undir slagorðinu: „Gott er að
borða gulrótina“ var tilboð á
grænmeti og ávöxtum í mat-
vöruverslunum.
Skólar lögðu áherslu á útiveru
og útikennslu og m.a. fóru leik-
skólabörn frá Leikskólanum Sól-
völlum í Neskaupstað í skoð-
unarferðir um bæinn. Á
fimmtudeginum var sjónvarpslausi
dagurinn endurvakinn og í stað
sjónvarpsgláps efnt til fjöl-
skyldugöngu um kvöldið.
Heilsuvikan mæltist vel fyrir
meðal íbúa og þátttaka í við-
burðum var nokkuð góð. Svo verð-
ur að koma í ljós hvort þessi vakn-
ing skili sér í heilbrigðari íbúum,
en sumir voru á því að gera ætti
þessa viku að árlegum viðburði í
Fjarðabyggð.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Leikskólabörn í Neskaupstað spáss-
era um bæinn ásamt fóstrum sínum.
Gott er að
borða gulrótina