Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 24

Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 24
Mismunun: Feitt fólk sætir ekki að- eins mismunun heldur einnig mak- ar þeirra, vinir og kunningjar. MISMUNUN gegn feitum og of- feitum nær einnig til maka þeirra, félaga og vina samkvæmt nýlegri rannsókn sem greint var frá á netmiðli BBC. Fólki var sýnd mynd af sama manninum með ýmist feitri eða grannvaxinni konu og mátu þátt- takendur hann mun neikvæðar ef hann var með feitu konunni. Rannsóknarhópurinn, sem er frá Háskólanum í Liverpool, segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna hversu yfirgripsmikil mis- munun feitra í rauninni sé. Á Bretlandi er ein af hverjum fjórum konum og einn af hverjum fimm mönnum talin eiga við offitu að stríða. Í rannsókninni var 144 konum sýnd önnur hvor myndin og þær beðnar um að meta persónuleika mannsins en hunsa konuna. Þegar konurnar höfðu skoðað myndina stuttlega voru þær síðan beðnar um að fylla út fimmtíu atriði á lista þar sem þær mátu einkenni eins og hamingju, styrk og sjálfs- traust. Þær konur sem sáu mynd- ina af manninum með feitu kon- unni voru líklegri til að meta hann sem vansælan, sjálfsþægan, þunglyndan, óaðlaðandi og óör- uggan og allt í allt kom maðurinn 22% verr út úr því mati. Hins voru konurnar líklegri til að meta manninn með grönnu konunni sem hamingjusaman, sjálfs- öruggan og ólíklegri til að vera þunglyndur. Það þykir því ljóst að mis- munun gagnvart feitu fólki er mikil og nær jafnvel til maka þeirra, vina og kunningja.  FORDÓMAR Vinum feitra mismunað DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ fá greininguna Asperger-heilkenni getur verið áfallen leggja ætti áherslu á aðlíta á greininguna sem góða frétt, að mati margra fræði- manna sem rannsaka nú Asperger í auknum mæli. Þeirra á meðal er Marko Kielinen, finnskur sálfræð- ingur sem hefur rannsakað Asperg- er-heilkennið í nokkur ár. Hann er í hópi vísindamanna við barnageðdeild Háskólans í Oulu í Norður-Finnlandi sem stendur að einni stærstu rann- sókn sem gerð hefur verið á tíðni Asperger-heilkennis hjá börnum. Vísindamennirnir lögðu spurninga- lista fyrir foreldra og kennara 84% níu ára barna á ákveðnu svæði í N- Finnlandi árið 2001, en í þessum ár- gangi voru alls 5.484 börn. Á næsta stigi rannsóknarinnar voru 110 börn rannsökuð ítarlega og þá fundust um tuttugu börn með Asperger-heil- kennið. Rannsóknin var gerð að frumkvæði finnskra foreldrasamtaka barna með einhverfu eða Asperger og að sögn Marko vildu foreldrarnir áþreifanleg svör við því hver tíðni Asperger væri til að hægt væri að byggja aðgerðir og meðhöndlun á vís- indalegum staðreyndum. Vísbending fyrir Ísland Marko var hér á landi í síðustu viku og hélt fyrirlestur á vegum Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins þar sem hann fjallaði um rannsókn- ina. Evald Sæmundsen, sálfræðingur hjá Greiningarstöðinni, segir niður- stöðurnar mikilvægar þar sem þær er að einhverju leyti hægt að yfirfæra á íslenskt samfélag og læra af Finn- unum hvernig er hægt að bregðast við og hvar má gera betur. Evald seg- ir að niðurstöðurnar eigi a.m.k. við í Finnlandi, en gefi auk þess sterka vísbendingu um hvernig málum sé háttað á Norðurlöndunum og hve margir þurfi á aðstoð að halda. Marko segir að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að breiða út þekkingu á Asperger til kennara, lækna, sálfræðinga, for- eldra, leikskólakennara og annarra sem annast börn. Einnig er mikil- vægt að sýna fram á með vísinda- legum aðferðum hver tíðni Asperger er, með því að leggja spurningalista fyrir stórt úrtak og finna þannig þá og greina sem eru með Asperger. Í þriðja lagi bendir Marko á að end- urhæfing eða hæfing eins og hann vill frekar kalla það, sé mik- ilvæg fyrir þá sem greinast með Asperger, til að auka lífsgæði þeirra. Rannsókninni er lokið og niðurstöðurnar verða birtar í grein eftir verkefnisstjórann, Marja-Leena Mattila lækni, í viðurkenndu vísindatímariti á næsta ári. Rannsóknir Markos og félaga hafa m.a. leitt í ljós að í aldurshópnum 5– 18 ára hefur þeim sem greindust með Asperger í Finnlandi fjölgað verulega frá 1997 þegar þeir voru fjórir. Árið 1999 greindust 50 börn og unglingar með Asperger, 2001 voru þau 95 en 203 árið 2002. Ástæður þessa að mati Marko eru margvíslegar. M.a. árang- ursrík skimun og greining á tilfellun- um og aukin þekking á heilkenninu meðal sérfræðinga og almennings. Einnig hefur verið sett fram sú kenn- ing að þjóðfélagsbreytingar geti haft sitt að segja. „Börn með sérþarfir, of- virkni eða Asperger virðast ekki passa inn í þjóðfélagið,“ segir Marko. „Börn standa frammi fyrir vali í skóla í auknum mæli, hópavinna hefur auk- ist og meiri áhersla er lögð á félags- lega virkni sem ekki hentar þeim sem eru með Asperger.“ Þeir sem aðhyllast þessa kenningu telja að auknar kröfur í samfélaginu geti leitt til þess að ýmislegt sem áður var talið sérviska sé nú skilgreint sem Asperger. Marko segir erfitt að sanna nokkuð í þessa veru en sú skoðun sé þó algeng að breyttar þjóð- félagsaðstæður hafi m.a. ýtt undir að fleiri leiti sér hjálpar vegna ýmiss konar erfiðleika. Marko nefnir t.d. að 30% fleiri leiti nú hjálpar fyrir börn á barnageðdeildinni, þar sem hann hef- ur starfað, en fyrir tíu árum. „Það er umhugsunarvert,“ segir hann. Mjög breytt kynjahlutfall Á sínum tíma lýsti Hans Asperger einungis strákum með einkenni heil- kennisins. Hingað til hafa fleiri strák- ar en stelpur greinst með Asperger og hlutfallið átta strákar á móti einni stelpu hefur ekki verið óvenjulegt. Í rannsókn Markos og félaga kom hins vegar í ljós að hlutfallið náði ekki 2:1. Af þeim tuttugu sem talið er að séu með Asperger í rann- sókninni voru tólf strákar en átta stelpur. Nú standa yfir rann- sóknir á því af hverju þetta hlutfall er að breytast en Marko tel- ur það m.a. helgast af því að skilgreiningin í upphafi miðist við stráka. Að hans mati þarf líka að skoða málin frá sjón- arhóli stelpnanna en ekki bera þær að öllu leyti saman við strákana. Aðspurður segir Marko hægt að læra af öðrum rannsóknum og heim- færa niðurstöður þeirra. Hann segir nauðsynlegt að breiða út þekkingu á einkennum Asperger svo þeir sem greinast með heilkennið eigi auðveld- ara uppdráttar í samfélaginu. Einnig að sérfræðingar vinni með einkennin, t.d. með þjálfun í tjáskiptum en eitt af einkennunum er að þeim sem grein- ast með Asperger reynist erfitt að skilja tvíræðni og að eiga tjáskipti við aðra svo misskilningur skapast. Einnig eru hreyfingar þeirra oft klunnalegar eða skynfæri ofurnæm, þ.e. þeir geta skynjað áreiti úr um- hverfinu eins og lykt, ljós eða snert- ingu sem sársauka. „Það er fólk í kringum okkur sem er öðruvísi og með sérstaka rökhugs- un. Við viljum að fólk viti af hverju þetta fólk er öðruvísi en varpi ekki sökinni á fólkið sjálft eða foreldra þess. Við reynum að bæta umhverfi þessa fólks, en án þekkingar eða vís- inda getur það orðið erfitt. Stjórn- málamenn þurfa t.d. að vita að til er fólk með þessi einkenni, að það þurfi hjálp og komist illa af án hennar.“ Afneita oft greiningunni Marko segir mikilvægt að þeir sem greinast með Asbergeri fái að hitta aðra í sömu sporum. „Það gefur þeim hugrekki til að viðurkenna að þeir séu öðruvísi og líta það jákvæðum augum.“ Marko segir þetta mikil- vægt bæði fyrir börn, unglinga og fullorðna með Asperger og ekki síður fyrir foreldrana sem lengi var kennt um einhverfueinkenni barna sinna. Að mati Marko er jákvætt ef hægt er að greina Asperger fyrir tíu ára aldur því þá eru meiri líkur á því að barnið sætti sig við greininguna og geti litið jákvætt á hana. Flestir eru greindir á aldrinum 7–11 ára en erfitt er að greina Asperger fyrr. „Ungling- ar á aldrinum 16 til 18 ára eiga oft erfitt með að sætta sig við greining- una, afneita henni og vilja alls ekki vera öðruvísi.“ Marko er nú verkefn- isstjóri nýrrar rannsóknar á ungling- um og fullorðnum með Asperger þar sem markmiðið er að hafa uppi á ung- lingum og fullorðnum með Asperger. Þessi rannsókn er einnig að undirlagi finnsku foreldrasamtakanna. „Asperger hverfur ekki með aldr- inum, það er hluti af persónuleik- anum og fylgir viðkomandi alla tíð. Markmiðið er að hjálpa hinum full- orðnu að skilja það og leiðbeina þeim um hvernig er best að lifa með Asp- erger. Það þarf líka að muna að fólk með Asperger hefur náð mjög langt. Albert Einstein, tónskáldið Bela Bartok og stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Ludwig Witt- genstein voru líklega allir með Asp- erger. Þeir einbeittu sér að sínu sér- sviði og náðu mjög langt. Það er ekki bara slæmt að vera með Asperger heldur er það líka ákveðin gáfa.“  EINHVERFURÓFIÐ | Einstein var líklega með Asperger-heilkennið Asperger-gáfan Stelpum sem greinast með Asperger fjölgar en mun fleiri strákar hafa þó greinst með heilkennið. Finnski sálfræðingurinn Marko Kielinen sagði Stein- gerði Ólafsdóttur m.a. frá þessum niðurstöðum rannsóknar sem gerð var að frumkvæði finnskra foreldrasamtaka barna með einhverfu eða Asperger. Morgunblaðið/Ásdís Frumkvæði foreldra: Finnski sálfræð- ingurinn Marko Kielinen starfar nú alfarið fyrir finnsk foreldrasamtök barna með einhverfu eða Asperger og hann telur fumkvæði foreldranna mikilvægt og athyglisvert. steingerdur@mbl.is Þeir sem greinast með Asperger eiga erfitt með að skilja tvíræðni og að eiga tjá- skipti við aðra. Á SÍÐUSTU árum hefur mynd-ast hefð fyrir því að tala um einhverfuróf þar sem einhverfa og skyldar raskanir eiga heima. Þar á meðal er Asperger- heilkennið sem Austurríkismað- urinn Hans Asperger skilgreindi árið 1944 en hlaut þó ekki athygli fræðimanna fyrr en upp úr 1980. Það var svo fyrst árið 1992 sem Asperger-heilkenni var við- urkennt í alþjóðlegum grein- ingar- og flokkunarkerfum. Asperger-heilkenni er einn flokkur einhverfu. Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkenni hennar koma einkum fram í félagslegu samspili og boð- skiptum. Einkenni Asperger eru margvísleg og þeir sem greindir eru með Asperger geta haft mis- munandi og mismörg einkenni. Sá sem greindur er með Asperger- heilkenni getur haft skerta getu til félagslegra samskipta og átt erfitt með að skilja tvíræðni og líkamstjáningu. Skert hreyfifærni er einnig dæmi um einkenni, ásamt sérkennilegri og áráttu- kenndri hegðun en þar koma oft fram býsna sterk einkenni, t.d. í afmörkuðum áhugamálum sem eru svo sérhæfð að erfitt er að fá aðra til að skilja áhugann. Skynjun þeirra sem greinst hafa með Asperger er oft mjög ólík því sem fjöldinn á að venjast, þ.e. þeir geta skynjað venjulega snertingu sem sársauka eða t.d. verið ofurnæmir fyrir ljósi. Mál- og vitsmunaþroski er oftast eðli- legur hjá þeim sem greindir eru með Asperger, en mál þeirra og tal getur verið sérkennilegt hvað varðar áherslur, raddstyrk, hljómfall og tal getur verið mjög formlegt. Nýlega viðurkennt TENGLAR .............................................. www.greining.is Snillingar með Asperger? Eðlisfræðingurinn og uppfinningamaðurinn Albert Einstein, tónskáldið Bela Bartok (efst t.v.) og stærðfræðingurinn og heim- spekingurinn Ludwig Wittgenstein einbeittu sér að sínu sérsviði og náðu mjög langt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.